25.10.2009 | 01:32
Verklagsreglur fjármálafyrirtækja um sértæka skuldaaðlögun
Á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna er núna að finna samkomulag fjármálafyrirtækja um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun. Vonandi eru þetta bara drög, sem á eftir að leiðrétta viðskiptavinum fjármálafyrirtækjanna í hag. Við lestur reglnanna, þá virðist mér fyrirtækin gleyma því að þau eru að tala um örlög viðskiptavina sinna, því fátt bendir til þess að þau hafi áhuga á því að halda viðkomandi aðilum áfram í viðskiptum eftir þá útreið sem fólk á að fá.
Ég varaði við því á fundi félags- og tryggingamálanefndar sl. þriðjudag, að reglurnar gætu orðið þannig að enginn mundi vilja gangast undir þær. Hvatti ég nefndina til að bæta við ákvæðum um sanngirni, réttlæti og jafnræði. Sanngirni og jafnræði rataði inn í lögin og þar sem reglurnar uppfylla ekki þessi atriði, þá reikna ég með að fyrirtækin verði gerð afturræk með þær. Annars er umfjöllun hagsmunasamtakanna að finna hér og reglurnar sjálfar eru hér.
Ég býst við að margir þeirra þingmanna, sem samþykktu lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins muni fá martröð eftir lestur reglnanna. Í þeim er verið að leggja til þröngan kost og skuldafangelsi þrátt fyrir að sagt sé að "markmið sértækrar skuldaaðlögunar [sé] að einstaklingar í alvarlegum skuldavanda geti fengið skilvirka og varanlega lausn..", þá er vissulega hægt að viðurkenna að lausnin sé "skilvirk", en ekki er hún "varanleg". Ég skil ekki hvernig það sem á að taka upp eftir þrjú ár getur verið "varanlegt". En svona er ég bara tregur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þór Saari vakti athygli fáránleika laganna, sem samþykkt voru á föstudaginn og reglum fjármálafyrirtækjanna, í viðtali við fréttastofu RÚV. Hann benti þar á að einkavæða eigi hagnaðinn og þjóðnýta tapið. Hagnaðurinn er oft fyrir löngu kominn úr landi eða geymdur undir dýnu eða í bankahólfum. Hann verður ekkert sóttur sama hvað menn reyna. Tapið er aftur í lánum sem menn tóku hér innanlands og liggja í bönkunum. Þetta á að fella niður.
Annars skil ég ekki varðandi lögin hvað félagsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp varðandi fyrirtækin í landinu eða fagfjárfesta.
Marinó G. Njálsson, 25.10.2009 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.