29.5.2008 | 11:47
Fá lið halda uppi meðaltalinu
Það er áhugavert að sjá töfluna yfir skiptinguna milli félagana (sem má t.d. nálgast á BBC sport, sjá hér og fyrir neðan), að það eru fimm félög sem halda uppi meðaltalinu, þ.e. Chelsea (132,8 m GPB), Manchester United (92,3 m. GBP), Arsenal (89,7 m. GBP), Liverpool (77,6 m. GBP) og Newcastle (62,5 m. GBP). Öll önnur eru fyrir neðan meðaltalið upp á 48,5 m. GBP.
Annað sem er áhugavert að sjá, er að það er bull að Arsenal borgi ekki vel. Það getur verið að félagið elti ekki önnur félög upp í hæstu launin, en að vera 2,6 m. GBP undir United getur varla flokkast undir að borga illa.
Það má einnig ráða af þessum tölum að örfáar stjörnur skeri sig úr United, en aðrir leikmenn séu á "venjulegum" launum. Ef teknir eru út úr tölunum hjá United leikmenn eins og Rio Ferdinand, Wayne Rooney, Ronaldo, Giggs og Scholes, en þessir leikmenn fá allir á bilinu 4 - 6m. GBP á ári, eru laun hinna um 68 m. GBP tímabilið 2006 til 2007, sem er, jú, talsvert lægra en hjá Arsenal, þar sem hæstu laun eru vel innan við 4 m. GBP á ári.
Þessi tafla sýnir öðru fremur að setja þarf strangari reglur um skuldasöfnun félaganna. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar um daginn var uppnefndur skuldaliðaleikurinn (debt club game), þar sem Chelsea og United eru tvö skuldsettustu lið enska boltans, miðað við skuldasöfnun vegna launa og leikmannakaupa. Vissulega eru allar skuldir Chelsea við eiganda liðsins, en hvað gerist ef hann lenti í lánsfjárkreppu?
THE PAYROLL: WHAT PREMIER LEAGUE CLUBS PAY STAFF
Club | Wage rank 2006/07 | League position 2006/07 | Total wages 2006/07 £m | Total wages 2005/06 £m | % increase | |
Chelsea | 1 | 2 | 132.8 | 114.0 | 17% | |
Manchester United | 2 | 1 | 92.3 | 85.4 | 8% | |
Arsenal | 3 | 4 | 89.7 | 83.0 | 8% | |
Liverpool | 4 | 3 | 77.6 | 68.9 | 13% | |
Newcastle United | 5 | 13 | 62.5 | 52.2 | 20% | |
Premier League average | 5.5 | 10.5 | 48.5 | 42.7 | 13% | |
West Ham United | 6 | 15 | 44.2 | 31.2 | 41% | |
Tottenham Hotspur | 7 | 5 | 43.8 | 40.7 | 8% | |
Aston Villa | 8 | 11 | 43.2 | 38.3 | 13% | |
Everton | 9 | 6 | 38.4 | 37.0 | 4% | |
Middlesbrough | 10 | 12 | 38.3 | n/a | n/a | |
Portsmouth | 11 | 9 | 36.9 | 24.8 | 49% | |
Blackburn Rovers | 12 | 10 | 36.7 | 33.4 | 10% | |
Manchester City | 13 | 14 | 36.4 | 34.3 | 6% | |
Fulham | 14 | 16 | 35.2 | 30.1 | 17% | |
Charlton Athletic | 15 | 19 | 34.3 | 34.2 | 0% | |
Bolton Wanderers | 16 | 7 | 30.7 | 28.5 | 8% | |
Reading | 17 | 8 | 29.8 | 14.2 | 109% | |
Wigan Athletic | 18 | 17 | 27.5 | 20.6 | 34% | |
Sheffield United | 19 | 18 | 22.4 | 15.2 | 48% | |
Watford | 20 | 20 | 17.6 | 10.0 | 76% | |
Source: Deloitte |
Mikil veltuaukning í fóboltanum í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já Marínó þetta eru að mörgu leyti uggvænlegar tölur hjá þeim stóru - en ég er alveg sammála þér með þetta með skuldsetningu liðanna - Leeds-arar söfnuðu nú góðum pakka á sinum tíma og fóru illa. Það væri gaman að sjá þessar tölur yfir liðin í næstu 2 deildum fyrir neðan. Er búin að biðja vini mína hjá Crewe hvort þeir vilji gefa mér þessar tölur hjá þeim - væri gaman að fá að sjá þær.
Ég hef nú stundum sagt að menn hér heima þurfi að fara að skoða sinn gang í fótboltanum - það gerist kannski á þessu ári þegar að í ljós kemur að verulegur samdráttur verður á styrkveitingum vegna stöðunnar í samfélaginu - lið eru þegar farin að finna þetta - en skuldbindingar flestra félaga eru meiri en góðu hófi gegnir.
Gísli Foster Hjartarson, 29.5.2008 kl. 16:33
sniðugt að tala um möguleg lánsfjárvandræði Abramovich. Ekki get ég ímyndað mér að kallinn þurfi mikið á lánum að halda. Einhversstaðar var minnst á að það taki Abba nokkra daga að fá vexti af eignum sínum sem duga fyrir öllum launagreiðslum allra leikmanna Chelsea á árs grundvelli ...
Sveinn (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:24
Sveinn, mér skilst að skuld Chelsea við eiganda sinn sé rúmlega 500 m. GBP eða yfir 65 milljarðar kr. Þó ríkidæmi mannsins taki út fyrir allan þjófabálk, þá gæti nú komið að því að hann þyrfti á peningunum að halda í eitthvað annað. Svo eru þetta bara vangaveltur í tilefni stöðu heimsfjármála.
Marinó G. Njálsson, 30.5.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.