Leita í fréttum mbl.is

Bregðast þarf af hörku við söguburði og röngum fréttum í heimspressunni

Ég hef sagt það áður að bregðast þurfi hratt og af hörku við röngum fréttum og söguburði sem birtast í virðulegum erlendum fjölmiðlum.  Kaupþing hefur ákveðið að taka þessa stefnu og finnst mér tími til kominn.  Hingað til hefur það allt of oft verið afstaða manna að ekki taki því að elta ólar við slúðri og röng ummæli.  Það getur verið að þannig snúi máli gagnvart ummælum innlendra aðila í innlendum fjölmiðlum, en um leið og slíkt berst í heimspressuna, þá má ekki láta ósannindin standa án andmæla.

Í síðustu viku (2. apríl) birtist t.d. röng staðhæfing í frétt á vef BBC.  Fyrirsögn fréttarinnar var "Icelandic economy 'under attack'."  Þar var staðhæft:

The highly-indebted banks have been found it hard to borrow on jittery credit markets over fears that they could default on debt.

Síðar sama dag var búið að breyta fréttinni (sbr. færslu mína þann dag  "BBC breytir frétt sinni um "árásina" á íslenska hagkerfið"), þannig í staðinn fyrir tilvitunina að ofan var kominn eftirfarandi texti:

The three banks have funded expansion overseas by selling debt but the rise in the cost of credit worldwide has raised concern that their strategy could falter.

But Fitch said that Iceland's banks had sufficient liquidity and were able to operate without recourse to global capital markets for "some months to come".

 Það er talsverður munur á þessu tvennu, þar sem í fyrra tilfellinu er staðhæft að bankarnir eigi í erfiðleikum með að fjármagna sig, en í hinu að þeir þurfi ekki fjármögnunar við næstu mánuði.

Það vill svo til að ég sendi BBC sjálfur athugasemd við upphaflegu fréttina og benti þeim á staðreyndavillu (factual error).   Ég fékk síðan svar frá þeim þar sem segir:

Thank you for your interest in the BBC News website. We have taken note of your comments and amended the story accordingly.

Það má segja þeim til hróss og sýnir fagleg vinnubrögð, að þeir höfðu samband við Fitch Rating til að sannreyna athugasemdir mínar áður en þeir breyttu innihaldinu.

Mér finnst það hálf hallærislegt að einhver fréttafíkill úti í bæ sé að gera athugasemd við fréttir erlendra fréttastofa og fá þær til að leiðrétta staðreyndavillur.  Í því ástandi sem núna er á fjármálamörkuðum, þá á/eiga auðvitað upplýsingafulltrúi/-ar banka(nna) að standa í þessu.  Bankarnir, viðskiptaráð, fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti eiga að vera á fullu að skanna fréttaveitur og gæta þess að rangfærslur séu leiðréttar.  Það er grafalvarlegur hlutur fyrir viðskiptavini bankanna að skrúfað hafa verið að mestu fyrir lánveitingar og þau lán sem fást séu með himinn háu vaxtaálagi.  Það grefur undan trú manna á íslenska hagkerfinu og eyðileggur fyrir íslenskum fyrirtækjum að rangar staðhæfingar séu látnar standa. 

Viðbrögð við röngum fréttaflutningi verða að koma um leið og ósannindin/ýkjurnar hafa verið uppgötvuð.  Það þýðir ekki að bíða og sjá hvað setur, senda opinbert bréf eða halda áróðursfund.  Stöðva verður fréttina áður en hún birtist á prenti (hafi hún komið fyrst á Internetinu), þar sem það er þekkt að leiðréttingar fá alltaf verri stað en upphaflega fréttin.  Auk þess verður prentuð frétt ekki tekin aftur.  Hún er komin í dreifingu og fer síðan inn á bókasöfn.  Hún er skráð í leitarvélar og verður því eilíf.  Röng staðhæfing má ekki fara á prent ef hægt er að varna því.


mbl.is Segir vogunarsjóði bera út sögur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir hjálpina við að tala upp Ísland! Ég vil nota plássið og plögga hér nýhafinn greinaflokk minn um þá sem standa á bakvið þessa sjóði.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Dunni

Það er mikið rétt að rangar staðhæfingar meiga ekki fara á prent. En það eru ekki bara rangar staðhæfingar í erlendum fjármálaritum sem ógna Íslandi núna.  Röng viðbrögð ríkistjórnar og Seðlabanka eiga sinn þátt erfiðleikum íslenskra banka þessar vikurnar.   Það tjóar ekki að kenna bara kreppu á bandarískum fasteignamarakði um.

Svo er það ugglaust góður kostur fyrir íslenskt athafnalíf ef ríkisvaldið styður það í stað þess að leggja einstök fyrirtæki og eigendur þeirra í einelti og ófrægingarherferð.  Það hefur ekki farið fram hjá fjölmiðlum á Norðurlöndunum og Bretlandi.

GÞÖ

http://orangetours.no/ 

Dunni, 10.4.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband