Leita í fréttum mbl.is

Svikapóstur - fjársvik

Ég fékk póst áðan frá hinum mjög svo "nafntogaða" hr. George Garang sem segist vera sonur hr. John heitins Garand, fyrrverandi varaforseta í Súdan.  Eru mér boðið gull og grænir skógar, ef ég aðstoða hann við að nálgast USD 32.000.000 sem eru bundnir inni á einhverjum reikningi.  til að leyfa fólki að glöggva sig betur á þessu læt ég póstinn fljóta með:

 

I am Mr. George Garang the son of Late Mr. John Garang, the former Vice President to the Sudanese government. My late father died of the terrible helicopter crash on 1st August 2005 on his way coming back from Uganda for a peace talk between the two neighboring countries.

You can read more on these websites for clearer understanding:
 
http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2005/07/31/AR2005073101036.html
 
http://www.english.aljazeera.net/NR/exeres/9120880E-0287-443C-9355-C0076B47F915.htm


At Present I am here in Lome, Republic of Togo due to the political crisis in my country. This situation has led our family in a very bad/difficult situation here now, Which made me to contact you for an assistance in helping me to transfer out some huge amount of money which my father have in his private save in his account in Europe. The amount is (US$32,000,000.). The Government is not aware of this money in our custody now.
 
I would have invited you to Sudan to see things yourself, but the situation here will not be suitable for you to come. Now I needed your assistance to transfer the whole of this money into your Private or company account for investment. I would have operated with this money myself but due to the situation and my father's involvement in the country's political crisis in sudan, I cannot be allowed to use this fund here. Because we are under close monitor here.

Where your assistance could be possible, I will offer you 40% of the total sum (US$32,000,000.) and all your expenses will be taken care of immediately after the transaction. Please, your prompt reply will be highly appreciated to enable us conclude our internal arrangements here.

Thanks as you offer to assist our family.

BEST REGARDS,

Mr. George Garang

Hér er að sjálfsögðu á ferðinni enn ein tilraun til fjársvika.  Þetta er örugglega 10 pósturinn á síðustu 12 mánuðum sem ég fæ.  (Ég hef greinilega komist inn á einhvernlista yfir einstaklinga sem láta glepjast.)  Í þetta sinn er farin ný leið til að gera póstinn trúverðugan. Bætt er inn tenglum á fréttir þar sem minnst er á lát hr. Johns Garangs. 

Þessi póstur er það sem kallað hefur verið 419-svik (eða Nígeríu-svik) eftir þeirri grein í nígerískum hegningarlögum sem notuð er til að lögsækja gerendurna.  Oftast er væntanlegum fórnarlömbum boðnir happdrættisvinningar eða háar fjárhæðir sem sitja á bankareikningi eða í bankahólfi.  Sá sem sendir póstinn segist gjarnan vera fjöldskyldumeðlimur látins ráðamanns (eins og í póstinum að ofan), ríkisbubba eða opinbers starfsmanns í Afríku.  Vissulega eru líka til svikamillur tengdar öðrum löndum, þó þær séu ekki eins algengar.

Þessar svikamyllur eru ekki nýjar og hafa Íslendingar fallið í þær reglulega í gegnum árin.  Fyrir tíma tölvupóstsins var notað fax eða almennur póstur.

Eftir að fyrstu tengslum hefur verið komið á og fórnarlambið fallist á að taka þátt, er næsta skref að oftast það að greiða þarf einhverjum aðila mútur.  Talan er kannski ekki há miðað við "vinninginn", en í því fellast svikin.  Greiðsluna á síðan að framkvæma í gegnum Western Union eða MoneyGram, en ekki er hægt að rekja hver móttakandinn er eftir að greiðslan hefur verið móttekin. 

Stundum er notuð sú aðferð sem viðgengist hefur gagnvart ferðaþjónustuaðilum, að greiða upphæð með tékka sem er hærri en upphæðin sem á að greiða og biðja um að mismunurinn sé greiddur inn á tiltekinn reikning.  Eða að greiða með stolnu eða fölsuðu greiðslukorti, afpanta þjónustuna síðan og biðja um endurgreiðslu inn á einhvern allt annan reikning.

Það er alveg á hreinu að enginn heilvita maður greiðir ókunnugum einstaklingi USD 12,8 milljónir eða einhverja aðra háa upphæð til að geta nálgast fé læst inni á bankareikningi eða í formi happdrættisvinnings.  Ef peningarnir eru raunverulegir, þá er mun betra að fá sérfræðinga í verkið og borga þeim minna.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um Nígeríu-svik á fjölmörgum vefsíðum það sem fjallað er um 419 scam eða Nigeria scam.  Vilji einhver fá ráðgjöf um þetta efni, má hafa samband við mig á oryggi@internet.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Svona skeytasendingar hafa minnkað eitthvað undanfarna mánuði og ár, því sjálfur hef ég ekki fengið svona póst undanfarið ár, nema ef vera skyldi tilkynningar um að ég hafi verið valinn úr potti og hafi unnið Lottó- eða happdrættisvinningur og ég beðinn um að gefa upp allar mögulegar persónuupplýsingar og númer bankareikninga o.s.frv.

Sigurbjörn Friðriksson, 31.1.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurbjörn, ég held að það hafi ekki dregið úr þessum sendingum, heldur eru þær stoppaðar af hjá internetþjónustuaðilunum.  Ég reikna með því að mjög mikill hluti ruslpósts stoppi í síum þeirra.

Marinó G. Njálsson, 31.1.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Lögreglan vildi gjarnan fá ábendingar um svona bréf en ætli hún geti sinnt nema litlu broti af þeim kærum sem hún fær í hendur. Því miður er lögreglan ákaflega fáliðuð og af þeim ástæðum verður að forgangsraða. Kærur smámála fer því beina leið í skúffuna.

Fyrir nokkrum árum gekk eg fram á töluvert rusl á almannafæri í Reykjavík. Þegar eg fann krítarkortaúttektarnótur með upplýsingum um að þær voru í fullu samræmi við umbúðirnar, þá fannst mér ástæða að safna öllu draslinu saman í poka og afhenti lögreglunni í Reykjavík með kæru um brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur og ákvæðum tengdum umhverfismálum, þá var mér sagt að koma draslinu í burtu. „Ha, ertu með öðrum orðum að hvetja kæranda að eyða sönnunargögnum í kærumáli?“ varð mér að orði.

Nú það var næsta skref að kanna hvort kæran hefði verið tekin niður. Því miður fannst hvergi minnsti stafkrókur um kæruna í lögregluprótókollinum (dagbók eða kæruskrá). Mér fannst þetta furðuleg viðbrögð og hef því haft fremur takmarkaða trú á að lögreglan geti haft fulla burði að sinna öllu sem þyrfti að sinna þegar svona augljóst brot var um að ræða og tiltölulega auðvelt að upplýsa það.

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband