4.12.2007 | 14:57
Markmið Íslands fyrir aðra
Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefur kynnt stefnu Íslands í umhverfismálum. Raunar er rangnefni að kalla þetta stefnu Íslands, vegna þess að aðrir eiga að sjá um að hrinda henni í framkvæmd. Þannig eru nefnilega mál með vexti að þó ríkisstjórnin ætli að taka undir það markmið fyrir þjóðir heims að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25 - 40%, skv. mbl.is, en 20 - 45% skv. ruv.is, fyrir árið 2020, þá ætlar ríkisstjórnin (skv. ruv.is) að freista þess að fá undanþáguákvæði. Íslendingar eiga sem sagt ekki að axla sína ábyrgð. Það eiga aðrir að gera fyrir okkur. Falleg markmið eru sett fram fyrir aðra að ná.
Við höfum nægan tíma til að ná markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsategunda um 20 - 45% fyrir árið 2020. Við eigum að sýna þann metnað að stefna að þessu án undanþágu. Við eigum að hafa trú á tækniframförum sem gera þetta kleif. Við eigum að gera kröfu til stóriðju, bílaframleiðenda, skipaflotans og flugfélaga að þessir aðilar leggist á sveifina með okkur í þessari baráttu, en ekki sýna það metnaðarleysi að hefja umræðuna á því að tala um undanþágur. Náist ekki sett markmið, þá getum við þó að minnsta kosti sagt að við reyndum okkar besta (sem vonandi verður satt).
Markmið í loftslagsmálum kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2007 kl. 12:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já hvernig bíl keyrir þú? Og notar þú hann eingöngu þegar það er algjörlega nauðsynlegt? Er hegðun þín ekki svipuð þegar þú bendir fingrinum á stórfyrirtæki en nefnir ekki almenning?
Annars keyri ég um með hreina samvisku enda trúi ég ekki á gróðurhúsarkenninguna.
Geiri (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:28
Ég bendi bara víst á almenning, því ég tala um að þessir aðilar eigi að leggjast á sveifina með okkur, þ.e. almenningi, landsmönnum. Ef ég hefði ekki ætlað að telja almenning með, þá hefði sagt þeim að leggjast á sveifina með ríkisstjórninni eða eitthvað svoleiðis.
Marinó G. Njálsson, 4.12.2007 kl. 17:47
Hvaða viðhorf hefurðu á skógrækt Marínó?
Sjálfur hefi eg trú á fyrirtækið en við eigum að einbeita okkur að landi þar sem skógræktin þarf ekki að keppa við aðra landnýtingu. Má t.d. benda á undirhlíðar fjallshlíða, fjallsrætur enda séu skógræktarskilyrði hagstæð.
Við þurfum að klæða um 10% af yfirborði landsins til að binda koltvísýringinn vegna útblásturs af stóriðju og samgöngutækjum!
Þurfum við ekki að spýta í lófana? Mér þykir trjárækt mjög áhugaverð og hef verið að dútla í þessu í aldarfjórðung.
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2007 kl. 18:03
Guðjón, mér finnst ekki skipta máli hvort við komum með einhverjar mótvægisaðgerðir, þ.e. til að vinna koltvísýring úr andrúmsloftinu, við þurfum samt að ráðast að rót vandans sem er framleiðsla koltvísýrings. Þetta er nokkurs konar gæðaframleiðsluferli, sem byggir á því að hlutirnir séu framleiddir án galla, í staðinn fyrir að finna gölluðu hlutina áður en þeir eru sendir í sölu.
Það er til þekkt saga um það þegar IBM bauð úr framleiðslu á 1.000.000 minniskubbum. Í útboðslýsingunni kom fram að í lagi væri þó 0,6% kubbanna væru bilaðir. Það var japanskt fyrirtæki sem varð hlutskarpast. Pöntunin var afhent á réttum tíma og í tveimur pakkningum. Önnur mjög stór en hin frekar lítil. Stjórnendur fyrirtækisins spurðu hvað þetta væri. Japanirnir svöruðu að í stærri pakkanum væru 1.000.000 minniskubba eins og beðið væri um, en í hinum væru þessir 6.000 gölluðu, en þeir vissu ekki hvað IBM ætlaði að gera við þá. (Það getur verið að tölur séu ekki réttar en sagan er þessi.)
Um þetta snýst baráttan gegn hlýnun jarðar. Ekki að setja blástur á meiddið, heldur að koma í veg fyrir það.
Marinó G. Njálsson, 4.12.2007 kl. 19:45
Við erum að byrja að læra flokka sorpið og fara með það og pappírinn í endurvinnslu, - og við eigum líka eftir að skipta yfir á réttar bílategundir eða bara strætó -eyða minna rafmagni og vatni - fljúga minna. En ég geri ráð fyrir að það verði nokkuð illvíg barátta að fá þá sem hafa mikinn hag af framleiðslu koltvístýrings að hætta henni. Þessi yfirlýsing ríkisstjórnarinnar endurspeglar hún það ekki? Allavega veit Þórunn betur.
María Kristjánsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:48
Það eru nú nokkuð mörg t í koltvísýringur hjá mér- afsakið það.
María Kristjánsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.