Leita í fréttum mbl.is

Já, Persónuvernd samţykkti ţetta, en međ trega

Fyrirsögnin er tilvísun í síđasta blogg mitt, ţar sem ég bloggađi viđ frétt um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingasamninga. 

Mér skilst ađ textinn sem kemur fram í frumvarpinu, sé einhvers konar sátt í málinu (sjá umsögn Persónuverndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingasamninga, nr. 30/2004 ).  Í umsögn Persónuverndar segir m.a.:

Skýrt skal tekiđ fram ađ Persónuvernd telur ađ meginstefnu varhugavert ađ heimila ađilum utan heilbrigđiskerfisins umfangsmikla skráningu eđa ađra međferđ heilsufarsupplýsinga án ţess ađ til komi upplýst samţykki hlutađeigandi einstaklinga. Ţá skal ţví haldiđ til haga ađ, eftir ţví sem Persónuvernd best veit, er sjaldgćft í framkvćmd ađ upplýsingar um heilsufar skyldmenna vátryggingartaka eđa vátryggđs leiđi til ţess ađ tryggingafélög óski eftir frekari rannsókn á heilsufari umsćkjanda á ţví tímamarki sem hann sćkir um vátryggingu. Ţvert á móti eru upplýsingarnar í reynd notađar til ţess rökstyđja hćrri iđgjöld, setningu sérskilmála eđa synjun um vátryggingu vegna ţess ađ tryggingafélög telja líklegt ađ umsćkjandi ţrói međ sér eđa fái tiltekinn sjúkdóm í framtíđinni. Persónuvernd er ţví enn ţeirrar skođunar ađ öflun upplýsinga um heilsufar skyldmenna geti eđli málsins samkvćmt ekki faliđ í sér annađ en könnun á ţví [ađ] hćtta sé á arfgengum sjúkdómi, ţrátt fyrir ađ ekki sé gengiđ svo langt ađ láta umsćkjendur gangast undir erfđarannsókn í ţví skyni.

Í ţví samhengi sem hér um rćđir hefur veriđ bent á ađ afli tryggingafélögin ekki upplýsinga um heilsufar skyldmenna vátryggingartaka og vátryggđra geti ákvćđi í endurtryggingarsamningum hugsanlega leitt til ţess ađ iđgjöld hćkki verulega og ađ ţađ dragi úr frambođi á persónutryggingum hérlendis. Hins vegar bendir Persónuvernd á ađ út frá sjónarmiđum um persónuvernd og friđhelgi einkalífs er ćskilegra ađ ţessara upplýsinga sé ekki aflađ. Persónuvernd bendir einnig á ađ engin gögn hafa veriđ lögđ fram sem sýna fram á hversu miklar afleiđingar ţađ kynna ađ hafa í för međ sér fyrir vátryggingamarkađinn ađ afla ekki upplýsinga um heilsufar skyldmenna, s.s. um hversu mikiđ iđgjöld myndu hćkka, en slík matsgerđ liggur hugsanlega fyrir hjá hagsmunaađilum.

Ţrátt fyrir ţennan fyrirvara og í reynd andstöđu Persónuverndar, ţá leggur stofnunin til ađ ţessi öflun persónuupplýsinganna verđi leyfđ, vegna kröfu frá endurtryggjendum.  Viđ ţetta ţarf ađ stoppa.  Í fyrsta lagi, ţá falla nćr allir endurtryggjendur íslenskra vátryggingafélaga undir tilskipun Evrópusambandsins 95/46/EC (directive 95/46/EC of the European Parliament and of the Council of 24 October 1995 on the protection of individuals with regard to the processing of personal data and on the free movement of such data eđa Data Protection Law).  Krafa frá ţessum ađilum um ţćr upplýsingar sem hér um rćđir er ţví augljóslega í andstöđu viđ ţessa tilskipun.  Ţađ eru ţví ekki haldgóđ rök, ađ vegna ţess ađ ađrir vilji ađ mađur fari á svig viđ lög, ţá eigi mađur ađ fara á svig viđ lög.  Lögin voru sett til ađ vernda friđhelgi einkalífsins og ţau eiga ţá ađ verka sem skjöldur á friđhelgi einkalífsins.  Ef lögin geta ekki veriđ ţessi skjöldur, ţá er alveg eins gott ađ afnema ţau.  Ţađ gengur ekki ađ sumir eigi ađ beygja sig aftur á bak og áfram til ađ uppfylla kröfur laganna međan stór erlend endurtryggingafélög geta valtađ yfir ţau eins og ómerkilegan pappírssnepil.  Sú upplýsingasöfnun sem endurtryggjendurnir fara fram á er samkvćmt íslenskum lögum óheimil nema fyrir liggi upplýst samţykki.  Hvernig getur Persónuvernd ţá fallist á eitthvađ annađ en ađ upplýst samţykki liggi til grundvallar upplýsingagjöfinni? Hér átti Persónuvernd ađ spyrna viđ fótum og neita ađ fallast á ţá málamiđlun sem gerđ var.  Ţađ góđa er ađ stofnunin hefur ennţá tćkifćri til ađ endurskođa afstöđu sína og senda nýtt álit til ţeirrar nefndar sem máliđ fer til.

Í öđru lagi, ţá vantar allar upplýsingar um ţađ hvernig ţessar upplýsingar eru notađar og hvort ţau áhćttustýringarlíkön sem liggja ađ baki séu studd einhverjum vísindalegum rökum eđa (eins og Persónuvernd segir) hér er eingöngu um yfirvarp ađ rćđa til ađ félögin geti krafist hćrri iđgjalda.  Kannski ađ Fjármálaeftirlitiđ geti komiđ ađ málinu og krafist nánari skýringa á ţeim tryggingafrćđilegu útreikningum sem liggja ađ baki.  Hafa ţessi félög innan vébanda sinna lćkna sem hafa sérhćft sig í erfđafrćđi sjúkdóma?  Eru tölfrćđiupplýsingar félaganna byggđar á reynslu miđađ viđ núverandi styrk, tćkni og getu heilbrigđiskerfisins?  Hafa veriđ fćrđ haldgóđ rök fyrir hverri einustu ákvörđun um hćrri iđgjöld og skertar bćtur eđa er bara flett upp í töflu til ađ finna skerđingarstuđli?  Ţađ gengur ekki ađ annar ađilinn eigi ađ upplýsa um sínar viđkvćmustu upplýsingar, međan hinn ađilinn felur sig bak viđ erlendan endurtryggjanda.  Af hverju fjalla lagabreytingarnar ekki um upplýsingaskyldu vátryggingafélagsins til tryggingatakans?

Í ţriđja lagi má spyrja (eins og ég geri í fyrra bloggi mínu um ţetta efni), hver er munurinn á ţví ađ veita blóđsýni sem hćgt er ađ vinna úr erfđaupplýsinga og ađ greina frá sjúkrasögu fjölskyldumeđlima?  Viđ skulum hafa í huga, ađ ţó svo ađ sífellt finnist fleiri og fleiri gen, sem samkvćmt erfđarannsóknum eru talin auka líkurnar á ţví ađ einstaklingur fái tiltekinn sjúkdóm, ţá virđist stökkbreyting í geninu oftast eingöngu auka líkur lítillega. Erfđaupplýsingar, hvort sem ţćr eru fengnar međ blóđsýni eđa munnmćlum, gefa ţess vegna bara vísbendingu en eru almennt ekki óyggjandi.  Ţekking á erfđum sjúkdóma er enn sem komiđ er frekar takmörkuđ, ţ.e. menn geta almennt ekki sagt óyggjandi ađ hafi foreldri fengiđ Alzheimer eđa Parkinsonsjúkdóminn eđa MS o.s.frv. ađ afkvćmiđ muni einnig einn dag fá viđkomandi sjúkdóm.  Sjúkdómssaga náskyldra veitir ţví ekki öruggar upplýsingar um ađ umsćkjandi um tryggingu muni einnig fá einhvern af ţeim sjúkdómum sem hrjá ađra fjölskyldumeđlimi.  Tryggingafélögin virđast aftur á móti líta svo á ađ komi einhver sjúkdómur fyrir hjá nánustu ćttingjum, ţá sé ţađ góđ og gild ástćđa fyrir ţví ađ hafna umsókn, hćkka iđgjald eđa lćkka bótafjárhćđ.  Ef bara ţessi röksemdarfćrsla tryggingafélaganna héldi vatni, ţá vćri hćgt búa til frábćran ţekkingargrunn fyrir heilbrigđisstarfsfólk.  Máliđ er bara ađ ţađ er ekkert sem bendir til ađ rökin haldi.  Ég held raunar ađ árulesarar, lithimnulesarar og ađrir međ viđlíka náđargáfu geti sagt tryggingafélögunum mun nákvćmar frá líkamsástandi og heilsufari tryggingatakans en sjúkdómssaga nákominna ćttingja gerir.  Bestu upplýsingarnar fást samt međ ítarlegri lćknisskođun.

Ég vil taka ţađ fram, svo ţađ fari ekkert á milli mála, ađ ég treysti vátryggingafélögunum fullkomlega til ađ varđveita á öruggan máta allar trúnađarupplýsingar, sem ţeim er treyst fyrir.  Máliđ snýst ekki um ţađ.  Máliđ snýst um rétt (eđa eigum viđ ađ segja réttleysi) vátryggingatakans til ađ veita ţriđja ađila upplýsingar sem leynt eiga ađ fara og njóta verndar laga nr. 77/2000 um persónuvernd og međferđ persónuupplýsinga.  Máliđ snýst um rétt/réttleysi ţriđja ađilans ađ óska eftir upplýsingum um einstaklinga sem ekki eru ađilar ađ máli sem er til međferđar.  Máliđ snýst um rétt sjúklings ađ eingöngu ţeir sem hann annast hafi vitneskju um sjúkdóm hans nema hann sjálfur ákveđi ađ um sjúkleika hans verđi fjallađ á öđrum vettvangi.  Máliđ snýst um ađ viđkvćmar persónuupplýsingar eru verndađar af persónuverndarlögum og önnur lög eiga ekki ađ heimila skerđingu á ţeirri vernd nema mjög brýnir hagsmunir liggi ţví til grundvallar.  Áhćttumat vegna persónutrygginga eru ekki slíkir hagsmunir.  Krafa erlendra endurtryggingafélaga, sem hóta ađ hćkka annars iđgjöld, eru ekki slíkir hagsmunir.

Ég skora á ţingmenn ađ standa vörđ um friđhelgi einkalífsins í samrćmi viđ gildandi lög í landinu.  Ég skora á ţá ađ hafna ţeirri kröfu erlendra endurtryggingafélaga, ađ íslenskir neytendur ţurfi ađ láta utanađkomandi ađilum í té viđkvćmar persónuupplýsingar um sína nánustu.  Krafa sem er skýlaust brot á tilskipun Evrópusambandsins nr. 95/46/EC og lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og međferđ persónuupplýsinga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ef ég skil ţig rétt, finnst persónuvernd í lagi ađ safna upplýsingum, sem ekki má annars safna, um fólk úti í bć sem aldrei var spurt hvort ţađ vćri til í ađ láta ţessar upplýsingar af hendi, út af tryggingaiđgjöldum? Ţar fór persónuverndin fyrir lítiđ og friđhelgin seld ódýrt.

Ég tek heils hugar undir ţessa áskorun.

Kolgrima, 7.11.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ţetta ţarf ađ birtast í öllum og helst fara inn á borđ hjá öllum ţingmönnum.

María Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 06:31

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

átti ađ vera auđvitađ birtast í öllum blöđum

María Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 06:31

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kolgrima, eins og ég sé ţetta, ţá finnst Persónuvernd í reynd ţetta ekki vera í lagi.  Stofnunin kemur međ mjög góđan rökstuđning gegn ţessu.  Svo virđist sem menn hafi ćtlađ, hvađ svo sem Persónuvernd segđi, ađ koma ţessu í gegn um ţingiđ og stofnunin hafi ţví ákveđiđ ađ lágmarka skađann eins mikiđ og kostur var.  Ég er aftur ţeirrar skođunar ađ Persónuvernd hefđi átt ađ standa viđ rökstuđning sinn og ţar međ leggjast gegn ţví ađ tryggingafélög fengju persónugreinanlegar heilsufarsupplýsingar nákominna ađila ţeirra sem eru ađ sćkjast eftir persónutryggingu án ţess ađ fyrir liggi upplýst samţykki viđkomandi.  Sú leiđ sem lögđ er til rúmast EKKI innan laga nr. 77/2000.

Marinó G. Njálsson, 8.11.2007 kl. 11:41

5 Smámynd: Pétur Ţorleifsson

5. maí var Fréttablađiđ međ ţessa frétt.  "Međal annars er spurt ítarlega úti í sjúkdóma- og veikindasögu fjölskyldu starfsmanna."

Sex mánuđir liđnir og ekkert frekar frést af skođun Persónuverndar.

Pétur Ţorleifsson , 9.11.2007 kl. 23:15

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Pétur, ég get ekki séđ ađ Alcoa hafi mátt biđja um ţessar upplýsingar, en ég er ekki löglćrđur og ţví getur veriđ ađ ég hafi ekki nćga innsýn í hvernig túlka beri ákvćđi laganna.  Ţetta virđist ţó vera nákvćmlega sambćrilegt viđ máliđ sem bloggiđ mitt fjallar um.  Ţađ sem vekur mesta furđu viđ svona upplýsingaöflun, er ađ eingöngu örfáir lćknar/vísindamenn í heiminum hafa nćgan skilning á erfđum ţeirra sjúkdóma sem nefndir eru í frétt Fréttablađsins, ađ ţessi upplýsingaöflun hefur í mínum huga nákvćmlega ekkert hagnýtt gildi.  Öll notkun svona upplýsinga verđur ágiskun um tengsl sjúkdóma og erfđa.  Menn virđast líta framhjá ţví ađ samsetning gena byggir í reynd á rússneskri rúllettu og ómögulegt er ađ vita án DNA rannsókna hvađa hluti genamengis einstaklings kemur frá móđurinni og hvađ kemur frá föđurnum.  Ţó svo ađ erfđarannsóknir gangi m.a. út á ađ skilja hvernig sjúkdómar erfast, ţá snúast slíkar rannsóknir fyrst og fremst um ađ finna ţá stökkbreytingu í genamenginu, sem er (eđa virđist vera) sameiginleg ţeim sem hafa tiltekinn sjúkdóm.

Marinó G. Njálsson, 9.11.2007 kl. 23:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1676914

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband