Leita í fréttum mbl.is

Hvað með sæstreng?

Það er ekki nema rúmur mánuður síðan að í fréttum voru vangaveltur um útflutning rafmagns um sæstreng (sem að mér finnst slæm hugmynd - sjá blogg mitt frá 4.8.2007 Útflutningur á raforku).  Nú virðist ekki vera hægt að koma rafmagni til fyrirhugaðs álvers í Helguvík, þar sem sveitarfélögin á Reykjanesi vilja ekki fleiri loftlínur og Landsnet telur ekki fýsilegt að leggja þær í jörðu þar sem þær myndu liggja um jarðskjálfta- og jarðhitasvæði.  Mér dettur þá bara í hug:  Af hverju ekki að leggja sæstreng?  Það virðist ýmislegt mæla með því sem fýsilegum kosti.  Vissulega þyrfti að finna leið út í sjó, en eftir að hún er fundin, er leiðin bein og breið.  Sjónmengun af línum væri úr sögunni og sloppið væri við að leggja línurnar um jarðskjálfta- og jarðhitasvæði með tilheyrandi raski.  Ég er ekki með þessu að gera lítið úr því raski sem yrði í sjónum, en það væri örugglega hægt að gera ýmislegt til að halda því í lágmarki.
mbl.is Landsnet: Skoða þarf forsendur Grindavíkurbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marinó.

Ég er ekki tæknimenntaður á þessu sviði. Hef hins vegar heyrt, hafi ég skilið það rétt, að orkutapið við flutning á rafmagni í kapli með svo háa spennu sem hér um ræðir (ca. 400 kV?), í jörðu eða í sjó, samanborið við flutning í háspennulínum, sé svo gríðarlega mikið að arðsemin við rafmagnssöluna tapist.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er í samræmi við mínar upplýsingar, Guðmundur, en fyrst að mönnum dettur í hug að skynsamlegt (og hagkvæmt) geti verið að flytja raforku til Evrópu um sæstreng, þá er alveg ljóst að það hlýtur að vera hægt að ná fram hagkvæmni í flutningi á skemmri vegalengdum.

Marinó G. Njálsson, 14.9.2007 kl. 18:19

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er alveg klárt, að ætlum við Íslendingar að nýta raforku, hvort heldur frá vatnsaflsvirkjunum eða jarðvarmaverum, þá þurfum við að leggja línur frá framleiðslustað til nýtingarstaðar.  Þessar línur munu fara um misjafnlega viðkvæm svæði.  Finna þarf jafnvægi milli þess að nýta landsins auðlindir og vernda það.  Hvort sem nýtingin verður í stóriðju, netþjónabúi, til nota við vetnisframleiðslu eða hvað það er nú annað sem krefst mikillar raforku, þá þarf að finna leið til að flytja raforkuna á milli staða.  Það getur vel verið að í framtíðinni verði nóg að bora djúpa holu nálægt notkunarstaðnum og leiða rafmagnið nokkur hundruð metra frá orkuverinu til kaupanda.  En sá tími er ekki kominn.  Það er í sjálfu sér engin ástæða til að flýta sér að virkja, en sé á annað borð búið að ákveða að virkja, þá er heldur engin ástæða til að draga það á langinn, ef kaupandi er fyrir raforkunni.  Við þurfum aftur sem þjóð að ákveða hvar við viljum virkja og hverjum viljum við selja.

Marinó G. Njálsson, 17.9.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband