Leita í fréttum mbl.is

En árið 2000 snjóaði

Það er athyglisvert að sjá að síðast var svona mikil úrkoma í mars árið 2000.  Munurinn á þessum tveimur marsmánuðum er samt sláandi.  Núna rigndi og rigndi en þá snjóaði og snjóaði.  Ég verð nú að viðurkenna að frekar vildi ég fá snjóinn en rigninguna.

Ég man vel eftir þessum vetri, þ.e. 1999 - 2000, vegna þess að við fluttum þá í efri byggðir Kópavogs.  Við fluttum á fimmtudegi 18. nóvember í léttri rigningu og á laugardeginum byrjaði að snjóa.  Og það snjóaði og snjóaði þennan vetur.  Við vorum ekki alveg viss í hvað við vorum komin, því allan veturinn (fyrir utan nokkra daga um mánaðarmót janúar og febrúar) þurfti að ryðja götur og oft höfðu menn ekki undan.  Það góða við þetta er að fólk kynnist, en ansi oft var maður seinn fyrir.  En það var eins og veðurguðirnir hafi ákveðið að klára allan snjó þarna í mars/apríl 2000, því þau fylla ekki tuginn skiptin sem ruðningstæki hafa ekið niður götuna hjá mér síðan.


mbl.is Rigning í mars í Reykjavík 57% yfir meðallagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband