Leita í fréttum mbl.is

Stefnumótun fyrir Ísland

Eftir hrun bankanna í október 2008, vonuđust margir eftir breytingum.  Ţćr hafa ađ mestu látiđ bíđa eftir sér og margt sem fariđ var af stađ međ endađi í sviknum loforđum.  Núna ríflega 6 árum síđar er stjórnarskráin óbreytt, fiskveiđikerfiđ er óbreytt, ofríki fjármálakerfisins meira en nokkru sinni fyrr, heilbrigđiskerfiđ er í molum, möguleikar fólks til menntunar hafa veriđ skertir, aldrei hafa fleiri búiđ viđ langtímaatvinnuleysi, biđ hefur veriđ á fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu.  Ekki dettur mér í hug ađ segja ađ ekkert hafi veriđ gert, en árangurinn er minni en fyrirheitin gáfu til kynna.

Ef Ísland vćri fyrirtćki á markađi, ţá hefđu hlutabréf ţess falliđ allskarpt á undanförnum árum.  Raunar má velta fyrir sér hvort búiđ vćri ađ fara fram á gjaldţrotaskipti, ţví fyrirtćkinu Íslandi hefur gengiđ frekar illa ađ standa viđ skuldbindingar sínar.  Hvort heldur gagnvart viđskiptavinum sínum, ţ.e. ţjóđinni, eđa lánadrottnum.

Ef Ísland vćri fyrirtćki, vćri fyrir löngu búiđ ađ kalla til lćrđa sérfrćđinga til ađ endurskipuleggja reksturinn.  Búiđ vćri ađ fara í stefnumótunarvinnu, endurgerđ verkferla, greiningu á tekjustreymi, leggja pening í vöruţróun og endurskođa öll útgjöld.  Máliđ er bara, ađ Ísland er ekki fyrirtćki og ţví er ekki búiđ ađ gera neitt af ţessu.  (Eđa í mjög takmörkuđu mćli.)

Hver er stefna Íslands í menntamálum, heilbrigđismálum, velferđarmálum eđa náttúruvernd?  Hver utanríkisstefna Íslands, stefna í ţróunarmálum, mannúđarmálum eđa málefnum innflytjenda?  Hvernig atvinnulíf viljum viđ hafa, hvađ má kosta ađ örva atvinnulífiđ?  Hvernig viljum viđ nýta auđlindir ţjóđarinnar?  Hvernig fáum viđ sem mest út úr auđlindum ţjóđarinnar?  Vissulega er hćgt ađ lesa eitt og annađ út úr stefnulýsingu ríkisstjórna hverju sinni, en máliđ er ađ fćstar ríkisstjórnir ná ađ fylgja slíkum skjölum.  Og fljótt skipast veđur í loft á pólitískum vettvangi.

Hluthafar fyrirtćkisins Íslands kusu voriđ 2013 nýja stjórn vegna fyrirheita um breytingar.  Ţađ sem viđ höfum hins vegar séđ lofar enn ekki nógu góđu.  Sama fátiđ og skipulagsleysiđ blasir viđ og áđur.  Stjórnarformanninum gengur illa ađ skilja ábendingar sem til hans er beint og áttar sig alls ekki á ţeim tćkifćrum sem felast í gagnrýni á störf hans og annarri í stjórninni.  Vćri Ísland fyrirtćki, ţá myndu menn skilja ađ kvartanir og gagnrýni er besta uppspretta hugmynda fyrir endurbótavinnu sem hćgt er ađ hugsa sér.

Ég held ađ ríkisstjórn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar verđi ađ fara ađ líta á störf sín sem einmitt stjórnarstörf fyrir fyrirtćkiđ Ísland.  Fyrirtćki, sem varđ fyrir áfalli, og nú ţurfum viđ samhentan hóp allra til ljúka endurreisninni.  Góđa, hćfa leiđtoga til ađ leiđa starfiđ, fjölbreyttan hóp í hugmyndavinnuna.  Móta ţarf skýra stefnu til framtíđar, stefnu sem ţjóđin velur, en síđan verđur ţađ ríkisstjórnar, ţings og embćttismanna ađ framfylgja stefnunni.  Ţetta ţýđir ađ stefna getur ekki veriđ til nokkurra ára, heldur langs tíma.  Stefnan má ekki markast af stjórnmálaskođunum, heldur á hún ađ vera skilgreining á ţví Íslandi sem viđ viljum hafa til framtíđar.  Hver ríkisstjórn hefur síđan svigrúm til ađ ákveđa leiđir til ađ fylgja stefnunni, en hún má ţví ađeins víkja frá markmiđum hennar ađ um ţađ sé víđtćk sátt og ný markmiđ hafi veriđ skilgreind og samţykkt.

Svona stefna gćti haft svipađ vćgi og stjórnarskráin.  Ég tel hana ţó ekki eiga ađ vera hluti af stjórnarskránni.  Stjórnarskráin er grunnlög samfélagsins og henni á ađeins ađ breyta í undantekningartilfellum.  Stefnuskrá Íslands verđur hins vegar ađ taka reglulegum breytingum, ţví ţannig og ađeins ţannig verđur fyrirtćkiđ Ísland samkeppnishćft, eftirsóknarvert til búsetu og skilar eigendum sínum ţeim ávinningi sem nauđsynlegur er til frekari uppbyggingar.

Ég ćtla ekki ađ leggja ađrar línur hér um hver ţessi stefna ćtti ađ vera en ađ segja ađ ég tel ćskilegt ađ tekiđ sé miđ af norrćna velferđarlíkaninu, eins og ţađ hefur veriđ útfćrt í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíţjóđ.  Ekki eru allar ţjóđirnar međ nákvćmlega sömu útfćrslu, en áherslurnar eru mjög líkar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Marinó - sem og ađrir gestir ţínir: og ţakka ţér fyrir samskiptin á liđnum árum !

Vel skrifađ: sem hnitmiđađ og kjarnyrt.

En - eins og ţú manst / sem kannski ýmsir annarra - hamrađi ég:: auk fjölda fólks á ţeim möguleika - ađ hérna yrđi komiđ á fót utanţingsstjórn valinkunnra manna og kvenna / međ glöggri sýn á vöxt og viđgang framleiđzlu- og ţjónustu greinanna (svarthamar.blog.is, 2007 - 2014), en ţađ var eins og Ó.R. Grímsson leggđi sig í líma viđ, ađ ţeverskallazt viđ öllum slíkum ábendingum: verandi ţó minnugur stjórnar Björns Ţórđarsonar, 1942 - 1944.

Ţví - er nú komiđ hér, sem komiđ er, síđuhafi mćti.

Ţér mun seint - verđa fullţökkuđ elja ţín, sem einurđ međ ţrotlausum skrifum ţínum og baráttu Marinó / en ég vil ţó ţakka ţér, fyrir mína hönd - sem minna.

Međ beztu kveđjum; af Suđurlandi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 3.1.2015 kl. 01:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú hafa forsetinn, forsćtisráđherrann og biskupinn sameinast um ađ segja hvert um sig viđ okkur svipađ og Bjartmar söng hér um áriđ: 

"Ég veit allt, ég skil allt. Geri allt miklu betur en fúll á móti.... Haltu kjafti!" 

Ţađ er veriđ ađ afgreiđa okkur sem "fúla á móti" og reyna ađ pakka öllu niđur og sópa undir teppiđ. Ţađ er ekki flóknara en ţađ. 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2015 kl. 02:26

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gćti ekki veriđ meira sammála. 

Ţađ virđist vera talin dygđ í íslenskum stjórnmálum ađ hugsa í lausnum frekar en markmiđum. 

Afar sorglegt.

Kćrar kveđjur,

HB

Hrannar Baldursson, 4.1.2015 kl. 01:34

4 Smámynd: Elle_

Marinó, ég er oft og kannski oftast sammála ţér, en ég get ekki međ neinu móti skiliđ af hverju ţú vilt endilega nýja stjórnarskrá og talar eins og gamla stjórnarskráin sé slćm.  Ţađ er ekkert alvarlegt eđa vont viđ núverandi stjórnarskrá.

Elle_, 4.1.2015 kl. 23:47

5 Smámynd: Elle_

 Öllu heldur sćttirđu ţig ekki viđ ađ stjórnarskráin sé óbreytt.

Elle_, 5.1.2015 kl. 00:07

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sćl Elle,

Ţar sem ég minnist á breytingar á stjórnarskránni, ţá er ég ađ vísa til ţeirra loforđa sem voru gefin.  Mín afstađa kemur ekki fram í innlegginu.

Núverandi stjórnarskrá er ađ stofninum til frá 5. júní, 1849.  Ţá var hún stjórnarskrá (grundlov) danska konungsríkisins.  Smávćgilegar breytingar voru gerđar á henni áđur en hún var kynnt sem stjórnarskrá Íslands áriđ 1874.  Er hún ađ stofninum til sama stjórnarskrá og núgildandi stjórnarskrá.  Ég held ađ hún ţoli ţađ alveg, ađ hún sé fćrđ til nútímans (eins og margt annađ í stjórnskipan landsins).

Marinó G. Njálsson, 5.1.2015 kl. 08:50

7 Smámynd: Elle_

Takk Marinó fyrir svariđ.  Ţađ mćtti alveg skođa stjórnarskrána, ekkert rangt viđ ţađ, í rólegheitum og yfirvegađ, ekki kollvarpa okkar grunnlögum í offorsi eins og síđasta ríkisstjórn ćtlađi.

Elle_, 5.1.2015 kl. 15:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1676914

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband