23.1.2015 | 18:16
Upplýsingar í gögnum Víglundar
Í tæp 6 ár hef ég haldið því fram og lagt fram gögn því til sönnunar, að nýju bankarnir hafi fengið lánasöfn sín á mjög miklu afslætti. Þetta er svo sem eitthvað sem allir vita. En jafnframt hef ég bent á að samið hafi verið við slitastjórnirnar um að þessi afsláttur ætti að færast til kröfuhafa í formi arðs. Vegna Landsbankans var reyndar gengið lengra og starfsmönnum umbunað fyrir að vera harðir í innheimtu á skuldum lítilla og meðalstórra fyrirtækja með því að "gefa" þeim hlutabréf sem voru í eigu slitastjórnar bankans.
Fyrir tæpum tveimur árum, þá sneri sér til mín aðili með þau gögn sem mér sýnist Víglundur Þorsteinsson nú hafa gert opinber. Ekki eru þau gögn sem ég skoðaði að öllu leiti þau sömu og Víglundur er að birta, bæði er að Víglundur birtir í einhverjum tilfellum meira en það sem ég hef undir höndum og stundum ekki eins mikið. Bað viðkomandi mig um að greina gögnin og bera saman við upplýsingar sem ég þegar hafði undir höndum.
Niðurstaða greiningar minnar var mjög einföld. Í grunninn staðfestu gögnin það sem ég og Hagsmunasamtök heimilanna höfum verið að halda fram um að nýju bankarnir væru að taka til sín gríðarlegar upphæðir í virðisaukningu lána sem þeir fengu til sína með miklum afslætti. Þessar upplýsingar komu fyrst fram í stofnefnahagsreikningum bankanna, næst mátti lesa um þetta í skýrslum til kröfuhafa hrunbankanna, þá kjaftaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn af sér í októberskýrslu sinn hausitð 2009 (var birt í byrjun nóvember), skýrsla Steingríms J. Sigfússonar um endurreisn viðskiptabankanna í mars 2011 var mjög upplýsandi, ráðherrar hafa nokkrum sinnum verið spurðir um málið á þingi og loks hafa nýju bankarnir verið að birta þessar upplýsingar (eftir dúk og disk) í uppgjörum sínum.
Víglundur nefnir í sínu bréfi að 3-400 ma.kr. hafi verið sviknir af lántökum. Ég held að upphæðin sé hærri, en látum það liggja á milli hluta. Skoðum frekar afleiðingarnar af þessari háttsemi og ákvörðunum (sem Steingrímur J hlýtur að bera ábyrgð á):
- Yfirskuldsetning heimila og fyrirtækja
- Hægari endurreisn hagkerfisins
- Fólk og fyrirtæki hafa misst eignir og/eða verið sett í þrott
- Úrvinnsla skuldamála hefur dregist á langinn
- Atvinnuleysi hefur haldist hærri en þörf var á
- Lausn fjármagnshafta hefur dregist
Það er nánast kaldhæðni, að miðað við þær hugmyndir sem nýlega komu fram, um að ríkið eignaðist Íslandsbanka og Arionbanka, að bankarnir hafi verið svona harðir í virðisaukningu sinni á lánum viðskiptavina sinna. Hagnaðurinn sem þannig hefur myndast mun miðað við það renna til ríkisins. En um leið var þetta ljótur leikur, því hann bjó til samningsstöðu fyrir slitastjórnirnar. Harkan í innheimtunni bjó til innlendar eignir sem hægt var að nota í pókerspili slitastjórnanna við stjórnvöld. Enn þá fáránlegra er að Steingrímur J lagði slitastjórnunum til spilin.
Í meðfylgjandi skjali er úttekt mín á öllum þeim gögnum sem ég nefni að ofan. Það var upprunalega samið fyrir þann sem bað mig um að skoða "leyniskjölin", en er birt hér í örlítið styttri útgáfu. Ég sé engan tilgang með því að nefna fyrirtæki á nafn, enda gæti það varðað við lög að gera slíkar upplýsingar opinberar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ber manni ekki skylda til að upplýsa um lögbrot? Jafnvel þótt óskað hafi verið eftir trúnaði. Blaðamenn meiga ekki gefa upp heimildarmann sinn, ekki einu sinni fyrir dómi, ef heimildarmaður fer fram á það.
Baldvin Björgvinsson, 23.1.2015 kl. 19:07
Mér vitanlega telst óheiðarleiki ekki lögbrot. Eins og ég segi, þá gerðu þessar upplýsingar ekkert annað en að styðja við það sem ég hafði þegar sagt.
Marinó G. Njálsson, 23.1.2015 kl. 19:23
Vonndi verður þetta allt saman skoðað af óvilhöllum aðilum og sannleikurinn koma í ljós. Við þurfum að þakka hagsmunasamtökum heimilanna fyrir þrotlaust starf og að halda málum vakandi allan þennan tíma, og þar er þú ekki sístur Marínó, enda held ég að það hafi verið gerð aðför að þér vegna þekkingar þinnar og staðfesti, það kemur að nokkru leyti fram í bók Margrétar Tryggvadóttur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2015 kl. 19:42
Þú átt þakkir fyrir þitt óeigingjarna starf að reyna að upplýsa illa upplýstan Íslenskan almenning um hvað í raun er í gangi.
Því miður eru svo margir blindir af "flokka múgsefjuninni" að þeim reynist erfit að sjá hvað er í raun að ske.
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 22:47
væntanlega kemur sannleikurinn í ljós núna þegar 'sdg' sér um málið - eða hvað
Rafn Guðmundsson, 23.1.2015 kl. 23:24
Ef ég hef tekið 50 milljóna fasteignalán fyrir Hrun og það er hluti af lánasúpu sem fer á 50% afskriftum frá gamla bankanum til nýja bankans, af hverju ætti ég ekki að greiða að fullu það sem ég hef fengið lánað þó margir aðrir lántakendur í þessari lánasúpu hafi ekki getað staðið við sitt?
Er þetta ekki einhver herfilegur misskilningur hjá ykkur Víglundi?
Réttlætis rök virðast semsagt ekki hníga til þess að ég ætti að fá afslátt af láninu mínu þó aðrir standi ekki við sitt.
Eru þetta þá lagatæknileg rök? T.d. að þetta standist ekki jafnræðisreglu?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 10:53
Bjarni, hér er tvennt sem ber að skoða:
1. Lánið þitt var í eigu banka sem fór á hausinn. Það var síðan selt nýju banka með miklum afslætti, m.a. gegn því að þú sem lántaki nytir góðs af afslættinum.
2. Lánveitandi þinn, þ.e. gamli bankinn, vann viljandi eða óviljandi gegn þínum hagsmunum með aðgerðum sem hækkuðu skuld þína. Þér finnst það kannski í lagi, en mér finnst óeðlilegt, að lántaki eigi að bera kostnað af slíkri hegðun bankans.
Höfum alveg á hreinu, að nýju bankarnir KEYPTU lánasöfnin af hrunbönkunum. Orðið "færð yfir" felur í sér að um kaup hafi verið að ræða, ekki bara skipti á kennitölu kröfueiganda. Við erum því ekki að tala um að skuldbinding þín við nýja eiganda lánsins sé endilega sú sama og skuldbinding þín gagnvart fyrri eiganda lánsins. T.d. hefur Hæstiréttur sagt í Icesave-dómnum, að virði krafna kröfuhafa sem eignuðust þær eftir 6. október 2008 sé lægra en nafnvirði:
Áður er fram komið að hluti upphaflegra almennra kröfuhafa hefur selt kröfur sínar eftir 6. október 2008 og að þær hafi haft eitthvert fjárgildi í viðskiptum þótt óumdeilt sé að það hafi verið lágt.
Ef þetta er fært yfir á nýju bankana, þá er auðvelt að færa rök fyrir því að bankinn þinni eigi ekki fulla kröfu á þig og þú eigir fullan rétt á því að hann slái af henni. Viljir þú ekkert gera í málinu, þá er það þitt mál. Þú mátt líka borga hærri upphæð, t.d. lán annarra, ef þú vilt. Ég tel hins vegar, að þar sem hrunbankinn braut gegn mér, þá sé krafan sem flutt var yfir í nýja bankann ekki að sama virði og hún stóð í bókum hrunbankans daginn sem hann hrundi.
Marinó G. Njálsson, 27.1.2015 kl. 11:28
1. Hvað hefurðu fyrir þér í því að ég sem lántaki hafi átt að "njóta góðs af afslættinum" þegar lánasafnið fór yfir til nýja bankans?
2. Aðgerðir gamla bankans urðu líklega til að hækka skuld mína (fölsuðu upp gengið á meðan ég tók lánið, gengið féll svo þegar bólan sprakk sem og vegna stöðutöku sömu banka gegn genginu en þá þurfti ég að greiða af láninu á þessu lága gengi) Þó er líka hægt að segja að sökin sé Seðlabanka og Ríkisstjórna að lánin bólgnuðu upp.
Viltu meina að þegar lánasöfnin voru færð yfir í nýju bankana með afslætti, að þá hafi meiningin með afslættinum verið sú að bæta lántakendum skaða af hálfu bankanna sem hafði orðið eða myndi verða vegna gengisfallsins í kjölfar Hrunsins?
Að þessi "meining" hafi komið með beinum hætti fram í aðgerðum fjármálaeftirlitsins en síðan ekki verið fylgt eftir af Steingrími og kerfinu?
Hefurðu einhverja aðra heimild fyrir þessari "meiningu" en þá túlkun á aflsætti lánasafnsins til nýju bankanna að hún hafi átt að ganga til lántakenda þegar alveg eins og jafnvel miklu fremur er hægt að túlka þann afslátt sem heildarafslátt byggðan á því mati að margir innan lánasafnsins næðu ekki að greiða og því væri það minna virði en nafnverðið?
Svo er eitt varðandi nýju bankana sem ég átta mig ekki alveg á. Í aðra röndina virðist vera sem ríkið hafi keypt/tekið eignarnámi, innlendar innistæður og innlend útlán bankanna og lagt til eigið fé að auki til að þessar nýju eignir og skuldir stæðust á. Af hverju er þá verið að tala um það mörgum árum seinna að kröfuhafar gömlu bankanna eigi líka þá nýju?
Var þetta kannski þannig að gömlu bankarnir settu innlenda hluta lánasafnanna í nýju bankana (þvingað þó, af hálfu fjármálaeftirlitsins og stjórnvalda) metinn með afföllum frá nafnverði en áttu þau eftir sem áður? Ef svo var þá er varla óeðlilegt að kröfuhafar njóti betri innheimtna en ætlað var hvort sem lánasöfnin hefðu verið kyrr í gömlu bönkunum eða voru komin í eigu þeirra nýju þar sem þau voru allan tímann í eigu kröfuhafa gömlu bankanna.
p.s. Ég hef svakalega lítinn áhuga að ofgreiða lán en ég hef enn minni áhuga á að láta teyma mig í út í eitthvert forað falskra væntinga.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 12:10
Hvað hef ég fyrir mig varðandi þetta? 1) Orð bankamanna í skýrslu Steingríms. Þar tala menn um að nauðsynlegt sé að leiðrétta lán, þar sem þau séu ofmetin í bókum hrunbankanna. Varla verða þau minna ofmetin við að nýr kröfuhafi komi til. 2) Upplýsingar í skýrslu til kröfuhafa. 3) Orð sem mér voru borin í gegn um þriðja aðila, sem ég treysti til að fara með rétt mál. 4) Orð stjórnmálamanna um að ekki ætti að endurreisa bankana á eignum heimilanna. 5) Mat á mismuninum á nafnvirði í hrunbankanum og yfirtökuvirði í nýja bankanum. 6) Hafi ekki átt að láta niðurfærsluna ganga til viðskiptavina, þá var um gjafagjörning að ræða samkvæmt skattalögum. Slíkan gjöf ber að telja fram til skatts á því ári sem gjöf er móttekin, en það var ekki gert.
Ég gæti haldið áfram.
Bankarnir voru stofnaðir af ríkinu, enda gat enginn annar aðili stofnað bankana. Síðan var ákveðið að þrotabúin myndu eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing (síðar Arion banki). Í því felst ruglingurinn. Það er rétt að ríkið tók allt klabbið yfir, en kennitölunni var svo breytt :-)
Væntingastjórnunin verður að vera þín. Ég hef aldrei haldið fram að einn eða neinn fái krónu. Bara bent á þá sanngirniskröfu sem felst í því að bankarnir láti afsláttinn ganga til viðskiptavina sinna.
Marinó G. Njálsson, 27.1.2015 kl. 13:02
Þú hefur semsagt hvergi heimild sem ég get skoðað er sýnir fram á að við flutning fasteignalána frá gömlu bönkunum til nýju bankanna hafi afföll frá nafnverði lánasafnsins átt að ganga til lántakendanna sjálfra?
Enn fremur enga heimild sem ég get séð er segi HVERS VEGNA þessi afsláttur hafi átt að ganga til lánþeganna sjálfra?
Annars takk fyrir að nenna að svara!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 13:24
Þó ég hendi ekki fram linkum á tiltekna setningu frá nafngreindum einstaklingi í svona svari, þá er ekki þar með sagt að ég hafi slíkar upplýsingar ekki. Ég er búinn að benda þér skýrslu SJS um endurreisn bankanna. Nú er bara þitt að lesa hana. Minnst er á þetta á ýmsan hátt á mörgum stöðum í henni.
Marinó G. Njálsson, 27.1.2015 kl. 13:39
Sæll Marinó
ég var að lesa gögn sem Víglundur setti fram á heimasíðu Utvarps sögu. Í samantekt um NBI bankann þá koma orðin "niðurfærsla" og "yfirtekin staða" hjá NBI banka frá þeim gamla (bls. 14 og 15) í samantekt.
Ég get ekki skilið þessi orð öðruvísi en að almennt yfir, þá hafi kröfur lækkað (niðurfærðar,afskrifaðar) um 35% og því geti NBI (Landsbankinn) ekki rukkað kröfur umfram það sem bókfært var í upphafi. (Ef svo er, þá er kominn til ásetningur um fjársvik)
Þú getur kannski útskýrt fyrir mér þetta sem þeir segja um Gengisáhrif, 25% á 66% af stofni og 75% af tr.
Eggert Guðmundsson, 27.1.2015 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.