2.1.2015 | 22:45
Stefnumótun fyrir Ísland
Eftir hrun bankanna í október 2008, vonuðust margir eftir breytingum. Þær hafa að mestu látið bíða eftir sér og margt sem farið var af stað með endaði í sviknum loforðum. Núna ríflega 6 árum síðar er stjórnarskráin óbreytt, fiskveiðikerfið er óbreytt, ofríki fjármálakerfisins meira en nokkru sinni fyrr, heilbrigðiskerfið er í molum, möguleikar fólks til menntunar hafa verið skertir, aldrei hafa fleiri búið við langtímaatvinnuleysi, bið hefur verið á fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu. Ekki dettur mér í hug að segja að ekkert hafi verið gert, en árangurinn er minni en fyrirheitin gáfu til kynna.
Ef Ísland væri fyrirtæki á markaði, þá hefðu hlutabréf þess fallið allskarpt á undanförnum árum. Raunar má velta fyrir sér hvort búið væri að fara fram á gjaldþrotaskipti, því fyrirtækinu Íslandi hefur gengið frekar illa að standa við skuldbindingar sínar. Hvort heldur gagnvart viðskiptavinum sínum, þ.e. þjóðinni, eða lánadrottnum.
Ef Ísland væri fyrirtæki, væri fyrir löngu búið að kalla til lærða sérfræðinga til að endurskipuleggja reksturinn. Búið væri að fara í stefnumótunarvinnu, endurgerð verkferla, greiningu á tekjustreymi, leggja pening í vöruþróun og endurskoða öll útgjöld. Málið er bara, að Ísland er ekki fyrirtæki og því er ekki búið að gera neitt af þessu. (Eða í mjög takmörkuðu mæli.)
Hver er stefna Íslands í menntamálum, heilbrigðismálum, velferðarmálum eða náttúruvernd? Hver utanríkisstefna Íslands, stefna í þróunarmálum, mannúðarmálum eða málefnum innflytjenda? Hvernig atvinnulíf viljum við hafa, hvað má kosta að örva atvinnulífið? Hvernig viljum við nýta auðlindir þjóðarinnar? Hvernig fáum við sem mest út úr auðlindum þjóðarinnar? Vissulega er hægt að lesa eitt og annað út úr stefnulýsingu ríkisstjórna hverju sinni, en málið er að fæstar ríkisstjórnir ná að fylgja slíkum skjölum. Og fljótt skipast veður í loft á pólitískum vettvangi.
Hluthafar fyrirtækisins Íslands kusu vorið 2013 nýja stjórn vegna fyrirheita um breytingar. Það sem við höfum hins vegar séð lofar enn ekki nógu góðu. Sama fátið og skipulagsleysið blasir við og áður. Stjórnarformanninum gengur illa að skilja ábendingar sem til hans er beint og áttar sig alls ekki á þeim tækifærum sem felast í gagnrýni á störf hans og annarri í stjórninni. Væri Ísland fyrirtæki, þá myndu menn skilja að kvartanir og gagnrýni er besta uppspretta hugmynda fyrir endurbótavinnu sem hægt er að hugsa sér.
Ég held að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verði að fara að líta á störf sín sem einmitt stjórnarstörf fyrir fyrirtækið Ísland. Fyrirtæki, sem varð fyrir áfalli, og nú þurfum við samhentan hóp allra til ljúka endurreisninni. Góða, hæfa leiðtoga til að leiða starfið, fjölbreyttan hóp í hugmyndavinnuna. Móta þarf skýra stefnu til framtíðar, stefnu sem þjóðin velur, en síðan verður það ríkisstjórnar, þings og embættismanna að framfylgja stefnunni. Þetta þýðir að stefna getur ekki verið til nokkurra ára, heldur langs tíma. Stefnan má ekki markast af stjórnmálaskoðunum, heldur á hún að vera skilgreining á því Íslandi sem við viljum hafa til framtíðar. Hver ríkisstjórn hefur síðan svigrúm til að ákveða leiðir til að fylgja stefnunni, en hún má því aðeins víkja frá markmiðum hennar að um það sé víðtæk sátt og ný markmið hafi verið skilgreind og samþykkt.
Svona stefna gæti haft svipað vægi og stjórnarskráin. Ég tel hana þó ekki eiga að vera hluti af stjórnarskránni. Stjórnarskráin er grunnlög samfélagsins og henni á aðeins að breyta í undantekningartilfellum. Stefnuskrá Íslands verður hins vegar að taka reglulegum breytingum, því þannig og aðeins þannig verður fyrirtækið Ísland samkeppnishæft, eftirsóknarvert til búsetu og skilar eigendum sínum þeim ávinningi sem nauðsynlegur er til frekari uppbyggingar.
Ég ætla ekki að leggja aðrar línur hér um hver þessi stefna ætti að vera en að segja að ég tel æskilegt að tekið sé mið af norræna velferðarlíkaninu, eins og það hefur verið útfært í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Ekki eru allar þjóðirnar með nákvæmlega sömu útfærslu, en áherslurnar eru mjög líkar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó - sem og aðrir gestir þínir: og þakka þér fyrir samskiptin á liðnum árum !
Vel skrifað: sem hnitmiðað og kjarnyrt.
En - eins og þú manst / sem kannski ýmsir annarra - hamraði ég:: auk fjölda fólks á þeim möguleika - að hérna yrði komið á fót utanþingsstjórn valinkunnra manna og kvenna / með glöggri sýn á vöxt og viðgang framleiðzlu- og þjónustu greinanna (svarthamar.blog.is, 2007 - 2014), en það var eins og Ó.R. Grímsson leggði sig í líma við, að þeverskallazt við öllum slíkum ábendingum: verandi þó minnugur stjórnar Björns Þórðarsonar, 1942 - 1944.
Því - er nú komið hér, sem komið er, síðuhafi mæti.
Þér mun seint - verða fullþökkuð elja þín, sem einurð með þrotlausum skrifum þínum og baráttu Marinó / en ég vil þó þakka þér, fyrir mína hönd - sem minna.
Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 01:43
Nú hafa forsetinn, forsætisráðherrann og biskupinn sameinast um að segja hvert um sig við okkur svipað og Bjartmar söng hér um árið:
"Ég veit allt, ég skil allt. Geri allt miklu betur en fúll á móti.... Haltu kjafti!"
Það er verið að afgreiða okkur sem "fúla á móti" og reyna að pakka öllu niður og sópa undir teppið. Það er ekki flóknara en það.
Ómar Ragnarsson, 3.1.2015 kl. 02:26
Gæti ekki verið meira sammála.
Það virðist vera talin dygð í íslenskum stjórnmálum að hugsa í lausnum frekar en markmiðum.
Afar sorglegt.
Kærar kveðjur,
HB
Hrannar Baldursson, 4.1.2015 kl. 01:34
Marinó, ég er oft og kannski oftast sammála þér, en ég get ekki með neinu móti skilið af hverju þú vilt endilega nýja stjórnarskrá og talar eins og gamla stjórnarskráin sé slæm. Það er ekkert alvarlegt eða vont við núverandi stjórnarskrá.
Elle_, 4.1.2015 kl. 23:47
Öllu heldur sættirðu þig ekki við að stjórnarskráin sé óbreytt.
Elle_, 5.1.2015 kl. 00:07
Sæl Elle,
Þar sem ég minnist á breytingar á stjórnarskránni, þá er ég að vísa til þeirra loforða sem voru gefin. Mín afstaða kemur ekki fram í innlegginu.
Núverandi stjórnarskrá er að stofninum til frá 5. júní, 1849. Þá var hún stjórnarskrá (grundlov) danska konungsríkisins. Smávægilegar breytingar voru gerðar á henni áður en hún var kynnt sem stjórnarskrá Íslands árið 1874. Er hún að stofninum til sama stjórnarskrá og núgildandi stjórnarskrá. Ég held að hún þoli það alveg, að hún sé færð til nútímans (eins og margt annað í stjórnskipan landsins).
Marinó G. Njálsson, 5.1.2015 kl. 08:50
Takk Marinó fyrir svarið. Það mætti alveg skoða stjórnarskrána, ekkert rangt við það, í rólegheitum og yfirvegað, ekki kollvarpa okkar grunnlögum í offorsi eins og síðasta ríkisstjórn ætlaði.
Elle_, 5.1.2015 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.