5.3.2013 | 20:07
Ósanngjarna skilmála í neytendasamningi ber ađ fella niđur óbćtta
Ţessi fćrsla er skrifuđ í tilefni greinar Jóns Steinar Gunnlaugssonar í Morgunblađinu í dag. Í grein sinni tiltekur hann 7 punkta sem eiga ađ styđja ţađ, ađ heimilin borgi stökkbreyttar kröfur fjármálastofnana, ţó ađ kröfurnar séu ađ hluta til komnar vegna lögbrota ţessara sömu stofnana eđa eldri kennitölu nýrra stofnana. Mig langar ađ bćta viđ minnst einum punkti sem virkar neytendum í hag.
Í úrskurđi sínum í máli C-618/10 talar Evrópudómstóllinn (ECJ) um ósanngjarna skilmála (unfair terms) í neytenda samningum. Hann telur ađ ákvćđi um 27% dráttarvexti sé ósanngjarn skilmáli í lánssamningi! Mér ţćtti áhugavert ađ fá álit ECJ á sanngirni verđtryggingarinnar í íslenskum neytenda samningum eđa Seđlabankavaxta, ţ.m.t. dráttarvaxta og stýrivaxta Seđlabankans í gegn um tíđina Verst er ađ viđ Íslendingar getum ekki leitađ til ECJ nema í afbrigđilegum tilfellum. Viđ getum hins vegar leitađ til ESA og EFTA dómstólsins. Leiđin til EFTA dómstólsins er eingöngu fćr í tveimur tilvikum, ţ.e. ađ mál sé höfđađ fyrir dómstólnum eđa ađ íslenskir dómstólar leiti til dómstólsins. Hingađ til hefur Hćstiréttur ýmist neitađ ţví ađ leita til EFTA dómstólsins eđa komiđ í veg fyrir ađ Hérađsdómur Reykjavíkur leitađi til EFTA dómstólsins.
Í úrskurđi sínum í máli C-618/10 segir ECJ, ađ landsdómstólar (national courts) eigi ađ hafa frumkvćđi af ţví ađ taka upp neytendaverndarákvćđi í umfjöllun sinni um málefni neytenda. Ţetta er svo sem ekki í fyrsta skiptiđ sem ECJ segir ţetta. Ég man hins vegar ekki til ţess ađ Hćstiréttur hafi gert ţađ, en hef svo sem ekki kynnt mér nema tillölulega fá mál sem fyrir réttin hafa fariđ.
Í máli 471/2010 um vexti gengistryggđra lána, ţá teygđi Hćstiréttur sig mjög langt til ađ sniđganga neytendarétt. Rétturinn gerđi ţađ fyrst međ ţví ađ sniđganga lög um neytendavernd, ţ.e. c-liđ 36.gr. laga nr. 7/1936, en í greininni segir: "Ef [ósanngjörnum] skilmála er vikiđ til hliđar í heild eđa ađ hluta, eđa breytt, skal samningurinn ađ kröfu neytanda gilda ađ öđru leyti án breytinga verđi hann efndur án skilmálans." Ţetta ákvćđi er í tilskipun 93/13/EEC sem ECJ vísar til ţegar hann ákveđur í máli C-618/10 ađ í stađinn fyrir 27% vanskilavexti komi engir vextir! Hćstiréttur ákvađ hins vegar Seđlabankavexti međ vísan til 4.gr. laga 38/2001, ţrátt fyrir ađ í 2.gr. laganna segi ađ 4.gr. sé frávíkjanleg og tiltekur sérstaklega sé ţađ til hagsbóta fyrir skuldara megi ekki bara víkja frá ţeirri grein heldur öllum greinum laganna! Hćstiréttur fór sem sagt gjörsamlega öfuga leiđ miđađ viđ Evrópudómstólinn, ţ.e. úrskurđađi um vexti sem voru íţyngjandi fyrir skuldara, ţrátt fyrir ađ hann hefđi lagaheimild til ađ bregđast á annan hátt viđ.
Höfum í huga ađ Hćstiréttur ógilti verđtryggingarákvćđi gengistryggđra lánasamninga međ dómum sínum í málum 92/2010 og 153/2010 ţann 16. júní 2010. Ţar međ var ljóst, ađ ekkert mátti koma í stađinn fyrir verđtryggingarákvćđiđ, a.m.k. ekki í neytendasamningum. Hann gekk síđan lengra í dómi sínum í máli 471/2010, ţar sem hann ákveđur ađ vextir áđur gengistryggđra lána séu óađskiljanlegur hluti hins ólöglega (ósanngjarna) skilmála. Ţar međ segir rétturinn ađ hinn ósanngjarni skilmáli sé bćđi vextirnir og gengistryggingin. (Hér náttúrulega geng ég út frá ţví ađ ólöglegt ákvćđi sé í leiđinni ósanngjarnt.) Ef marka má úrskurđ ECJ í máli C-618/10, ţá skal ekkert koma í stađinn fyrir skilmálana sem vikiđ var til hliđar og ţađ ţrátt fyrir ađ lög á Spáni leyfđu dómstólum ađ ákveđa nýja vexti. Ţau lög mátti ekki nýta ţegar neytandi átti í hlut (sjá síđar). (Veit ekkert hvort annađ gildir um fyrirtćki/lögađila.) Lánin sem voru áđur gengistryggđu hefđu ţví átt ađ vera óverđtryggđ og vaxtalaus, ef Hćstiréttur hefđi komist ađ sömu niđurstöđu og ECJ. Nú segir einhver, en hvađ međ vaxtaálagiđ? Eins og ég skil dóm Hćstaréttar í máli 471/2010, ţá vék rétturinn ţví líka til hliđar, ţannig ađ lánin ćttu ekki einu sinni ađ bera vaxtaálagiđ. Rétturinn segir jú í dómi sínum:
Međ ţví ađ ţar greindum fyrirmćlum um hćđ ţeirra verđur samkvćmt framansögđu ekki beitt er óhjákvćmilegt ađ líta svo á ađ atvik svari hér til ţess ađ samiđ hafi veriđ um ađ greiđa vexti af peningakröfu án ţess ađ tiltaka hverjir ţeir skyldu vera. Samkvćmt 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001 skulu vextir ţegar svo stendur á vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum, sem Seđlabanki Íslands ákveđur međ hliđsjón af lćgstu vöxtum á nýjum almennum óverđtryggđum útlánum hjá lánastofnunum og birtir eru samkvćmt 10. gr. laganna.
Sem sagt ekkert um vaxtaálag. Ţetta er gott og blessađ, en ef viđ tökum núna úrskurđ ECJ í máli C-618/10, ţá hefur rétturinn ekki heimild til ađ nýta ákvćđi vaxtalaga til ađ ákveđa vexti sem ekki eru tilteknir. Ađ mati ECJ kemur 1 töluliđur 6. greinar tilskipunar 93/13 í veg fyrir ţađ, en hún var leidd í lög hér á landi međ c-liđ 36. gr. laga 7/1936. Sjá um hvađ ECJ segir í úrskurđi sínum:
In the light of the foregoing, the answer to the second question is that Article 6(1) of Directive 93/13 must be interpreted as precluding legislation of a Member State, such as Article 83 of Legislative Decree 1/2007, which allows a national court, in the case where it finds that an unfair term in a contract concluded between a seller or supplier and a consumer is void, to modify that contract by revising the content of that term.
(Í ljósi ţess sem segir ađ framan, er svariđ viđ annarri spurningu ađ grein 6 (1) í tilskipun 93/13 beri ađ túlka sem svo ađ hún gangi framar lögum í ađildarríki, eins og grein 83 í lögum 1/2007, sem leyfir landsrétti, ţegar hann hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ ósanngjarn skilmáli í samningi milli seljanda eđa birgja og neytanda sé ógildur, ađ breyta samningnum međ ţví ađ endurskođa ţetta ákvćđi.)
Hér segir Evrópudómstóllinn nokkuđ afdráttarlaust, ađ neytendavernd hafi meira vćgi en lög á borđ viđ lög nr. 38/2001 um vexti og verđtryggingu.
Neytendavernd dómarans fyrrverandi
Ég verđ ađ viđurkenna, ađ mér finnst áhugavert hvernig dómarinn fyrrverandi lítur á neytendavernd. Sé neytandi beittur órétti, ţá á hann ekki ađ geta fengiđ mál sín leiđrétt nema einhver annar borgi. Ég hef ávallt boriđ virđingu fyrir lagakunnáttu Jóns Steinars og tel hann snjallan lögmann. Mér ţćtti hins vegar áhugavert ađ vita hvers vegna hann telur neytendur ekki eiga ađ njóta verndar samkvćmt lögum og Evrópurétti og ađ sá sem eignast kröfu byggđa á ósanngjörnum ákvćđum eigi ađ njóta vafans.
Nú skal tekiđ fram ađ hćđ dráttarvaxtanna, ţ.e. 27%, var getiđ í samningnum í máli C-618/10. Samt voru vextirnir taldir ósanngjarnir. Ţađ er ţví ekki vörn vegna verđtryggingarinnar ađ neytendur viti af óstöđugleika eđa megi búast viđ óstöđugleika. Valdi skilmálinn ţví ađ neytandinn er krafinn um ósanngjarna greiđslu, ţá er hann ósanngjarn ţó hann hefđi veriđ meitlađur í stein og stađiđ ţar í ţúsund ár eđa lengur. Verđi verđtryggingin fćrđ niđur, ţá hafa vissulega einhverjar tekjur tapast, en komist t.d. dómstóll ađ ţví ađ um ósanngjarnan skilmála var ađ rćđa, ţá voru tekjurnar bara loftbóla. Og ţó svo ađ svo verđi ekki, ţá er tiltekinn hluti verđbóta loftbóla sem engin innistćđa er fyrir og verđur ekki innheimt hvađ svo sem mun ganga á.
Flokkur: Neytendavernd | Breytt 6.12.2013 kl. 00:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 1679457
Annađ
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Fćrsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég býđ alltaf spenntur eftir nýjum pistli frá ţér Marinó.
Gaman ađ sjá ađ ţú sért farinn ađ hallast ađ ţví ađ gengistryggđu lánin séu vaxtalaus eftir ađ Hćstiréttur útilokađi samningsvextina sem órjúfanlegan hluta gengistryggingarinnar.
Veistu til ţess ađ einhver sé ađ láta reyna á vaxtaleysiđ?
Ég hef sjálfur ekki borgađ af mínu láni síđan voriđ 2011, og mín fyrsta krafa ţegar verđur fariđ í innheimtuađgerđir gegn mér, verđur ađ lániđ sé vaxtalaust.
Ég nefndi ţetta sem ástćđu ţegar ég hafnađi endurútreikningi voriđ 2011 og hef ekki heyrt í ţeim síđan.
Takk enn og aftur fyrir góđan pistil.
Bíđ svo spenntur eftir dómum um verđtrygginguna, en ţađ eru ágćtis vinningslíkur framundan í ţeim málum.
Sigurđur (IP-tala skráđ) 5.3.2013 kl. 20:51
Sigurđur, ég er búinn ađ vera ţeirrar skođunar lengi. Kom m.a. fram í máli mínu í Grasrótarmiđstöđinni í fyrra, ţar sem ég fjallađi um dóma Hćstaréttar um gengistryggđ lán.
Marinó G. Njálsson, 5.3.2013 kl. 20:57
Ţar sem einhverjir hafa misskiliđ orđalag mitt, ţá var tilskipun 93/13 innleidd međ lögum nr. 14/1995. Ţessi innleiđing birtist í 36.gr. laga nr. 7/1936. Ég er hins vegar ađ tala um grein 6 (1) í tilskipuninni ţegar ég ađ ofan nota orđalagiđ
"..en hún var leidd í lög hér á landi međ.."
Marinó G. Njálsson, 6.3.2013 kl. 15:19
Verđtrygging er trygging fyrir fjármagnseigendur, ţar sem lánţeginn tryggir ađ lánveitandinn grćđi líka í verđbólgu.
Gallinn viđ verđtryggingu er auđvitađ sá ađ enginn veit hvađ lániđ er stórt. 100 króna verđtryggt lán í dag getur orđiđ 200 krónu lán á morgun. Ţađ er ađ segja ađ 100 krónurnar sem ţú skuldađir í gćr eru allt í einu orđnar ađ skuld uppá 200 krónur. Auđvitađ hefđu flestir sleppt ţví ađ taka slíkt lán ef ţeir hefđu vitađ ađ ţađ ćtti eftir ađ tvöfaldast á einum degi.
Verđtryggđ lán eru opinn víxill ţar sem lánţeginn veit ekki hvađ hann borgar fyrir lániđ, fyrr en ţađ er ađ fullu greitt. Ţess vegna ćttu verđtryggđ neytendalán ađ vera ólögleg.
Í öllum siđuđum löndum verđur ţađ ađ koma skýrt fram í lánasamningum til neytenda hversu mikiđ ţeir eiga ađ borga fyrir lániđ.
Richard Ulfarsson (IP-tala skráđ) 7.3.2013 kl. 10:58
" Hingađ til hefur Hćstiréttur ýmist neitađ ţví ađ leita til EFTA dómstólsins eđa komiđ í veg fyrir ađ Hérađsdómur Reykjavíkur leitađi til EFTA dómstólsins."
Ef ţetta er rétt hjá ţér Marinó, ţá er hann vitvísandi ađ sniđganga lög sem snúa ađ neytandendum.
Ţađ sem verđur ađ gerast er ađ snúa Hćstaréttardómurum viđ í sinni afstöđu gegn neytendum og ef ţeir láta ekki segjast ţá verđur ađ fara niđur í dómshús og henda ţeim út á torg.
Eggert Guđmundsson, 10.3.2013 kl. 00:15
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.