16.2.2013 | 09:05
Dauði verðtryggðra neytendalána
Í meira og minna rúm fjögur ár hefur hópur fólks haldið upp baráttu fyrir því að stökkbreytt lán heimilanna verði leiðrétt. Stjórnvöld slógu skollaeyrum við óskum okkar og áeggjan, enda virtust orð forsvarsmanna fjármálafyrirtækjanna vega þyngra í þessari umræðu, en baráttufólks fyrir sanngirni og réttlæti. Fyrir fjórum árum, nánast upp á dag, birti ég hér bloggfærslu sem hét því góða nafni Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga? 16 mánuðum síðar fékkst svar frá Hæstarétti um að gengistrygging væri ólöglegt form verðtryggingar og því var hún dæmd ólögmæt. Er búið að taka marga snúninga á þennan þátt síðan.
Margir hafa orðið til að agnúast út í þá sem þannig "græddu" á því að hafa tekið áhættu og nú sætu þeir sem litla áhættu eftir með stökkbreytinguna sína. Ekki er víst að svo verði.
Ég er einn af þeim sem hef lengið haldið því fram að verðtryggingin væri líklegast ekki ólöglegt form lánveitingar, en hugsanlega væri framkvæmd hennar það. Þessu hef ég oftar en einu sinni haldið fram í pistlum hér. Ítarlegasta umfjöllunin var samt í kvörtun okkar til ESA og fleiri aðila vorið 2011. Rökstuðningur okkar fyrir ólögmæti framkvæmdar verðtryggingarinnar byggði á tilvitnun í tvær neytendaverndartilskipanir ESB sem báðar hafa verið innleiddar hér á landi og síðan í þá þriðju sem er verið að reyna að innleiða hér landi á yfirstandandi þingi.
Kjarninn í málflutningi okkar er það sem heitir árleg hlutfallstala kostnaðar. Í tilskipun 87/102/EBE og leidd voru í lög hér á landi með lögum 121/1994 um neytendalán. Í þessari tilskipun er tilgreint að við lántöku skal veita neytanda/lántaka upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar, þ.e. hvað þarf lántaki að greiða árlega til viðbótar við það sem greitt er af höfuðstóli lánsins. Í tilskipuninni er greint frá því, t.d. um breytilega vexti, að upphaflega greiðsluáætlunin skuli tilgreina þágildandi vexti út lánstímann. Um verðtryggingu segir ekkert, en túlkanir hafa gengið út á að verðbætur séu bara eitt form breytilegra vaxta. Við innleiðingu tilskipunarinnar í íslensk lög fengu fjármálafyrirtækin það greinilega í gegn, að ekki þyrfti að tilgreina neina verðbólgu í greiðsluáætlun frekar en menn vildu eða eins og segir í 12. gr. laganna:
..skal reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans..
Sem sagt, ekki skal segja lántakanum frá því hvaða áhrif verðbætur hafa á framtíðargreiðslur.
Við, sem staðið höfum í þessari baráttu, höfum þess vegna haldið því fram að greiðsluáætlanir ættu að bera með sér heildarfjárhæð endurgreiðslu miðað við stöðu vaxta og verðbólgu hverju sinni (á lántökudegi). Við höfum líka haldið því fram, að óheimilt sé að krefjast hærri greiðslu en kemur fram í greiðsluáætluninni nema vissum skilyrðum sé uppfyllt. Er það í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar. Þannig megi taka tillit til breytinga á verðbótum hafi verið gert ráð fyrir verðbólgu á lántökudegi í upprunalegri greiðsluáætlun og lántakanum hafi verið kynnt á skiljanlegan hátt hvernig verðbólga og þar með verðbætur hafa áhrif á stöðu lánsins, þar með talið hvernig verðbætur eru nákvæmlega reiknaðar út. Jafnframt þurfi að gefa út nýja greiðsluáætlun með reglulegu millibili og alltaf þegar verulegar breytingar verið á verðbólgustigi, hvort heldur til hækkunar eða lækkunar.
Í Þýskalandi er það hreinlega refsivert að rukka neytanda um annað en það sem kemur fram í greiðsluáætlun. Þar eru mjög strangar reglur um hvernig breyta má breytilegum vöxtum.
Ljóst er að greiðsluáætlanir íslensku bankanna hafa ekki haft mikið fyrir að eltast við verðbólgu né heldur hefur neytendum verið sendar nýjar greiðsluáætlanir, þegar verulegar forsendubreytingar verða á endurgreiðslunni. Sé útfærsla Þjóðverja höf til hliðsjónar, þá er til dæmis veruleg brotalöm á hver framkvæmd lán með breytilega vexti er.
Dómaframkvæmd
Ekki er nóg bara að líta til efni tilskipunarinnar, heldur verið líka að skoða dómaframkvæmd. Þar eru tvö nýleg mál Evrópudómstólsins sem skipta miklu máli. Annað er C-453/10 og hitt C-76/10. Annað er úrskurður dómstólsins, en hitt álit lögsögumanns dómstólsins. Bæði hafa keimlíka niðurstöðu, sem gengur út á að kostnaður sem ekki er tilgreindur í greiðsluáætlun sé ekki réttmæt krafa og því eigi neytandinn ekki að greiða það sem umfram er. Skylda lántaka til endurgreiðslu takmarkast við þá fjárhæð sem viðkomandi fékk að láni og síðan kostnað vegna lántökunnar sem tilgreindur er í greiðsluáætlun og tekur viðurkenndum breytingum samkvæmt auðskiljanlegum, fyrirfram tilgreindum reglum um slíkar breytingar sem kynntar voru lántaka áður en til lántöku kom, en þó í tengslum við lántökuna. Ekki er nægilegt að auglýsa slíkar breytingar, heldur ber að senda lántaka tilkynningu um hana. Ekki má heldur breyta forsendum/reglum sem farið er eftir við breytingu t.d. breytilegra vaxta nema það sé kynnt lántaka með góðum fyrirvara og honum gefinn kostur á að greiða upp lánið telji hann breytingu neikvæða fyrir sig.
Ekki er gengið svo langt í þessum málum, eins og ég skil niðurstöður þeirra, að fella niður allan kostnað af láninu, þó reynt hafi verið að rukka meira en tilgreint er í greiðsluáætlun. Það þýðir, að hafi, segjum, 2,5% verðbólga verið tilgreind í greiðsluáætlun, þá er það eingöngu verðbætur vegna verðbólgu umfram 2,5% sem ekki mátti innheimta (vextir vegna þeirra verðbóta). Ólíkt breytilegum vöxtum, þá þurfa íslenskar útlánastofnanir ekki að lýsa hvernig verðbólgan breytist. Ástæðan er að stuðst er við opinber viðmið. Hins vegar þurfa þær að skýra út hvernig verðbólgan býr til verðbætur og hvernig þær virka á lánið. Deila má um hvort lánveitur hafi uppfyllt þá skyldu sína, en ég leyfi mér að efast um það.
Niðurstaðan er sem sagt sú, að hafi einhver upphafsverðbólga verið tilgreind í greiðsluáætluninni og hún látin halda sér út lánstímann, þá eru ákveðnar líkur á því að lántaki þurfi að standa skil á verðbótum vegna verðbólgu upp að því marki. Hafi verðbólga á lántökudegi verið notuð sem viðmiðunarverðbólga, þá gæti greiðandi mögulega þurft að standa skil á öllum verðbótum og vextum til framtíðar. Stóra málið er hins vegar, að lánveitendur hafa almennt ekki telið verðbólgu inn í greiðsluáætlanir, þar sem það lítur svo illa út. Í þeim tilfellum er það brot á líklega tveimur tilskipunum, ef eitthvað annað en það sem getið er um í greiðsluáætluninni er innheimt. Lánin eru því í reynd óverðtryggð með föstum vöxtum allan lánstímann.
Kálið er ekki sopið..
Þó þessi niðurstaða sé fengin, þá tekur fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar fram í bréfi sínu, að ESB hafi ekki lögsögu í þessu máli, heldur sé það EFTA dómstóllinn. Ég efast um að lánveitendur og ríkið viðurkenni þessa niðurstöðu án þess að taka til varnar. Lái ég þeim það ekki. Því mætti búast við langri baráttu í dómsölum.
Næst er að velta fyrir sér hver áhrifin gætu orðið og afleiðingar fyrir lánveitendur. Höfum í huga að tilskipanirnar vernda bara neytendur. Aðrar reglur munu því gilda um fyrirtæki, þar sem fjármögnun Íbúðalánasjóðs með útgáfu verðtryggðra skuldabréfa sem nú eru að mestu í eigu lífeyrissjóðanna. Skattgreiðendur myndu því líklegast þurfa að bera þann skaða, svo lífeyrissjóðirnir fengju nú sitt.
En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og fjármálafyrirtæki? Best væri ef þessir aðilar viðurkenndu einfaldlega þann vanda sem með þessu væri kominn upp og tækju á honum af ábyrgð. Setning neyðarlaga sem dragi úr högginu, væri einn möguleiki, annar að drífa strax í gegn um Alþingi þingályktunartillögu Hreyfingarinnar, en ég setti þessa tillögu fyrst fram í séráliti mínu við skýrslu sérfræðingahópsins svo kallaða. Ef menn ætla að reyna að komast hjá því að láta lántaka njóta einhvers ávinnings af því sem mér virðist bréf framkvæmdastjórnar ESB bera með sér, þá verð einfaldlega allt brjálað. Því er skynsamlegt að fara leið Hreyfingarinnar.
Eftir að búið er að koma til móts við lántaka, þá verður að setja einhvers konar neyðarlög til að loka málinu. Slík neyðarlög yrðu að fela í sér afnám verðtryggingar á neytendalánum. Margir hafa hræðst að lán með breytilegum vöxtum sé alls ekki skárri kostur, en höfum núna í huga að mjög skýrar og auðskiljanlegar reglur þurfa að vera um hvernig vextir breytast og tilkynna slíkt lántökum með góðum fyrirvara. Því þyrftu breytilegir vextir hvorki að vera hræðilegir né háir.
Til allra stjórnmálamanna í landinu vil ég segja þetta:
Hlustið á skilaboðin sem bárust frá þeim sem eru færir til að túlka Evrópusamþykktir. Við erum bara sendiboðarnir. Brettið upp ermarnar og gangið í að leiðrétta lán heimilanna, þannig að allir geti vel við unað og hættið að moka auðnum til fjármálafyrirtækja og fjármagnseigenda.
Lánin álitin ólögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Neytendavernd | Breytt 6.12.2013 kl. 00:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 1680091
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Nú er það orðið algjörlega nauðsynlegt að fá flýtimeðferð á kæru Hagsmunasamtaka heimilanna sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur hinn 28 september 2012 og verður fyrirtaka á verðtryggingarmálinu okkar í HH hinn 20. febrúar kl. 09:45 í sal 401 í Héraðsdóm Reykjavíkur við Lækjartorg. Dómari er Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari sem mér skilst að sé nýráðinn sem héraðsdómari og finnst mér það sérkennilegt að láta nýjan og óreyndan dómara taka svona viðamikið mál sem fyrsta mál.
Dropinn holar steininn, það sem nánast öllu þótti í raun vera algjör fyrra fyrir nokkrum misserum er nú að verða lýðnum ljóst og þá er þess ekki lengi að bíða að stjórnvöldum verði það ljóst líka þó það hafi oftast verið lengri leið að stjórnvöldum en hinum venjulega íslendingi.
Minnist þess að þegar við héldum því fyrst fram að gengislánin væru ólögleg þá var hlegið opinberlega að okkur, við vitum nú hvernig það endaði eða er að enda, þar sannast hið fornkveðna, sá hlær best sem síðastur hlær.
Þetta sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins álikar um er akkurat það sem við í Hagsmunasamtökum heimilanna kærðum Íbúðalánasjóð fyrir hinn 28 september á seinasta ári, þ.e. að sé árleg hlutfallstala kostnaðar ekki kynnt fyrir lántakenda þá sé ólöglegt að rukka hann um verðbætur. raunar segja lögin að það sé þá líka ólöglegt að rukka vexti líka en það er ekki það sem við erum að berjast fyrir, það er sjálfsagt að borga sanngjarna og eðlilega vexti til baka ef maður tekur lán.
En eins og við vitum þá er verðtrygging ofan á vexti hvorki sanngjörn eða eðlileg og hvað þá okurvexti, svo erum við líka búin að sýna fram á að verðtryggingin er ólögleg eins og kemur fram í kærunni sem þetta álit framkvændarstjórnar Evrópusambandsins styður.
Ég hef haldið því fram að verðtryggingin verði dæmd ólögleg og þá þurfi að setja neyðarlög því það vita allir sem vilja vita það að ekki er hægt að taka allar ólöglegar verðbætur af alveg aftur til t.d. 1983. Í mínum huga þá snýst þetta um að setja þá hópa sem tóku gengis og verðtryggð lán á svipaðan stað því t.d. munurin á þeim sem tóku 20 milljón króna gengis og verðtryggt lán til 40 ára hinn 1.1.2008 er eftir gengisdómana um 10 milljónir gengislántakendanum í vil. Sá verðtryggði situr uppi með 28 milljónir á meðan sá gengistryggði skuldar um 18 milljónir.
Spennandi tímar framundan sem verða að vinnast annars er íslenskt þjóðfélag endanlega komið á hausinn og það munu skapast hér aðstæður sem enginn vill hugsa til eða upplifa.
Stöndum nú upp úr sófanum og fáum verðtrygginguna dæmda ólöglega bæði til fortíðar og framtíðar.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 16.2.2013 kl. 11:33
Íslenskir dómstólar hafa verið afar tregir að leita forúrskurðar til EFTA við dómaúrlausnir hér á landi.
Líklega er það bara jákvætt að það skuli vera nýr héraðsdómari sem dæmir í máli HH, allavega getur það varla verið verra, vitandi að litlar líkur séu á að aðrir dómarar muni leita forúrskurðar.
Fáist dómari í héraði til að leita forúrskurðar strax á fyrra dómstigi getur það flýtt verulega fyrir niðurstöðu.
Ég held að það versta sem gæti komið fyrir í dag, sé að stjórnmálamenn fari að vaða með puttana í þetta, því allir vita að það yrði eingöngu til þess að reyna að hafa allan rétt af lántakendum, og styrkja sem mest skjaldborgina um hina brotlegu.
Þetta réttlætismál verður ekkert sótt annað en í dómsali.
Sigurður (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 12:47
Ég vil taka það skýrt fram að það er mjög stór hópur fólks sem staðið hefur að baki þessari vinnu, þó þunginn hafi verið borinn af líklegast um 12-15 einstaklingum. Hlutur Elviru, Arnars, Aðalsteins, Björns Þorra og nokkurra annarra lögspekinga er að sjálfsögðu það sem gerði gæfumuninn. Hagsmunasamtök heimilanna og Samtök lánþega drógu vagninn í upphafi og ýfðu hár manna í samfélaginu. Eiga því formenn og forsvarsmenn þessara samtaka þakkir skyldar. Þórður Björn, Friðrik Ó Friðriksson, Andrea J. Ólafsdóttir, Ólafur Garðarsson, Guðmundur Andri Skúlason veittu öll þessari vinnu stuðning og nafn sinna samtaka, Margrét Tryggvadóttir kom með inn með mikilvægar tengingar sem þingmaður, Gísli Tryggvason sem opinber talsmaður neytenda á Íslandi. Svo komum við vinnuhestarnir, reikniheilar og hugsuðir, sem hjálpuðu við að tengja allt saman. Elvira er náttúrulega snillingur þegar kemur að neytendarétti fyrir utan hina ríku réttlætiskennd sem hún býr yfir.
Við höfum mátt berjast á móti fordómum, hótunum og að maður tali nú ekki að takast á við nánast ókleifan hamarinn. Við erum ennþá bara á góðri syllu í hamrinum og eygjum góða leið upp hann, en það gæti verið tálsýn.
Marinó G. Njálsson, 16.2.2013 kl. 13:47
Þið eigið öll þakkir skildar, Marinó, og hin sem þú nefnir. Hagsmunasamtök Heimilanna hefur unnið gott starf fyrir almenning. Dropinn holar steininn.
Margret S (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 17:12
Ég er vanur því að klífa hamra.
Á meira að segja sérstaka gúmmískó til að nota í þannig sporti.Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2013 kl. 17:41
Réttlætið snýst um almenna velferð og heilbrigt streymi lífsins:
"The better path is to go by on the other side towards justice; for Dike (Justice) beats Hybris (Outrage) when she comes at length to the end of the race. But only when he has suffered does the fool learn this."
"... they who give straight judgements to strangers and to the men of the land, and go not aside from what is just, their city flourishes, and the people prosper in it"
"Their woolly sheep are laden with fleeces;
their women bear children like their parents.
They flourish continually with good things,
and do not travel on ships,
for the grain-giving earth bears them fruit."
Þannig mælti forngíska sagnaskáldið Hesiod, um 700 fyrir Krist.
Hann hefur stundum verið nefndur sem upphafsmaður hagfræði þeirrar sem snýst um heilbrigða velferð kynslóðanna.
Verðtryggð neytendalán vinna beinlínis gegn heilbrigðri og almennri velferð og öllu streymi lífsins.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 17:55
Frétt á stöð 2 ..
Á ekki við fasteignalán.
Þetta var drepið fljótt.
Benedikt
Benedikt (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 18:40
Með breytingum á lögum 121/1994 (179/2000) eru öll fasteignalán komin undir neytendalög 121/1994.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 20:28
(Athugasemd með auglýsingatengli fjarlægð af umsjónarmönnum.)
Jón geir (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 20:42
Benedikt.
Var hvað "drepið"?
Þeim tókst að finna manneskju sem fékk lögfræðiskírteinið sitt úr kornflexpakka til að koma fyrir framan myndavél og segja titrandi röddu gegn betri vitund að tilskipuningilti ekki um húsnæðislán.
Hið sanna er að ríkjum sem innleiða hana er í sjálfsvald sett hvort þau veita henni víðtækara gildissvið en lágmarkstúlkun hennar kveður á um. Það hefur Alþingi Íslendinga einmitt gert árið 2000 eins og Halldór bendir réttilega á.
Hér kemur þetta skýrt og vel fram:
http://www.althingi.is/altext/126/s/0555.html
Í áliti viðskiptanefndar segir um þessa breytingatillögu:
http://www.althingi.is/altext/126/s/0490.html
Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að f-lið 1. mgr. 2. gr. laganna, sem kveður á um að lánssamningar sem tryggðir eru með veði í fasteign séu undanþegnir lögum um neytendalán, verði breytt þannig að hann taki til lánssamninga sem Íbúðalánasjóður gerir eða annarra sambærilegra fasteignaveðlánasamninga sem gerðir eru vegna öflunar íbúðarhúsnæðis. Við athugun málsins kom í ljós að annars staðar á Norðurlöndunum falla lánveitendur sem veita lán með veði í fasteign til lengri tíma undir ákvæði laga um neytendalán. Ástæðulaust þykir að undanskilja slíka aðila ákvæðum laganna og þeirri skyldu að veita lántakanda upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar af láni. Við meðferð málsins í nefndinni kom í ljós að Íbúðalánasjóður, sem er sá aðili sem gerir flesta lánssamninga vegna öflunar íbúðarhúsnæðis, er ekki mótfallinn því að ákvæði laga um neytendalán taki einnig til slíkra samninga. Með hliðsjón af þessu leggur nefndin jafnframt til að f-liður 1. mgr. 2. gr. laganna falli brott.
Undir álitið er ritað:
Af núgildandi útgáfu laganna er alveg ljóst að f-liðurinn er ekki lengur inni:
http://www.althingi.is/lagas/141a/1994121.html
Punktalínurnar þarna síðast sýna hvar f-liðurinn var, áður en hann var felldur brott. Einhverjar fleiri spurningar?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2013 kl. 21:25
Þetta er vandræðalegt svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Vissi konan þetta virkilega ekki eða ákvað hún bara allt í einu að henda sér fram á spjótin til þess að sýna fallandi foringja hollustu sína?
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 21:47
Jæja fyrst þú endilega vilt:
http://www.landslog.is/aslaug-arnadottir/
http://www.dv.is/frettir/2010/2/12/aslaug-arnadottir-medal-tolfmenninganna/
Áslaug Árnadóttir lögfræðingur, sem var starfandi ráðuneytisstjóri sumarið 2008, er samkvæmt heimilldum DV í hópi tólfmenninganna sem fengið hafa bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis og geta neytt andmælaréttar næstu daga. Áslaug starfar nú sem lögfræðingur í Reykjavík. Hún var skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu í bankahruninu og átti síðar sæti í Icesave-samninganefndinni, sem Svavar Gestsson fór fyrir.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2013 kl. 22:38
Guð minn almáttugur.
Við eigum með öðrum orðum í höggi við eitt af "hörkutólunum" sem skilaði okkur "glæsilegri niðurstöðu" í fyrstu Icesave samningalotunni.
Hverjir voru aftur í þeirri samninganefnd? Bíðum nú við: Baldur Guðlaugs, Svavar Gests og þessi blessaða kona. Er nema von að Bretar og Hollendingar hafi skolfið á beinunum þegar þessi þrenning mætti til London til þess að sína amatörunum hvernig á að fara að þessu?
You couldn´t make this shit up, could you?
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 23:02
Átti við.
Einhver fundin til að drepa þessa frétt strax.
Svo er SJS orðin stærsta fréttin um helgina.
Það verður því erfitt að rífa þessa frétt upp.
Benedikt (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.