26.11.2012 | 21:41
Endurútreikningar áđur gengistryggđra lána - Taka 55
Ég heyrđi um daginn stutt viđtal viđ Unu Steinsdóttur, framkvćmdastjóri viđskiptabankasviđs Íslandsbanka. Heimir og Kolla rćddu viđ hana í ţćttinum sínum Í bítiđ á Bylgjunni. M.a. var rćtt um ţessi 11 mál sem valin voru til ađ greiđa úr ágreiningi vegna útreiknings vaxta áđur gengistryggđra lána. Án ţess ađ vita hvađa mál ţetta eru, sem valin voru, ţá hef ég alltaf haft ţá tilfinningu, ađ ţau hafi veriđ valin út frá hagsmunum bankanna og á forsendum bankanna, en ekki til ađ greiđa í raun og veru úr ţeim ágreiningi sem uppi er. Hér gćti ég veriđ ađ misskilja hlutina, en lögmenn, sem ég hef rćtt viđ taka undir ţennan skilning minn.
En ađeins aftur ađ Unu. Hún sagđi nokkuđ sem ég óttađist ađ myndi verđa. Íslandsbanki er ađ túlka niđurstöđu Hćstaréttar í málum 600/2011 og 464/2012 á mjög frjálslegan hátt. Raunar svo frjálslegan, ađ ég reikna međ dómsmálum í kjölfar kolvitlausra útreikninga bankans. Ţađ sem ég hjó í, í máli Unu var vísun í seđlabankavexti fyrir dóma Hćstaréttar um ólögmćti gengistryggingarinnar. Hvernig sem allt fer getur ţađ aldrei gerst og raunar hefur Hćstiréttur ítrekađ sagt ađ rangan lagaskilning sé eingöngu hćgt ađ leiđrétta til framtíđar. En ţessi túlkun Íslandsbanka hefur leitt til ţess ađ bankinn ćtlar ađ draga til baka ţrjú af ţessum 11 málum.
Stćrsti ágreiningurinn
Mikilvćgasta máliđ sem ég tel ađ ţurfi ađ fá á hreint, er hvort Hćstarétti hafi veriđ heimilt ađ breyta vöxtum áđur gengistryggđra lána í dómi sínum í máli 471/2010. Í 3. mgr. c-liđar 36. gr. laga nr. 7/1936 segir:
Samningur telst ósanngjarn stríđi hann gegn góđum viđskiptaháttum og raski til muna jafnvćgi milli réttinda og skyldna samningsađila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikiđ til hliđar í heild eđa ađ hluta, eđa breytt, skal samningurinn ađ kröfu neytanda gilda ađ öđru leyti án breytinga verđi hann efndur án skilmálans.
Ţetta ákvćđi var innleitt međ lögum nr. 14/1995 til ţess ađ uppfylla ákvćđi tilskipunar ESB 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum. Tökum sérstaklega eftir orđum síđari setningar málsgreinarinnar:
Ef slíkum skilmála er vikiđ til hliđar í heild eđa ađ hluta, eđa breytt, skal samningurinn ađ kröfu neytanda gilda ađ öđru leyti án breytinga verđi hann efndur án skilmálans.
Evrópudómstóllinn vísađi til ţessa ákvćđis í dómi sínum í máli C-618/10 frá 14. júní í sumar. Ţar var fjallađ um mál ţar sem spánskur dómstóll hafđi úrskurđađ ađ dráttarvextir af láni hafi veriđ ósanngjarnir og dómstóllinn ákveđiđ ađ í stađinn ćttu ađ gilda lćgri "sanngjarnir" dráttarvextir. Niđurstađa Evrópudómstólsins var ađ ţađ vćri ekki hlutverk dómstóla ađ íhlutast um eđa ákveđa sanngjarnt ákvćđi í neytendasamningi hafi dómstóllinn ákveđiđ ađ eitthvađ annađ ákvćđi vćri ósanngjarnt. Hafi ákvćđiđ um dráttarvextina talist ósanngjarnt, ţá félli ákvćđiđ hreinlega niđur og ekkert annađ kćmi í stađinn.
Hvers vegna eiga dómstólar ekki ađ ákvćđa sanngjarnt ákvćđi í stađ ósanngjarns ákvćđis sem fellt er niđur? Svariđ viđ ţessu er sáraeinfalt:
Ef dómstólar íhlutast um innihald samnings međ ţví ađ ákveđa "sanngjarnt" ákvćđi í stađinn fyrir ósanngjarnt, ţá munu fyrirtćki sem útbúa samninga einfaldlega ganga á lagiđ og hlađa samningana ósanngjörnum og íţyngjandi ákvćđum vitandi ađ ţađ versta sem gerist er ađ dómstóll mun slá á fingur ţeirra, en fćra ákvćđin niđur í ţađ sem dómstóllinn álítur sanngjarnt. Fyrirtćkiđ tapar sem sagt engu á ţví ađ brjóta lög um ósanngjarna samningsskilmála.
Ţví miđur lét Hćstiréttur glepjast í máli 471/2010 og ţess vegna sitjum viđ uppi međ ţá fáránlegu niđurstöđu, ađ vextir lánanna voru hćkkađir í leit Hćstaréttar eftir "sanngirni".
Gengislán og C-618/10
Ef viđ heimfćrum niđurstöđu Evrópudómstólsins í máli C-618/10 yfir á gengistryggđu lánin, ţá er stađan sú ađ ósanngjarn samningsskilmáli, ţ.e. verđtryggingarákvćđi sem stríddi gegn lögum, var dćmdur ógildur međ dómum 92/2010 og 153/2010. Í máli 471/2010 gleypti Hćstiréttur viđ ţeim málflutningi fjármálafyrirtćkisins ađ ófrávíkjanleg tengsl vćru á milli gengistryggingarinnar og vaxtanna og ţví bćri ađ ógilda vaxtaákvćđiđ líka. Síđan kom Hćstiréttur međ sína furđulegu ályktun, ađ ţá bćri ađ líta svo á ađ engir vextir vćru á láninu og ţví skuli styđjast viđ 4. gr. laga 38/2001.
Dómur Evrópudómstólsins féll ekki fyrr en 14. júní 2012 og ţví gat Hćstiréttur ekki haft hann til hliđsjónar eđa notađ sem fordćmi. Ég sagđi samt strax í framhaldi dóms 471/2010 ađ rétturinn hafi brotiđ gegn tilskipun 93/13/EBE og hef ekki skipt um skođun. Var ég ţví mjög glađur, ađ sjá Evrópudómstólinn komast í einu og öllu ađ sömu niđurstöđu í máli C-618/10, ţ.e. ađ ósanngjarn skilmáli fellur niđur og EKKERT kemur í stađinn.
Hćstiréttur gekk gegn tilskipun 93/13/EBE, ţegar hann ákvađ ađ ađrir skilmálar ćttu ađ koma í stađinn fyrir ósanngjarna skilmála lánssamnings sem áđur hafđi veriđ gengistryggđur. Hann ákvađ ađ skera fjármálafyrirtćkin niđur úr snöru eigin mistaka.
Höfum í huga, ađ Evrópudómstóllinn hefur nokkrum sinnum snuprađ landsdómstóla fyrir ađ huga ekki ađ neytendarétti í úrskurđum sínum. Raunar hefur dómstóllinn gengiđ svo langt ađ segja nokkuđ ótvírćtt, ađ landsdómstólar skuli taka tillit til neytendaréttarákvćđa/neytendaverndar ţó svo ađ slíkar málsástćđur/röksemdir séu ekki hafđar uppi í dómsmálum! Samkvćmt ţessu bar Hćstarétti ađ líta til 3. mgr. c-liđar 36. gr. laga nr. 7/1936 áđur en rétturinn ákvađ ađ samningsvextir gengistryggđra lána gćtu ekki haldiđ og fara ćtti eftir 4. gr. laga 38/2001 viđ ákvörđun vaxta í stađinn. (Ég hef áđur bent á vitleysuna í ţeirri ákvörđun út frá 2. gr. laga 38/2001, en ćtla ekki ađ fjalla um ţađ hér.)
Jćja, en hver er ţá niđurstađan? Hún getur veriđ tvíţćtt og er sú fyrri algjörlega í samrćmi viđ niđurstöđu Evrópudómstólsins í máli C-618/10:
1. Hćstiréttur hefđi í máli 471/2010 átt ađ hafna ţeim málflutningi fjármálafyrirtćkisins, ađ ekki vćri hćgt ađ efna samninginn međ samningsvöxtum. Ţó svo ađ ekki verđi lengur tilgreindar myntir í samningnum, ţá er lítill vandi ađ miđa viđ upprunalega myntskiptingu og segja ađ hafi lán veriđ upprunalega verđtryggt 50/50 í jenum og frönkum, ţá eru vextir lánsins einfaldlega 0,5*japanskir vextir + 0,5*svissneskir vextir + vaxtaálag samkvćmt samningi. Rök um ađ engin tenging sé milli íslenskrar krónu og vaxtanna skipta ekki máli, ţar sem hćgt er ađ efna samninginn á ţennan hátt, sbr. síđari setningu 3. mgr. c-liđar 36. gr. laga 7/1936. Ţetta ţýđir ađ vextir miđast viđ samningsvexti á íslenskan höfuđstól/eftirstöđvar á hverjum tíma. Undantekningin er ađ aldrei skal ţó greiđa hćrri vexti en greiddir hafa veriđ (vegna gildi fullnađarkvittunar), en á ţeim tíma ţegar krónan var sterk, ţá gćtu gengisreiknađar eftirstöđvar hafa veriđ lćgri, en eftirstöđvar án gengisútreiknings. Lántakar eiga samkvćmt ţessu inni ofgreiddar vexti á ţví tímabili, ţegar gengi einstakra mynta var sterkara (krónan veikari gagnvart myntunum) en var á lántökudegi. Allt tal um seđlabankavexti er ţví úr sögunni.
2. Hćstiréttur keypti í máli 471/2010 ţann rökstuđning, ađ samningsvextir vćru ófrávíkjanlega bundnir gengistryggingarákvćđi samninganna og ţar sem gengistryggingin hafđi veriđ vikiđ til hliđar, ţá bćri ađ víkja samningsvöxtunum líka til hliđar. Ég hef aldrei getađ skiliđ međ hvađa lagarökum ţetta var gert. Ţau eru mér vitanlega ekki fyrir hendi. Ef einhver hefur slík lagarök á takteinum, ţá vćri gott ađ fá ţau. En hvađ ţýđir ţetta miđađ viđ C-618/10? Hér er hin hrćđilega stađreynd fyrir fjármálafyrirtćkin:
Enga vexti má innheimta af lánunum og ekki er hćgt ađ vísa til 4. gr. laga 38/2001, ţar sem veriđ er ađ ógilda ósanngjarna skilmála og 3. mgr. c-liđar 36. gr. laga 7/1936 kemur í veg fyrir ađ skipta megi ósanngjörnum skilmálum út fyrir "sanngjarna".
Höfum alveg á hreinu, ađ lögin eiga ekki ađ vernda fjármálafyrirtćkin fyrir eigin mistökum. Lögin eiga ađ vernda veikari ađila samningssambands gegn ofríki sterkari ađilans. Hafi sterkari ađilinn drullađ upp á bak, ţá verđur hann bara ađ bera ţađ tjón sjálfur.
Niđurstöđu Hćstaréttar í máli 471/2010 má helst líkja viđ ađ í knattspyrnuleik hafi, segjum FH (Íslandsmeistararnir í fótbolta), teflt fram ólöglegum leikmanni í bikarleik gegn Augnabliki (í 3. deild). Segjum ađ FH hafi unniđ leikinn 15-0, en ţar sem liđiđ tefldi fram ólöglegum leikmanni, ţá hafi máliđ ratađ til dómstóla og endađ hjá Hćstarétti. Hefđi rétturinn fylgt sömu rökum og í máli 471/2010, ţá hefđi FH komist upp međ mistök sín, talist hafa unniđ leikinn 9-0 og fengiđ sćti í nćstu umferđ bikarsins. Ţađ hefđu nefnilega veriđ líklegustu úrslitin ef FH-ingar hefđu spilađ manni fćrri allan leikinn! En ţannig er ţađ ekki í fótboltanum. Hafi menn rangt viđ, ţá tapast leikurinn 3-0 og engar refjar um ţađ. Sama gildir um neytendavernd. Hćstiréttur á bara eftir ađ fatta hve leikreglurnar eru í raun einfaldar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 1679456
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Fćrsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marinó,
Hvers vegna dómurinn komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ órjúfanlegt samband vćri milli samningvaxta, og gengistryggingarinnar skiptir sáralitlu, og sennilega engu máli.
Ţetta var krafa fjármálafyrirtćkjanna, og ţetta varđ niđurstađan.
Fullskipađur Hćstiréttur er búinn ađ stađfesta ađ samningsvextir fara út, og seđlabankavextir inn í stađinn.
Ţađ mun bara aldrei standast evrópskan neytendarétt ađ setja seđlabankavexti á ţessi lán.
Ţess vegna eru ţessi lán vaxtalaus.
Sigurđur #1 (IP-tala skráđ) 27.11.2012 kl. 00:40
Ţađ er áhyggjuefni ađ fjármálafyrirtćkin eru ađ hlaupa frá dómsmálunum 11, ţau óttast greinilega niđurstöđuna og vilja forđast ađ fá dóm.
Úr ţví sem komiđ er ríđur á ađ fulltrúar lánţega haldi haus og krefjist niđurstöđu.
Hérađsdómurum vantar leiđsögn í ţessum málu svo ţeir séu ekki ađ finna upp réttlćtiđ, eins og td. dómarinn sem áhvađ ađ ţađ tćki ţví ekki ađ skila tiltölulega litlu ţýfi.
Jónas Jónsson (IP-tala skráđ) 27.11.2012 kl. 10:21
Geta bankar hundsađ dóma hćstarettar ? eins og ađrir glćpamenn gera ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 27.11.2012 kl. 20:52
Góđ samantekt og ráđ vćri ađ ţú sendir hana á Hérađsdóm og Hćstarétt. Ég tek undir međ Sigurđi hér ađ ofan og tel ađ engir vextir séu á gengislánum, ţar sem Hćstiréttur segir ađ órjúfanleg tengsl voru á milli Libor og vaxta og dćmdi Líborviđmiđun ólöglega.
Einnig tel ég ég ađ hlutverk Hćstaréttar eigi ekki ađ vera ađ finna upp einhverja sanngjarna lausn (ţađ er hlutverk lögmanna fyrir dómsmál). Hćstiréttur á ađ horfa á lögin eingöngu og dćma eftir ţeim. ŢVí tel ég ađ dćmisamgan um FH sé rétt og bankarnir tapi 3-0 gegn Aftureldingu.
Eggert Guđmundsson, 27.11.2012 kl. 21:52
Langar ađ benda á frumvarp (ţskj. 587) sem Eygló Harđardóttir, Margrét Tryggvadóttir og Lilja Mósesdóttir hafa lagt fram um breytingu á lögum um vexti og verđtryggingu og er 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins svo hljóđandi: Vegna hinna ólögmćtu skilmála teljast lán og lánssamningar sem lög ţessi taka til aldrei hafa veriđ í vanskilum frá og međ gildistöku ţessara laga. Inni lántaki ađ lágmarki ţá greiđslu af hendi sem er kveđiđ á um í 1. mgr. (5.000 kr. af hverri upprunalegri milljón lánsins) telst hann vera í fullum skilum međ afborganir af láninu.
Ég tel ađ hér sé tćkifćri fyrir lántaka sem margir hverjir hafa lifađ í angist og ótta um framtíđ sína vegna „vanskila“ ađ koma lánum sínum í „skil“ og ná ţannig aftur styrk og stöđu gagnvart bankanum. Mjög margt fólk sem enga samningsstöđu hefur gagnvart bankanum sínum vegna „vanskila“ í marga mánuđi eđa jafnvel nokkur ár og bíđur ţess eins ađ bankinn selji ofan af ţví fćr međ ţessu vopn sem styrkir samningsstöđu ţess og sem gefur ţví einhvern möguleika til ađ verjast bankanum og halda heimili sínu.
Linkur á frumvarpiđ er ađ neđan.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0587.html
Toni (IP-tala skráđ) 29.11.2012 kl. 15:13
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.