20.2.2012 | 15:18
Líkleg staða lánþegar áður gengistryggðra lána eftir dóma Hæstaréttar
Margir hafa spurt mig hver sé staða sín eftir hinu fjölmörgu dóma Hæstaréttar um áður gengistryggð lán. Hér fyrir neðan er farið yfir grófar niðurstöður helstu dóma, hvað þeir þýða og loks sýnd einföld dæmi.
Tímamótadómar
Hér eru fyrst tímamótadómar sem gengið hafa:
- Í dómum nr. 92/2010 og 153/2010 voru niðurstöður Hæstaréttar sem hér segir:
- Leigusamningar eru lánasamningar
- Gengistrygging er ólögleg verðtrygging
- Lánið er í íslenskum krónum
- Engu öðru er breytt
- Í dómi nr. 471/2010 kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægstu vextir Seðlabanka Íslands skuli koma í staðsamningsvaxta
- Í dómum nr. 603/2010 og 604/2010 segir Hæstiréttur að fyrri dómar gildi einnig um húsnæðislán.
- Í dómum nr. 30/2011 og 31/2011 er staðfest að framangreindir 5 dómar eigi við um lán fyrirtækja.
- Í dómi nr. 155/2011, Mótormax-dómnum, er endanlega staðfest að fyrstu 5 dómarnir eigi líka við fyrirtæki.
- Í dómi 282/2011, Kraftvélar, er endanlega staðfest að leigusamningar fyrirtækja eru lánasamningar og fyrstu 2 dómarnir að ofan séu fordæmisgefandi.
- Í dómi nr. 600/2011 kveður Hæstiréttur úr um að greiddir vextir verði ekki hækkaðir og framvirk áhrif geti ekki orðið nema frá 14. febrúar 2011, þegar dómur gekk í máli nr. 604/2011.
Nauðsynlegt er síðan að taka lög nr. 151/2010 líka inn í þetta, þar sem þau taka til fleiri samninga en Hæstiréttur kveður á um, þ.e. bætt er inn í 2. gr. (bráðabirgðaákvæði X) lánasamningum sem voru sannanlega í erlendri mynt en falla undir ákvæði um vaxtabætur (þ.e. 68. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003). Einnig tilgreina lög nr. 151/2010 að allar vanskilagreiðslur, dráttavextirog kostnaður skuli teljast greiðslur inn á lán.
Hvað þýðir þetta?
Mér sýnist þetta segja eftirfarandi:
- Þeir eignaleigusamningar sem voru með ákvæði um að leigutaki eignaðist eða gæti eignast hinn leigðamun fyrir málamyndaverð, voru í reynd lánasamningar.
- Allir samningar, hvort heldur þeir sem kallaðir voru leigusamningar eða hreinir lánasamningar, sem voru með bindingu við dagsgengi erlendra gjaldmiðla og aðrir lánasamningar í erlendri mynt sem falla undir 68. gr. laga nr. 90/2003, skulu vera með höfuðstól í íslenskum krónum frá lántökudegi, afborganir miðaðar við íslenskan höfuðstól og eftirstöðvar tilgreindar í íslenskum krónum.
- Samningarnir skulu taka lægstu vexti Seðlabanka Íslands, skv. 10. gr. laga nr. 38/2001, frá lántökudegi (ákvæði sem er nánast ógilt í næstu töluliðum).
- Vaxtagreiðslur sem þegar hafa átt sér stað í samræmi við tilkynningar frá kröfuhafa skulu standa óhaggaðar og ekki verður krafist hærri vaxta.
- Nýir vextir taka eingöngu gildi framvirkt. Varðandi bílalán er ekki ljóst frá hvaða dagsetningu, en fyrir flest lán ætti það að vera frá því dómur gekk í málum nr. 603/2010 og 604/2010. Það gæti þó hafa gerst síðar.
- Allt sem lánþegi hefur greitt utan vaxta telst greiðsla inn á höfuðstól. Vextir sem bæst hafa á höfuðstól teljast greiddir vextir, en haldast þó á höfuðstólnum.
Áhrif á lán
Hér fyrir neðan eru nokkur tilbúin dæmi.
Dæmi 1
Lán upp á kr. 10 m er tekið árið 2005 og greitt hefur verið af því samviskusamlega allan tímann. Heildargreiðslur til dagsins í dag eru 6,5 m.kr. sem skiptast í vaxtagreiðslu samkvæmt samningsvöxtum upp á 2,5 m.kr., vaxtagreiðslu skv. seðlabankavöxtum upp á 0,5 m.kr. og aðrar greiðslur upp á 3,5 m.kr. Eftirstöðvar lánsins eru því 10 - 3,5 = 6,5 m.kr.
Dæmi 2
Sama lán, nema að lánið var sett í frystingu í heilt ár og vöxtum bætt á höfuðstól. Heildargreiðslur eru 6,0 m.kr. Vaxtagreiðslur skv. samningsvöxtum eru 2,2 m.kr., vextir sem bætast á höfuðstól eru 0,3 m.kr., vaxtagreiðslur skv. seðlabankavöxtum eru 0,5 m.kr. og aðrar greiðslur 3,0 m.kr. Eftirstöðvar lánsins eru því 10 - 3,0 + 0,3 = 7,3 m.kr.
Dæmi 3
Bílalán til 7 ára tekið 2006 að upphæð 2,0 m.kr. og greitt af því allan tímann. Heildargreiðslur eru 3,0 m.kr. þar af eru heildarvaxtagreiðslur 0,7 m.kr. og afborganir og aðrar greiðslur 2,3 m.kr. Eftirstöðvar eru því 2,0 - 2,3 = -0,3 m.kr., þ.e. inneign upp á 300 þús. kr.
Dæmi 4
Sama bílalán nema að lánið var sett í frystingu í heilt ár og vöxtum bætt á höfuðstólinn. Heildargreiðslur eru 2,5 m.kr. þar af eru heildarvaxtagreiðslur 0,5 m.kr., vextir sem bætast á höfuðstólinn 0,2 m.kr. og afborganir og aðrar greiðslur 1,8 m.kr. Eftirstöðvar eru því 2,0 - 1,8 + 0,2 = 0,4 m.kr.
Lykillinn hér er að vaxtagreiðslur samkvæmt útsendum greiðslutilkynningum sem ekki var á neinum tíma bætt á höfuðstólinn, skipta ekki máli, þegar eftirstöðvar eru fundnar út. Ógreiddir vextir sem bætt var á höfuðstólinn teljast líka greiddir vextir í þeim skilningi að þeir verða ekki rukkaðir aftur sem vextir, en í staðinn koma þeir til hækkunar á höfuðstólnum og þar með eftirstöðvum. Allar afborganir eða beinar innáborganir á lánin og allar aðrar greiðslur koma til lækkunar á höfuðstóli lánsi.
Vextir gætu lækkað
Í einhverjum tilfellum gæti verið að samningsvextir hafi verið hærri en seðlabankavextir. Í þeim tilfellum gilda seðlabankavextir, en ekki samningsvextir og skal þá dagvaxtareikna mismuninn til uppgjörsdags! Þetta á við um leigusamninga sem teknir voru áður en Seðlabankinn hækkaði stýrivexti upp úr öllu valdi.
--
Ég tek það fram, að ég hef undanfarin ár aðstoðað fólk og fyrirtæki við að fara yfir útreikninga lána. Vegna mikils tíma sem þetta var farið að taka, þá geri ég þetta gegn gjaldi. Hægt er að hafa samband við mig á netfangið oryggi@internet.is óski einstaklingar eða fyrirtæki eftir aðstoð og mun ég reyna að bregðast hratt og vel við.
Leiðbeinandi tilmæli skortir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
"4. Vaxtagreiðslur sem þegar hafa átt sér stað í samræmi við tilkynningar frá kröfuhafa skulu standa óhaggaðar og ekki verður krafist hærri vaxta."
Ég átta mig ekki hvernig þessir vextir geta staðið afturvirkt, en gengistryggingunni er vikið afturvirkt og framvirkt sem ólögri. Því sé henni vikið frá afturvirkt standa áður áfallnir vextir möo. það er komið í ljós hverjir þeir eru.
Af hverju standa ekki þeir vextir áfram? Af hverju er tenging á milli ólöglegrar gengistryggingar og vaxta?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.2.2012 kl. 17:10
Kristján, hér reynir á mismunandi lagaákvæði. Þetta með gengistrygginguna er ekki afturvirkt. Það er verið að staðfesta að hún var ólögleg og búin að vera það frá 2001. Hitt er um gildi kvittunar samkvæmt kröfurétti og tilmæla frá febrúar 1798. Tekist er á um hvort hægt sé að ómerkja kvittunina þegar greiðandi hafi greitt vexti í samræmi við það sem hann var beðinn um og krefja hann um hærri greiðslu.
Marinó G. Njálsson, 20.2.2012 kl. 17:22
Hvað með rétt neytenda? Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að hvað sem tautar og raular vilji dómstólar ekkert af evrópskri neytendavernd vita.
Til í að tjá þig um það Marinó?
Séra Jón (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 19:03
Marinó, AVANT bílalánin fóru til Landsbankans. Eftir Hæstaréttardóminn núna síðasta snarhækkaði Landsbankinn greiðlsugjaldið/seðilgjaldið á 1 mánuði úr kr. 275 í kr. 595. Svívirðileg yfir 100% hækkun. Ætli þeir geti bara haft það einhliða eins og þeir vilja?
Elle_, 20.2.2012 kl. 19:04
Já, RÍKISBANKINN Landsbankinn.
Elle_, 20.2.2012 kl. 19:04
Ég átta mig ekki á hver þessi mikla óvissa er sem Helgi Hjörvar klifar á aftur og aftur. Ég hélt einmitt að dómurinn tæki á helstu álitamálum, þ.e. hvort heimilt var að reikna hæstu óverðtryggða vexti aftur í tímann, og á greiðslur sem búið var að greiða.
Eiríkur (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 19:22
Það er engin óvissa eftir nema hvaða vextir eiga að gilda frá lántökudegi og fram að dómi Hæstaréttar um nýja vexti, og jafnvel til dagsins í dag.
Ég get hvergi séð í dómum að samningsvextir eigi að gilda frá lántökudegi, þvert á móti held ég að allir dómar hingað til séu búnir að útiloka það þar sem hver dómurinn á fætur öðrum kemst að þeirri niðurstöðu að samningsvextir falli út um leið og gengistryggingin.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 20:13
Í 18. grein Árna Páls laganna er þessi mgr:
-------------
Vexti samkvæmt ákvæðum 1. mgr. skal reikna frá og með stofndegi peningakröfu, nema samið verði um annað, sbr. 3. gr.
------------
Hefur þessi mgr. ekki núna verið dæmd ómerk og brotleg?
Á þessari mgr. var hinn afturvirki vaxtareikningur framkvæmdur var það ekki?
Því gæti maður talið að að Seðlabankavextir gætu ekki gilt frá stofndegi kröfu, ekki frá fyrri gengislánadómi, ekki frá gildistöku 2010 laganna og ekki frá seinni gengislánadómi heldur eingöngu frá gildistöku nýrra vaxtalaga með vaxaákvörðun sem stenst dóma og er ekki geta verið afturvirk.
Getur vaxtaákvörðun nokkurn tíman byggt á mgr. sem ekki stenst lög og rétt?
Skúli (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 20:28
Eiríkur, ætli ´óvissan´ hans Helga Hjörvars og co. snúist ekki um hvort lögbrjótarnir fái nóg út úr rukkununum? Ja, eða hrægammarnir?
Elle_, 20.2.2012 kl. 21:19
Þarf ekki nýjan Hæstaréttadóm, þar sem byggt verður á þessum nýfallna dómi, þ.e. orðin -gengistrygging er órjúfanleg frá vöxtum- þetta er það sem Sigurður #1, er að benda á.
Þegar búið er að dæma gengistryggingu ólögleg (í mörgumdómum), þá hljóta vextir að falla niður þ.s. þeir eru órjúfanlegir frá gengistryggingu.
Það mun íþyngjandi fyrir lántakanda að fá nýja vexti ákvarðaða á sín lán, þegar þeir eru engir!! skv. þessum dómi.
Munu neytandalög og samningslög ekki girða fyrir nýja vexti?
Eggert Guðmundsson, 20.2.2012 kl. 21:39
Það hefur enginn dómur fallið enn þar sem neytandalög hafa verið notuð sem agument.
Eggert Guðmundsson, 20.2.2012 kl. 21:42
Séra Jón og fleiri, það er alveg ljóst að ekki hefur verið tekið á neytendavernd. Þess vegna verður haldið áfram með málið hjá ESA, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Mér finnst Hæstiréttur hafa verið blekktur til að láta vaxtaákvörðun í máli nr. 471/2010 vera fordæmisgefandi fyrir alla aðra. Lýsing er nánast sér á parti í þessu öllu og ekki hægt að yfirfæra þeirra stöðu við stöðu fyrirtækja sem öll voru/eru í eigu lánadrottna sinna eða fjármagna sig á innstæðum. Ég er með færslu um það í vinnslu, raunar nokkrar sem ætlað er að fletta ofan af rökvillum Hæstaréttar.
Mér sýnist sem vextir lána sem ennþá er verið að greiða af eigi að gilda frá 14. febrúar 2011, þar sem fjármálafyrirtækið á að taka á sig misskilninginn. Einnig er bent á að 6,5 m.kr. viðbótarvextir sé of hátt hlutfall heildarlánsfjárhæðarinnar á svona skömmum tíma. (Setur Hæstarétt í mótsögn við sjálfan sig.)
Mín skoðun er sú, að Hæstiréttur hafi og eigi að nýta sér fráviksákvæði 2. gr. laga nr. 38/2001, þar sem segir: "Þó er ávallt heimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara." Er mér raunar með öllu óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert.
Marinó G. Njálsson, 20.2.2012 kl. 22:57
Dómur HR er skýr. Niðurstaða meirihluta HR er ef til vill ekki skrifuð með almennu, daglegu orðalagi en hún liggur ljóst fyrir þeim sem fást við lögfræðileg álitaefni og fjármálagjörninga og hreint út sagt dónaskapur við lántakendur, sem bíða úrlausnar mála sinna af hálfu fjármálafyrirtækja, að þau skuli ætla sér að þæfa málið enn með því að segjast ekki skilja dóminn og þarfnist lögfræðilegs álits til þess að túlka dómsorðið og forsendur þess.
Í mínum huga er ljóst að skv. dómi Hæstaréttar er einfaldast að greiða úr málum með eftirfarandi hætti:
1) Þeim sem hafa staðið í skilum með gengistryggð lán greiðir lánveitandi ofgreidda, ólöglega vexti frá endurútreikningsdegi og fram að dómsuppkvaðningardegi Hæstaréttar 2011. Eftir það gefst þeim kostur á, ef þeir hafa ekki greitt upp lánið að fullu, að semja um verðtryggt lán eða lán með óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka. Líta verður á upphaflegan samning sem ólöglegan þar sem grundvallaratriði í samningnum og forsenda hans, bæði frá sjónarhóli lánveitanda og lántaka, var ólögleg gengisviðmiðun. Því verður undanbragðalaust að semja á nýjan leik um eftirstöðvar nema lántaki greiði lánveitanda til baka það sem út af stendur.
Hækkun höfuðstóls vegna ólöglegrar gengisviðmiðunar fer öll til baka og endurgreiðist lántaka þar sem um einstakling er að ræða.
Sérleið vegna höfuðstóls lána til fyrirtækja
Hækkun höfuðstóls vegna gengiviðmiðunar skiptist á milli lánveitanda og lántaka, þar sem um fyrirtæki er að ræða, og fyrirtækið fær til baka helming þessarar hækkunar. Eðlilegt er að skipta tjóni vegna ólöglegrar gengisviðmiðunar á milli lántaka og lánveitanda þegar um fyrirtæki er að tefla þar sem líta verður svo á að fyrirtæki og forráðamenn fyrirtækja geti ekki borið fyrir sig að hafa ekki þekkt til reglna sem giltu um gengisviðmiðun lána. Þeir máttu vita betur þegar þeir tóku lán á lágum vöxtum með gengisviðmiðun. Lánveitanda átti einnig að vera þetta ljóst. Því er eðlilegt að greiða fyrirtækjum aðeins helming ólöglegrar hækkunar höfuðstóls til baka. Einstkalingar (almennir neytendur eins og þeir eru stundum uppnefndir í markaðssamfélaginu) eiga hins vega að fá að njóta vafans þegar kemur að endurgreiðslu ólöglegrar hækkunar höfuðstóls.
2) Þeir sem eru í óskilum með gengistryggð lán greiða upphaflega afborgarnir með upphaflegu umsömdum vöxtum fram á dómsuppkvaðningardegi HR 2011 og lögboðna dráttarvexti vegna vanskila. Höfuðstóll upphaflegs láns er óbreyttur þar sem gengisviðmun var ólögleg. Þessum lántakendum er svo skylt að semja upp á nýtt við lánveitanda þar sem upphaflega lánið var ólöglegt; þeir velja á milli verðtryggðs láns í íslenskum krónum eða óverðtryggðra vaxta Seðlabanka. Sjá tölulið 1.
3) Þeir sem frystu afborganir skv. sérstökum úrræðum í boði lánastofnana eða fyrir atbeina Umboðsmanns skuldarara, greiða upphaflega afborgarnir með upphaflegu umsömdum vöxtum fram á dómsuppkvaðningardegi HR 2011. Höfuðstóll upphaflegs láns er óbreyttur þar sem gengisviðmun var ólögleg. Þessum lántakendum er svo skylt að semja upp á nýtt við lánveitanda þar sem upphaflega lánið var ólöglegt; velja á milli verðtryggðs láns í íslenskum krónum eða óverðtryggðra vaxta Seðlabanka. Sjá tölulið 1.
Þakka fyrir fróðleg skrif að undanförnu. Má vera að mér hafi sést yfir ýmis smáatriði í þessum málum öllum en held að tími smáatriðia sé löngu liðinn og nú sé að því komið að höggva einfaldlega á Gordíonshnútinn.
Jón Örn Marinósson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 10:05
Gott að hafa svona lögfræðing í fjölskyldunni. Þetta sem þú segir, Jón Örn, er líka mín túlkun fyrir utan tvö atriði. Annað hvað varðar gildi laga nr. 151/2010 um uppgjör vanskila. Skoðaðu það atriði, því þar er kveðið á um að dráttarvextir dragist frá höfuðstóli við uppgjör, sem sagt ekki má krefja fólk um dráttarvexti, þar sem það var í fullum rétti að mótmæla ólöglegri kröfu fjármálafyrirtækjanna. Eins og Hæstiréttur segir í dómi sínum, þá reynir ekki á lög nr. 151/2010 í málinu auk þess sem ekki reynir á þetta atriði, þar sem Siggi og Elvíra stóðu alltaf í skilum.
Hitt varðar vexti á frystingartíma eða vegna skilmálabreytinga. Hafi þeir ekki verið greiddir í lok frystingartím/við skilmálabreytingu heldur bætt á höfuðstólinn, þá teljast þeir til nýs höfuðstóls um leið og þeir teljast greiddir vextir. Þ.e. vaxtagreiðslan fer fram en er jafnframt tekin að láni.
Marinó G. Njálsson, 21.2.2012 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.