26.1.2012 | 15:20
Ekki hefur verið sýnt fram á að svigrúmið sé fullnýtt, hvað sem "hlutlausir aðilar" segja
Sagan endalausa heldur áfram. Hagsmunasamtök heimilanna spurðu í haust hvert væri það svigrúm sem fjármálafyrirtækin hefðu fengið til að leiðrétta lán heimilanna. Óskað var eftir því að fá réttar og nákvæmar upplýsingar frá opinberum aðilum og fjármálafyrirtækjunum um þetta og síðan hvernig þetta "svigrúm" hefði verið nýtt. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ákvað að verða við þessari beiðni og fól á endanum Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða málið.
Hagfræðistofnun boðaði samtökin á fund sinn fyrri hluta nóvember mánaðar. Var ég einn að þeim sem sérstaklega var boðaður á þann fund. Inn á fundinn kom ég með 10 spurningar sem mér fannst mikilvægt að Hagfræðistofnun leitaði svara við vinnu sinni. Með fullri virðingu fyrir sérfræðingum stofnunarinnar, þá gerði ég ráð fyrir, að ég hefði sett meiri tíma í þetta mál en þeir á þeim tímapunkti og taldi mig spara þeim mikla rannsóknavinnu með því að leggja þeim til þessar spurningar áður en megin hluti vinnunnar hófst. Spurningarnar fylgja með neðar í þessari færslu. Frómt er að segja, að fæstum spurningunum er svarað svo nokkru nemur og raunar nær allar sniðgengnar í skýrslunni.
Fengu ekki aðgang vegna bankaleyndar!
Krafa Hagsmunasamtaka heimilanna var að tölur og fullyrðingar bankanna væru sannreyndar með því að skoða raungögn frá hverjum og einum banka. Hagfræðistofnun viðurkennir í skýrslu sinni að stofnunin fékk ekki að gang að neinum gögnum "vegna bankaleyndar". Þetta er sú aumasta skýring sem ég hef heyrt. Hvaða bankaleynd kom í veg fyrir að Hagfræðistofnun gæti séð samanteknar upplýsingar frá hverjum banka? Bankaleynd nær eingöngu til upplýsingar um einstaka viðskiptafærslur um auðkennda viðskiptamenn, en ekki samanteknar upplýsingar án auðkenningar.
Sem sagt, vegna "bankaleyndar" gat Hagfræðistofnun ekki sannreynt eitt eða neitt. Tölur í skýrslu Hagfræðistofnunar (og líklegast ályktanir) eru mataðar upplýsingar, þar sem stofnunin fékk ekki færi á að rannsaka hlutina. Ég sæi nú fyrir mér hvort dómstólar samþykktu sönnunarfærslu sem byggð væri á munnmælasögum. Okkur er aftur ætlað að trúa Hagfræðistofnun sem hafði þó ekkert annað en munnmælasögur. Það sem verra var, að Hagfræðistofnun lagði ekki einu sinni vinnu í að kanna hvernig munnmælasögurnar féllu að raunveruleikanum. Nei, þeim var bara trúað eins og um heilaga ritningu væri að ræða. Ósk HH um að tölur væru sannreyndar voru því hunsaðar algjörlega. Við hvað eru menn hræddir?
"Hlutlausu aðilar" Jóhönnu
Í svari til Sigmundar Davíðs á Alþingi í dag (sjá frétt sem færslan er hengd við), þá segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að "bæði Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann, hlutlausa aðila, hafa farið yfir skýrsluna og því hlytu niðurstöður hennar að vera réttar". Jóhanna getur gert betur en þetta.
Þessir svo kölluðu hlutlausir aðilar lögðu til í kjölfar dóma Hæstaréttar 16. júní 2010 að bankarnir endurreiknuðu öll gengistryggð lán með vöxtum sem skráðir eru af Seðlabanka Íslands og almenn kallaðir seðlabankavextir. Ekki var lagt til að þessir vextir giltu frá dómsuppkvaðningu, heldur frá útgáfudegi lánanna. Ástæðan: Til að vernda fjárhag bankanna. Nei, þessir aðilar eru ekki hlutlausir, þeir eru svo illilega hlutdrægir og hafa ítrekað sýnt það í aðgerðum sínum og aðgerðarleysi. Satt best að segja, man ég ekki eftir einu einasta skipti sem Seðlabanki Íslands eða Fjármálaeftirlit hafa tekið stöðu gegn fjármálafyrirtækjunum og með lántökum í deilu máli. Nei, þessi hlutlausu aðilar eru mjög hlutdrægir í öllum sínum aðgerðum.
Hvað bendir til að svigrúmið hafi ekki verið fullnýtt?
Ég fullyrði að ekkert bendi til þess að svigrúmið hafi verið fullnýtt. Ég er svo sem búinn að benda á margt af þessu áður, en sakar ekki að gera það einu sinni enn.
1. Milli 30. september og 31. október lækkaði staða lána heimilanna hjá innlánsstofnunum eins og sýnt er í meðfylgjandi töflu (staðan í júlí 2011 er sett inn til samanburðar):
HAGTÖLUR SEÐLABANKANS | |||
Flokkun útlána innlánsstofnana - tímaraðir | |||
M.kr | sep.08 | okt.08 | júl.11 |
Heimilin, alls | 1.032.026 | 584.939 | 486.564 |
þ.a. íbúðalán | 606.886 | 310.749 | 269.380 |
2 Yfirdráttarlán | 78.280 | 59.529 | 42.895 |
4 Óverðtryggð skuldabréf | 26.724 | 18.128 | 88.047 |
þ.a. íbúðalán | 298 | 45.383 | |
5 Verðtryggð skuldabréf | 627.091 | 346.424 | 289.942 |
þ.a. íbúðalán | 499.333 | 251.893 | 203.166 |
6 Gengisbundin skuldabréf | 271.950 | 145.699 | 55.209 |
þ.a. íbúðalán | 107.553 | 58.558 | 20.831 |
7 Eignarleigusamningar | 22.136 | 11.033 | 8.979 |
8 Gengisbundin yfirdráttarlán | 5.207 | 3.644 | 1.347 |
Heimild: Upplýsingasvið SÍ. |
Á milli september og október er mismunur upp á rúmlega 447 ma.kr. Engar annar innlánsstofnanir höfðu ástæðu til að færa niður lán til heimilanna milli þessara tveggja mánaða, svo líklegast er að öll lækkunin sé komin til vegna bankanna þriggja. Þetta er jafnframt hámark þess afsláttar sem bankarnir fengu og tölur sem hér eru nefndar á eftir eru dregnar frá henni.
2. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar fóru einhver útlán ekki yfir í nýju bankana á þessum tíma. Þau eru (bókfært virði í september 2008):
- Lán sem KMIIF átti að bókfærðu virði 114 ma.kr.
- Lán sem fóru til Seðlabanka Íslands að bókfærðu virði 71 ma.kr.
- Lán sem urðu eftir í gömlu bönkunum að bókfærðu virði 14 ma.kr.
Auk þess tala Hagfræðistofnun um lán að bókfærðu virði 50 ma.kr. sem fóru yfir í Íbúðalánasjóð, en segir að þau hafi færst yfir í september. Ákveðnar líkur eru þar af leiðandi á því að þau hafi ekki verið inni í september tölum bankanna, þ.e. ef allt hefur verið fært á réttan hátt.
Lánin sem fóru til Seðlabanka Íslands færðust síðan yfir í Arion banka með 19 ma.kr. niðurfærslu, þannig að nettó er tilfærslan 52 ma.kr. sem dregst frá 447 ma.kr. og loks dreg ég 128 ma.kr. frá því sem eftirstendur. Mismunurinn er því 267 ma.kr. sem er sá afsláttur sem bankarnir höfðu beint til umráða.
3. Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja höfðu fjármálafyrirtækin fært niður lán til heimilanna um 172,6 ma.kr. í lok september 2011. Þetta á við um öll fjármálafyrirtæki, en ekki bara innlánsstofnanir. Ómögulegt er út frá upplýsingum SFF að segja til um hvaða afskriftir tilheyra bönkunum þremur og þeim lánasöfnum sem þeir tóku yfir frá gömlu bönkunum. Þó svo að öll upphæðin væri skrifuð á bankana þrjá, þá munar samt rúmlega 94 ma.kr. á tölunni að ofan, þ.e. 267 mínus 172,6 = 94,4. Reikna má aftur með að aðrar fjármálastofnanir hafi átt einhverja hlutdeild í þessari upphæð. Hvort sú tala er 10, 15 eða 20% af heildinni er ekki nokkur leið að vita. Tökum lægstu töluna, þ.e. 10%, þá er hlutdeild bankanna þriggja 155 ma.kr. og ónýtt svigrúm 111 ma.kr. Höfum í huga að hér er verið að tala um öll lán heimilanna, en ekki bara húsnæðislán.
Einnig er hægt að skoða þetta frá hinni hliðinni, þ.e. uppgefnum upplýsingum um afslætti og hvernig þeir hafa verið nýttir. Ég er búinn að birta þá útreikninga tvisvar og læt nægja að vísa í hana hér (Hagfræðistofnun ályktar vitlaust út frá tölum). Niðurstaðan úr þeim útreikningum var að bankarnir ættu eftir svigrúm vegna íbúðalána upp á 52-53 ma.kr. Var það miðað við upplýsingar í skýrslu Hagfræðistofnunar. Um líkt leiti og skýrsla stofnunarinnar var gefin út, birtist frétt á vef Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að Arion banki hefði keypt lánasöfn KMIIF. Samkvæmt upplýsingum á vef Arion banka voru þau metin á 120 ma.kr. Bókfært virði þessara lána var 114 ma.kr. í lok september 2008. Frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað um 23%, þannig að án tillits til afborgana og vaxta hefðu þau hækkað í 140 ma.kr. Þrátt fyrir það segir í tilkynningu Arion banka um þessa yfirtöku að enginn afsláttur hafi verið veittur. Væri áhugavert að sjá hvernig 114 ma.kr. verði að 120 ma.kr. í 23% verðbólgu og greiðslujöfnun, þegar afborgunarhluti greiðslna er mjög líklega umtalsvert undir jafnaðarafborgun lánanna. Miðað við jafnarafborganir, þá greiðast 5,7 ma.kr. af 114 ma.kr. lánum séu þau til 20 ára, 4,6 ma.kr. séu þau til 25 ára og 3,8 ma.kr. séu þau til 30 ára. Lánin hafa því verið að jafnaði ígildi 20 ára jafngreiðslu lána, lántakar hafa greitt meira inn á en ákvæði lánasamnings segja til um eða að KMIIF var búið að færa safnið eitthvað niður. En hvað sem því líður, þá var ég sem sagt búinn að áætla að hluti 30 ma.kr. sem farið höfðu í 110% leiðina hefðu dreifst á þessi lán líka. Greinilegt er að slíkt er ólíklegt og því lækkar ónýtt svigrúm sem því nemur þ.e. 6 - 8 ma.kr. Eftir stendur að svigrúmið er metið núna 44 - 47 ma.kr., þ.e. búið er að nota 47-50 ma.kr. af því.
Tölurnar tala sínum máli
Ég er búinn að heyra alls konar skýringar á þeirri villu sem ég og HH eigum að vera í. Helst er talað um núvirðingu lánanna út frá þeim vaxtakjörum sem bankarnir þurftu að fjármagna sig með á markaði. Ég hef svarað þessu atriði áður, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Bankarnir fjármögnuðu sig ekki á markaði. Þeir fjármögnuðu sig með því að taka á sig skuldbindingar vegna innlána viðskiptavina. Þessi innlán voru að verulegu leiti óverðtryggð samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands. Séu innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum skoðuð fyrir september 2008, þá stóðu þau í 660 ma.kr., þar af voru verðtryggð innlán 123 ma.kr. og óverðtryggð því 537 ma.kr.
Ég er ekki með á hreinu hverjir voru vextir óverðtryggðra innlána á þessum tíma, en gefum okkur að þeir hafi verið 2 - 3%. Óverðtryggð útlán voru aftur á móti með 18 - 26% vexti. Ég get ekki séð að bankarnir hafi verið með vaxtatap á þessu. Verðtryggð útlán voru aftur með 4 - 8% raunvexti og námu mun hærri tölu en verðtryggð innlán. Að ætla að reikna bönkunum vaxtatap út frá fræðilegri fjármögnun þeirra er einhver ótrúlegasta misnotkun á fræðunum sem ég hef séð lengi. Fyrir utan að það var enginn seljandi að slíkum skuldabréfum á þeim tíma, sem gat greitt fræðilega markaðsvexti og tryggt var að myndi greiða skuldir sínar til baka. Ekki gátu bankarnir farið til útlanda, þar sem þeim stóð ekki til gjaldeyrir til slíkra kaupa.
Raunveruleikinn er annar en fræðin. Í þessu tilfelli réð raunveruleikinn för. Tölurnar í stofnefnahagsreikningum bankanna þriggja tala sínu máli. Bankarnir tóku útlánin yfir sem greiðslu frá gömlu bönkunum fyrir að taka yfir innlán. Það var ekki öfugt, að innlánin hafi verið tekin vegna þess að útlánin voru tekin yfir. Ríkisstjórnin lofaði að vernda innistæðurnar en ekki að verja eignir hrunbankanna í útlánum. Nýju bankarnir fengu óverulega peningagreiðslu frá gömlu bönkunum, ef nokkrar og höfðu því enga peninga til að kaupa skuldabréf á markaði. Vinsamlegast hættið að misbjóða dómgreind almennings með svona fræðilegri skýringu, þegar raunveruleikinn var allt annar.
Spurningarnar sem óskað var svara við
Loks endurbirti ég spurningarnar sem ég lagði fyrir Hagfræðistofnun á fundinum í nóvember. Spurningunum var ætlað að aðstoða stofnunina við vinnu sína, þ.e. benda á atriði sem vert væri að skoða til að varpa ljósi á hvert svigrúmið var í raun og veru og hvernig það hafði verið nýtt. Því miður er nánast ekkert tekið á þeim í skýrslunni, en ég get ekki fullyrt hvort menn nýttu sér þær við vinnslu skýrslunnar.
1. Hvaða lán heimilanna færðust frá gömlu bönkunum til þeirra nýju? - Þessari spurningu er ekki svarað, bara er talað um íbúðalán.
2. Hver var upphæð einstakra lánaflokka hjá hverjum banka um sig, annars vegar bókfært verð í gamla bankanum og hins vegar gangvirði/raunvirði í nýja bankanum við yfirfærslu? Þ.e. hvaða afslátt fékk hver og einn banki af mismunandi flokkum útlána til heimilanna (samkvæmt útlánaflokkun Seðlabanka Íslands)? - Þessari spurningu er bara svarað að hluta.
3. Hvaða lán heimilanna urðu eftir hjá gömlu bönkunum og hvert var bókfært virði þeirra 30/09/2008 og hvert er bókfært virði þeirra núna? - Þessari spurningu er bara svarað að hluta.
4. Í hagtölum Seðlabanka Íslands kemur fram að lán heimilanna lækkuðu umtalsvert á milli talna í september og síðan í lok október 2008? Hver er skýringin á þessari lækkun milli mánaða, þ.e. hve stór hluti er vegna lána sem færðust á milli gömlu og nýju bankanna og hve stór hluti er lán sem urðu eftir í gömlu bönkunum og eru því ekki inni í tölu SÍ vegna október? - Þessari spurningu er svarað að mestu leiti.
5. Samtök fjármálafyrirtækja hafa fullyrt að áður gengistryggð lán hafi verið færð niður um 130 ma.kr. Hvernig er þessi tala fengin? Hver eru áhrif endurútreiknaðra vaxta á þessa upphæð? Eru endurútreiknaðir vextir inni í 130 ma.kr. eða utan? Hvernig breyttist (áætlað) heildargreiðsluflæði (tekjustreymi) fjármálafyrirtækjanna fyrir og eftir endurútreikning? - Þessari spurningu er ekki svarað.
6. Í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna er á blaðsíðu 30 fullyrt að öll gengisbundin lán hafi verið færð yfir með yfir 50% afslætti. Óskað er eftir staðfestingu á því að þetta sé rétt. Nú ef svo er ekki í tilfelli lánasafna heimilanna, hver er skýringin á því að skýrsluhöfundar fullyrða þetta? Ef þetta er rétt, hvernig kemur það þá heim og saman við 130 ma.kr. töluna að ofan? - Þessari spurningu er ekki svarað.
7. Samkvæmt Creditor Report Kaupþings frá febrúar og fram í ágúst 2009, þá voru lánasöfn að bókfærðu virði 1.410 ma.kr. færð yfir til Nýja Kaupþings á 456 ma.kr. Óskað er eftir staðfestingu á að þetta sé rétt tala og ef ekki hver hún var í raun og veru? Ef hún var ekki þessi tala, þá er óskað eftir að vita hver talan var. - Þessari spurningu er ekki svarað.
8. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birt var 14. september sl. eru birtar tölur um stöðu lánasafna í stofnefnahagsreikningi nýju bankanna. Óskað er eftir upplýsingum um það hvernig lán heimilanna skiptast niður í flokkað samkvæmt útlánaflokkun SÍ. - Þessari spurningu er bara svarað að hluta og ekki er vitnað í fyrirspurn Guðlaugs Þórs í skýrslunni heldur í eldri fyrirspurn frá Ásbirni Óttarssyni.
9. Fjármálafyrirtækin hafa fullyrt að afskriftir þeirra vegna lána heimilanna nemi yfir 160 ma.kr. Hve stór hluti þessara afskrifta er leiðrétting í bókhaldi fyrirtækjanna vegna lögbrota, hver stór hluti er hluti af þeim afslætti sem fékkst af lánasöfnunum við flutning þeirra og hve stór hluti er niðurfærsla á gangvirtu höfuðstóli eins og hann var skráður við flutning í nýju bankana? - Þessari spurningu er ekki svarað.
10. Fjármálafyrirtækin hafa fullyrt að afskriftir hafi numið 160 ma.kr. Hafa aðrar afskriftir átt sér stað, þ.e. svo dæmi sé tekið á lánum heimilanna, sem urðu eftir hjá gömlu bönkunum? Er einhver hluti þessara 160 ma.kr. vegna afskrifta á lánum sem ennþá eru í eignasöfnum gömlum bankanna og hve stór hluti, ef svo er? - Þessari spurningu er ekki svarað.
Ég tel enn mikilvægt að þessum spurningum sé svarað og auglýsi eftir þeim aðila, sem er tilbúinn til þess. Spurningarnar geta líka verið gott innlegg í fyrirspurn á Alþingi.
Skýrslan mikill áfellisdómur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Skuldamál heimilanna | Breytt 6.12.2013 kl. 00:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hættið þessu tuði í grátkórnum og borgið skuldirnar ykkiar í TOP.
N.B. Sérhver þjóð á skilið þá stjórn sem hún kaus yfir sig.
Snjalli Geir, 26.1.2012 kl. 15:53
Flækjustigið er hátt og ekki fyrir Pétur eða Pál að setja sig inn í málin svona við fyrsta yfirlestur yfir kaffibolla. Má vera að í því skjóli skálkist fjármálaöflin og meðreiðarsveinar. Það er þó augljóst hverjum manni að ofurhagnaður bankanna nú í kreppunni kemur úr vasa skuldara og engra annara. Þar var greinilega svigrúm fyrir hendi að leiðrétta órétt.
Nú hefst sami söngurinn og venjulega, all nokkrir andskotast út í óréttlætið sem skuldarar eru beittir og einhverjir mæla því bót, a.m.k. telja leiðréttingu ómögulega því hún lendi á ríki og lífeyrissjóðum þ.e. gömlu fólki og öryrkjum. Bankarnir fljóta svo pent þar með. Það er raunar gamall plagsiður hérlendur að ríkir menn beri smælingjana fyrir sig sem einskonar skjaldborg.
Það er augljóst að ekkert gerist með orðræðu. Hið raunverlulega vald er hjá fjármagnseigendum og það litla sem pólitíkusar gætu viljað gera, gera þeir ekki vegna rökvillunnar að ríkissjóður tapi og svo lífeyrissjóðir ef þífinu yrði skilað til baka og því eigi ekki að skila því til baka. Það eru svo líka margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar að hanga á vænum lífeyri þó stolinn sé. (og bera svo að sjálfsögðu fyrir sig smælingjana).
Ráðið er í raun bara eitt. Skapa þrýsting. Hætta að greiða af lánum. Þeir sem hafa ekkert að vinna en öllu að tapa þurfa varla að hugsa sig lengi um. Fyrst væri æskilegt að gera loka tilraun með að þvinga þetta limpulið sem á þingi er til að setja í lög þau sjálfsögðu mannréttindi að skuldir séu með veði í eignum skuldarans en ekki honum sjálfum eða eða einhverjum öðrum og/eða eignum þeirra.
Þannig getur fólk skilað inn lyklinum af íbúð sem það á í raun ekki lengur og vill því ekki og á ekki, lengur að borga af. Fátt mun gera fjármagnsstofnanir liprari í snúningum en einmitt þetta.
Það þarf að ganga að hverjum þingmanni (innan ríkisstjórnar og utan) og spyrja um afstöðu til þessa máls.
Einhverskonar form af öflugu greiðsluverkfalli er trúlega það eina sem myndi virka. Það fer að verða þrautreynt með annað.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 16:41
ps. með orðunum "þeir sem hafa ekkert að vinna en öllu að tapa" á ég að sjálfsögðu við óbreytt ástand.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 16:47
Af afskaplega klénum undirtektum freistast maður til að halda að talan 60.000 heimili með neikvæða eiginfjárstöðu, sé gróflega ofmetin(sem væru jú góðar fréttir í sjálfu sér). Eða eru "mýsnar" orðnar svo hræddar að þær skjótast ofan í holu strax og minnst er á köttinn. :-)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 19:24
Snjalli Geir segir hér að ofan; "Hættið þessu tuði í grátkórnum og borgið skuldirnar ykkiar í TOP".
Ég vil auðvitað borga allar mínar skuldir en málið er að Kaupþing á tæpan þriðjung af skuldinni (íbúðarláninu) sem Arion er að rukka mig um. Það kemur allt fram í rannsóknarskýrslu Alþingis að það var Kaupþing sem hrynti þjóðinni fram af hengifluginu, með svikum og prettum eins og Marinó hefur bent á.
Mér er samt ætlað að brosa og borga. Takk fyrir.
Davíð Pálsson, 26.1.2012 kl. 22:46
Ekkert mál að borga þær skuldir sem eru komnar til án lögbrota, svika og pretta. Tek heilshuga undir með Davíð.
Marinó G. Njálsson, 27.1.2012 kl. 00:02
borgið skuldirnar ykkar í TOP
Jamm, segðu það við bankana sem veittu ólögleg lán í bílförmum og veðsettu þau svo fyrir alvöru peningum í seðlabankanum, sem þeir sendu beina leið til Luxembourg og þaðan til Tortola. Ef þeir myndu skila þessum ránsfeng yrðu til nóg af peningum í ríkissjóði til að niðurfæra lán heimilanna, vinda ofan af niðurskurðinum í velferðarkerfinu, sleppa því að leigja varðskipin út og senda björgunarþyrlurnar úr landi, halda uppi eðlilegri sorphreinsun og sjómokstri, og jafnvel borga fyrir Hörpuna sem Landsbankinn ákvað að byggja.
Þangað til ránsfengnum verður skilað er ekkert um að ræða annað en að gera ávinninginn upptækan. Þar sem stjórnvöld hafa ekki sinnt þeirri skyldu sinni stendur það upp á heimilin að framfylgja lögum og stunda ábyrga ráðstöfun fjármuna með því að nota þá til að lífsgæðaaukningar í stað þess að láta kröfuhafavampírur sjúga úr sér lífið.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2012 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.