Leita í fréttum mbl.is

Dóttirin ballerínan í viđtali viđ Morgunblađiđ

Mig langar ađ birta hér viđtal sem Morgunblađiđ tók viđ dóttur mína og birt er í blađinu í dag.  Vona ađ Morgunblađiđ fyrirgefi mér birtinguna, ţar sem ţetta er nú einu sinni birt á Moggablogginu.

--

Harđur heimur, en ţess virđi
Sćunn Ýr hefur veriđ ballerína frá ţriggja ára aldri
Hún er einungis 24 ára, en hefur lagt stund á ballett í 21 ár. Sćunn Ýr Marinósdóttir er atvinnuballettdansari og starfar međ Peter Schaufuss-balletti...
 
saeunn_i_mogganum.jpg 
Atvinnuballerína Sćunn Ýr Marinósdóttir starfar međ Peter Schaufuss-ballettinum í London. »Ţađ endist enginn lengi í ţessu nema hann elski ađ dansa,« segir hún og kveđst hafa byrjađ í ballett ţegar hún var ţriggja ára ađ aldri.
Hún er einungis 24 ára, en hefur lagt stund á ballett í 21 ár. Sćunn Ýr Marinósdóttir er atvinnuballettdansari og starfar međ Peter Schaufuss-ballettinum í London, sem ţykir afar framsćkinn, og ferđast međ honum vítt og breitt um Evrópu.
 
»Ég byrjađi í ballett ţegar ég var ţriggja ára. Mamma segir ađ ég hafi sagt ţegar ég var lítil ađ mig langađi til ađ dansa Öskubusku á sviđi,« segir Sćunn Ýr. »Ég get ekki svarađ ţví hvers vegna ballett varđ fyrir valinu, ég hef dansađ svo lengi, dansinn er hluti af lífinu. En ţađ endist enginn lengi í ţessu nema hann elski ađ dansa.« Eftir grunnskóla lá leiđ Sćunnar í Konunglega ballettskólann í Stokkhólmi og ţađan lauk hún stúdentsprófi. Nćst tók ungverska dansakademían viđ í Búdapest í Ungverjalandi, ţar lauk hún BA-prófi í klassískum ballett, fyrst íslenskra dansara. Hún segir ađaltilganginn međ Ungverjalandsdvölinni hafa veriđ ađ dansa međ fremstu dönsurum heims, gráđan hafi veriđ aukabónus.
 
Ţrotlausar ćfingar og fórnir
»Bestu ballettskólarnir eru í ţessum gömlu kommúnistalöndum. Samkeppnin ţarna úti er rosalega hörđ og dansheimurinn allt öđruvísi en hér. Ţađ eru mörg hundruđ ađ keppa um sömu stöđurnar.« Eftir Ungverjalandsdvölina starfađi Sćunn um skeiđ viđ leikhúsiđ í Dortmund í Ţýskalandi. Árangur hennar ţykir einstakur fyrir svo ungan dansara. En hann hefur ekki komiđ af sjálfu sér, heldur er afrakstur ţrotlausra ćfinga og mikilla fórna. »Ţetta var bara ţađ sem mig langađi til ađ gera. Mađur fórnar eiginlega öllu; ég sé fjölskylduna sjaldan og missti af fermingum beggja brćđra minna. Ţađ er ekkert gaman ađ vera alltaf einn í útlöndum. En ţetta er ţađ sem ţessi árangur kostar og ég sé ekkert eftir ađ hafa valiđ ţetta.« Dagur atvinnuballerínunnar er eins og hver annar vinnudagur. »Ég mćti klukkan hálftíu og hita upp. Ţá taka viđ ćfingar og síđan ćfum viđ verkin sem viđ erum ađ vinna ađ. Yfirleitt er vinnudagurinn átta til tíu stunda langur.« Sćunn Ýr segist ekkert geta sagt til um hversu lengi hún verđi viđ störf í Bretlandi, ţví mikil ţróun sé í dansheiminum. »Hver veit?«
 
--
Sćunn Ýr hefur fengist viđ fleira en danslist undanfariđ, ţví hún leikur ballerínu í sjónvarpsţćtti um lögreglufulltrúann knáa Barnaby. Ţátturinn var ...
 
Sćunn Ýr hefur fengist viđ fleira en danslist undanfariđ, ţví hún leikur ballerínu í sjónvarpsţćtti um lögreglufulltrúann knáa Barnaby. Ţátturinn var tekinn upp í fyrrasumar og hefur veriđ sýndur í Bretlandi. Hún segir ţetta hafa veriđ skemmtilega lífsreynslu. »Ballettkennari sem ég ţekki stakk upp á mér í ţetta verkefni. Ţátturinn er um Ninu, gamla ballerínu, sem rifjar upp ćvi sína og ég dansa hlutverk hennar ţegar hún var ung.« Sćunn Ýr segir ţetta hafa veriđ skemmtilega reynslu og segist til í ađ endurtaka leikinn. »Atriđiđ var tekiđ upp í gömlu og fallegu leikhúsi og ţetta tók allan daginn, ţađ fór mestur tími í ađ bíđa. En leikstjórinn var mjög ánćgđur međ hvernig til tókst.«
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Innilega til hamingju međ dótturina Marínó. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.1.2012 kl. 13:02

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Innilega til hamingju međ dótturina! 

Kveđja,

Arnór Baldvinsson, 27.1.2012 kl. 01:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Glćsileg stúlka.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 27.1.2012 kl. 12:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband