Leita í fréttum mbl.is

Dóttirin ballerínan í viðtali við Morgunblaðið

Mig langar að birta hér viðtal sem Morgunblaðið tók við dóttur mína og birt er í blaðinu í dag.  Vona að Morgunblaðið fyrirgefi mér birtinguna, þar sem þetta er nú einu sinni birt á Moggablogginu.

--

Harður heimur, en þess virði
Sæunn Ýr hefur verið ballerína frá þriggja ára aldri
Hún er einungis 24 ára, en hefur lagt stund á ballett í 21 ár. Sæunn Ýr Marinósdóttir er atvinnuballettdansari og starfar með Peter Schaufuss-balletti...
 
saeunn_i_mogganum.jpg 
Atvinnuballerína Sæunn Ýr Marinósdóttir starfar með Peter Schaufuss-ballettinum í London. »Það endist enginn lengi í þessu nema hann elski að dansa,« segir hún og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hún var þriggja ára að aldri.
Hún er einungis 24 ára, en hefur lagt stund á ballett í 21 ár. Sæunn Ýr Marinósdóttir er atvinnuballettdansari og starfar með Peter Schaufuss-ballettinum í London, sem þykir afar framsækinn, og ferðast með honum vítt og breitt um Evrópu.
 
»Ég byrjaði í ballett þegar ég var þriggja ára. Mamma segir að ég hafi sagt þegar ég var lítil að mig langaði til að dansa Öskubusku á sviði,« segir Sæunn Ýr. »Ég get ekki svarað því hvers vegna ballett varð fyrir valinu, ég hef dansað svo lengi, dansinn er hluti af lífinu. En það endist enginn lengi í þessu nema hann elski að dansa.« Eftir grunnskóla lá leið Sæunnar í Konunglega ballettskólann í Stokkhólmi og þaðan lauk hún stúdentsprófi. Næst tók ungverska dansakademían við í Búdapest í Ungverjalandi, þar lauk hún BA-prófi í klassískum ballett, fyrst íslenskra dansara. Hún segir aðaltilganginn með Ungverjalandsdvölinni hafa verið að dansa með fremstu dönsurum heims, gráðan hafi verið aukabónus.
 
Þrotlausar æfingar og fórnir
»Bestu ballettskólarnir eru í þessum gömlu kommúnistalöndum. Samkeppnin þarna úti er rosalega hörð og dansheimurinn allt öðruvísi en hér. Það eru mörg hundruð að keppa um sömu stöðurnar.« Eftir Ungverjalandsdvölina starfaði Sæunn um skeið við leikhúsið í Dortmund í Þýskalandi. Árangur hennar þykir einstakur fyrir svo ungan dansara. En hann hefur ekki komið af sjálfu sér, heldur er afrakstur þrotlausra æfinga og mikilla fórna. »Þetta var bara það sem mig langaði til að gera. Maður fórnar eiginlega öllu; ég sé fjölskylduna sjaldan og missti af fermingum beggja bræðra minna. Það er ekkert gaman að vera alltaf einn í útlöndum. En þetta er það sem þessi árangur kostar og ég sé ekkert eftir að hafa valið þetta.« Dagur atvinnuballerínunnar er eins og hver annar vinnudagur. »Ég mæti klukkan hálftíu og hita upp. Þá taka við æfingar og síðan æfum við verkin sem við erum að vinna að. Yfirleitt er vinnudagurinn átta til tíu stunda langur.« Sæunn Ýr segist ekkert geta sagt til um hversu lengi hún verði við störf í Bretlandi, því mikil þróun sé í dansheiminum. »Hver veit?«
 
--
Sæunn Ýr hefur fengist við fleira en danslist undanfarið, því hún leikur ballerínu í sjónvarpsþætti um lögreglufulltrúann knáa Barnaby. Þátturinn var ...
 
Sæunn Ýr hefur fengist við fleira en danslist undanfarið, því hún leikur ballerínu í sjónvarpsþætti um lögreglufulltrúann knáa Barnaby. Þátturinn var tekinn upp í fyrrasumar og hefur verið sýndur í Bretlandi. Hún segir þetta hafa verið skemmtilega lífsreynslu. »Ballettkennari sem ég þekki stakk upp á mér í þetta verkefni. Þátturinn er um Ninu, gamla ballerínu, sem rifjar upp ævi sína og ég dansa hlutverk hennar þegar hún var ung.« Sæunn Ýr segir þetta hafa verið skemmtilega reynslu og segist til í að endurtaka leikinn. »Atriðið var tekið upp í gömlu og fallegu leikhúsi og þetta tók allan daginn, það fór mestur tími í að bíða. En leikstjórinn var mjög ánægður með hvernig til tókst.«
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með dótturina Marínó. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 13:02

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Innilega til hamingju með dótturina! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.1.2012 kl. 01:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Glæsileg stúlka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1679457

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband