24.11.2011 | 17:29
Stórfrétt: Íslandsbanki tapar stofnfjármáli
Hæstiréttur hafði margt fyrir stafni í dag. Stærsta mál réttarins var líklegast staðfesting á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. 118/2011 Íslandsbanki gegn Hermanni Harðarsyni, stofnfjáreiganda í Sparisjóði Norðlendinga. Hæstiréttur fer ekki mörgum orðum um málið, enda er rökstuðningur Ásmundar Helgasonar, héraðsdómara, ákaflega ítarlegur.
Héraðsdómur hafið komist að þeirri niðurstöðu að Glitnir hafi ekki viðhaft heiðarlega viðskiptahætti, þegar hann kynnti fyrir væntanlegum lántökum að eingöngu stofnbréfin sjálf væru höfð til tryggingar lántökunni en síðan hafi verið sett inn ákvæði um persónulega ábyrgð í skuldabréfið. Eða eins og segir í dómnum:
Glitni banka bar samkvæmt þessu m.a. að fylgja almennri reglu 5. gr. laganna sem leggur þá skyldu á fjármálafyrirtæki að starfa í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum, með trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi...Ekki verður séð að Glitnir banki hafi gætt skyldu sinnar samkvæmt þessu ákvæði þannig að stefndi fengi nægilega greinargóðar upplýsingar um þá áhættu sem fólst í að taka lán til kaupa á stofnfjárbréfum sem námu margfaldri stofnfjáreign stefnanda.
Mér sýnist þetta mál vera í meginatriðum alveg eins og mál Saga Capital (eða hvað það nú heitir í dag) gegn stofnfjárkaupendum í Sparisjóði Svarfdælinga og líklegast til fleiri málum. Virðist mér sem allir stofnfjárkaupendur sem fengu tilboð frá fjármálafyrirtækjum um að eingöngu bréfin og arður af þeim væri til tryggingar lánum til kaupa bréfanna séu því lausir allra mála eða eins og segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur (sem Hæstiréttur staðfesti):
Það er óumdeilt að stefndi getur borið fyrir sig að ósanngjarnt sé að byggja á umræddum lánssamningi, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936, þó að krafa samkvæmt samningnum hafi verið framseld frá Glitni banka til stefnanda. Þegar litið er til framangreindra atriða, er lúta að atvikum við samningsgerðina og stöðu aðila, efni lánssamningsins og atvika sem síðar komu til, er það niðurstaða dómsins að ósanngjarnt sé af stefnanda að bera lánssamninginn fyrir sig að því leyti sem hann felur í sér rétt til að leita fullnustu á greiðsluskyldu stefnda í öðru en hinum veðsettu stofnfjárbréfum og arði af þeim. Því er rétt að breyta efni hans þannig að stefnanda sé einungis unnt að leita fullnustu í stofnfjárbréfunum og arði af þeim. Þar sem krafa stefnanda beinist að því að fá aðfararhæfan dóm um skyldu stefnda til greiðslu eftirstöðva lánsins verður hann sýknaður af kröfum stefnanda.
Ég hef fylgst með þessu máli, þar sem ég var fyrir fjórum árum beðinn um að lesa yfir tilboð Saga Capital til stofnfjáreigenda í Sparisjóði Svarfdæla. Mér sýnist það mál vera á allan hátt eins og þetta, þ.e. sent er tilboð þar sem boðin er fjármögnun á stofnfjáraukningu gegn tryggingu í bréfunum sjálfum og arði af þeim. Þessum málflutningi er haldið á lofti allt kynningartímabilið, en síðan er bætt inn í lánasamninginn, sem kemur til undirritunar, ákvæði um persónulegar ábyrgðir. Þetta hátterni hefur Hæstiréttur núna dæmt bera vott um óeðlilega viðskiptahætti!
Þurfa ekki að greiða fyrir stofnfjárbréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Er þetta ekki gríðarlegt fjárhagslegt högg fyrir bankana? Hafa þeir ekki reiknað sér þessi bréf til eignar fram að þessu? Þetta getur varla verið annað en tap. Spurning hversu umfangsmikil þessi ólöglegu bréf voru. Allavega verða afkomu tölur eitthvað rýrair hjá þeim í næsta uppgjöri, eða hvað?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2011 kl. 17:38
Ég held ekki að þetta sé neitt högg á Íslandsbanka. Upphæðirnar eru ekki slíkar og rúmast því vel innan efnahagsreiknings bankans. Saga Capital/fjárfestingabanki er líklegast líka búinn að afskrifa þetta, en fékk svo framlag frá ríkinu (sem líklegast fæst ekki til baka skv. því sem fram hefur komið í fjölmiðlum). Loks er það Landsbankinn vegna útlána Sparisjóðs Keflavíkur og þar lendir tjónið á ríkinu sem hluti af þessum 30 ma.kr. mismunurinn er á verðmati ríkisins og Landsbankans.
Marinó G. Njálsson, 24.11.2011 kl. 17:45
Þetta er allavega sanngjarn dómur að mínu mati og tilviljun að hann komi sama dag og Íslandsbanki kaupir Byr og boðar fjöldauppsagnir um næstu mánaðarmót sem eru mjög slæmar fréttir en þær verða mun fleiri næstu vikur.
Jón Steinar kemur inn á efnahagsreikning bankanna en eins og allir vita eru vogunarsjóðir að leika sér að búa til hagnaðartölur hjá tveimur bönkun til þess eins og geta greitt sér hagnað. Það sem ég hef leitað mikið eftir að frá fram í dagsljósið eru hvað marga tugi milljarða á eftir að afskrifa eingöngu vegna húsnæðisleigufélaga? Það er bara eitt að gera, afskrifa eða þau fara öll í þrot með gríðarlegum afleiðingum.
Tryggvi Þórarinsson, 24.11.2011 kl. 19:36
Glæsilegt – og gleðilegt að fá þessi tíðindi.
Jón Valur Jensson, 25.11.2011 kl. 00:22
Þetta sem þú nefnir þarna síðast " bætt inní samninginn" er eftirtektarvert...
Ég tel mig sjálfan hafa lent í svon tilraun og fékk það staðfest hjá kunningja sem lenti í sömu aðstæðum, þannig að það er mjög furðulegt ef að un einskæra tilviljun eða mistök hafi verið að ræða.
Málið snerist um fjármögnun á atvinnuhúsnæði þar sem
Lýsing bauð svokallaðan kaupleigusamning, þar sem prinsippið er að þú ert átt eignina eftir lánstímann. Í 2 vikur fóru fram og aftur tölvupóstar um kjör, vexti og tækniatriði (myntkörfulán) Svo var ákveðið að ganga að skilmálum og stormað niður á skrifstofu Lýsingar til undirritunar. Þegar farið var yfir pappírana tók ég eftir að hvergi stóð um hvaða lánsform væri að ræða en þá benti fulltrúi Lýsingar á að það stæði í horni blaðsins, sem var rétt en það var með mjög óskýru einhversskonar vatnsmerki.
Eftir að hafa rekið augun í þetta loksins sá ég að það stóð Fjármögnunarleigusamningur en ekki Kaupleigusamningur á pappírnum. Mismunirinn er algjör þar sem þú átt húsnæðið eftir kaupleigu en ekkert eftir fjármögnuarleigu. Eftir ábendingar leiðrétti Lýsing þetta og inn kon nýr samningur þar sem "Kaupleiga" var prentað á blaðið. Síðan ekki söguna meir fyrr en kunningi lenti í sama leikritinu hjá sama fólki, þá rann mér upp að þessi lánafyrirtæki hafa í raun ekkert verið annað en skipulagðar glæpastofnanir og án efa stór hluti samninga á gráu svæði.
Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.