24.11.2011 | 08:53
Vandamál sem vitað hefur verið af í rúm 2 ár
Í umræðu um Icesave sumarið 2009 bentum við Haraldur Líndal Haraldsson á þetta vandamál, sem fjallað er um í frétt mbl.is, og hef ég reglulega haldið því á lofti. Það er gott að menn séu loksins að fatta það. Þessi vandi eykst enn frekar, þegar nýju bankarnir greiða þeim gömlu 76 ma.kr. hagnað af betri innheimtu lána, en sú tala getur endað í 320 ma.kr. Af þeirri ástæðu einni er hagstæðast fyrir endurreisn hagkerfisins, að nýju bankarnir reyni ekki að innheimta neitt umfram lágmarksmat Deloitte á lánasöfnunum.
Þó svo að nýju bankarnir ættu gjaldeyri upp á einhverja tugi milljarða, þá hefði greiðsla hans til gömlu bankanna alltaf neikvæð áhrif á gengi krónunnar. Ástæðan er einföld. Meðan gjaldeyrinn er notaður í greiðslu til gömlu bankanna, þá er hann ekki notaður í uppbyggingu innanlands.
Ég sé enga ástæðu til þess að aðrar reglur gildi um þrotabú gömlu bankanna/kröfuhafa þeirra og aðra sem eiga krónur fastar í landinu. Einar reglur verða að gilda fyrir alla.
Aflétting gjaldeyrishafta í bráð útilokuð með verðtryggingu
Eins og það væri gott að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst, þá er það útilokað meðan verðtrygging íbúðalána er við líði í óbreyttri mynd. Besta leiðin er setja þak á árlegar verðbætur fyrir árið 2012 til að byrja með og opna síðan fyrir útflæði gjaldeyris í mjög takmarkaðan tíma. Þannig mætti til dæmis opna upp á gátt í 2 vikur í febrúar og hleypa öllum gjaldeyri út sem vildi fara. Gengið myndi örugglega falla um tugi prósenta, en ætti að jafna sig að einhverju leiti aftur innan nokkurra vikna. Sama árangri mætti ná með því að opna fyrir útflæðið á föstu gengi með 30, 50 eða þess vegna 80% álagi á gjaldeyriskaup, þ.e. búa til sýndargengi eða hliðargengi. Mikilvægast er að þetta ástand vari bara í mjög stuttan tíma og þeir sem ekki nýttu sér það væru jafnframt að skuldbinda sig til lengri tíma.
Ekkert liggur fyrir um krónur kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Snjóhengjur | Breytt 6.12.2013 kl. 01:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fjármagnseigendum allt ... það var stefna einkavina-stjórnarinnar.
Fjármagnseigendum allt ... það var stefna slita-Hrun-stjórnarinnar.
Fjármagnseigendum allt ... það er stefna skila-Hrun-stjórnarinnar.
Í 30 mánuði segirðu Marinó, að þú hafir bent á þetta og bent á hitt og þetta og það réttilega og það höfum við mörg gert á ýmsa vegu ... en með litlum árangri. Það er hin grátlega staðreynd, að sama hvað menn mæla viturlega, sem þú jafnan, þá hefur það lítinn slagkraft, því miður.
B+D einkavina-helmingaskipta-stjórnin, D+S slita Hrun-stjórnin og S+V skila-Hrun-stjórnin sýna það ótvírætt, að hér breytist ekkert til hagsbóta fyrir okkur hina óbreyttu borgara, okkur hinn niðurnídda og hædda og spottaða sauðsvarta almenning, nema við myndum öfluga breiðfylkingu heiðarlegra og réttsýnna manna og kvenna til að höggva skarð í skjaldborg samansúrraðs og samtryggðs 4-flokksins.
Í forustusveit slíkrar breiðfylkingar, nýs og öflugs stjórnmálaafls, átt þú heima Marinó. Þras og tittlingaskítur um smámál má ekki sundra okkur, heldur eru hin brýnu úrlausnarmál skuldavanda heimila og atvinnuuppbygging með áherslu á blómgun smáfyrirtækja það sem ber að sameinast um.
Niður með ægivald subbu-banka og skítuga aðkomu þeirra að uppreistum stórfyritækjum, sem standa yfir höfuðsvörðum okkar og eru hér allt lifandi að drepa ... enn og aftur. Viljum við það, eða hvað? Auðvitað viljum við það ekki og því ber að stofna breiðfylkingu gegn því. Stjórnmálaafl, sem dugar, öllum almenningi til hagsbóta og alvöru blómlegrar uppbyggingar!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.