Leita í fréttum mbl.is

Skuldakynslóðin og áhrifin á hagvöxt framtíðarinnar

Á viðskiptavef visir.is er myndband um skuldakynslóðina, þar sem David Malone, einn þekktasti heimildarmyndagerðarmaður breska ríkisútvarpsins BBC, heldur því fram að heil kynslóð væri skuldum vafin eftir glórulausar ákvarðanir bankamanna. Hér á landi erum við að upplifa þetta.

Í gærkvöldi var fundur hjá Samtökum lánþega og eins á fyrri fundum samtakanna, þá kemur sífellt betur í ljós hve breiður hópur aldurslega það er, sem er í vanda.  Tölur úr lífskjararannsókn Hagstofunnar staðfesta þetta einnig.

Það sem veldur mér mestum áhyggjum er ekki endilega hve margir eru skuldum vafnir, heldur hvaða hópur stendur verst.  Þekkt er að um 20% þjóðarinnar er vel skuldsettur.  Þannig hefur það verið frá því að ég fór fyrst að fylgjast með slíkum tölum og greining Seðlabanka Íslands á þessu hefur sýnt að á árunum fyrir hrun, í mesta góðærinu, þá voru 20% heimila verulega skuldsett.  Nei, áhyggjur mínar lúta frekar að því að hópurinn sem venjulega stendur að baki nýsköpun og uppbyggingu, er í vanda.

Ég er að tala um fólk undir 40 ára og þá helst frá 30 - 39 ára.  Þetta er sá hópur sem er búinn með sitt nám á háskólastigi, hefur byrjað að vinna í almennri launavinnu, en hefur alla jafna verið tilbúinn að taka næsta skrefið.  Hópurinn með ferskustu hugmyndirnar en nógu mikla reynslu til að vita að ekki gengur hvað sem er.  Hópurinn sem er nógu ungur til að vilja taka stökkið vitandi um áhættuna sem því fylgir, en nógu efnaður til að þola högg sem mögulega kæmi.  Hópurinn sem bankarnir hafa treyst vegna þess að hann hefur átt eignir til að veðsetja og framtíðartekjur til að greiða niður lánin.  Samkvæmt tölum Hagstofunnar á 60% af þessum hópi í vanda, þ.e. á í erfiðleikum með að ná endum saman.

Ef hópurinn, sem á að vera helsta uppspretta vaxtar í þjóðfélaginu, er geldur fjárhagslega, þá mun hann ekki geta sinnt þessi hlutverki sínu.  Margir munu fara leið gjaldþrots sem mér sýnist vera bara ágætlega skynsamt val, meðan aðrir fara út úr landi og freista gæfunnar handan við hafið.  Vissulega verður sá hópur, sem sér tækifæri í kreppunni eða sér sig knúinn til sjálfshjálpar, en þau áform verða að öllum líkindum mun smærri í sniðum en hjá þeim sem fetað hafa sömu slóð undanfarna áratugi.

Vel getur verið, að versta kreppan verði yfirstaðinn eftir 3 - 5 ár, jafnvel fyrr.  Áhrifa hennar mun gæta mun lengur, ef ekki verður gengið lengra í endurskipulagningu og leiðréttingu skulda heimilanna. 

Ég hvatti til þess strax í lok september 2008 að farið yrði í róttækar aðgerðir til að létta undir greiðslubyrði heimilanna.  Síðan höfum við farið í gegn um tímabil smáskammtalækninga og tekist þannig að "bjarga" hluta þeirra sem verst stóðu og létta undir með mörgum.  Gríðarlega stórir hópar eru ennþá í vanda.  Samkvæmt tölum Hagstofunnar á ríflega helmingur heimila, 51,5%, í erfiðleikum með að ná endum saman.  Þessi tala stóð í 36,8%árið 2005.  Sé eingöngu litið til barnafólks, þá hefur tala farið úr 39,4% í 60,1% á þessum 6 árum.  Þetta er ríflega 50% aukning.  (Breytingin er enn meiri, ef 2007 er notað sem viðmiðunarár.)

Tími smáskammtalækninga er liðin.  Stjórnvöld verða að ganga fram fyrir skjöldu og knýja fjármagnseigendur og lándrottna að samningaborðinu.  Þessir aðilar græða ekkert á því að halda kröfum sínum til streitu.  Hagsmunasamtök heimilanna lögðu það til í fyrra að lífeyrissjóðirnir gæfu eftir hluta af kröfum sínum á Íbúðalánasjóð og skerðingin sem kæmi á áunnin lífeyrisréttindi væri dreift á sjóðfélaga þannig að þeir sem ættu lengstan starfsaldur framundan tækju á sig mesta skerðingu meðan þeir sem hafa hafið töku lífeyris fengju enga skerðingu á sig.  Hagnaður bankakerfisins sýnir að þar er borð fyrir báru.

Í mínum huga er þetta sáraeinfalt og hefur alltaf verið það.  Annað hvort verður farið í þessar aðgerðir með heimilunum og þau studd til uppbyggingar eða fjármálafyrirtækin halda sínu til streitu og þurfa að afskrifa þessar skuldir síðar.  Fyrri kosturinn leiðir til þess að við vinnum okkur vonandi hratt og vel út úr kreppunni, en sú síðari dregur hana á langinn.  Eins og ég sagði í færslu haustið 2009:  Leiðréttingar strax eða afskriftir síðar.  Menn nýttu ekki tækifærið þá og því sitjum við nánast í sömu sporum, ef við höfum ekki færst nokkur skref aftur á bak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvar værum við millistéttaularnir ef erlend lán hafi ekki verið dæmt ólögmæt?

Haraldur Haraldsson, 22.11.2011 kl. 11:57

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Við værum á fullu að lögsækja fjármálafyrirtækin eða búnir að lýsa okkur gjaldþrota.  Pældu í því, Halli, ef 30.000 lántakar gengistryggðra lána hefðu látið úrskurða sig gjaldþrota og síðan flutt úr landi.  Þá væri nú bankakerfið fyrst á brauðfótum.

Marinó G. Njálsson, 22.11.2011 kl. 12:24

3 identicon

Ég tek heilshugar undir þennan góða pistil þinn Marinó.  Elja þín og dugnaður við að upplýsa okkur hin, sem erum ekki alveg jafn talnafróð og þú, er okkur ómetandi mikils virði. 

Hér verður að fara fram skuldaleiðrétting í stíl þess sem HH hafa lagt til, því það óréttlæti - ekki síst milli kynslóða - sem ríkir hér og hefur ríkt undanfarin ár og áratugi vegna verðtryggingar lána heimilanna er ólíðandi og hreint út sagt lífshættulegt fyrir framtíð þessarar þjóðar okkar.  Græðgi Frankenstein kynslóðarinnar - og sér í lagi hin ríkisverðtryggða til lífeyrisins - er orðin jafn vitfirrt og Krónusar sem vildi borða börnin sín.   

Í síðasta pistli þínum skrifaðir þú réttilega um hallelúja samkundu með engin tengsl við raunveruleikann.  Í mínum huga er vandinn hins vegar sá, að allur 4-flokkurinn er ein samansúrruð hallelúja samkunda, sem endalaust ber sér á brjóst eins og farísear og tollheimtumenn, meðan almúginn er og hefur verið rændur miskunnarlaust undangengin ár og áratugi.

Þar hefur valdakerfi 4-flokksins í formi löggjafar-, fjármála-, framkvæmda-, dómsmála-, trúmála-, menntunarmála-, menningarmála- og fjölmiðlunarvalds allt staðið samansúrrað í blindum hroka skinhelgi sinnar - fyrir HRUN og eftir HRUN í einni sápu-froðu-sátt yfirbyggðar með valdakerfi atvinnulífsins í samtökum fursta og greifa í heilagri sambúð með forustu ASÍ. 

Þetta er staðan Marinó, sem þú veist örugglega jafnvel og ég.  Við stöndum á krossgötum.  Que Vadis?

Því spyr ég þig, líkt og í athugasemd við síðasta pistil þinn:

Er ekki kominn tími til að rjúfa skarð í samansúrraða skjaldborg alls 4-flokksins?  Með stofnun öflugrar breiðfylkingar heiðarlegra manna og kvenna?  Öðru vísi gerist fátt, nema hjaðningarvíg og skærur, engum til hagsbóta, nema 4-flokka skinhelginni. 

Ég er þess fullviss að mjög margir myndu treysta þér og vilja sjá þig í forustusveit slíkrar breiðfylkingar til baráttu fyrir hagsmuni heimila og smáfyrirtækja og til hagsbóta fyrir allan hinn óbreytta almenning þessa lands.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 15:09

4 identicon

    Mer finnst thu vera bjartsyn ad vid seum komnir kannski utur thessu eftir 5 ar. Astandid er ekki osvipad og i Japan i lok sidustu aldar. Storu munurinn liggur i mun hærra  vaxtastigi og vixitolubundu lanunum , sem allt annad ætti ad vera erfidara komast utur thessu eitrada astandi ...i raun einsasta sem folk getr gert er hreinlega ad flyja landid ....

Helgi (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 19:15

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Helgi, ég segi að versta kreppan verið yfirstaðinn eftir 3 - 5 ár.  Ég er einmitt að tala um það í færslunni að afleiðingarnar eigi eftir að vara lengur vegna höggsins sem kom á þá sem venjulega fara fyrir vextinum.

Marinó G. Njálsson, 22.11.2011 kl. 19:44

6 identicon

   Las hratt yfir greinina, en vil koma thokkum a framfæri fyrir malefnalega barattu um framtid landsins og serstaklega ung folks, sem var fyrir thvi olani ad fjarfesta i sinni fyrsu eign i einhverru verstu eignabola a Islandi , med banneitrudum lanum.

Helgi (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 22:06

7 identicon

Alltaf jafn góður Marinó og ótrúlegt hvað þú hefur sýnt þessum málaflokki mikkla þolinmæði í þínum bloggfærslum. Tek heilshugar undir það sem Pétur Örn segir og hef áður skorað á þig að stíga fram og koma með framboð til höfuð þessum fj... fjórflokkum. Þú færð mitt atkvæði og miklu fleiri sem ég veit um að myndu greiða þina götu.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband