17.11.2011 | 22:51
Stundum ratast manni allt of vel á - Endurbirtar glefsur úr gömlu bloggi
Ég var að fletta í gegn um gömul blogg og rakst á færslu frá 10. nóvember í fyrra, þar sem ég fjalla um frétt RÚV um skýrslu "sérfræingahópsins" svo kallaða. Færslan heitir Rangur fréttaflutningur RÚV - Ruglar saman skuldastöðu og greiðsluvanda. Ótrúlegt er hvað margt er enn við það sama.
Bútar úr færslunni
Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna nýtast yfir 20.000 heimilum í skuldavanda, en bæta stöðu um 1.500 heimilum í alvarlegum greiðsluvanda. Á þessu er mikill munur. Aðeins ein önnur tillaga nýtist jafn mörgum heimilum í skuldavanda, þ.e. tillaga um að lækka skuldir að 100% af fasteignamati eigna, og aðeins tvær nýtast fleirum í alvarlegum greiðsluvanda, þ.e. sértæk skuldaaðlögun sem þegar er boðið upp á og lækkun vaxta í 3%, en hún er jafnframt dýrasta tillagan sem metin var.
Því er einnig haldið fram að sértæk skuldaaðlögun muni nýtast best, en sértæk skuldaaðlögun er ekkert annað en eignaupptaka. Hún gengur út á að fólk losi sig við eignir til að eiga fyrir stökkbreyttum skuldum. Ekki á leiðrétta neitt fyrr en búið er að hafa af fólki flestar eignir á niðursettu verði. Viljum við virkilega svipta tug þúsundir manna afrakstri ævistarfs síns? Ef svo er, þá vitum við jafnframt að landflótti mun stóraukast og kreppan mun dýpka. Verði þeim að góðu sem vilja þetta réttlæti... engin ein leið bætti[r] stöðu allra. Samkvæmt gögnum sem nefndin vann með eiga nokkur þúsund heimil ekki fyrir lágmarksneyslu samkvæmt neysluviðmiðum. Einhverjir í þessum hópi eru neyslugrennri en viðmiðin segja til um og er það bara mjög gott, en aðrir eru upp á matargjafir eða náð og miskunn annarra komnir. Á bilinu 10.700 til 17.700 fjölskyldur eiga ekki fyrir reiknuðum afborgunum fasteignalána, hvað þá afborgunum annarra skulda. (Lægri talan miðast við lægra neysluviðmið.) Þær tillögur sem skoðaðar voru munu áfram skilja stærstan hluta þessa hóps eftir á köldum klaka. Hans bíður lítið annað en gjaldþrot og röðin eftir matargjöfum.
Stjórnvöld verða að vakna til lífsins um alvarlegan vanda margra heimila. Hvert er það þjóðfélag sem við ætlum að bjóða börnunum okkar?
Glefsur úr athugasemdum
Yfirskuldsetning er ekki vandamál nema annað af tvennu komi til:
1. Fólk hafi ekki efni á að greiða af lánum sínum og þá er það greiðsluvandi ekki skuldavandi.
2. Fólk sé að selja eign sína, en getur það ekki vegna yfirskuldsetningar og þá er það skuldavandi.
Í reynd eru því mjög fáir í skuldavanda, en þess stærri hópur í greiðsluvanda. Auk þess er mjög margt fólk sem er með yfirveðsetningu í yfirvofandi greiðsluvanda, það hefur dregið mjög mikið úr útgjöldum sínum eða gengið á sparnað. Loks er allstór hópur fólks sem á bara ágætlega auðvelt með að greiða af öllum sínum lánum án tillits til skuldsetningar.
Mín skoðun er að grípa þarf til aðgerða til að bjarga fyrstu tveimur hópunum með verulegri leiðréttingu lána, þeir sem eru í yfirvofandi greiðsluvanda þurfa hógværa leiðréttingu í dúr við tillögur HH, en síðasti hópurinn verður líklegast að sitja uppi með sína stöðu án leiðréttingar. Málið er að bankarnir vilja bæta stöðu allar sem eru með yfirveðsetningu án tillits til efnahags.
Við verðum að skilja að meðan heimilin eru í þessar spennutreyju mun hærri greiðslubyrði en þau ráða með góðu móti við, þá verður enginn bati í hagkerfinu. Tjón lánveitenda mun ekkert gera annað en að aukast. Það hlýtur að vera betra fyrir fjármálafyrirtæki að lántaki greiði sem nemur 60% af greiðslu, en að hann greiði ekki neitt. Markmið allra aðgerða á að vera að færa sem mest af lánum úr því að vera óvirk (þ.e. ekki er verið að greiða af þeim) yfir í að vera virk. Annað markmið þessu skylt í flestum tilfellum er að heimilin í landinu eiga að geta séð sér farborða. Ef við klikkum á þessum tveimur markmiðum, þá er leikurinn tapaður.--
Við erum ekki ósammála, bara köllum hlutina mismunandi nöfnum. Það sem ég er að segja, er að yfirskuldsetning (sem þú kallar skuldavanda) er ekki skuldavandi nema greiðsluvandi fylgi. Þetta er því fyrst og fremst greiðsluvandi. Eða ert þú að segja, að ef fasteignamat hækkaði um 30%, þá hætti fólki að vera í vanda? Sá sem er í greiðsluvanda er það án tillits til skuldsetningar. Mér sýnist sem fólkið í kringum þig sé einmitt í greiðsluvanda eða yfirvofandi greiðsluvanda vegna tekna sinna.
Flokkur: Skuldamál heimilanna | Breytt 6.12.2013 kl. 01:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já, það hefur margt gott komið frá þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2011 kl. 19:18
Það er einfaldlega ekki rétt að sértæk skuldaaðlögun sé "eignaupptaka". Kannski er fólki sem á tvær fasteignir sagt að selja aðra, eða þeim sem eiga 400 m2 einbýlishús og eru ekki með greiðslugetu gert að minnka við sig, en fyrir allt venjulegt fólk er skuldaaðlögunin allt annað en eignaupptaka.
Hvernig stendur á því að Hagsmunasamtökum heimilanna er svo umhugað um að tala sértæka skuldaaðlögun niður? Er það til þess að geta haldið því fram að allt annað en flata niðurfærslan sem þið viljið sé ómögulegt? Eða er það vegna þess að þessi leið hentar ekki stóreignamönnum eins og sumum ykkar sem hafið verið í forsvari fyrir samtökin?
Ég hef sjálf farið í gegnum sértæka skuldaaðlögun og þekki fleiri sem það hafa gert, enda ráðlegg ég öllum í greiðsluvanda að skoða þessa leið. Ég þurfti ekki að selja neitt, enda átti ég bara hóflega íbúð og bíl eins og flest venjulegt launafólk. Húsnæðislánið mitt var afskrifað niður í 100% og allar aðrar skuldir en bílalán voru afskrifaðar að fullu.
Að hvaða leyti er þetta "eignaupptaka"?
Anna (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 22:08
Mikið er ég feginn, Anna, að einhverjum nýttist hún vel. Þú ert fyrsta manneskjan sem ég veit af sem hefur þessa sögu að segja.
Í mínum huga er það eignaupptaka, ef bankinn heldur þeim gróða sem hlaust af þeim óstöðugleika sem hann skapaði umfram það sem búast mátti við út af almennt lélegri hagstjórn.
Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.