27.9.2011 | 21:28
Var einhver sem vissi þetta ekki?
Ég hélt að fjármálakreppan sem núna er að ganga yfir, hefði fyrir löngu leitt í ljós að ríkisstjórnir ráða ekki á meðan þær eru sífellt að gefa eftir. Sá sem lætur sífellt undan er undir stjórn þess sem knýr á undanhaldið. Goldman Sachs er öflugasti banki í heimi og hann hefur átt fleiri ráðherra í ríkisstjórnum Bandaríkjanna en mér liggur við að segja Demókrataflokkurinn. Sterkasta blandan er að vera úr Ivy league skóla, þ.e. háskólum kenndum við Brown, Cornell, Columbia, Harvard, Princeton og Yale, og hafa unnið hjá Goldman Sachs. (Þó svo að Ivy league sé að forminu til íþróttasamstarf, þá hefur hugtakið náð langt út fyrir það.)
Þegar menn hafa krufið fall Bears Stern (BS) og Lehman Brothers (LB), þá hefur komið í ljós, að núverandi og fyrrum yfirmenn Goldman Sachs (GS) komu þar talsvert við sögu. Liggur við að hefnd og samkeppnisofsi þessara manna hafi haft meira að segja um niðurstöðuna en nokkuð annað. Hank Paulson, þáverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi GS stjórnandi, var þar fremstur í flokki. Sagt er að allar ákvarðanir hans á þessum örlagatíma hafi byggst á svarinu við spurningunni: Hvað þýðir það fyrir GS? Ráðamenn um allan heim voru orðnir agndofa yfir þessu og hristu víst bara hausinn. Í viðtölum síðar hafa fyrrverandi fjármálaráðherrar í þremur löndum lýst því yfir að þeir hafi efast um vilja Hank Paulson til að koma í veg fyrir hrun BS og LB vegna þess að það hentaði GS betur að hinir færu undir græna torfu. Á hinn bóginn gat AIG tryggingafélagið ekki farið í gjaldþrot, vegna þess að þar átti GS of mikið undir og þannig var það um önnur fyrirtæki sem fengu fyrirgreiðslu eða björgun. Ef það þýddi fjárhagslegt tjón fyrir GS, þá var peningum dælt í fyrirtækin til að bjarga þeim, en annars var þeim leyft og meira að segja ýtt undir það að þau féllu.
Valdi ummæli Alessio Rastani uppnámi, þá er það bara vegna þess að menn hafa lifað í afneitun. Fjármálafyrirtækin ráða og þannig verður það, þar til ríkisstjórnir um allan heim stoppa þau af. Þær ríkisstjórnir sem hafa reynt það, hafa fengið á baukinn eins og Perkins (Economic Hit-man) lýsti því svo vel í Silfri Egils á sínum tíma. Meira að segja stórþjóð á borð við Bretland fékk á baukinn, þegar Bretar ögruðu "markaðnum".
Hér á landi hafi Samtök atvinnulífsins hrósað sér af því að hafa komið 90% breytingatillagna sinna í gegn um þingið. Ég reikna með að skorið hjá Samtökum fjármálafyrirtækja sé jafnvel hærra og þegar það tekst ekki, eins varðandi lög um vexti og verðtryggingu árið 2001, þá hunsa menn bara lögin og enginn segir eitt eða neitt fyrr en áhugasamtök um hagsmuni heimilanna neita að láta troða sér í mótið sem fjármálafyrirtækin hönnuðu.
Ein öflugustu samtök í heimi er Alþjóðagreiðslubankinn (Bank of Internation Settlement, BIS) í Sviss. Þar situr bankafólk og ræður ráðum sínum. Ekki stjórnmálamenn, heldur bankafólk. Það sem er ákveðið hjá BIS verður að alheimslögum áður en langt um líður. Ekkert er samþykkt hjá BIS nema stærstu bankar heims hafi fallist á hugmyndina. (Hægt er að sjá allar umsagnir um tillögur og lesa hvað m.a. GS segir í hverju máli.) Haldi menn að stjórnmálamenn ráði nokkru um reglur fjármálakerfisins, þá er það mikil misskilningur. Þeir hlýða BIS og BIS hlýðir bönkunum. Maður þarf ekki annað en að skoða Basel II reglur BIS til að sjá það. Í þeim opnar BIS fyrir bóluhagkerfið. Bankarnir voru búnir að kvarta yfir því að þeir væru of bundnir í útlánum og BIS opnaði dyrnar upp á gátt. Þegar menn í framtíðinni fara að skoða ástæðuna fyrir fjármálahruninu á árunum 2007 til 2015 (ég segi bara svona), þá eiga menn eftir að beina spjótum sínum að BIS. Í dag þorir enginn að gera það (nema ég).
Miðlari veldur uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1681233
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er mjög athyglisverð stofnun. Hún er einskonar sjálfstætt ríki eins og vatíkanið er í Róm. Það þýðir að yfirvöld í Sviss geta t.d. ekki framið húsleit eða annað slíkt. Mjög merkilegt líka hvernig Hitler var undir þessari stofnun komin með fjármagn á sínum tíma. En þangað fór gullið sem hann gerði upptækt í herteknu löndunum og frá Gyðingum. En í staðin var honum útveguð lán frá t.a.m. Morgan Chase og Barklays o.s.f.v til að geta haldið stríðsrekstrinum áfram. Þetta er opinbert leyndarmál og Norðmenn lögðu fram bókun hjá sameinuðu þjóðunum í stríðslok um að uppræta ætti þessa stofnun og rétta yfir stjórnendum hennar fyrir stríðsglæpi. Bókunin var samþykkt en var aldrei framkvæmd og síðar dregin til baka. Það er hægt að lesa eitthvað um þetta á wikipediu.
Högni Brekason (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 23:01
Gott að þú þorir, Marinó, og takk fyrir að vera ekki aumingi og mús í holu. Merkilegt að lesa pistilinn en kemur ekki á óvart. Já, eins óþolandi og það er hafa bankar og fjármálafyrirtæki auma stjórnmálamenn í vasanum og þar með lífsafkomu heilu landanna. Og á Íslandi þar sem Jóhönnuflokkurinn er með Stockholms Syndrome og hluti VG þorir ekki að mjálma gegn þeim sýkta, ráða bankar og fjármálafyrirtæki enn öllu og fá að brjóta lög og níðast á almenningi. Forystumaður Samtaka banka og fjármálafyrirtækja fær að brjóta lög og ljúga og svívirða menn og heldur samt blákaldur sinni stöðu. Og SA forystan er forhert og heimtar/heimtaði kúgunarsamning yfir þjóðina. Og svo hið svokallaða Viðskiptaráð. Við búum í bankalandi, enda sést það á fáránlegum fjölda og stærð banka og fjármálafyrirtækja fyrir nokkra menn.
Elle_, 27.9.2011 kl. 23:02
Fín grein og fróðleg. Nú er næsta skref að kasta varðhundum bankakerfisins út af Alþingi og ráðast síðan að meinsemdinni sjálfri fjármálastofunum.
Sigurður Sigurðsson, 28.9.2011 kl. 00:17
Það er athyglisvert að frá BIS var starfsmaður færður inn í Seðlabanka Íslands. Fróðlegt væri að skoða embættisfærslur þær sem (S)Már hefur framkvæmt í ljósi stefnu BIS..
Haraldur Baldursson, 28.9.2011 kl. 08:01
Goldman Sachs rules the world :
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=aC19fEqR5bA
Haraldur Baldursson, 28.9.2011 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.