Sem fagmaður á sviði áhættustjórnunar, þá hef ég sérstakan áhuga á áhrifum jarðskjálftans í Japan á umhverfið. Segja má að hörmungarnar sem skollið hafa á Japönum séu margar og ólíkar. Fyrst var það náttúrulega stóri skjálftinn. Hann er núna metinn á 9,0 á Richterskala, en í upphafi var hann metinn 7,9. Skjálftinn reið yfir kl. 14:46 á staðartíma föstudaginn 11. mars. En hann var ekki upphaf hamfaranna.
Hamfarirnar hófust raunar með skjálfta upp á 7,2 á Richterskala kl. 11:45 miðvikudaginn 9. mars. Sá skjálfti var nánasta á sama staða og stóri skjálftinn tveimur dögum síðar. Munar aðeins 0,42 lengdargráðum og 0,19 breiddargráðum á þessum tveimur skjálftum eða vel innan við 50 km. Eftir fyrri stóra skjálftann fylgdu síðan fjölmargir skjálftar á bilinu 4,6 til 6,3 áður en sá risastóri kom þann 11. mars.
Svo furðulegt sem það kann að hljóma, þá bendir fátt til þess að tjón af völdum 9,0 skjálfta hafi verið svo mikið, a.m.k. á yfirborðinu. Vissulega hafa birst myndir af vegaskemmdum og sprungumyndunum, en til algjörar undantekningar heyrir að sjá myndir af húsum sem hrundu. Þetta er mjög merkilegt í ljósi þess að í skjálftanum við Kobe, sem var umtalsvert veikari en þessi skjálfti, þá varð mjög mikið tjón á byggingum og mannvirkjum. Raunar svo mikið, að talið er að efnahagshrunið í Japan megi að miklu leiti rekja til tjónsins sem þá varð. Ástæðan fyrir því að svo fáar byggingar skemmdust í jarðskjálftanum sjálfum má rekja til aðgerða sem gripið var til í kjölfar skjálftans og þess hve timburhús eru algeng í Japan. Það er staðreynd að þau eiga mun auðveldara með að standa af sér stóra jarðskjálfta.
Tjónið varð í næstu bylgju og hún var stór. Flóðbylgjan sem skall á land aðeins 5 - 10 mínútum eftir að skjálftinn reið yfir eirðu engu á vegi sínum. Þetta er svipað og í Indónesíu 2004. Aftur gerðist það, að steinsteypt mannvirki stóðu af sér vatnsflauminn, en timburhús sópuðust í burtu. Húsin sem hönnuð voru til að standa af sér stóra jarðskjálfta máttu sín lítils gegn hafinu þegar það ruddist innlands. Á nokkrum stöðu höfðu bæir byggt allt að 10 metra háa sjóvarnargarða til varnar byggðinni fyrir innan. Garðarnir standa heilir, en vatnflaumurinn var einfaldlega svo mikill að hann gusaðist yfir garðana og byggðina fyrir innan. Þeir reyndust því falskt fyrirheit um öryggi.
Þriðja tjónið varð í eldunum sem kviknuðu í molnuðum timburhúsum. Líklegt er að þó fólk hafi lifað af flóðbylgjuna, þá hafi það orðið eldunum að bráð. Menn hafa ekki viljað ræða þetta mikið, en þó má sjá einstaka færslum um þetta inn á milli frétta.
Fjórða áfallið er síðan kjarnorkuslysið í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu. Þar brugðust varnarkerfin eitt af öðru, enda var þeim ekki ætlað að standast bæði jarðskjálfta upp á 9,0 og flóðbylgju. Hugsanlega gæti slysið í Fukushima bæði orðið það erfiðasta að eiga við og sem varir lengst. Annars er áhugavert að fylgjast með fréttum um geislavirkni á svæðinu. Sýndar eru mælingar með klukkutímagildum og þær bornar saman við "náttúrulega" geislun sem fólk verður fyrir á hverju ár. Þar sem klukkutímagildin eru eitthvað undir ársgildunum, þá eru menn á fullu við að telja fólki trú um að allt sé í lagi. Séu klukkutímagildin aftur margfölduð með 24 og svo með fjölda daga, þá kemur í ljós að hættan er meiri en af er látið.
Fimmta áfallið er síðan veðrið, en hitastig er rétt í kringum frostmark á norðanverðu hamfarasvæðinu og snjór yfir öllu. Samkvæmt fréttum á fólk í miklum erfiðleikum með að halda á sér hita og óttast menn að mannfall verði vegna þessa.
Sjötta áfallið er skortur á nauðsynjum. Neyðarstöðin í Sandei segir að allt vanti á svæðið. Vegir eru illfærir og þó þeir væru greiðfærir, þá er ekki til eldsneyti á farartæki. Þar eiga menn ekki einu sinni mat handa hjálparstarfsmönnum hvað þá fleiri hundruð þúsund flóttamönnum sem hafast við í neyðarathvörfum á svæðinu. Af sömu ástæðu er ekki hægt að flytja sjúka, veika og gamalt fólk út af svæðinu. Því miður er hætta á því, að fólk eigi hreinlega eftir að látast úr vosbúð eða skorts á lyfjum og nauðsynlegri læknishjálp. Ég trúi því ekki að fólk verði hungurmorða þarna, en meðan ekki berst nægur matur inn á svæðið, þá aukast líkur á slíku.
Sjöunda áfallið er líklegast það sem fer minnst fyrir og í samhengi við önnur vart hægt að telja með. Það er eldgosið sem hófst í suðurhluta Japans á sunnudaginn. Auk hræringa þar, þá hefur víst mælst aukin virkni í kringum Fuji fjall.
Áhrifin á jarðskorpuna
Óhætt er að segja að jarðskjálftinn á föstudag hafi haft gríðarleg áhrif á jarðskorpuna. Vísindamenn komust fljótlega að þeirri niðurstöðu að öxull jarðar hafi færst um 10 cm. Það er meiri tilflutningur en í stóra skjálftanum í Indlandshafi 2004. Annað sem komið hefur í ljós að Honshu eyja, meginland Japans, hafi færst til um 2,4 m við skjálftann og jarðskorpuflekarnir hafi færst um 18 metra á svæði sem er minnst 400 km langt og 160 km breitt. Nú er það svo að jarðskorpan er bæði teygjanleg og aðlögunarhæfni hennar er mikil, en það kallar allt á breytingar á yfirborði hennar. Sprungur myndast eða hreinlega bara "teygist" á landinu. Þannig þurftu bændur í Mývatnssveit/Gjástykki að bæta heilum 8 metrum inn í girðingu eftir náttúruhamfarirnar á 9. áratugnum, þar sem gliðnun hafði orðið á landinu. 8 metrar er nokkuð drjúgur spotti svo ekki sé meira sagt.
Kóreuskagi mun hafa færst í austur um 5 cm við skjálftann meðan Honshu eyja færðist um 2,4 m. Ekki fylgir sögunni í hvaða átt Honshu eyja færðist, en svæðin tvö eru á aðskildum jarðskorpuflekum. Hvorki 2,4 m né 18 m eru stórar tölur þegar horft er til jarðarinnar í heild. Þetta hlýtur þó að vekja upp spurningar um hvort meiri hreyfinga sé að vænta.
Þó jarðfræðingar hafi keppst við að hafna kenningum að jarðskjálfti á einum stað leiði af sér jarðskjálfta annars staðar, þá er ekki þar með sagt að einhver keðjuverkun sé í gangi. Aðeins eru rúm 6 ár frá síðasta ofurskjálfta og ekki er hægt að segja að tímabilið á milli hafi verið rólegt. Tölfræðilega séð, þá getur það staðist að tveir "hundrað ára skjálftar" eigi sér stað með 6 ára millibili. Annar í lok tímabils og hinn í upphafi annars tímabils. Verði einn í viðbót á næstu 10 árum, þá getur það samt verið eðlilegt út frá tölfræðinni. Staðreyndin er samt sú að flekarnir eru á eilífri hreyfingu. Jarðskjálfti á einum hluta flekamóta losar spennu í kringum skjálftasvæðið, en við það byggist spenna upp á aðliggjandi svæðum. Þetta er ástand sem við þekkjum vel hér á landi. Þannig er þetta líka í eldhringnum í kringum Kyrrahaf og spurningin er því hvenær en ekki hvort næsti stóri skjálfti ríður yfir.Ný og aukin hætta í Fukushima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 195
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 176
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó,
Ég hef fylgst talsvert með þessu kjarnorkuslysi vegna þess að þó svo vegalengdirnar séu miklar þá erum við hérna "down-wind" frá þessu - ólíklegt að neitt komi hingað yfir hafið, en maður veit aldrei.
Ef ég hef skilið þetta rétt þá slokknaði sjálfkrafa á kjarnakljúfunum þegar skjálftinn reið yfir. Flóðbylgjan eyðilagði síðan díselrafstöðvar sem áttu að sjá verinu fyrir neyðarrafmangi til að keyra kælikerfin. Rafkerfið utan versins lá niðri svo þá varð að grípa til rafhlaðna sem endast í 4-6 klukkutíma og það voru tveir gangar af þessum rafhlöðum þannig að það var hægt að halda kælikerfinu í gangi í 8-12 tíma. Ef ekki hefði slokknað á kjarnakljúfunum hefði sennilega verið hægt að halda þessu öllu gangandi og dæmið hefði gengið upp þar sem mér skilst að ekki hafi orðið neina skemmdir á kjarnakljúfunum sjálfum. Það má því segja að öryggið hafi orðið verinu að falli!
Fréttir hér eru mjög misvísandi um þetta og maður er að reyna að fylgjast með fréttum frá Íslandi, Bretlandi og Norðurlöndunum til þess að hafa smá yfirsýn.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 16.3.2011 kl. 19:29
Arnór, ég held að ástandið í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu sé mun verra en svartsýnustu menn halda fram. Að geislavirkni sé orðin það mikil, að menn geta ekki lengur stundað slökkvistarf af jörðu niðri og þyrlur þurfi að vera svo langt í burtu að það er tilviljun að þær hitti, segir sitt. Ég er ansi hræddur um að japönsk stjórnvöld séu komin í svepparæktina, þ.e. "keep them in the dark and feed them shit".
Varðandi annað sem ég nefni í færslunni, þá las ég á netinu að 13 sjúklingar hefðu látist úr vosbúð (hreinlega látist vegna kulda) og vegna ónógrar meðhöndlunar. Önnur frétt var um eldra fólk á norðurhluta hamfararsvæðisins sem ekki hafði fengið mat og hreint vatn svo dögum saman. Þrátt fyrir þetta, þá kappkosta erlendir aðilar við að lofsyngja japönsk stjórnvöld hve vel þau standa sig.
Marinó G. Njálsson, 17.3.2011 kl. 15:03
Sæll Marinó,
Umfjöllun um þetta hefur verið afskaplega óljós. Hef fylgst með þessu á CNN og MSNBC og svolítið á FOX en þetta er allt í skötulíki. Enginn veit hvernig ástandið er og Japönsk stjórnvöld hafa verið allt annað en skýr um þetta mál.
Skv. því sem ég hef lesið þá eru notaðar stangir frá kjarnakljúf númer 4 nánast óvarðar því það hefur ekki tekist að halda nægilegu kælivatni á þeim, það sýður jafnóðum upp. Þessar stangir hafa verið í geymslu í stuttan tíma eða aðeins frá því í Desember. Þær eru geymdar í kælingu í nokkur ár eftir að þær hafa skilað hlutverki sínu (minnir að einhver kjarnorkusérfræðingurinn sem rætt var við hafi nefnt 8 ár sem þær þyrftu til þess að kólna niður svo hægt væri að koma þeim í geymslu utan kælis).
Þetta er hið versta mál og margir uggandi hérna megin við Kyrrahafið, m.a. hafa joðtöflur selst upp í apótekum í Kanada og mér skilst þær séu að seljast upp hérna megin landamæranna;) Fólk í heilbrigðiskerfinu hefur ekki haft við að vara fólk við að bryðja þetta að nauðsynjalausu, því þessar töflur eru ekki ætlaðar sem fyrirbyggjandi ráðstöfun!
Sá einhversstaðar í gær að fólk í Japan hefur nánast enga hugmynd um hættuna sem stafar af kjarnorkuverinu því lítið hefur verið fjallað um það af þarlendum fjölmiðlum svo ég held þú hafir alveg rétt fyrir þér með svepparæktina!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 17.3.2011 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.