7.12.2010 | 10:21
Taka skal þessum tölum með varúð, þær eiga það til að breytast
Ég verð að viðurkenna, að ég er fyrir löngu hættur að treysta tölum um landsframleiðslu, hagvöxt og fleiri slíkum hagstærðum, þegar þær koma fyrst út. Því eiga þær það til að breytast mjög mikið við frekari skoðun.
Annars er áhugavert að lesa í Hagtíðindum að ekki er allt sem sýnist.
Óleiðrétt landsframleiðsla dregst saman um 1,6% á 3. ársfjórðungi 2010 miðað við sama fjórðung árið áður.
...Landsframleiðslan fyrstu níu mánuði ársins 2010 nemur 1.142 milljörðum króna borið saman við 1.107 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Að teknu tilliti til verðbreytinga dróst landsframleiðsla hins vegar saman um 5,5% að raungildi samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2009.
Síðan segir:
Líkt og við mat á landsframleiðslu undanfarna ársfjórðunga eru mikilvæg gögn um lánastofn innlána og útlána eftir ársfjórðungum enn ekki tiltæk frá og með 4. ársfjórðungi 2008 til og með 4. ársfjórðungs 2009. Því er ekki unnt að meta ársfjórðungslegar breytingar milli 2009 og 2010 þótt nú liggi fyrir tölur um fyrstu tíu mánuði ársins 2010. Áfram er því byggt á lauslegu mati á reiknaðri bankaþjónustu á 3. ársfjórðungi 2010.
.. Niðurstöður fyrir árin 2008-2010 eru bráðabirgðatölur sem breytast eftir því sem ítarlegri upplýsingar berast sem einnig hefur áhrif á árstíðaleiðréttu niðurstöðurnar.
Í enska texta Hagtíðinda segir síðan:
The seasonal results should therefore be interpreted with care.
Þetta eru sem sagt bráðabirgðatölur sem á að túlka með varúð.
Landsframleiðslan jókst um 1,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1681234
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Við skulum endilega viðhalda svartsýni og dómsdagstali...það er svo gott fyrir sálina.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.12.2010 kl. 10:27
Ekki er hægt að laga það sem maður vill ekki sjá
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 10:31
Ég er ekki að tala um svartsýni, bara benda á að tölur um landsframleiðslu hafa átt það til að breytast mjög hratt og það tók 2 ár að fá tölur um hagvöxt og landsframleiðslu fyrir 2. ársfjórðung 2008. Á þeim tíma fóru þær úr blússandi vexti í heiftarlegan samdrátt. Í fyrra haust (eða var það í febrúar) fóru menn að tala um að kreppunni væri tæknilega lokið, bara til þess eins að þurfa að draga allt til baka þegar gögnin voru skoðuð betur.
Marinó G. Njálsson, 7.12.2010 kl. 10:32
Greining Íslandsbanka er alveg sammála mér:
Segir lítið mark takandi á tölum um landsframleiðslu
Marinó G. Njálsson, 7.12.2010 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.