Leita í fréttum mbl.is

Taka skal þessum tölum með varúð, þær eiga það til að breytast

Ég verð að viðurkenna, að ég er fyrir löngu hættur að treysta tölum um landsframleiðslu, hagvöxt og fleiri slíkum hagstærðum, þegar þær koma fyrst út.  Því eiga þær það til að breytast mjög mikið við frekari skoðun.

Annars er áhugavert að lesa í Hagtíðindum að ekki er allt sem sýnist.

Óleiðrétt  landsframleiðsla dregst saman um 1,6% á 3. ársfjórðungi 2010 miðað við sama fjórðung árið áður.

...Landsframleiðslan fyrstu  níu mánuði ársins 2010 nemur  1.142 milljörðum króna borið saman við 1.107 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Að teknu tilliti til verðbreytinga dróst landsframleiðsla  hins vegar saman  um  5,5% að raungildi samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2009. 

Síðan segir:

Líkt og við mat á landsframleiðslu undanfarna ársfjórðunga eru mikilvæg gögn um lánastofn innlána og útlána eftir ársfjórðungum enn ekki tiltæk  frá og með 4. ársfjórðungi 2008 til og með 4. ársfjórðungs 2009. Því er ekki unnt að meta ársfjórðungslegar breytingar milli 2009 og 2010 þótt nú liggi fyrir tölur um fyrstu  tíu mánuði ársins 2010. Áfram er því byggt á lauslegu mati á reiknaðri bankaþjónustu á 3. ársfjórðungi 2010.

.. Niðurstöður fyrir árin 2008-2010 eru bráðabirgðatölur sem breytast eftir því sem ítarlegri upplýsingar berast sem einnig hefur áhrif á árstíðaleiðréttu niðurstöðurnar.  

Í enska texta Hagtíðinda segir síðan:

The seasonal results should therefore be interpreted with care.

Þetta eru sem sagt bráðabirgðatölur sem á að túlka með varúð.


mbl.is Landsframleiðslan jókst um 1,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Við skulum endilega viðhalda svartsýni og dómsdagstali...það er svo gott fyrir sálina.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.12.2010 kl. 10:27

2 identicon

Ekki er hægt að laga það sem maður vill ekki sjá

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 10:31

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er ekki að tala um svartsýni, bara benda á að tölur um landsframleiðslu hafa átt það til að breytast mjög hratt og það tók 2 ár að fá tölur um hagvöxt og landsframleiðslu fyrir 2. ársfjórðung 2008.  Á þeim tíma fóru þær úr blússandi vexti í heiftarlegan samdrátt.  Í fyrra haust (eða var það í febrúar) fóru menn að tala um að kreppunni væri tæknilega lokið, bara til þess eins að þurfa að draga allt til baka þegar gögnin voru skoðuð betur.

Marinó G. Njálsson, 7.12.2010 kl. 10:32

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Greining Íslandsbanka er alveg sammála mér:

Segir lítið mark takandi á tölum um landsframleiðslu

Marinó G. Njálsson, 7.12.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband