3.11.2010 | 00:11
Af sjálfstæði greiningardeildar Glitnis
Á visir.is er frétt um þá greiningu greiningardeildar Glitnis frá 11. október 2007 að stöðutaka í erlendri mynt fari "að verða vænlegur kostur". Fréttastofa Stöðvar 2 leitaði til Íslandsbanka út af þessu og greinir frá viðbrögðum bankans með eftirfarandi hætti:
Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk í dag frá greiningardeild Íslandsbanka er ekki hægt að fallast á að með þessu hafi bankinn sjálfur hvatt til þess að tekin yrði staða gegn krónunni. Greiningardeildin hafi verið sjálfstæð og spár og ráðleggingar hennar hafi verið settar fram með fyrirvara um að þær ákvarðanir sem teknar væru á grundvelli hennar væru á ábyrgð þess sem tæki þær.
Við þetta er rétt að gera athugasemd:
1. FME hefur sett út á að aðskilnaður greiningardeildarinnar frá annarri starfsemi hafi verið ónógur.
2. Greiningardeildin var, samkvæmt skipuriti, hluti af markaðsviðskiptasviði Glitnis, en það svið innihélt samkvæmt upplýsingum í Þjóðhagsspá Glitnis 2008 - 2011, sem gefin var út í september 2008, eftirfarandi deildir (heiti eru á ensku eins og þau eru orðuð í Þjóðahagsspánni):
- Markets Head Office
- Markets FX Managed Accounts
- Markets Securities Brokerage
- Markets Derivatives
- Markets FX Sales
- Research (þ.e. greiningardeild)
- Proprietary Trading
Nú vil ég eftirláta lesendum að ákvarða hvort greiningardeildin hafi verið algjörlega sjálfstæð eining eða ekki. Hvernig getur deild sem er hluti af markaðsviðskiptasviði talist sjálfstæð? Spyr sá sem ekki veit. Starfsfólk greiningardeildar vann við hliðina á því fólki sem sá um ráðgjöf á sviði gjaldeyrismála. Eigum við að trúa því, að spárnar hafi ekki verið hluti af beinni markaðsaðgerð. Því miður, þá trúi ég því ekki. Þetta fyrirkomulag, að hafa greiningardeild sem hluta af markaðsviðskiptasviði, er í mínum huga ótrúlegt klúður af hálfu bankans og gerir það að verkum að ekki er hægt að líta á "spárnar" sem neitt annað en markaðsstarfsemi.
Höfum svo í huga að þessi sama "greiningardeild" kom með ótrúlega "spá" um gengisþróun árið 2008. Í maí 2008, þá "spáði" deildin að meðalgengisvísitala ársins yrði um 142 og lokagengisvísistalan yrði 135. Annað hvort var "greiningardeildin" með bundið fyrir bæði augu, bæði eyru og munn og fálmaði um í myrkri eða hún var djúpt sokkinn í þann blekkingarleik sem var í gangi. Annað hvort var hún skipuð fólki sem hafði ekki hundsvit á því sem var að gerast í hagkerfinu eða það tók virkan þátt í því að draga fólk á ansaeyrunum. Mér er svo sem sama hvort er. Ég held a.m.k. ekki að það sé þess virði að flagga því í starfsferilskrá að hafa starfað í greiningardeildinni árið 2008. Það ótrúlega er náttúrulega það, að margir sem unnu að því að ljúga að fólki árið 2008, vinna fyrir hinn "nýja" banka.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta minnir mann á það að einhver Austfirðingur kvartaði hástöfum yfir því að forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans (kona) annaðhvort hélt fund 29 sept 08, eða ætlaði að halda fyrir austan. Þú fyrirgefur ónákvæmnina, þetta dúkkaði bara upp í hugann. Yfirskrift fundarins var Öfundsverðar framtíðarhorfur! Þarna var Landsbankinn á fullu að selja drauminn. Ég man alltaf að það var talað við öskureiðan mann sem rakti þetta í sjónvarpsfréttum.
Annars hugsa ég oft út í það hvernig þessu fólki skyldi líða. Edda Rós, Ingólfur Bender og Ásgeir hjá Kaupþingi. Þetta fólk tók að sér að fronta bankana og "selja" okkur og sannfæra okkur að bankarnir og þau væru heiðarleg. Ekki gæti ég sofið ef ég væri í þeirra sporum. Þau eru öll háskólamenntuð og geta ekki sagt að þau hafi ekki vitað hvað var í gangi.
Villi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 01:23
Sæll Marinó,
Þetta er allt sama ruglið! Mér finnst ekki ólíklegt að "nýju" bankarnir verði komnir í þrot fyrir árslok 2012. Ég held því miður að mjög lítið hafi breyst á Íslandi. Möguleiki að ég sjái þetta ekki skýrt héðan að utan og ég vona að sú sé raunin:)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 3.11.2010 kl. 03:25
Sæll Marinó
Ég veit að þið sem eruð í nefndinn viljið ekki gefa upp hvað sé í gangi eða réttara sagt að það sé ekki æskilegt en getur þú sagt hvort að þú sért sáttur við framgang mála og að það stefni í einhverrja ásættanlega lendingu/niðurstöðu?
kv,
vj (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 09:42
Sæll Marinó,
Og það besta við þetta allt saman er að héraðsdómur gleypti þessar skýringar hráar og án meðlætis.
Hvernig hægt er að komast að þessari niðurstöðu er í besta falli barnalegt en í versta falli ...... förum nú ekki út í það á opinberum vettvangi.
Arnar (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.