6.10.2010 | 13:41
Góður fundur með ráðherrum
Fjórir stjórnarmenn úr Hagsmunasamtökum heimilanna áttu í morgun fund með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráherra, Guðbjarti Hannessyni, félagsmálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Ögmundi Jónassyni, dómsmálaráðherra. Ég sat þennan fund ásamt Friðriki Ó. Friðrikssyni, Ólafi Garðarssyni og Andreu J. Ólafsdóttur. Á fundinum kynntum við okkar hugmyndir og hugmyndarfræði, hvernig við sjáum stöðuna og hvað þarf að gera. Við þurftum ekkert að gera ráðherrunum grein fyrir alvarleika stöðunnar. Það vissu þeir mæta vel.
Góður rómur var gerður af málflutningi okkar og mikil áhersla lögð á að halda viðræðum áfram. Næstu skref verða að fara yfir tölulegar upplýsingar, þannig að tölur okkar og tölur ríkisstjórnarinnar stefndu, og að kalla fleiri að borðinu, þar sem talið er best að sem víðtækust sátt náist um niðurstöðuna með einhvers konar þjóðarsáttarsamningi.
Ég fyrir mína parti er ágætlega sáttur með fundinn og vona að frekari framgangur verði á næstu dögum. Eitt sem alveg er víst, er að núverandi ástand getur ekki varað lengur. Mótmælin á mánudag sýndu að þolinmæði fólks er þrotin. Í dag eru 2 ár frá setningu neyðarlaganna. Í 2 ár hefur lítið verið gert fyrir fólkið í landinu, annað en að fresta vandanum eða koma með úrræði sem eiga að flýta fyrir eignamissinum. Við svo má ekki búa.
Ákveðið hefur verið að halda samræðum áfram. Báðir aðilar tóku með sér heimavinnu og er þeirra verkefni stærra en okkar, þ.e. að fá fjármálafyrirtækin og lífeyrissjóðina til að vera með. Okkar verkefni er að leggjast betur yfir tölur og átta okkur á hvað í þeim felst. Ég vona að þeirri vinnu verði lokið snemma í næstu viku og þá verður hægt að funda að nýju.
Fundað þar til eitthvað liggur á borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hann virðist svolítið sérstakur þessi góði fundur Marinó, halda eigi umræðunni áfram, kalla fleiri að borðinu og hittast eftir helgi. Tilögur HH hafa verð kunnar í næstum tvö ár og í jafnlangan tíma hefur vandi heimila og fyrirtæka legið fyrir.
Það verður aldrei sátt á Íslandi um annað en almennar aðgerðir og það liggur ekkert annað fyrir en að framkvæma þær tafarlaust. Svo geta menn velt vöngu yfir hugmyndum Jóhönnu um kaupleigurétt og félagsleg úrræði þar sem almenn leiðrétting skulda dugir ekki til.
Magnús Sigurðsson, 6.10.2010 kl. 14:01
Takk kærlega fyrir þetta Marinó
Það er ekki laust við að maður öðlist smá von, ekki síst
fyrir þau orð þín að þú sért ánægður með framgang þessa fundar.
Vona innilega að þetta sé ekki bara 'að setja í nefnd' afgreiðsla og
ekki að ástæðulausu sem maður hefur áhyggjur af því að þetta fái lítinn framgang. Ég held að það sé 0 þolinmæði gagnvart öllu nema beinum framkvæmdum og aðgerðum annars er bara búm búm handan við hornið.
vj (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 15:00
Sæll Marinó,
Er Íbúðalánasjóður tekinn með í þessu dæmi og gera stjórnvöld sér grein fyrir því að okkar kröfur ganga yfir þá líka ekki bara bankana?
Dísa (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 15:38
Gott að heyra þetta. Við lifum í voninni. Málið er afar brýnt , vægt til orða tekið. Við höfum séð það á síðustu dögum að mjög hættulegt ástand getur skapast í landinu ef ekki er gripið í taumana.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 15:49
Að ná samningum um tillögu HH er mikilvægasta mál á Íslandi í dag. Í mínum huga er annað hvort að þetta takist núna með HH eða byltingin hefst án neyðarhemils . . .
Axel Pétur Axelsson, 6.10.2010 kl. 17:22
Sæll Marinó,
ég vona svo innilega að alvara sé ferð, það sem ég óska eftir er stopp á uppboðin, var það ekki rætt?
Gunnar Skúli Ármannsson, 6.10.2010 kl. 17:55
Gott að heyra Marinó, þið verðið bara að passa ykkur á að ekki sé verið að nota ykkur. Tillögur HH hafa verið kunnar um langan tíma, því ætti að vera ljóst eftir fyrsta fund með öllum sem að málinu þurfa að koma, hvort viljinn er til staðar. Næsti fundur ætti því að gefa svarið. Ef menn vilja fara að endurreikna allar stærðir eftir þann fund er ljóst að ekki mun nást samstaða um ykkar tillögur.
Gunnar Heiðarsson, 6.10.2010 kl. 17:59
Get ekki nema efast fullkomlega um vilja Jóhönnustjórnarinnar. Met það sem þið eruð að gera, Marinó, þó held ég þau ætli bara að draga menn á platfundum. Þau lofuðu AGS nánast að fjölskyldum yrði kastað út í lok október og gjaldþrota fólkið líka rukkað fyrir ólöglegt ICESAVE.
Elle_, 6.10.2010 kl. 18:10
Tek undir með efasemdarröddunum hér að ofan. Legg til að HH haldi áfram með
1. Skipuleggi framboð eða stilli sér upp með einu sem aldrei verður kennt við fjórflokkinn.
2. Undirbúi málaferli erlendis.
Það sem við blasir eru einungi útúrsnúningar, undanbrögð og hefðbundið fálm alþingis. Þegar svo bönkum og lífeyrissjóðum er bætt við er þetta andavana borið. Ég satt best að segja undrast sáttfísi HH, tillögurnar hafa legið fyrir síðan 2008. Tölurnar liggja fyrir. Ef viljinn væri raunverulega fyrir hendi þá væri hann löngu kominn fram.
sr (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 19:13
Ég sé á athugasemdum hér að margir eru að hugsa á sömu nótum og mörg okkar í stjórn HH. Við viljum ekki láta nota okkur í friðþægingar eða kaupa frest fyrir ríkisstjórn (þessa eða aðrar). Ég er meira efins um ásetning ríkisstjórnarinnar heldur en Marinó og vil sjá mun sterkari yfirlýsingar og ákveðni heldur en kom fram á þessum fundi. Ég tel mikilvægt að almenningur haldi áfram að þrýsta á stjórnvöld og fjármálakerfið. Það hefur ekkert enn gerst sem gefur tilefni til sérstakrar bjartsýni. Fólk er búið að fá upp í kok af innantómum frösum og loforðum. Við viljum fá frið með heimilin okkar. Þau eru ekki í boði til að borga fyrir þetta grefils hrun heimskulegra fjármálastofnana.
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 19:25
Þetta er eðlilegt mat hjá þér Ólafur byggt á fyrri reynslu, hins vegar er HH síðasta hálmstrá alþingis og kerfisins áður er bylting hefst í landinu, sem þýðir að HH á að hafa mjög sterka samningsstöðu. Ég er líka sammála Marinó að tala við stjórnvöld.
Að því sögðú verður allt gert til að reyna að snúa út úr því sem HH leggur til og stendur fyrir, nú reynir á að standa fast á sínu.
Axel Pétur Axelsson, 6.10.2010 kl. 19:39
Heill og sæll; Marinó - og aðrir gestir þínir, hér á síðu þinni !
Þakka ykkur fyrir; Friðrik - Ólafi og Andreu, óbilandi baráttuna, í þágu fjölskyldnanna, í landinu, sem og einbúanna, jafnframt.
En; gætið ykkar á, einhverju því falskasta og undirförulasta fólki, sem nú situr, í Stjórnarráði Íslands.
Baráttunni; er svo sem, hvergi nærri lokið. Byltingin; er vonandi, handan við hornið, gott fólk.
Gangi ykkur vel; á komandi misserum, Marinó.
Með beztu kveðjum, sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:12
Er dauðhræddur um að Elle hafi rétt fyrir sér. Dauðhræddur um að málin séu frágengin og að þetta sé bara leiksýning hjá leikþrota ríkisstjórn til að róa liðið.
Hólímólí (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:14
Sæll Marínó,
Er það rétt að ríkisstjórnin vilji einungis þá leiðrétta verðtryggð lán. Hvað með gengistryggðu lánin? Það verður engin sátt með að neysluvextir (lægstu vextir seðlabankans) verði notaðir.
Þessi stjórn er á skilorði og þau eiga ekki að fá að nýta sér samtökin til þess að sefa almenning.
Kveðja
Ágúst (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:28
Kæru stjórnarmenn HH. Er eitthvað nýtt undir sólinni ? Tala ekki staðreyndirnar sínu máli, 50.000 heimili í sárum vanda og fólk á ekki fyrir nauðþurftum. Er HH komið út á hálan ís ? "samræður" og "heimavinna" það er þátíðin...
Ég deili efarsemdar-skoðunum fólks hér að ofan t.d. Elle og Gunnari.
Vil samt þakka alla þá óeiingjörnu og fórnfúsu vinnu ykkar.
Í guðana bænum ekki flækja HH í fölskum vef ríkisstjórnarinnar.
Kristinn M Jónsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:35
Það er sjálfsagt fyrir HH að reyna þessa leið en auðvitað er traust til þessarar ríkisstjórnar ekki mikið. En annað hvort ná menn þjóðarsátt um þessi mál á næstu 10 dögum eða setja allt í bál og brand.
Ég tek hins vegar hattinn ofan fyrir HH. Samtökin hafa haldið haus í gegnum allt ferlið og aldrei panikkað þó að oft hafi verið minna tilefni til bjartsýni en núna.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:39
Frábært að nú er loks farið að hlusta af alvöru á ykkar tillögur. Ykkar vinna er ÓMETANLEG FYRIR ALMENNING Í LANDINU
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.10.2010 kl. 20:54
Ég er afar stoltur yfir að hafa unnið aðeins með ykkur hjá HH áður en ég flutti úr landi. Það má taka fram að öll vinna HH síðustu tvö árin hefur verið unnin í sjálfboðavinnu og að þetta félag er byggt upp af ósköp venjulegu fólki sem vill verja eigin heimili og annarra, með skynsemi og almannaheill að leiðarljósi.
Það má alltaf vona að ríkisstjórnin hafi loks vaknað af Þyrnirósarsvefni, og vonandi að það sé ekki orðið of seint.
Hrannar Baldursson, 6.10.2010 kl. 21:37
Marinó, fátæk þjóð gæti bjargað sér,
með frjálsum handfæra veiðum,
en Jóhanna gleymdi loforði sínu við þjóðina,
frjálsar handfæra veiðar.
Ég bið þig Marinó, að minna Jóhönnu á þetta.
Aðalsteinn Agnarsson, 6.10.2010 kl. 21:52
Ég þakka góðar athugasemdir og stuðning við okkar vinnu.
Ég viðurkenni fúslega, að ég veit ekkert hvað kemur út úr þessari vinnu. Við erum þó að reyna og það er meira en ýmsir aðrir eru að gera hér í þjóðfélaginu. Nú erum við komin að borðinu og miðað við stöðuna í þjóðfélaginu þá er nauðsynlegt að eitthvað komi út úr þessu. Ég verð þó að viðurkenna, að mér fannst Steingrímur fara villu vegar í Kastljósþætti kvöldsins. Almenningur má aldrei sætta sig við stökkbreytingu lána sinna, þar sem hún varð vegna svika, lögbrota og pretta fjármálafyrirtækja og eigenda þeirra og vegna misheppnaðrar tilraunar bankanna og stjórnvalda til að bjarga löngu föllnu bankakerfi. Ef ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefði haft kjark til að taka yfir Glitnir og Kaupþing 2007 og Landsbankann á vormánuðum 2008, þá væri margt öðruvísi í dag. Skattgreiðendur munu þurfa að greiða fyrir það næstu áratugina vegna himin hárra skulda ríkissjóðs og það er alveg nóg.
Annars er ég ennþá bjartsýnn en það getur brugðið til allra átta.
Marinó G. Njálsson, 6.10.2010 kl. 22:29
Marinó G. Njálsson, 6.10.2010 kl. 22:29
----------------------------------------
----------------------------------------
Gaman að rekast á þig þarna í mannmergðinni, dynjandi trumbuslættinum, fyrir framan Alþingi.
Ég vil benda þér á neðangreint. En, skv. 3. áfangaskýrslu AGS, er 45% lánasafns bankanna "non performing".
Á sama tíma eru þeir sagðir að meðaltali hafa 17% eiginfjárhlutfall.
Við vorum með bankamann í heimsókn á málefnafund í síðustu viku hjá Framsókn, og hann taldi þessar tölur þíða, að nauðsynlegt væri að framkvæma aðra endurskipulagningu bankakerfisins, nánar tiltekið búa til Nýja Landsbankann 2 - gera Nýja Landsbankann að "bad bank".
Svo alvarleg væri staðan. Miðað við þessar upplýsingar held ég að skortur á aðgerðum frá bönkunum, til handa fjölskyldum stafi af því, að eiginfé þeirra er í reynd ekkert - þ.e. sennilega nær því að vera neikvætt en jákvætt.
Það kemur heim og saman við hegðun þeirra:
------------------------------Tekið úr bloggfærslu minni:
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.10.2010 kl. 22:51
Hvað er verið að leyfa svona gjaldþrota liði í bönkunum sem jafnvel hefur brotið öll lög um starfsemi sína, að herja á saklaus heimili landsins, þessa banka á að setja beint á hausinn og segja öllu starfsfólki upp.
Spurning hvort það þurfi að stöðva þessa glæpastarfsemi með handafli ?
Axel Pétur Axelsson, 6.10.2010 kl. 23:25
Sæll Axel - er að leita mér upplýsinga um bankakrísur, datt niður á þetta plagg, um bankakrísu í Asíu:
http://www.eastwestcenter.org/fileadmin/stored/pdfs//api078.pdf
Taktu eftir "percentage of bad loans" sem ég set fyrir aftan!
Hjá okkur 45% akkúrat núna!
Bangladesh 1985–1996 20
China 1990– 50
Indonesia 1997–2002 70
Japan 1991– 35
Korea 1997–2002 35
Malaysia 1997–2001 30
Nepal 1988 29
Philippines 1983–1987 19
Philippines 1998– 20
Sri Lanka 1989–1993 35
Taiwan 1997–1998 26
Thailand 1997–2002 33
Vietnam 1997– 18
Áhugaverður samanburður - ekki satt?
Einar Björn Bjarnason, 6.10.2010 kl. 23:46
Nenni ekki að legja hér til mála þar sem ég tel að þú sert rola af sama kaliberi og Jóhanna og hin fláráða skástífa hennar.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.10.2010 kl. 01:13
Komið þið sæl; á ný !
Hrólfur vélfræðingur !
Sízt af öllu; átti ég von á þessu kaldranalega viðhorfi þínu, til Marinós; þér, að segja.
Öll þau skeyti; sem Hagsmunasamtök heimilanna (HH), jafnt til mín - sem og annarra, í tölvupóstum auk þrotlauss starfs Marinós - og annarra félaga ýmissa, í HH, afsanna þessa ódrengilegu aðför þína, að Marinó G. Njálssyni, Hrólfur vélfræðingur.
Ættir; að biðja hann afsökunar, á þessu frumhlaupi þínu, ágæti drengur.
Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 01:25
Sæll Marinó
Við þurftum ekkert að gera ráðherrunum grein fyrir alvarleika stöðunnar. Það vissu þeir mæta vel.
Það er einmitt það! OG, RÍÓ hefur vitað þetta í tvö ár. Eina ástæðan fyrir samningsvilja nú er að AGS og RÍÓ óttast uppreisn. Mest af öllu óttast þó forustulið glæpafélagana þá skelfilegu staðreynd, að mögulega geti nýstofnuð samtök heiðarlegs fólks tekið hér völdin.
Steingrímur hefur sannað sig sem heimsklassa lygalaupur og Jóka sannaði það svo sannarlega á mánudagskvöldið, að hún er veruleikafyrtur asni, þvælandi um álver í Helguvík og að vandi þeirra sem hefðu minni ráðstöfunart. en 160.000kr á mán væri stökkbreyting lána!
Dingli, 7.10.2010 kl. 02:24
Ég vona svo sannarlega að það sé innistæða fyrir bjartsýni Marinó. HH er að verða einn af fáum skipulegum málsvörum almennings.
Það sem ég hjó eftir í fréttum í gær að það virðist vera lagt upp með 18% leiðréttingu, 01.01.2008 leiðrétting virðist því ekki vera upp á borði. Steingrímur útlistaði gjaldþrot ríkissjóðs við 10% almenna leiðréttingu í Kastljósi í gærkveldi.
Þið í HH hafið unnið gríðarlega óeigingjarnt starf og eruð ein helsta von heimila því yrðu það gífurleg vonbrigði ef þið létuð fláráða stjórnmálamenn, sem hafa notað öll meðul til að sundra skudurum, slá sér upp á ykkar kostnað. Gangi ykkur vel.
Magnús Sigurðsson, 7.10.2010 kl. 07:42
Magnús, ef sett er 4% þak á verðbætur afturvirkt til 1.1.2008, þá nemur það að um 18-20% hafi lagst ofan á lánin umfram þessi tvisvar 4%. Breyttu því í afslátt og þá færðu eitthvað lægri tölu.
Marinó G. Njálsson, 7.10.2010 kl. 07:55
Hef heyrt þann nasí orðróm, að ástæða þess að bankarnir hafa verið að reka fólk úr íbúðum sínum í stórum stíl, sé vegna þess að þeir séu að ræða við hugsanlega ofsaríka kaupendur sem hafa einhver plön um íbúðahúsnæði.
Það þarf þó ekki að vera neinn fótur fyrir þessu.
En, þetta er þó "consistent" við þá hegðun að tæma íbúðirnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.10.2010 kl. 11:23
Sæll Marinó og þið öll,ég lennti í vandræðum 1995 samdi með nauðarsamningum
fékk niður fellingu frá innheimtustofnun sveitarfélaga þetta tók mig um áratug.
og í dag tel ég mig heppnan að hafa farið þessa leið,Mjög erfitt var að fá lögmann þar sem margir eru áskrifendur af dánarbúum,bústjórar vegna gjaldþrota, eða fá að gefa ráðgjöf til ráðuneyta og fl.
Nauðsynlegt er að gefa Jóhönnu og Steingrími 2-3.vikur annars kemur þungavigtarliðið á austurvöllinn. SP eru að fara að borga út fyrsta áfangana vegna
gengistrygða lána. Það þarf að tímasetja aðgerðir Marinó, og flokka þannig að
þeir verst settu fái úrlausnir fyrir jól, það styttist í jólin.
Bernharð Hjaltalín, 7.10.2010 kl. 12:58
Takk fyrir þína baráttu, Marínó.
Billi bilaði, 7.10.2010 kl. 13:50
Sæll Marínó.
Er eitthvað tekið á málefnum þeirra sem ekki hafa lengur atvinnu og geta ekki greitt af lánum þó svo þau séu leiðrétt? Eða er þessi vinna bara fyrir þá sem enn hafa tekjur? 40 þús eru án atvinnu, jafnvel fleiri ef talið er mergðin sem hefur farið í Háskólana. Enn eru fjöldauppsagnir og niðurskurður í gangi. Leiðrétting lána gagnast ekki þessu fólki lengur. Hver ver hagsmuni þess? Þetta eru heimili líka?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2010 kl. 20:45
Lísa Björk, meðan við höfum aðkomu að þessu, þá munum við halda á lofti kröfum um að tekið verði tillit til allra hópa, sem lent hafa illa út úr hruninu.
Marinó G. Njálsson, 7.10.2010 kl. 21:44
Marinó G. Njálsson, 7.10.2010 kl. 21:44 :
______________________________
Hvernig lýst þér á neðangreinda hugmynd?
Ég hef efasemdir um að 20% dugi eins og komið er til að slá með þeim hætti á fj. þeirra er fara í þrot, að ástandið lagist með einhverjum dramatískum hætti.
Þ.s. þarf að gera er að umbreyta Íbúðalánasjóð í umsýslustofnun um ibúðahúsnæði.
Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).
Íbúðalán, verði færð úr gjaldþrota NLB yfir í íbúðalánasjóð.
Bannið við að úthýsa fólki, verði hvatning til Arion banka og Íslands banka um að semja við ríkið um yfirtöku íbúðalána þeirra svo þau lán verði einnig færð yfir í Íbúðalánasjóð.
1. Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
2. Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.10.2010 kl. 22:06
Get ég bent á færslu Ómars Geirssonar og þó sérstaklega comment no. 1 og 3 þar sem m.a. segir: - - einu úrræðin sem stóðu mér til boða voru beinlýnis að gera með ófjárráða , skamta mér örfáum þúsundköllum í mat á mánuði og resst átti bara að pína mig til að borga í skuldir. - - - Af hverju er ekki alltaf eitt til fimm þúsund athugasemdir við hverja bloggfærslu hjá hinum ötula baráttumanni Marínó Njálssyni???? - Og þá fengi þjóðin að heyra falsið og rangfærslurnar á bak við stefnu ríkisstjórnarinnar.
Er fávitahátturinn algjör????
Elle_, 8.10.2010 kl. 12:39
Takk fyrir svarið Marínó. Hef miklar áhyggjur af þeim hópi fólks sem vegna hruns gætu ekki einu sinni farið úr húsum sínum yfir á leigumarkað vegna lágrar framfærslu.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.10.2010 kl. 15:26
Loksins núna vilja þau hlusta þegar hinn valkosturinn er það þau verði borin út úr þinghúsinu og varpað í höfnina.... iss.
Marinó, ég styð ykkur í HH fullkomlega og finnst alveg sjálfsagt að það sé talað við stjórnvöld á meðan þau sýna vilja til samstarfs.
En í öllum bænum passið ykkur að verða ekki leiksoppar í einhverju sjónarspili sem engu skilar.
Um leið og 10.000 manns hafa verið settir út á gaddinn verður óhjákvæmilegt að afstýra byltingu, það er einfaldlega tölfræðileg niðurstaða sem byggir á lærdómi sögunnar af uppreisnum, byltingum og borgarastyrjöldum, heimfærð upp á íslenska höfðatölu. Miðað við fjölda þeirra sem mótmæltu á Austurvelli í byrjun vikunnar erum við samkvæmt því hættulega nálægt því að friðurinn í samfélaginu rofni, sem yrði engum til góða, en getur samt eins og áður sagði reynst óhjákvæmilegt. Ég er alveg hlynntur byltingu ef hún reynist algjörlega nauðsynleg, en vil samt síður að slíkar aðstæður komi upp.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2010 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.