8.9.2010 | 01:36
Eitruð lán fjármálakerfisins - Úrlausnar þörf allra vegna
Við hrun krónunnar sem hófst fyrir alvöru í mars 2008, þá fór af stað þróun í lánamálum einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga sem ekki sér fyrir endann á. Það sem byrjaði sem frekar saklaus breyting er núna orðið að nær ókleifum hamri. Flest öll lán í fjármálakerfinu hafa tekið ófyrirséðri stökkbreytingu. Verðtryggð lán hafa hækkað um nærri 30% og gengistryggð og lán í erlendum gjaldmiðlum um 80 - 140% eftir því við hvaða gjaldmiðil er miðað. Meira að segja óverðtryggð lán hafa orðið fyrir forsendubresti vegna óheyrilega hárra vaxta. Í reynd má segja að myndast hafi eitruð lán í lánasöfnum fjármálafyrirtækja.
28. september 2008, nokkrum klukkustundum áður en Davíð Oddsson ákvað að ríkissjóður ætti að þjóðnýta Glitni, þá skrifaði ég færslu um vanda lántaka. Í þeirri færslu lagði ég til að hluti hvers láns yrði settur til hliðar, en lántakar héldu áfram að greiða af öðrum hluta lánsins. Sá hluti sem settur yrði til hliðar væri geymdur þar til betur áraði eða afskrifaður smátt og smátt. Talsmaður neytenda pikkaði upp þessa hugmynd og sendi hana inn til félagsmálaráðherra 7. október, þ.e. daginn eftir að neyðarlögin voru sett. Það eina sem hefur verið gert er að komið hefur verið á greiðslujöfnun verðtryggðra lána og um tíma var einnig boðið upp á greiðslujöfnun gengistryggðra lána. Heildarlánið er ennþá jafn óviðráðanlegt fyrir lántakann og hefur í raun búið til svo kölluð eitruð lán í lánabókum fjármálafyrirtækjanna. Þar halda þau áfram að skemma útfrá sér.
Skilanefndir bankanna hafa tekið yfir rekstur nýju bankanna. Reynt var að telja almenningi trú um að kröfuhafar kæmu að rekstri þeirra, en þar sem þeir eru ekki þekktir, þá var þetta bara aumleg leið til að hagræða sannleikanum. Um tíma leit þó út fyrir að fjársterkur aðili vildi koma að rekstri Íslandsbanka. Hann kippti snöggt að sér hendi, þegar óvissan um gengistryggðu lánin varð honum ljós. Þannig verður þetta mjög líklega meðan ekki er tekið á hinum eitruðu lánum í lánasöfnum bankanna. Í Bandaríkjunum var farin sú leið að kaupa sambærileg eitruð lán út úr bankakerfinu, annars staðar hefur fjármálafyrirtækjum verið bættur upp að hluta sá skaði sem eitruð lán hafa valdið. Það var vissulega gert hér með því að veita nýju bönkunum verulegan afslátt af lánasöfnunum, þegar þau voru flutt frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Vandinn er að nýju bankarnir þrjóskast við að innheimta lánin sem þeir fengu með afslætti alveg upp í topp.
Lántakar hafa í mörgum tilfellum ekki efni á því að greiða hinn eitraða hluta lána sinna. Þeir vilja aftur gjarnan greiða af viðráðanlegum hluta höfuðstólsins. Lausnin virðist því vera hin nærri tveggja ára tillaga mín um að skipta lánunum upp í viðráðanlegan hluta (t.d. miðað við stöðuna 1.1.2008) og síðan eitraða/óviðráðanlega hlutann. Í tillögu minni, sem ég útfærði nánar 7. október, gerði ég ráð fyrir að óviðráðanlegi hlutinn væri settur á ís, þar til betur áraði, en þó myndu fjármálafyrirtækin nýta allt það svigrúm sem þau höfðu til að afskrifa þennan eitraða hluta. Ég gerði samt ráð fyrir að styrktist gengið að nýju, þá lækkaði höfuðstóll á gengistryggðu láni ekki í takt við styrkingu gengisins heldur færi sú styrking í að lækka höfuðstól eitraða hluta lánsins. Síðan væri það ekki fyrr en sá hluti væri að fullu horfinn (í gegn um afskriftir og gengisstyrkingu) að gengisstyrking færi að lækka höfuðstól "viðráðanlega" hluta lánsins. (Að sjálfsögðu færu allar afborganir og inn á greiðslur í að lækka höfuðstól "viðráðanlega" hluta lánsins.) Á sama hátt myndi veiking gengis verða til þess að höfuðstóll eitraða hluta lánsins hækkaði. Hugmyndin var að fólki og fyrirtækjum væri skapað fjárhagslegt umhverfi sem var líkast því sem var áður en áhrif falls krónunnar fóru að verða ljós.
Margt hefur breyst frá því í lok september 2008. T.d. hefur komið í ljós að hrun efnahagskerfisins og þar með stökkbreyting á lánum landsmanna, fyrirtækja og sveitarfélaga, var að mestu leiti kenna sviksamlegu athæfi helstu stjórnenda nokkurra fjármálafyrirtækja og eigenda þessara fyrirtækja sem litu á völd sín í fyrirtækjunum sem lykil að fjárhirslum þeirra. Þessir aðilar rændu fyrirtækin með skipulegum hætti innan frá, tóku mjög grófa stöðu gegn stórum hluta viðskiptavina fjármálafyrirtækjanna svo hinir útvöldu stjórnendur og eigendur gætu skarað ennþá meiri eld að sinni köku. Þessi vitneskja varð til þess að forsendur hafa brostið fyrir hugmynd minni um að geyma eitraða hluta lánanna til betri tíma. Ég sé einfaldlega ekkert réttlæti í því að fólk, fyrirtæki og sveitarfélög eigi að greiða hinn eitraða hluta lána sinna. Eitrunin er nefnilega stjórnendum og eigendum fjármálafyrirtækjanna að kenna og því eðlilegt og sanngjarnt að fjármálafyrirtækin beri þann skaða sem af þeim hlaust.
Einnig kom í ljós að hluti lánasafna fjármálafyrirtækjanna voru með ólöglega verðtryggingu í formi gengistryggingar. Raunvirði höfuðstóls lánanna var þar með allt annað en fjármálafyrirtækin hafa gengið út frá. Mörg þeirra þrjóskast við að viðurkenna dóma Hæstaréttar frá því 16. júní og virðist sem ekki hafi tekist að svæla út úr þeim virðingarleysi þeirra fyrir lögum sem tröllreið ansi mörgu í rekstri þeirra fram að hruni. Eiturpillurnar í lánasöfnum fjármálafyrirtækjanna eru því orðnar ansi margar.
Í læknisfræði hafa menn fyrir löngu komist að því, að líkaminn verður ekki heilbrigður ef hann er gegnsýrður af eitrun. Eina leiðin er að losa líkamann við eitrunin. Þetta eru sannindi sem fjármálakerfinu gengur illa að skilja. Það heldur að ef það þrjóskast við að innheimta eitruðu lánin, þá muni það einn dag vera í heilbrigðu fjármálaumhverfi. Einstaklingar, heimili og sveitarfélög muni takast að vinna á eitruninni og rísa úr öskustónni eins og fuglinn Fönix. Hættan er sú, ef þessi leið er valin, að fari fyrir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum eins og líkama sem verður fyrir eitrun. Það þurfi að fjarlægja skaddaða eða dauða líkamshluta og starfhæfi þeirra skerðist fyrir vikið.
Fjármálakerfið lifir í ótrúlegri afneitun, ef það heldur að það geti haldið áfram að innheimta eitruðu lánin og koma með hagnað út úr því. Aðeins hluti lántaka hefur bolmagn til þess að greiða að fullu sín lán. Margir hafa þetta bolmagn en hafa ekki viljann. Enn aðrir sjá ekki tilganginn í því að greiða himinn háar upphæðir inn í fjármálakerfið ekki vitandi hvort það skipti einhverjum máli eða ekki. Til hvers að greiða af lánunum háar upphæðir, ef húsið eða fyrirtækið verður hvort eð er tekið yfir af bankanum. Ég skil bara mjög vel að fólk hermi eftir Bjarna Ármannssyni og telji fjármunum sínum illa varið með því að greiða af eitruðum lánunum.
Vilji fjármálafyrirtækin eiga langa lífdaga framundan, þá verða þau að átta sig á áhrifum eitruðu lánanna á rekstur sinn og samband við viðskiptavini. Þau verða að horfa fram á veginn með hagsmuni beggja í huga, þ.e. fjármálafyrirtækisins og viðskiptavinarins. Fyrsta skrefið er að skipta öllum lánum viðskiptavina sinni upp í viðráðanlegan hluta og eitraðan hluta. Setja eitraða hlutann á ís þannig að hann verði ekki til trafala fyrir viðskiptavininn. Með styrkingu krónunnar mun eitraði hlutinn dragast saman og vonandi hverfa. Hann hefur þegar nærri því helmingast frá því að hann var stærstur í byrjun desember 2008, a.m.k gagnvart sumum gjaldmiðlum. Jafnvægisgengi er á að giska í kringum gengisvísitölu 155, þannig að við getum ennþá búist við talsverðri styrkingu þess á næstu mánuðum og árum. Gengið mun sveiflast, en smátt og smátt styrkjast, þó vísitalan fari líklegast aldrei niður í 155 aftur.
Ef fjármálafyrirtækin láta sér ekki segjast, þá mun sífellt stærri hluti eigna í þjóðfélaginu færast til þeirra frá þinglýstum eigendum. Þeir sem áður áttu eignirnar munu ekki geta fjárfest neitt af viti í mörg ár. Neyðist þeir til að fara í gjaldþrot, geta viðkomandi ekki einu sinni verið virkir viðskiptavinir fjármálakerfisins. Hverjir eiga þá að kaupa eignirnar af fjármálafyrirtækjunum? Nei, það er best fyrir alla að eitruðu lánin verði tekin úr umferð.
Oft er notuð sú samlíking að undir þjóðfélaginu séu fjórar stoðir: Fjármálakerfið, atvinnulífið, heimilin og hið opinbera. Nú er staðan sú að þrjár af þessum stoðum eru mjög laskaðar og sú fjórða er eins og púkinn á fjósbitanum nema hvað það eru eitruð lán sem hún telur sig vera að fitna af. Hvað gerist með stól, sem er með þrjá fúna fætur,ef einhver sest á hann? Jú, hann brotnar líklegast. Þá er lítið gagn af því þó einn fóturinn sé gerður út gulli, sé gert ráð fyrir því við hönnun stólsins að hann haldi jafnvægi þá og því aðeins að allir fjórir fæturnir séu heilir. Þannig er hagkerfið í dag. Stoðirnar eru hver á fætur annarri að grotna undan því vegna þess að fjármálakerfið skilur ekki nauðsyn þess að taka hin eitruðu lán úr umferð án nokkurra skilmála. Þau taka lánin ekki einu sinni úr umferð, þó Hæstiréttur sé búinn að segja þeim að veigamikill hluti lánanna sé í andstöðu við lög. Nei, þau skulu fá sitt hvað sem tautar og raular. Dómar skulu vefengdir og lög hunsuð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1679966
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú ert í raun að lýsa skipulagðri glæpastarfsemi sem hefur engann áhuga á velferð þjóðfélagsins.
Blóðsugulíkingin hjá mér 5.des 2009 (sjá http://www.hjariveraldar.is ) á Austurvelli er sennilega rétt, þessi ófögnuður fer ekki nema með eldi.
Axel Pétur Axelsson, 8.9.2010 kl. 07:14
Skipulögð glæpastarfsemi - er möguleg túlkun og ekki endilega ósennileg, ef við síðan bætum við því sem Marínó hefur áður vakið athygli á, þ.e. sukkið í tengslum við yfirtökur húsa - þ.e. yfirtekin á verðmæti langt undir svokölluðu markaðsvirði í dag af handvöldum aðilum, síðan seld til 3. aðila fyrir hagnað, grunur um að aðilar sem stýra svindlinu skipti þeim hagnaði á milli sín - síðan svipað sukk í tengslum við yfirtökur bíla, en þar kvá svipaðir hlutir vera í gangi - yfirtaka á bílum langt undir sannvirði af handvöldum aðilum, bílar seildir til 3. aðila og grunur að einnig í þessu tilviki sé gróða skipt milli aðila er stýra svindli - - og að síðustu, þ.e. umkvörtun fyrirtækis þ.e. stjórnenda fyrirtæki í rekstri um að tilteknar bankastofnanir stundi það að taka yfir vænleg fyrirtæki þ.e. fyrirtæki með góðann undirliggjandi rekstur en sem skulda of mikið, þau yfirtekin fyrir slikk fyrri - nýtt skuldlaust félag stofnað um þess rekstur en með eigendum sem bankinn velur, og einnit í þessu tilviki grunur um að aðilar ætli sér framtíðar gróða.
-----------------------------------
Marínó - ef ég man rétt, hefur minnst á bíla- og húsnæðis-svindlið, skv. umkvörtunum frá fólki sem segist hafa lent í þessu, sem hans félasskap hafa borist.
Skipulögð glæpasarfsemi, getur einmitt verið góð lýsing á þessu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.9.2010 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.