Leita í fréttum mbl.is

Kemur ekki á óvart - Raunstýrivextir ennþá yfir meðaltali síðustu tveggja ára

Ég var byrjaður á bloggfærslu í gær, sem ég hætti við vegna anna.  Þar spáði ég 1% lækkun stýrivaxta, vegna þess að lækkun verðbólgu frá síðustu tveimur stýrivaxtaákvörðunum er það mikil að efni var fyrir þessa lækkun og raunar var efni til meiri lækkunar.

Ég hef fylgst með þróun stýrivaxta í ansi mörg ár og sérstaklega skoðað þá með hliðsjón af raunstýrivöxtum, þ.e. stýrivexti umfram verðbólgu.  Með ákvörðun Seðlabankans í morgun lækkaði bankinn raunstýrivexti úr 3,53% í 2,53%.  Fyrri tala er jafnframt með hæstu raunstýrivextir sem við höfum séð síðustu rúmlega tvö ár.  Síðari talan er á móti 75 punktum yfir meðalstýrivöxtum síðustu tveggja ára.  Það er því að mínu áliti verulegt rými fyrir frekari lækkun stýrivaxta á næsta vaxtaákvörðunardegi.

Ég hef nokkrum sinnum fjallað hér á þessari síðu um þróun raunstýrivaxta og hvernig þeir áttu í reynd stóran þátt í því að ýta almenningi og fyrirtækjum út í að taka gengistryggð lán.  Sérstaklega fyrirtæki hreinlega sögðu sig frá hinu gamla íslenska lánakerfi.  Nú er viðsnúningur að verða og mér finnst að fjármálakerfið eigi að grípa tækifærið og þróa nýtt lánakerfi. 


mbl.is Vextir lækka um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var beinlínis markmið Seðlabankans í stjórnartíð Davíðs Oddssonar, að nota háa stýrivexti til að laða fjármagn inn í kerfið.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér sýnist Seðlabankinn taka undir með mér í rökstuðningi sínum.

Marinó G. Njálsson, 18.8.2010 kl. 11:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Marinó, ertu búinn að lesa um héraðsdóminn sem féll í gær? Íslenskir Aðalverktakar vs. Fasteign hf., en þar er dæmt á grundvelli 36. gr. samningalaga um forsendubrest og verðbætur dæmdar á annars óverðtryggða fjárskuldbindingu. Í dómsorði segir:

"Verður því að taka undir þau sjónarmið aðalstefnanda að forsenda hans fyrir 3. gr. samnings aðila hafi verið stöðugt verðlag á meðan á verktímanum stæði, en vegna þeirra miklu hækkana, á byggingarvísitölu og gengi íslensku krónunnar, hafi forsendur allar brostið fyrir samþykki þess að fjárhæðir tilboðsins á verktímanum væru ekki verðbættar. Þar sem slíkar hækkanir urðu á verktímanum sem að ofan eru taldar er því ósanngjarnt að bera hann fyrir sig. Verður krafa aðalstefnanda um að víkja 3. gr. verksamningsins til hliða tekin til greina. "

Þessi afstaða dómsins um forsendubrest hlýtur að geta átt með sama hætti við um aðrar tegundir fjárskuldbindinga sem háðar eru verðlagi, sbr. verðtryggð lán til húsnæðiskaupa. Má þar nefna sem dæmi að þegar ég var að leita að húsnæði árið 2006 stóð valið á milli þess að leigja eða kaupa. Ég settist niður og reiknaði út að hagkvæmara væri að fjárfesta í eigin húsnæði, ekki síst að teknu tilliti til eignamyndunar á lánstímanum. Sú eignamyndun er hinsvegar farin út í veður og vind eins og allir þekkja, og forsendur ákvörðunar minnar því gjörsamlega brostnar. Marinó, ég bendi þér á þetta því mér þætti gaman að heyra viðbrögð þín (og/eða HH) við þessum dómi.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2010 kl. 12:13

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, Guðmundur, ég er búinn að lesa um þetta, en hafði ekki tíma til að blogga um hann.  Hann er ákaflega áhugaverður hvað varðar forsendubrestinn.

Marinó G. Njálsson, 18.8.2010 kl. 12:17

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mig langar líka að benda á vegna pælinga þinna, að ekki víst að það megi verðtryggja leigusamninga sem eru til skemmri tíma en 5 ára.

Marinó G. Njálsson, 18.8.2010 kl. 12:18

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lágmarkslánstími verðtryggðra útlána er 5 ár, en vissulega má færa rök fyrir því að sama eigi við um kaupleigusamninga, sé tekið mið af nýlegum dómum hæstaréttar um bílasamninga.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2010 kl. 16:38

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hef reyndar efasemdir um, að rétt sé við þessa stýrivaxaákvörðun að taka nokkuð tillit til núverandi verðbólgu!

  • Verðbólgan í dag, er ekki eftirspurnarbólga.
  • Vextir virka einungis á núverandi bólgu, ef þeir raunverulega hjálpa gengisstöðugleika - atriði sem ég hef efasemdir um!

-------------------

Mín skoðun er að þeir hefðu átt að fara í 1%.

Því fylgdi engin áhætta þ.s. slaki er á hagkerfinu, ekki hætta á að eftirspurnarbólga spinnist af stað - ég á ekki heldur von á að slíkt leiddi til verðfalls krónunnar, þ.s. svo mikið lægri vextir myndu hjálpa hagvexti.

Aukin eftirspurn eftir krónu vegna aukins hagvaxtar, vegna þess að aðilar í hagkerfinu hefðu sjálfvirkt meira fé handa á milli vegna lækkaðra vaxtagjalda; myndi virka á móti lækkunartendensum.

Jafnvel gætu heildaráhrif verið gengishækkun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.8.2010 kl. 17:07

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér eru tilvísanir í gildandi lög og reglur um lágmarkstíma verðtryggðra útlána (merkilegt að maður sé farinn að kunna þetta nánast utanbókar! :)

Lög um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001:

15. gr. Seðlabankinn getur að fengnu samþykki [efnahags- og viðskiptaráðherra] 1) ákveðið lágmarkstíma verðtryggðra innstæðna og lána. Bankinn getur jafnframt að fengnu samþykki ráðherra ákveðið að vextir verðtryggðra innstæðna og lána skuli vera óbreytanlegir á lánstímanum.
Seðlabankinn setur nánari reglur 2) um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.
   1) L. 98/2009, 32. gr.  2) Rgl. 492/2001.

Reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 21. júní 2001:

4. gr. Verðtrygging láns með ákvæði um að höfuðstóll þess miðist við vísitölu neysluverðs er því aðeins heimil að lánið sé til fimm ára hið minnsta. ...

------
Þarna er reyndar aðeins átt við verðtryggð útlán, en í nýlegum hæstaréttardómum um bílasamninga eru þeir lagðir að jöfnu við lánasamninga, enda eru afborganir reiknaðar eins og af láni og leigutaki eignast hið leigða í lok samningstíma fyrir málamyndaverð.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2010 kl. 17:29

9 identicon

Það sem vekur athygli mína er að vextir séu lækkaðir um heilt prósentustig þrátt fyrir orð og gjörðir FME og Seðlabanka Íslands um að bankakerfið stæði á brauðfótum ef dómar hæstaréttar um gengislán yrðu á þann veg að samningsvextir standi, síðast þegar ég vissi var ekki komin niðurstaða í það mál.

Ég fagna hins vegar að þetta sé raunin og að heimsendaspár séu ekki að rætast, ekki frekar en spádómar Jóhönnu og Steingríms um hvað gerðist ef ekki yrði skrifað undir Icesave.

Ingvaldur (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 22:57

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt upplýsingum sem hafðar voru eftir fjármálaráðherra núna í hádegisfréttum, þá kostaði endurfjármögnun bankanna "ekki nema" 200 milljarða eða 15% af landsframleiðslu. Ef þetta væri satt þá hlýtur maður að velta fyrir sér fullyrðingum um "högg upp á hundruði milljarða" fái samningsvextir gengislána að standa.

Ef fyrri fullyrðingin væri rétt þá myndi það kosta hámark aðra 200 milljarða að endurreisa bankana í annað sinn, enda er "nýju" bankarnir varla "dýrari" en þeir gömlu. Sé hinsvegar seinni fullyrðingin rétt felur það í sér að staðhæfingar um "glæsilega niðurstöðu" við uppgjör bankanna voru lygin ein.

Sama hvað er satt og logið (líklega á það síðarnefnda við í báðum tilvikum!) þá eru valdhafarnir enn og aftur í hrópandi mótsögn við sjálfa sig. Hvers eigum við að gjalda að sitja uppi með svona lygara?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2010 kl. 12:20

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2010 kl. 12:20 Sé hinsvegar seinni fullyrðingin rétt felur það í sér að staðhæfingar um "glæsilega niðurstöðu" við uppgjör bankanna voru lygin ein.

-----------------------------

Möguleiki sem ég er alveg fær um að trúa. Ekkert virðist hafa breyst í stjórnsýslu, þ.e. sama sukkið og áður. Síðan, sofandaháttur auðsýndur er engum datt í hug þrátt fyrir aðvaranir annað en að selja bankana 2, og án þess að láta kröfuhafa vita af vafaatriðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.8.2010 kl. 12:26

12 identicon

Marinó. Langar rétt að spyrja ef ég má og setja inn viðl link sem innlegg í allar vangavelturnar. Getur þú sagt okkur hvort einhver hafi commenterað á þessa þýsku athygliverðu blaðagrein.

http://www.ruv.is/frett/segja-thjodargjaldthrot-ekki-utilokad

Kristinn M Jónsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:46

13 identicon

Hef fundið eina grein um frétt þýska blaðsins, að þjóðargjaldþrot sé ekki útilokað link : http://blog.eyjan.is/andrigeir/ 

Kristinn M Jónsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 15:25

14 identicon

Merkilegt að þetta hafi ekki verið notað. Kanski þetta komi fyrir Hæstarétt.

http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=15ae3905-5d3d-4c0e-9921-a77c056b3cf0&mediaClipID=b51a1d4a-f9f3-480e-b805-2f84a4513ae0

Séra Jón (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband