27.6.2010 | 16:33
Uppgjör milli nýju og gömlu bankanna verða endurskoðuð 2012
Mér finnst einhvern veginn menn hafa gleymt því, að uppgjör milli nýju og gömlu bankanna eiga að koma til endurskoðunar 2012. Vissulega var hugmyndin að sú endurskoðun myndi leiða til þess að kröfuhafar fengju meira í sinn hlut, en hver segir að það sé meitlað í stein.
En það eru nokkur atriði sem ég held að litið sé framhjá:
1. Afslátturinn á gengistryggðu lánunum við yfirfærslu frá gömlu bönkunum til þeirra nýja var miðaður við gengi 30.9.2008 eða þar um bil. Hafi lánasöfnin farið á milli með segjum 45% afslætti, þá eru þau að fara á gengisvísitölu innan við 110.
2. Bankarnir hafa ekki fært upp í bókum sínum gengishagnað vegna veikingar krónunnar. AGS bannaði það, eins og kemur upp í ársuppgjöri Íslandsbanka.
3. Mörg gengistryggðu lánanna eru til langs tíma og það er út í hött að reikna með veikri krónu allan þann tíma. Styrking krónunnar myndi hafa sambærileg áhrif og afnám gengistryggingar til langframa að teknu tilliti til verðlagsbreytinga á lánstímanum. Dómur Hæstaréttar er því hraðvirk núvirðing lánanna fyrir utan að færa lánin að bókfærðu verði þeirra.
4. Þó svo að búið sé að skilja á milli gömlu og nýju bankanna, þá er endanlegu uppgjöri ekki lokið. Það á að fara fram 2012, a.m.k. í sumum tilfellum. Nú er staðreyndin að kröfuhafar munu líklegast fá minna en tölur Deloitte gerðu ráð fyrir og ég verð bara að segja, hvað með það!
Svo má náttúrulega velta fyrir sér af hverju menn reiknuðu ekki með þeim möguleika að Hæstiréttur myndi dæma gengistrygginguna ólögmæta. Það voru fjölmargir aðilar búnir að vara við því að gengistryggingin væri ekki í samræmi við ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 og benda á orðalagið í athugasemdum með frumvarpinu að með þeim ákvæðum væri verið að taka af allan vafa um að óheimilt væri að binda lán í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Af hverju tóku menn þetta ekki alvarlega við uppgjörið? Af hverju var að minnsta kosti ekki gerður fyrirvari? Gunnar Tómasson og Björn Þorri Viktorsson sendu öllum hlutaðeigandi og öllum þingmönnum bréf þar sem varað var við þessu. Ég er búinn að vera að hamra á þessu hér á þessari síðu og Hagsmunasamtök heimilanna í útsendu efni. Að ekki hafi verið gerður fyrirvari við þetta eru hrein og klár afglöp þeirra sem komu að uppgjörinu fyrir hönd nýju bankanna og þar með stjórnvalda.
En nú erum við í þeirri stöðu að Hæstiréttur hefur fellt sinn dóm. Fjármálafyrirtækin munu eftir fremsta megni reyna að draga úr tjóni sínu, alveg eins og lántakar voru að reyna að draga úr skaða sínum. Fjármálafyrirtækin gera það ekki með því að reyna að fara framhjá dómi Hæstaréttar. Þau gera það ekki með frjálslegri túlkun sinni á dómnum. Þau geta eingöngu gert það með því að nýta ákvæði samninganna og það verður að gera innan marka 36. gr. laga nr. 7/1936. Ákvæði 18. gr. laga nr. 38/2001 eiga bara við þegar lánveitendur þurfa að endurgreiða ólöglega vexti og þar með ólöglega gengistryggingu. Það virkar ekki í hina átti. Ákvæði 36. gr. verndar neytandann fyrir breytingum á samningi lántaka í óhag. Mér sýnist sem fjármálafyrirtækin séu einfaldlega mát eða þvingað mát sé í stöðunni.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt fram tillögu um hvernig farið skuli með uppgjör vegna lánanna. Samtökin fengu lögfræðing til að fara yfir þær, áður en þær voru lagðar fram og talsmaður neytenda hefur einnig skoðað þær og leist "mjög vel á málsmeðferð", eins og hann sagði í tölvupósti til mín. Nú er komið að fjármálafyrirtækjunum að ákveða hvað þau vilja gera, en hvað sem þau gera, þá geta þau ekki rukkað meira en upphafleg greiðsluáætlun segir til um og þau verða að hætta að rukka þá sem eru búnir að greiða meira en samtala greiðsluáætlunar segir til um.
Afsláttur af eignum dugar ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
"Endurreisn" bankanna hefði gjarnan mátt ræðast á Alþingi. Ég er ekki viss um nema að skuldbindingar beinar og óbeinar og áhættur ýmsar sem lenda á ríkinu við þessar aðgerðir, séu óheimilar án samþykkis Alþingis.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 18:20
Að sjálfsögðu má velta því fyrir sér, Björn, hvort fjármálaráðherra hafi gengið of langt í því að taka sér vald. Mér finnst þetta enn og aftur benda til þess sama og kom okkur í þá stöðu sem við erum í: Skortur á virkri áhættustjórnun og að hugsa um hvað gæti farið úrskeiðis. Þá er ég ekki að tala um lánaáhættu í hefðbundnum skilningi heldur áhættu gegn viðnámþoli bankanna og ríkisins.
Marinó G. Njálsson, 27.6.2010 kl. 18:29
Það eru einhverjar ofurhetju fantasíur í gangi í fjármálaráðuneytinu, sem munu hugsanlega kosta Ísland sjálfstæðið.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 18:32
Og mannstu eftir frétt Stöðvar 2, 6.april, þar sem endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson segir að lánin sem SP sagðist hafa tekið frá Landsbankanum, findust ekki í ársreikningi Landsb. okt. -des. 2008. Hvað varð um þau?
Þórdís (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 21:15
Þórdís, það eru svo mörg önnur atriði sem hægt væri að nefna, en þarna er ég að fjalla um uppgjörið milli gömlu og nýju kennitölunnar.
Marinó G. Njálsson, 27.6.2010 kl. 21:21
Enn ein skýringin og ekki veitir af. Það eru svo margir sem ekki vita sinn rétt og halda jafnvel að það gangi ekki. Takk fyrir að halda okkur hinum við efnið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 22:34
Góð færsla hjá þér. Það hefur greinilega einhver sofið á verðinum varaðandi þessi lánasöfn.
Sigurður Sigurðsson, 28.6.2010 kl. 02:55
Sæll minn kæri Marinó.
Ég er vinnu minnar vegna fjarverandi um þessar mundir, en góður Guð hvað ég er ánægður með að þurfa ekki að halda uppi málsvörnum vegna stöðu fjölskyldu minnar á þessum furðulegu tímum. Þú sérð um það, og ég vona að það sé endurnýjaður kraftur í þér eftir dóminn.
En. Ef þú þarft hjálp, andlega, ritlega, veraldlega eða hvernig sem er með þennan slag, þá er ég þér við hlið.
Takk, af öllu hjarta Marinó. Takk.
Friðrik Höskuldsson og fjölskylda
Kirkjubrekku 7
225 Álftanesi
Friðrik Höskuldsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 05:44
Hvers vegna er umræðan ekki "stjórn peningamála" hérna á Íslandi. Menn eru að sækja um ESB og tala digurbarkalega um að öllum málum verði bjargað með inngöngu þangað.
Það sem þeir "fatta ekki", er að innganga í ESB er uppgjöf. Þ-e þeir sem stjórna, hafa gefist upp í að stjórna peningamálum þjóðarinnar.
Þeir væla um niðurstöðu Hæstaréttar, og tala um óréttlæti á milli aðila. Þeir tala aldrei talað um aumingjaskap sinn í stjórn í peningamálum þjóðarinnar. Ég hef aldrei heyrt bankanna ræða eða tala um óréttlæti, þegar þeir knýja fram kröfur sínar með stuðningi ríkisstofnanna.
Þessir aular eiga að skammast sín og taka til baka verðtryggingu af lánum, bæði fólks og fyrirtækja. Þessi verðtrygging var sett á með lögum, lögum. Lögum sem endurspegluðu aulaskap stjórnanda peningamála Íslendinga, þ.e. Hæstvirt Alþingi.
Ég veit að þetta eru hörð orð, en hvað ætlar Samfylking að gera í stjórn peningamála EF þjóðin samþykkir að ganga í ESB? Það verður að koma svar við þeirri spurningu.
Eggert Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.