Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
23.8.2008 | 12:07
Frábær viðurkenning
Guðjón, Snorri og Ólafur í úrvalsliði Ólympíuleikanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 11:53
Tökum gullið - Til hamingju Ísland
Ég hef fulla trú á að við vinnum Frakka í fyrramálið. Ef tölfræði þessara tveggja liða er skoðuð, þá eru þau jöfn á flestum sviðum. Þar sem munar, þá munar litlu eða að tveir þættir vega hvorn annan upp. Hafa verður þó í huga að Frakkar spiluðu við tvo veika andstæðinga, sem hjálpaði þeim að ná góðri tölfræði.
Bæði lönd spiluðu við Rússa, Pólverja og Spánverja. Ísland vann öll þessi lönd frekar örugglega, Frakkar unnu tvo og gerðu eitt jafntefli. Frakkar eru með 10 mörk í plús úr þessum leikjum og Ísland er með 10 mörk í plús. Í þessum þætti er því jafnræði milli liðanna.
Hér fyrir neðan er tafla með tölfræði útileikmanna. Aftasti dálkurinn sýnir tölfræði Frakka gegn Kína og Brasilíu sem með tveimur undantekningu hífir tölfræði Frakkanna mikið upp.
| Ísland | Frakkland | Kína/Brasilía |
Mörk/Skot (Skotnýting) | 219/372 (59) | 200/332 (60) | 67/100 (67) |
Af línu | 51/67 (76) | 54/64 (84) | 14/16 (88) |
Úr hornunum | 24/38 (63) | 22/44 (50) | 10/17 (59) |
Utan punktalínu | 66/160 (41) | 43/114 (38) | 6/19 (32) |
Víti | 19/24 (79) | 15/18 (83) | 5/6 (83) |
Hraðaupphlaup | 47/61 (77) | 46/66 (70) | 23/31 (74) |
Gegnumbrot | 12/22 (55) | 20/26 (77) | 9/11 (82) |
Stoðsendingar | 108 | 106 | 43 |
Sóknarbrot | 80 | 80 | 27 |
Bolta stolið | 31 | 44 | 19 |
Varin skot í vörn | 30 | 30 | 5 |
Á töflunni sést að það er ekkert í sóknarleik Frakka sem við þurfum að óttast þannig séð. Liðin eru einfaldlega mjög jöfn. Það vantar eina tölfræði í þetta. Ísland hefur nýtt 54% af 403 sóknum liðsins, en Frakkland 52% af 383 sóknum sínum.
Styrkur beggja liða er sterkur varnarleikur sem skilað hefur liðunum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Vissulega kom helmingur hraðaupphlaupsmarka Frakka í leikjunum tveimur gegn Brasilíu og Kína, þannig að gegn betri sóknarliðum eru þeir meðsvipaðan árangur og Egyptar og Brassar. Veikleiki Ísland fyrri hluta móts var markvarslan, en nú hefur Björgvin heldur betur hrokkið í gang. Styrkur Björgvins er að taka skot að utan, en búast má við því að Frakkar reyni meira að brjótast í gegn, fara inn úr hornunum og fara inn af línunni.
Frakkar eru með góða leikmenn í flestum stöðum. Mest ber á Nikola Karabatic sem er með 29 mörk og 30 stoðsendingar. Hann leysir mikið inn á línu eða brýst í gegn. Daniel Narcisse er helsta skytta liðsins, sem skorar líka mikið af línunni og með gegnumbrotum. Línumaðurinn Bertrand Gille er gríðarlega sterkur auk þess að vera mjög snöggur. Hornamaðurinn Luc Abalo skorar grimmt úr horninu og hraðaupphlaupum en fær oft dæmt á sig í sókninni. Hinn hornamaðurinn, Oliver Girault, hefur einnig verið duglegur í hraðaupphlaupum, en það stendur ekki eins mikil ógn af honum sem hornamanni.
Leikurinn mun því samkvæmt tölfræðinni verða jafn og spennandi. Hann mun ráðast af dagsforminu og hvort annað hvort liðið sé orðið mett. Einnig gæti hann ráðist af úthaldi leikmanna. Hjá Frökkum hefur mikið mætt á sex leikmönnum, þ.e. Thierry Omeyer, markmanni, og útmönnunum fimm sem ég nefndi að ofan. Mest hefur mætt á Karabatic, en hann hefur samt leikið skemur en bæði Guðjón Valur og Ólafur Stefánsson og litlu lengur en Alexander. Guðjón Valur hefur spilað flestar mínútur af leikmönnum íslenska liðsins, en eftir að hafa hvílt í fyrsta leik hefur honum varla verið skipt útaf. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að hann misnotaði 3 hraðaupphlaup í fyrri hálfleik gegn Spánverjum?
Að lokum vil ég skora á Þorvald Bjarna að breyta texta lagsins Til hamingju Ísland með Silvíu Nótt þannig að hann fjalli um íslenska landsliðið í handbolta, aðra Ólympíufara og aðra frábæra íþrótta- og listamenn sem hafa náð langt í sínum greinum.
PS. Mér finnst menn gleyma því að Ísland hefur áður náð langt í hópíþróttum, þó svo að það hafi ekki verið á Ólympíuleikum. Þar á ég m.a. við briddslandsliðið sem vann Bermúdaskálina hér um árið, íslenska landsliðið í hestaíþróttum og skáklið Salaskóla svo fáeinir séu nefndir.
„Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 09:27
Æi, má hann ekki fagna
Mér finnst hann Jacques Rogge vera nú heldur smámuna samur. Bolt er nýbúinn að slá heimsmet, sem menn héldu að myndi standa um "aldur og ævi" í 200 m hlaupi og hafði þar áður sett glæsilegt heimsmet í 100 m hlaupi án þess að hlaupa á fullu til enda. Má hann ekki monta sig. Eins og fyrri meistarar hafi ekki gert það sama. Er það kannski bara vegna þess að hann er "utangarðsmaður" að hann má ekki fagna í einrúmi. Síðan sá ég ekki betur en að Spearman hefði einnig fagnað einn í heillangan tíma eða þar til að þeir hópuðust saman þeir þrír sem komu fyrst mark.
Mér finnst þetta lykta af fúllyndi þjóðanna, sem alltaf hafa unnið, yfir því að "litla Jamaíka" sé að taka þá í bakaríið í spretthlaupunum.
Óánægðir með hegðun Bolt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2008 | 13:00
Kórea - Spánn 23 - 29 (13-14) Leik lokið
Hér kemur seinni hálfleikur, en annars er leikurinn í beinni í sjónvarpinu (RÚV). Ég missti af fyrrihálfleik þannig að ég veit ekki hvernig leikurinn hefur þróast. (Það er víst búið að vera jafnt á öllum tölum.)
Við skulum vona að leikurinn haldist jafn og fari helst í tvöfalda framlengingu, svo sigurvegarinn komi úrvinda til leiks gegn okkur á föstudag.
Kórea -Spánn 13-14, 14-15, 15-16, 16-16, 17-17, 17-19 (Tveggja marka munur í fyrsta skipti í leiknum), 17-21, 17-22, 17-23 (sex mörk Spánverja í röð), 18-25, 19-26, 20-27, 22-28, 23-29
Dæmigert lið frá Kóreu. Spilar vel í fyrstu 4 leikjunum og síðan er allt loft úr þeim. Hversu oft höfum við ekki séð þetta áður?
Undanúrslit:
Ísland - Spánn
Króatía - Frakkland
Leikir um 5. - 8. sæti
Kórea - Pólland
Danmörk - Rússland
Íslendingar mæta Spánverjum í undanúrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 10:18
Danmörk - Króatía 24 - 26 (12-14) Leik lokið
Fyrir þá sem ekki sjá þetta beint.
Balic er með Króötum og er allt í öllu.
Danmörk - Króatía
Fyrri hálfleikur:
1-5, 2-7, 4-8, 5-9, 6-10, 7-10 (20 mínútur liðnar), 8-11 (og þá hefst "bein" útsendinga á RÚV), 10-11, 11-13, 12-14
Eftir snarpa byrjun Króata hafa Danir náð að vinna sig inn í leikinn.
Síðari hálfleikur:
13-15, 14-16, 16-16 (Króatar þola mótlætið illa og falla eins og hráviði um allan völl), 17-16 (Danir komast yfir í fyrsta sinn í leiknum), 18-17, 19-18 (eftir ótrúlegar sviptingar, þar sem Hvidt varði stórkostlega), (15 mínútur eftir - sóknarleikur Króata ákaflega vandræðalegur), 19-20, 20-21, (nú eru það Danir sem komast ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Króata. Spurningin hvort Danir séu sprungnir?), 20-21 (innan við 8 mínútur eftir og ekki komið mark í 4 mínútur) 20-22 (Loksins kom mark. 6 og hálf eftir), (Danir klúðra víti), 20-23 (Balic sýnir snilli sína), 21-23 (Fyrsta mark Dana í 8 mínútur - innan við 4 mínútur eftir), 21-24 (Dæmigerðir Króatar, spila best þegar mestu máli skiptir), 22-24 (Danir skora úr víti - 3 mín. eftir), 22-24 (Danir fá gefins víti, en þeir skjóta í slá), 23-24 (rúm 1 og hálf eftir), 23-25 (1 mín eftir og Króatar ná boltanum), 24-26 (Króatar fara í undanúrslit)
Undanúrslit: Króatía - Frakkland
Króatar unnu - Danir leika ekki til úrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2008 | 08:34
Hreint út sagt frábært
Hann var ótrúlega góður leikur íslenska liðsins áðan. Sigurinn var aldrei í hættu. Björgvin lagði grunninn að sigrinum með stórbrotinni markvörslu sem er sú besta sem sést hefur frá íslenskum markamanni í háa herrans tíð.
Pólverjarnir sýndu að þeir eru með mjög gott lið, en það var eins og leikurinn gegn Frökkum sæti aðeins í þeim. Íslenska liðið náði að stoppa hinar hröðu klippingar þeirra fyrir utan og oft var spil þeirra ráðleysislegt. Þeir bættu sóknarleik sinn í síðari hálfleik, en það fór greinilega of mikil orka í að vinna upp muninn og síðan sprungu þeir á limminu.
Næst eru að undanúrslit. Get ég ekki séð að það skipti máli hvort við fáum Spán eða Kóreu, en það væri gaman að mæta Kóreu aftur og hefna fyrir tapið.
Svo segi ég bara eins og Silvía Nótt: Til hamingju Ísland.
Ísland í undanúrslit á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 23:50
Rússneski björninn hristir sig
Ég skil ekki af hverju menn setja atburðina í Georgíu í samhengi við nýtt járntjald. Er það vegna þess að Vesturlönd ætla að búa til þetta járntjald? Hver er tilgangurinn með eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu, ef hann er ekki að búa til járntjald? Heldur einhver heilvita maður að það sé til að verjast eldflaugaárás frá Íran, þegar Íranir eiga ekki einu sinni eldflaugar sem drífa til Ísraels? Auðvitað er þessu beint gegn Rússum og þeim einum.
Upphaf atburðanna í Georgíu var árás hersveita Georgíu á Suður-Osseta. Jafnvel stjórnarandstaðan í Georgíu viðurkennir það, þó hún kalli eftir samhug. Georgíumenn vildu koma í veg fyrir að Suður-Ossetía og Abkasia yrðu að nýju Kosovo, þ.e. gætu sagt sig úr ríkjasambandi við Georgíu. Vesturlönd samþykktu að Kosovo sem hefur verið hluti af Serbíu í hundruð, ef ekki þúsund, ár gætu klofið sig frá Serbíu og lýst yfir sjálfstæði. Suður-Ossetía og Abkasia hafa verið hluti af Georgíu í mesta lagi 60 eða 70 ár eða frá því að Stalín ákvað að þessi tvö lýðveldi heyrðu til Georgíu. Íbúar þessara lýðvelda eru upp til hópa Rússar og þeir vilja bara að réttur þeirra sé virtur á sama hátt og réttur Albana í Kosovo. Hvað er að því? Rússar hafa ekki verið að ýta undir þessa þróun af þeirri einföldu ástæðu, að þá væru þeir að gefa grænt ljós á sams konar sjálfstæðisyfirlýsingar um allt Rússland. Það var m.a. þess vegna sem þeir voru á móti einhliða ákvörðun Vesturlanda vegna Kosovo.
Ég held að það sé tímabært að menn hætti að skoða þessa hluti með einlitum gleraugum Vesturlanda (Bandaríkjanna) og átti sig á því að með Kosovo-ákvörðuninni opnuðu menn dyr sem ekki verður lokað. Það er ekki hægt að segja: "Bara þau svæði/þjóðarbrot sem eru okkur þóknanleg mega lýsa yfir sjálfstæði og bara ef það hentar okkur." En það er nákvæmlega það sem Vesturlönd eru að segja. Þegar menn taka svona grundvallarákvörðun, eins og að samþykja sjálfstæði héraðs í sjálfstæðu landi, þá verða menn að búast við því að fleiri vilji fylgja eftir. Vesturlönd eru að reisa járntjald, þegar þau segja að bara þeir sem eru þeim þóknanlegir megi gera hlutina, en ekki þeir sem eru, t.d., Rússum þóknanlegir. Þá eru Vesturlönd að segja að einar reglur gildi fyrir þau og bandamenn þeirra og aðrar fyrir hina.
Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Vesturlönd (Bandaríkin) láta svona og alveg örugglega ekki það síðasta. Ég hélt bara að við værum lengra komin en svo að við létum blekkjast af einhliða framsetningu Bandaríkjanna á þessu. Svo er kannski merkilegt, að þetta gerist á kosningaári í Bandaríkjunum. Það hefur kannski farið framhjá einhverjum, en Georgíuher reyndist búinn bandarískum vopnum! Pantaði ríkisstjórn Bush árás Georgíuhers til að kalla á íhlutun Rússa? Það kæmi mér ekkert á óvart, ef svo reyndist vera. Það var alveg vitað, að Rússar myndu verja þessi lýðveldi, ef til árásar kæmi. Þeir voru búnir að vera með friðargæsluliða þar í einhvern tíma, m.a. til að koma í veg fyrir svona uppákomu.
Munu ekki líða nýtt járntjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.8.2008 | 13:28
Pólland - Frakkland 30-30 (16-13) Leik lokið
Staðan í leik Póllands og Frakklands. Mörk Pólverja á undan.
Fyrri hálfleikur:
4-4, 4-6, 7-7, 10-8 (17 mínútur liðnar), 10-9, 11-9, 12-10, 13-11, 15-11, 16-12, 16-13 (fyrri hálfleik lokið)
Síðari hálfleikur:
16-14, 17-15, 18-16, 19-17, 20-18, 21-19, 22-20, 22-21 (15 mínútur eftir), 22-23, 24-23, 24-25 (8 mínútur eftir), 25-27 (6 mínútur), 25-27, 27-28, 28-29 (2 mín), 29-30 (1 mín), 30-30 Leik lokið
Við fáum Pólverja, Frakkar mæta Rússum, Króatar spila við Dani og Spánverjar við Kóreu.
Öruggur sigur Dana - Ísland í þriðja sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2008 | 11:50
Danir vinna Þjóðverja 27-21
Danir eru yfir í hálfleik 15 -12 eftir að Þjóðverjar byrjuðu betur. Helstu markatölur í leiknum eru þessar (Danmörk talið fyrst):
Fyrri hálfleikur:
0-1, 1-3, 3-3, 4-3, 4-4, 4-5,6-6, 7-8, 9-9, 12-9, 13-10, 14-11, 15-12.
Síðari hálfleikur:
16-12, 16-13,16-14, 17-15, 18-15, 18-16, 18-17 (15 mínútur eftir), 20-17 (10 mínútur eftir), 22-17 (aðeins fimm þýsk mörk í síðari hálfleik!!!), 22-19 (5 mínútur eftir), 23-21, 24-21 (og lítið eftir), 25-21 (2 mínútur eftir og heimsmeistararnir á leiðinni heim!), 26-21, 27-21.
Danir vinna og taka 2. sætið í riðilinum. Ísland í 3. sæti og mætir Pólverjum eða Frökkum.
Heimsmeistarar Þjóðverja eru úr leik.
Lokastaðan í riðlinum
Kórea 6 stig
Danmörk 6 stig
Ísland 6 stig
Rússland 5 stig
Þýskaland 5 stig
Egyptaland 2 stig
Svo virðist sem Þjóðverjar hafi hreinlega sprungið eða gefist upp. Jensen og Boesen skora 8 mörk hvor fyrir Dani, sem vinna Þjóðverja enn einu sinni. Það er eins og Danir hafi eitthvað tak á þeim þýsku.
Nú er bara að bíða eftir úrslitum úr leik Frakka og Pólverja. Ég er ekki viss um að ég finni hann á netinu.
Ýmsir möguleikar hjá íslenska landsliðinu á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.8.2008 | 11:21
Króatar eru í 4. sæti ekki 3.
Í frétt mbl.is segir:
Króatar unnu ellefu marka sigur á kínverska landsliðinu, 33:22, sem var úr leik fyrir leikinn. Króatar sitja í þriðja sæti í A-riðli, næst á undan Spánverjum og mun staða þessara tveggja þjóða ekki breytast.
Þessi fullyrðing er röng. Króatar eru sem stendur í 4. sæti riðilsins, en það breytist ef Pólverjar taka a.m.k. stig af Frökkum. Ef við aftur gerum ráð fyrir að Frakkar vinni Pólverja, þá verða Pólland, Króatía og Spánn jöfn með 6 stig.
Innbyrðisleikir þeirra fóru sem hér segir:
Spánn - Pólland 30-29
Pólland - Króatía 27 - 24
Króatía - Spánn 31 - 29
Reglur mótsins segja að þegar lið eru jöfn skulu stig úr innbyrðisviðureignum fyrst ráða. Hér eru öll lið með 2 stig. Þá er það markamunur í innbyrðisviðureignum. Pólverjar eru með 2 mörk í plús meðan hin eru bæði með 1 mark í mínus. Pólverjar eru því búnir að tryggja sér annað sætið, þrátt fyrir að þeir tapi fyrir Frökkum. Til að gera upp á milli Króatíu og Spánar þarf að skoða fjölda marka sem þessi lönd skoruðu í ofangreindum leikjum. Þar kemur í ljós að Spánn skoraði 59 mörk og Króatía 55 mörk sem setur Spán ofar en Króatíu. Verði þessi þrjú lönd jöfn á stigum, þá lenda Pólverjar í 2. sæti (A2), Spánverjar í 3. sæti (A3) og Króatía í 4. sæti (A4).
Ísland lendir annað hvort í 2. eða 3. sæti. Vinni Þjóðverjar Dani lendir Ísland í 3. sæti, eins ef Danir vinna Þjóðverja með 6 mörkum. Annars lendir Ísland í 2. sæti.
Viðbót: Úps, smá villa. Ísland lendir náttúrulega í 1. sæti verði jafntefli hjá Dönum og Þjóðverjum.
Spánverjar í vandræðum með Brasilíumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði