Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 17:03
Af hverju eru 4 Valsmenn í liðinu en 1 Haukamaður þegar...
Sigurbergur besti leikmaðurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2008 | 16:14
Ekki nóg að fjarlægja fréttina
Mér brá í morgun þegar ég sá upphaflegu fréttina hér á mbl.is. Að vísu náði ég ekki tengingu við frétt Sunday Times og er ástæðan líklegast sú að hún hafði þá þegar verið fjarlægð.
Það er gott og blessað að vitleysan hafi verið fjarlægð, en það er ekki nóg. Þessi frétt hefur líklegast þegar borist víða um heim. Ýmsar fréttaveitur og vefsíður sérhæfa sig í því að fiska upp svona fréttir og birta þær á sínum síðum. Síður geymast í biðminni, á millitölvum internetsins o.s.frv. Það er því nauðsynlegt að Sunday Times dragi fréttina til baka með því að birta leiðréttingu. Verði það ekki gert munu áhrif hennar ekki deyja út.
Viðbót kl. 18:51
Þar sem mbl.is er búin að taka fréttina út, þá set ég hluta hennar inn hér:
Frétt af mbl.is
Röng frétt um íslenska banka fjarlægðViðskipti | mbl.is | 30.3.2008 | 15:07
Breska blaðið Sunday Times hefur tekið út frétt af vef sínum þar sem sagt var frá því að breskir sparifjáreigendur taki nú innistæður sínar út úr reikningum íslenskra banka af ótta við að íslenska bankakerfið kunni að hrynja.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2008 | 21:32
Skýrslutæknifélag Íslands 40 ára
Ég vil óska Skýrslutæknifélagi Íslands til hamingju með 40 ára afmælið, en haldið var upp á það í dag. Stofndagur félagsins var 6. apríl 1968, en þá var framhaldsstofnfundur þess haldinn. Í tilefni dagsins rifjaðist upp fyrir mér, að fyrir 15 árum, á 25 ára afmælinu, skrifaði ég pistil í viðskiptablað Morgunblaðsins í tilefni tímamótanna. Langar mig aðeins að skoða efni þessa pistils.
Fyrst vil ég nefna að 14. mars 1968 sendu 12 valinkunnir einstaklingar út ,,boðsbréf til þátttöku í félagsstofnun" eins og segir í titli bréfsins. Segir m.a. í bréfinu:
,,Undirritaðir aðilar gangast fyrir stofnun félags, er hafi það markmið að stuðla að hagrænum vinnubrögðum við úrvinnslu gagna hjá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum, einkum með notkun sjálfvirkra véla fyrir augum."
Undir bréfið voru svo nöfn 12 menninganna, en þeir voru:
- Árni Bjarnason, Verzlunarbanki Íslands
- Bjarni P. Jónsson, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar
- Gunnlaugur Björnsson, Samband ísl. samvinnufélaga
- Hjörleifur Hjörleifsson, Rafmagnsveita Reykjavíkur
- Jakob Sigurðsson, Sláturfélag Suðurlands
- Klemens Tryggvason, Hagstofa Íslands
- Sigfinnur Sigurðsson, borgarhagfræðingur
- Sigurbjörn Sigtryggsson, Landsbanka Íslands
- Sigurður Þórðarson, Loftleiðir h.f.
- Svavar Jóhannsson, Búnaðarbanki Íslands og
- Vilhelm Andersen, Mjólkursamsalan
Eiga þeir hrós og heiður skilið fyrir framtak sitt hvoru megin móðunnar miklu sem þeir dvelja núna.
Skýrslutæknifélagið, eða Ský, er ákaflega virkt félag og heldur úti öflugri starfsemi af áhugamannafélagi að vera. Þannig hefur þetta verið frá upphafi. Félagsfundir haldnir reglulega um alls konar málefni og má segja að fátt sé félaginu óviðkomandi snerti málið tölvur, hugbúnað, upplýsingatækni, upplýsingavinnslu, samskipti og fjarskipti svo eitthvað sé nefnt. Einn merkilegasti hluti starfseminnar er að margra áliti starf Orðanefndar, en nokkuð víst er að henni má þakka fyrir að við notum íslensk heiti og orð yfir flest eða allt sem snýr að upplýsingatækni og upplýsingavinnslu. Annar mikilvægur þáttur í starfsemi Ský er afskipti þessi af staðlamálum. Þar stendur líklegast hæst vinna í starfshópum að samræmingu á stafatöflum og lyklaborðum vegna íslensku stafanna. Líklegast gera ekki margir sér grein fyrir mikilvægi þess, en með því að koma íslenskum sértáknum inn í ISO 8859 staðalinn á sínum tíma var hægt að krefjast þess að framleiðendur útfærðu íslensku stafina í samræmi við staðalinn. Fyrir þá sem ekki vita, þá var það flókin aðgerð á sínum tíma að sækja rétta stafi, ef stafatöflur voru ekki samræmdar. Annað atriði af þessum meiði var síðan að frammámenn í Ský, með Jóhann Gunnarsson í fararbroddi, komu því til leiðar að allar PC-samhæfðar tölvur voru aðlagaðar íslensku umhverfi á sama hátt. Mikilvægi þessa atriði verður ekki með orðum lýst og skilja líklegast best þeir sem unnu að breytingum á tölvunum og skjákortum áður en hægt var að afhenda þær kaupendum. (Sem ég vann við sumarið 1987.)
Staðla- og stafamálin voru sérstaklega mikilvæg á sínum tíma, þar sem nýta þurfti minni tölvanna mun betur í þá daga en gert er í dag. Tölvur með 4 kb minni gáfu ekki mikið svigrúm fyrir bruðl með pláss og jafnvel eftir að vinnsluminni var komið upp í 256 kb varð að skera öll kerfisforrit niður eins og hægt var. Það er annað en í dag, þegar kerfisforrit með einfalda virkni leyfa sér að gleypa nokkur Mb af vinnsluminni.
Ég óska Skýrslutæknifélagi Íslands farsældar í framtíðinni og vona að hagur þessi dafni. Ég þakka jafnframt frumkvöðlunum fyrir störf þeirra.
Bloggar | Breytt 29.3.2008 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 11:29
Stýrivextir hækka húsnæðisliðinn
Hún er nú ekki öll vitleysan eins. Samkvæmt þessari frétt um hækkun verðbólgu, þá má lesa nokkur atriði sem hljóta að stinga í stúf:
1. Verð húsnæðis hefur hækkað meira en aðrir þættir síðustu 3 mánuði. Þetta virðist vera í mótsögn við það sem fólk er að upplifa á fasteignamarkaðnum og má spyrja sig að því hvernig þetta er fengið úr.
2. Stýrivextir eru að vega tvöfalt í hækkun húsnæðiskostnaðar en hækkun markaðsverðs, þannig að stýrivextirnir sem eiga verða til þess að slá á verðbólguna eru að auka hana. Vissulega eru það vextir húsnæðislána sem eru að valda þessu, en þeir hafa verið að hækka m.a. vegna hækkunar stýrivaxta.
3. Markaðsverð húsnæðis er ennþá að hækka á milli febrúar og mars, sem er með ólíkindum, þó eitthvað hafi dregið úr hækkunum og aðgangur að lánsfé sé mjög takmarkaður.
4. Þessar verðbólgutölur mæla ekki þá miklu lækkun á gengi krónunnar sem hefur orðið undanfarnar vikur og á hugsanlega eftir að verða á næstu dögum. Því má búast við því að verðbólga í apríl mælist talsvert hærri en núna. Getum við alveg búist við að 3 mánaða verðbólga mælist þá 15 - 17 % á ársgrundvelli og verðbólga frá apríl 2007 til apríl 2008 verði nálægt 10%, ef ekki meiri.
Þessar tölur lýsa líklegast best hvers konar skipsbrot peningamálastefna Seðlabankans hefur beðið. Það er blákaldur veruleikinn sem fáir málsmetandi aðilar hér á landi þora að segja, en greiningaraðilar út um allan sjá og skilja.
Mesta verðbólga í 6 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 08:42
Hafa íþróttafréttamenn leik af þessu?
Enn einu sinni kemur arfa vitlaus frétt frá NBA boltanum. Fyrirsögnin "Golden State komið í úrslitakeppnina" er svo á skjön við sannleikann að það er með ólíkindum að mönnum hafi tekist að finna þetta upp.
Það er langur vegur frá því að Golden State sé búið að tryggja sér inn í úrslitakeppnina. Liðið er hálfum leik á undan Denver í vinningshlutfalli, þ.e. GS er 44-27, en DN 44-28, og þessi lið mætast í næsta leik. Liðið er líka hálfum leik á eftir Dallas (45-27) og síðan er stutt í næstu lið. Fyrir utan leikinn gegn Denver, þá á GS 10 leiki eftir og auk Denver getur Portland náð GS fari allt á versta veg. Gangi aftur allt upp, þá getur GS ennþá unnið Vesturdeildina.
Það sem líklega hefur ruglað íþróttafréttamanninn, er að hefði GS spilað í Austurdeildinni, þá hefði sigurinn í gærkveldi tryggt þeim sæti í úrslitakeppninni. Þetta er bara munurinn á þessum tveimur deildum. Úr annarri kemst lið með innan við 45% vinningshlutfall í úrslitakeppnina, meðan í hinni kemst lið með yfir 60% vinningshlutfall ekki í úrslitakeppnina.
Þjálfarinn æsti sig og Golden State vann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 13:04
Ólíkt hafast þeir að
Credit Suisse gefur út afkomuviðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 14:04
Er verið að gera atlögu að krónunni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
6.3.2008 | 20:32
Hvað er að dómskerfinu?
Í fréttum annarrar sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld var frétt þess efnis, að maður hafi fengið 30 daga skilorðsbundinn dóm til tveggja ára fyrir að "buffa" sambýliskonu sína, þannig að stór sá á henni. Á dv.is er frétt þess efnis að annar maður hafi fengið 5 mánaða dóm fyrir að kýla annan mann þannig að tönn brotnaði. Er ekki allt í lagi? Ná hegningarlög ekki yfir líkamsárásir í heimahúsum? Siðgæðisvitund minni er misboðið með svona hróplegu óréttlæti.
Í fyrra tilfellinu virðist um yfirgengilegt ofbeldi gagnavart konunni, þar sem hún er laminn aftur og aftur. Í síðara tilfellinu er eitt eða tvö högg í afbrýðiskasti. Ef eitt eða tvö högg gefa 5 mánuði, þá hefði hinn átt að fá 5 ár hið minnsta. Af hverju er svona mikið ósamræmi milli ofsafengis heimilisofbeldis og tveggja kjaftshögga á skemmtistað? Er það vegna þess að fleiri horfðu á hið síðara? (Ég tek það fram að sá sem veitti kjaftshöggin átti skilið að fá dóm, en 5 mánuði skilorðsbundið til þriggja ára er líklegast fullmikið í lagt.)
Ef dómaframkvæmd hegningarlaga gagnvart líkamsárásum inni á heimilum gagnvart öðru heimilisfólki (það sem falið er undir hugtakinu heimilisofbeldi) er jafn arfavitlaus og raun ber vitni, þá er einfaldlega nauðsynlegt að setja í lög að refsingar vegna slíkra líkamsárása skulu vera í samræmi við refsingar þegar óskildir/ótengdir aðilar eiga í hlut. Maður sem "buffar" konuna sína, líkt og konan lýsti, á að þurfa að sitja nokkur ár í fangelsi, ef sá sem kýlir annan í augnabliksæði fær 5 mánaða fangelsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2008 | 13:11
Samúð Reynis Traustasonar
Reynir Traustason vottar á DV.is Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni samúð sína vegna þess að Jón Ólafsson vill verja mannorð sitt. Samúð Reynis nær fyrst og fremst til þess að Jón er svo ríkur, en Hannes Hólmsteinn er launamaður og þar með ekki ríkur. Af þessum rökum Reynis má draga þá ályktun að sé maður fátækur þá má maður segja hvað sem er um hina ríku og sé maður ríkur, þá má maður þurfa að þola hvað sem er af þeim fátæku. Mér finnst þetta furðulegur rökstuðningur hjá Reyni og er raunar stórhættulegur.
Það mætti kannski rifja það upp fyrir Reyni, að Jón Ólafsson gerði ekkert í málinu meðan Hannes hafði grein sína bara á íslensku á vefsíðu sinni. Það var ekki fyrr en Hannes þýddi hana og birti hana á ensku að Jón gerði eitthvað, þar sem erlendir viðskiptavinir Jóns spurðu hann út í efni greinarinnar. Raunar hefur komið fram, að Hannes var ítrekað beðinn um að fjarlægja þýðinguna af vefsíðu sinni, en hann hafnaði því.
Það getur vel verið að eitthvað í fortíð Jóns Ólafssonar hafi ekki komið upp á yfirborðið, en hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Gróusögur á borð við það sem minn gamli kennari var að nefna í grein sinni, eiga ekkert heima í siðfágaðri umræðu og er erfitt að sjá annan tilgang með slíkum skrifum en að kasta rýrð á mannorð viðkomandi. Mögulega var þetta þáttur í ófrægingarherferð gegn Jóni, en flestir sem fylgdust með umræðu um Jón og fyrirtæki hans fyrir 5 - 10 árum muna að verulega var vegið að honum, að því virtist fyrir það eitt að hann kunni með peninga að fara og var snjall í viðskiptum.
Þetta mál er, að mínu áliti, af sama toga og nýlegur dómur um meiðyrði bloggara. Það sem birt er opinberlega, þ.m.t. á vefsíðum, þarf að vera þannig sett fram að það standist lagagreinar um meiðyrði. Þar sem greinin var augljóslega ætluð fyrir aðila sem ekki skilja íslensku, þá er eðlilegt að sækja málið þar sem efni greinarinnar veldur mestum skaða. Jón mat sem svo að tjón sitt væri mest í Englandi og nýtti ákvæði breskra laga til að fara með málið fyrir dómstóla þar. Með réttum viðbrögðum hefði Hannes hugsanlega komist hjá því að tapa málinu, en það er alltaf óskynsamlegt að grípa ekki til varna á einhvern hátt. Dómurinn varð síðan harðari en þekkt er frá sambærilegum málum hér á landi. Niðurstaðan er orðin hörð lexía fyrir Hannes og óska ég engum manni að þola slíkt. Lærdómurinn af þessu máli og nýlegum dómi yfir bloggara er sá að betra er að vera orðvar í skrifum sem birtast opinberlega og gæta þess að segja ekki meira en maður hefur efni á að borga fyrir.
Þeir sem birta efni opinberlega verða að taka mið af þessu og stjórnendur vefsvæða, eins og t.d. blog.is, þurfa að gæta þess að efni sem sett er inn á slík svæði brjóti ekki í bága við lög. Vissulega geta þeir ekki fylgst með öllum sem sett er inn af notendum, en verði þeir varir við að vefsvæði þeirra eru notuð til ólöglegra hluta, þá ber þeim að tilkynna slíkt til lögreglu. Þá er ekki vitlaust á svæði eins og blog.is að á stjórnborðssíðu sé tengill yfir í reglur svæðisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 37
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 345
- Frá upphafi: 1680483
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði