Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Nú er ekki tími til ađ sleikja sárin.

Framsóknarflokkurinn varđ fyrir miklu áfalli í kosningunum í gćr og nú vilja sumir ráđamenn innan flokksins draga sig út úr ríkisstjórninni ţar sem ţeir vilja sleikja sár sín í nćđi úti í horni.  Mér finnst ekki vera mikil skynsemi í ţessu, nema ađ ţessir sömu ađilar hafi ekki veriđ sannfćrđir um ađ ríkisstjórnin hafi veriđ ađ vinna ađ réttum málum.  Ef ţađ er aftur sannfćring ţessara ađila ađ ríkisstjórnin hafi veriđ ađ vinna ađ góđum málum og nú gefist tćkifćri til ađ hnýta ýmsa lausa enda, ţá verđur flokkurinn ađ sćtta sig viđ kinnhestinn, hysja upp um sig buxurnar og koma sér ađ verki.  Ţetta snýst nefnilega ekki um Framsóknarflokkinn, eins og svo ítrekađ var bent á í gćrkvöldi, heldur velferđ okkar hinna.  Árangur áfram - ekkert stopp, hljómađi í tíma og ótíma í kosningarbaráttunni.  Ţađ er ţađ sem nćr helmingur landsmanna kaus í kosningunum, ţví ađ sjálfsögđu eru bćđi stuđningsmenn Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks sama sinnis.

Framsóknarflokkurinn hefur tvo kosti:  Annar er ađ víkja til hliđar og horfa á Sjálfstćđisflokkinn og líklega Samfylkinguna skera upp ţađ sem flokkurinn hefur sáđ til undanfarin 12 ár.  Og af hliđarlínunni getur flokkurinn horft á Sjálfstćđisflokkinn enn einu sinni berja sér á brjósti og eigna sér heiđurinn.  Hinn kosturinn er ađ halda áfram, finna sér viđspyrnu, eins og Jón Sigurđsson sagđi í nótt sem leiđ, og byggja á ţví inn í framtíđina.  Hvađ sem hver segir, ţá hefur árangurinn veriđ mjög góđur.  Raunhćkkun útgjalda til heilbrigđis- og tryggingamála er slík ađ ţau hafa nćr tvöfaldast á undanförnum tólf árum.  Sama gildir um útgjöld til félagsmála.  Ţađ getur veriđ ađ ţađ hafi ekki veriđ nóg, en ţá er bara ađ gera betur.  Stađa Íslands í samfélagi ţjóđanna hefur aldrei veriđ betri.  Íslenska útrásin, sem er einstök sama hvert er litiđ, átti sér stađ međ ráđherra Framsóknar í ráđuneytum viđskipta- og bankamála og í utanríkisráđuneytinu, en áherslur ţess hafa breyst frá ţví ađ vera pólitískţjónusta yfir í ađ vera utanríkisviđskiptaţjónusta.  Ţessum árangri verđur stefnt í vođa, ef annar hvor vinstri flokkanna á ađ koma í stađinn fyrir Framsókn í ríkisstjórn.


mbl.is Veriđ ađ skođa ýmis mál varđandi hugsanlegt samstarf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn ein hneisan fyrir Kastljós

Ţetta er nú fariđ ađ verđa alltaf vandrćđalegra og vandrćđalegra fyrir Kastljósiđ.  Ţórhallur er ekki fyrr búinn ađ svara Jónínu, en ţađ kemur yfirlýsing frá dómsmálaráđuneytinu. ţar sem fullyrđing Ţórhalls um afgreiđslutíma er skotin í kaf.  Fresturinn um afgreiđslutíma umsókna sem auglýstur er á vef ráđuneytisins Á EINGÖNGU VIĐ ŢEGAR RÁĐUNEYTIĐ VEITIR SJÁLFT RÍKISBORGARARÉTTINN.  Ţađ stendur nú orđiđ fátt eftir af stóru sprengjunni hans Helga samfylkingamanns Seljans og ţađ er orđiđ tímabćrt ađ Kastljósiđ biđji bćđi Jónínu og blessađa stúlkuna afsökunar á slćlegum vinnubrögđum.  Engar stađhćfingar hafa stađist: 

1.  Byrjađ var ađ gefa í skyn ađ Jónína hefđi beitt sér.  Ţađ reyndist rangt.

2.  Allsherjarnefnd hlaut ađ hafa ţekkt tengsl stúlkunnar viđ Jónínu.  Ţví hafa nefndarmenn neitađ.

3.  Útlendingastofnun hafđi neitađ stúlkunni svo ţađ hlaut ađ vera mađkur í mysunni.  Ţađ hafa allir fengiđ neitun frá Útlendingastofnun sem leita til Alţingis.  Annars vćri líklegast ekki ţörf ađ leita til Alţingis.

4.  Fyrst var sagt ađ enginn hafi fengiđ ríkisborgararétt eftir svona stutta dvöl á Íslandi, síđan örfáir og ađ mestu börn.  Í ljós kemur ađ um ţriđjungur ţeirra sem Alţingi hefur veitt ríkisborgararétt hafa dvaliđ í 2 ár eđa skemur og í hópi ţeirra eru börn. 

5.  Umsókn sem venjulega tekur 5 - 12 mánuđi ađ afgreiđa tók ađeins 10 daga.  Ţađ er ekki rétt heldur. Umsóknir sem fara beint til Alţingis falla ekki undir 5 - 12 mánađa biđtíma.  Ţćr eru sendar allsherjarnefnd strax og umsagnir liggja fyrir.

Ţađ verđur forvitnilegt ađ sjá hvađ Kastljósiđ kemur upp međ nćst.  Hversu langt munu Ţórhallur og hans fólk ganga í ađ níđast á blessađri stúlkunni, áđur en ákveđiđ verđur ađ láta stađar numiđ?  Og mun Ţórhallur, og ađ ég tali nú ekki um Helgi Seljan, biđjast afsökunar á rakalausum málatilbúnađi sínum?  Eđa er allt í lagi ađ gera eins og DV forđum, ađ ofsćkja saklaust fólk í nafni fréttamennsku?  Mér ţćtti ţađ ekki skrýtiđ ef blessuđ stúlkan kćmi sér sem lengst í burtu frá ţessu landi ţar sem persónuvernd er ađ engu höfđ.

 


mbl.is Ráđuneytiđ segir ekkert athugavert viđ afgreiđslu umsóknar um ríkisfang
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ er ekki hvađ er sagt, heldur hvernig

Ţađ getur vel veriđ ađ Kastljósiđ hafi aldrei fullyrt eitt eđa neitt í ţessu máli, en fyrir mig sem m.a. sá yfirheyrslu Helga Seljans yfir Jónínu (ég get ekki annađ en kallađ ţetta yfirheyrslu), ţá held ég ađ ţađ velkist enginn í vafa um ađ Kastljós kom fram međ ásakanir.  Ađ mati Kastljóss var um óeđlilegan málatilbúnađ ađ rćđa, sem Jónína hlaut ađ hafa komiđ ađ.  Ţađ var, ađ mati Helga og líklega ritstjóra Kastljóssins, póltísk skítalykt af málinu.  Međ framsetningu efnis, ţá setti Kastljósiđ fram ásakanir, ţó vissulega hafi ţćr veriđ í formi spurninga, en ţá bar sá máti sem notađur var viđ framsetningu efnisins ótvírćtt vitni um ađ ekki var veriđ ađ rannsaka efniđ eđa leita skýringa, ţetta voru ásakanir.  Kastljósiđ var ađ láta nota sig til ađ kasta rýrđ á einn frambjóđanda í kosningabaráttu međ ţví ađ taka upp ríflega 5 vikna gamalt mál.  Ef ţetta var svona mikil frétt, af hverju var ţađ ekki skođađ fyrir 5 vikum?  Af hverju hafa starfsmenn dómsmálaráđuneytisins ekki veriđ dregnir inn í Kastljós til ađ svara fyrir sína afgreiđslu?  Ţetta er dćmigert mál fyrir lélega blađamennsku sem byggir á ţví ađ skjóta fyrst og spyrja svo.  Og hver er svo niđurstađan?  Kastljós er búiđ ađ eyđa ómćldum tíma í ađ skýra máliđ til ađ grafa sig út úr fjóshaugnum sem ţađ henti sér út í.  Og ekki bara Kastljósiđ heldur líka fréttastofur útvarps og sjónvarps.

Ég er á ţví ađ ţađ hafi ekki veriđ gott fyrir Jónínu ađ blessuđ stúlkan hafi sótt um ríkisborgararéttinn á ţessum tímapunkti.  Ţađ var heldur ekki gott fyrir Jónínu ađ dómsmálaráđuneytiđ hafi veriđ svona fljótt ađ afgreiđa umsóknina til allsherjarnefndar.  Og ţađ var ekki gott fyrir Jónínu ađ nefndin hafi séđ auman á stúlkunni og veitt henni ríkisborgararéttinn.  Ţađ hefđi veriđ betra, ef stúlkan hefđi beđiđ í nokkra mánuđi.  En ţađ er ekki ţar međ sagt, ađ Jónína hafi gert eitthvađ rangt.  Ég er t.d. mun sannfćrđari um ađ Guđjón Ólafur Jónsson hafi veriđ ađ gera Jónínu "greiđa" eđa ađ einhver starfsmađur í dómsmálaráđuneytinu hafi, vegna tengsla stúlkunnar viđ Jónínu, ákveđiđ ađ hrađa umsókninni í gegn.

Ţetta mál sýnir, svo ekki verđur um villst, ađ stjórnsýslan verđur ađ viđhafa gegnsć vinnubrögđ sem standast gagnrýni.  Ţađ verđur ađ fylgja skjalfestum verklagsreglum, ţar sem krafist er stađfestingar á ţví ađ rétt sé stađiđ ađ málum.  Rekjanleiki er lykillinn.  Viđ verđum líka ađ gera ţá kröfu til fréttamanna ađ ţeir fullkanni mál áđur en ţeir koma međ "sprengjur" sem ţessa inn í kosningabaráttu.  Ţessi krafa er ţess ríkari, ţar sem viđkomandi fréttamađur er yfirlýstur stuđningsmađur Samfylkingarinnar og rćđst af mikilli hörku ađ ráđherra Framsóknarflokksins.  Af hverju hefur Helgi Seljan ekki flutt alla leiđréttingapistlana, ţar sem hann hefđi ţurft ađ éta ofan í sig ásakanir sínar?  Er ţađ vegna ţess ađ hann ţorir ekki eđa er hann kominn svo djúpt á kaf í fjóshauginn ađ ţađ hefur tekist ađ grafa hann upp aftur.


mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband