14.12.2009 | 10:07
Bankarnir fá sitt þrátt fyrir afslátt - Betur má ef duga skal
Ég hef undanfarna daga verið að skoða og bera saman hin ýmsu úrræði, sem boðið er upp á fyrir heimilin í landinu vegna stökkbreytingu á höfuðstóli gengistryggðra lána þeirra. Það jákvæða við þessar lausnir er að skuldabyrðin, þ.e. höfuðstóll áhvílandi gengistryggðra veðlána, lækkar strax um 25-30%. Niðurstöðurnar varðandi greiðslubyrðina eru, eins og búast mátti við, misjafnar. En helsta niðurstaðan er þó sú, að bankarnir eru alls ekki að ganga nógu langt í því að skila því til lántaka, sem þeim hefur verið veitt í afslátt. Eins og kom fram hjá Friðriki O. Friðrikssyni, formanni Hagsmunasamtaka heimilanna, í Silfri Egils í gær, þá kom það fram á fundi samtakanna með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um daginn, að sjóðurinn vill sjá bankana skila öllum þeim afslætti, sem þeir hafa fengið frá gömlu bönkunum, til lántaka. Hvorki meira né minna. Lántakar skulu fá krónu fyrir krónu sama í sinn hlut. Að því leiti til eru lausnir bankanna algjörlega ófullnægjandi.
Ég er að vinna að greinargerð fyrir Hagsmunasamtök heimilanna og verður hún vonandi birt á næstu dögum. En samanteknar niðurstöður eru í grófum dráttum þessar (með fyrirvara um endanlega útreikninga):
- Gengistryggt lán sem tekið var í október 2006 til helminga í svissneskum frönkum og japönskum jenum hefur hækkað úr 13,4 m.kr. í 31,0 m.kr. eða 131%
- Sé miðað við eðlilega gengisþróun, þ.e. 2% hækkun viðmiðunarmynta á ári allan lánstímann, þá væri heildargreiðslubyrði lánsins innan við 55% af því sem lántakar standa frammi fyrir miðað við stökkbreyttan höfuðstól.
- Setji lántaki lánið í greiðslujöfnun, má hann búast við 180% hækkun greiðslubyrði miðað við upprunalega lánið (gert ráð fyrir 4% hækkun greiðslujöfnunarvísitölu á ári og 2% hækkun viðmiðunarmynta)
- Af leiðum bankanna, sem kynntar hafa verið á síðustu vikum um afslátt gegn því að flytja lánin yfir í óverðtryggð íslensk lán, þá er leið Arion banka hagstæðust fyrir lántaka, veldur 6,3% lækkun heildargreiðslubyrði miðað við núverandi stöðu, mjótt er á mununum milli Íslandsbanka og Frjálsa, en heildargreiðslubyrðin eykst um 6,8% og 5,2%, og Landsbankinn rekur lestina með nærri því fjórðungs aukningu heildargreiðslubyrði (23,4%). Samanburðurinn er gerður á föstu gengi og föstum vöxtum út lánstímann.
- Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um að breyta gengistryggðum lánum í verðtryggð lán frá lántöku degi og setja síðan 4% þak á verðbætur frá og með 1. janúar 2008 og lækkun þess þaks síðar, skilar 13,3% lækkun heildargreiðslubyrði miðað við núverandi stöðu. Hafa skal í huga að HH krefjast þess að verðtryggingarkerfið verið lagt af, þannig að vonandi munu verðbætur hætta að bætast á lán innan nokkurra ára.
Þessar tölur eru allar háðar mikilli óvissum um þróun einstakra þátta og ber því að taka með fyrirvara. Allar leiðir sem hafa verið kynntar hafa þó þann kost að þær leiða til einhverrar upp í verulegrar lækkunar greiðslubyrði fyrstu þrjú árin. Séu þau skoðuð eru helstu niðurstöður í grófum dráttum sem hér segir (með fyrirvara um endanlega niðurstöðu útreikninga):
- Ef gengisþróun hefði verið "eðlileg", þá væri greiðslubyrðin næstu þrjú ár aðeins 45% af því sem hún er miðað við stöðu höfuðstólsins í dag, þ.e. 3,2 m.kr. í stað 7 m.kr. (miðað er við að vextir með vaxtaálagi séu 3,85%).
- Leið Hagsmunasamtaka heimilanna leiddi til 54% lækkun þriggja ára greiðslubyrði, greiðslujöfnun skilar 31,5% lækkun, lausn Arion banka lækkar greiðslubyrðina um tæp 27%, Frjálsi um rúm 18%, Íslandsbanki um tæp 17% og Landsbankinn rekur lestina sem fyrr með tæplega 4% lækkun þriggja ára greiðslubyrði fyrstu þrjú árin.
Ástæðan fyrir því að svona miklu munar á niðurstöðum fyrstu þriggja áranna og heildinni er, að núverandi lán eru með jöfnum afborgunum og fullri greiðslu vaxta ofan á það, en allar lausnir bankanna miða við jafngreiðslulán, þ.e. að vextir eru greiddir upp í topp í hvert sinn, en hlutur afborgunarinnar fer stigvaxandi. Munurinn á þessum tveimur leiðum er, að þegar afborganir eru jafnar, þá er greiðslubyrðin hæst fyrst en lækkar síðan í hvert sinn miðað við fasta vexti og fast gengi. Mánaðarleg greiðsla jafngreiðsluleiðarinnar er aftur alltaf hin sama. Það er því hrein og bein blekking að kynna lántökum bara greiðslubyrðina í byrjun og vara ekki við áhrifum mismunandi aðferða.
Ef haft er í huga, að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa fengið um 45% afslátt af lánasöfnum heimilanna frá gömlu kennitölum sínum og þeim er ætlað að nýta þetta svigrúm í botn, þá er ljóst að enn er borð fyrir báru. Það getur vel verið að bönkunum þyki vel gert að lækka greiðslubyrðina fyrstu þrjú árin, en lausnir þeirra tryggja þeim, að gefnum almennum forsendum um þróun vaxta og gengis, að þeir (að undanteknum Arion banka) fá allt til baka síðar á lánstímanum og gott betur en það (sbr. það sem ég nefni um muninn á jöfnum greiðslu og jöfnum afborgunum). Til þess að komast eitthvað nálægt þessum 45% afslætti yfir lánstímann (að teknu tilliti til vaxta, gengisþróunar, o.s.frv.), þá þarf afslátturinn á höfuðstóli lánanna að vera að minnsta kosti í 55% og er þá miðað við að vaxtamunur á gengistryggða láninu og óverðtryggða láninu miðað við fast gengi sé 2,65%. Hækki gengi erlendu myntanna um 1% árlega, þarf vaxtamunurinn að vera 3,9% og 5,4% hækki gengi erlendu mynta um 2% árlega. Á sama hátt, ef gengi krónunnar styrkist, þá má þessi vaxtamunur minnka rúmt 1% fyrir hvert 1% sem gengi erlendu myntanna veikist.
Mikill munur á heildargreiðslu vegna íbúðarláns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 0
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 197
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þessa samantekt. Það sem mér finnst líka merkilegt hvað það er orðið flókið að átta sig á áhrifum ólíkra lánagjörninga og lánaúrræða. Eitt er þó ljóst: bankarnir eru að spila með okkur enn eina ferðina. Jú, þeir eru með úrræði en þegar til lengri tíma litið er ekki verið að taka á forsendubresti og stökkbreyttum höfuðstól. Verði það ekki gert er himinhrópandi óréttlæti enn við lýði og það er hættulegt ástand.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 11:08
Ég er ekkert inn í þessum málum en ég sá auglýstan bíl til sölu á yfirtöku... Lánið stóð að mig minnir í 2,2m og greiðslubyrðin 32þ á mánuði. Hægt var að lækka höfuðstólinn í 1,7m en greiðslubyrðin og lánstíminn yrði áfram það sama því vextirnir hækkuðu.
Mér fannst þessi höfuðstóls lækkun því engu máli skipta ef lántakandinn þarf hvort eð er að borga sömu upphæð til baka. Halda bankarnir virkilega að fólk sé svona vitlaust?
Offari, 14.12.2009 kl. 13:03
Íslenska krónan hefur fallið um 9% á ári að meðaltali frá því slitið var sambandinu við dönsku krónuna í byrjun 3. áratugarins. Hvernig færðu út að 2% verðfall myntarinnar sé hið eðlilega viðmið? Ekki að ég sé að segja að það sé neitt eðlilegt við verðfall íslensku krónunnar en þetta hefur samt sem áður verið trendinn í að verða 90 ára sögu hennar.
Héðinn Björnsson, 14.12.2009 kl. 13:27
Héðinn, ég nota gengisbreytingar frá janúar 2000 til janúar 2008 og bæti við þær 0,5% árlega. Það getur vel verið að danska krónan hafi hækkað um 9% að meðaltali á ári frá 1918, en frá maí 1988 til 31.12.2007, þá hefur fallið ekki verið svona mikið. Samkvæmt mínum upplýsingum hefur gengi, t.d., USD hækkað um 96% eða innan við 3,5% á ári á þessu tímabili, þar af mest fyrstu árin. Hækkun japanska jensins og svissneska frankans er ekki krónunni að kenna, þar sem þessar myntir hafa styrkst gagnvart öllum gjaldmiðlum í heiminum.
Marinó G. Njálsson, 14.12.2009 kl. 16:01
Strike that. Sný þessu við sjálfur. Gagnrýni rétt!
Maelstrom, 14.12.2009 kl. 16:05
Maelstrom, ég eyði athugasemdinni þinni þá út. Óþarfi að hafa svona misskilning inni.
Annars var ég búinn að finna tilvísun í Vísindavefinn og ég veit ekki hvað.
Marinó G. Njálsson, 14.12.2009 kl. 16:12
Hef það á tilfinningunni að uppstaðan í "nýju bönkunum" hafi verið hin svo kölluðu - lánasöfn - .
Í raun og veru er enn og aftur verið að reyna að "bjarga bönkunum" sem eru í raun útrunnið fyrirbæri ( eins og flokkspólitíkin, embættismannakerfið, menntakerfið ofl) þess samfélags sem við - fólkið í þessu landi munum/erum að koma á fót!
Þess vegna er bankakerfið eins og það er núna, aðeins - Aftökusveit heimilanna - í boði ríkisstjórnarinnar og embættisgúrúa.
Sættum okkur við ekkert minna en að borga aðeins þau lán sem við upphafalega tókum - og ekki krónu MEIRA!
ÞAÐ VERÐUR AÐ STOKKA ÞETTA ALLT UPP FRÁ GRUNNI !!!!!!!!!!!!!!
Látum ekki hræða okkur - það er ekkert að óttast nema óttann sjálfan - and so be it.
Vilborg Eggertsdóttir, 14.12.2009 kl. 22:04
Bara verst að við höfum pakk á þinginu sem hlustar nokkuð..skíturinn á þinginu hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér..hugsið ykkur..liðið sem olli hruninu..SÍ..stjórnvöld..og bankar..koma þessu af öllum þunga yfir á skrílinn.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.12.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.