Leita í fréttum mbl.is

Í hvað fara hinir 140 milljarðarnir?

Þau halda áfram að rugla þingheim og almenning forystufólkið okkar.  Fyrst kemur Jóhanna og segir að ESB krefjist þess að við borgum lágmarkstrygginguna og svo kemur Steingrímur og segir, að fái Landsbankinn 300 milljarða inn, þá geti Tryggingasjóðurinn greitt 160 milljarða út.  Þetta er stóra villan í þessum blessaða Icesave samningi, sem gerir hann að "Iceslave-samningi".  Peningar sem innheimtast hjá skilanefnd Landsbankans fara ekki allir til að borga Icesave skuldbindingar Tryggingasjóðsins.  Þeim er skipt á milli þeirra sem ábyrgjast EUR 0 til 20.887 og hinna sem ábyrgjast upphæðir yfir EUR 20.887.

Ég verð að viðurkenna, að ég hef séð alls konar röksemdarfærslu um árin og hina furðulegustu talnafimi, en þetta er einfaldlega það vitlausasta af öllu.  Þetta gengur ekki upp, alveg sama hvaða tungumál er talað.

Verði þetta ákvæði um "ein evra til okkar og ein evra til þeirra" fellt út úr samningnum og tryggingasjóðir hinna landanna koma einfaldlega á eftir í kröfuröðinni, þá væri ég til í að samþykkja þennan samning.  Ég hef náttúrulega ekki atkvæðisrétt og kýs því ekki, en í mínum huga er þetta nokkurn veginn eina ástæðan fyrir því að ég er á móti samningnum.  Meira og minna allt annað er ásættanlegt.  Raunar held ég að þetta standist ekki samkvæmt gjaldþrotalögum.  Það var jú hver og einn innstæðueigandi, sem hefði átt að gera kröfu í bú Landsbankans eða tryggingasjóðirnir erlendu fyrirhönd innstæðueigenda.  Geri tryggingasjóðirnir erlendu kröfu fyrirhönd innstæðueigenda, þá er það samt bara ein krafa í hvoru landi.  Ekki ein upp að EUR 20.887 og önnur fyrir það sem er umfram.  Greiðast á jafnt inn á hverja kröfu frá fyrstu evru/pundi, þar til annað tveggja gerist að krafan er uppgreidd eða eignir uppurnar.  Hafi þá ekki tekist að greiða öllum, sem eiga jafngildi EUR 20.887, það lágmark, þá tekur íslenski tryggingasjóðurinn við og greiðir erlendu kröfuhöfunum það sem upp á vantar.  Hafi tekist að gera upp allar kröfur upp að EUR 20.887, þá er íslenski tryggingasjóðurinn laus allra mála.


mbl.is 160 milljarðar inn á skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála þér Marinó

Samkvæmt íslenskum lögum og samkvæmt reglum ESB þá á íslenski tryggingarsjóður innlánseigenda að tryggja innistæður á hverjum reikninga upp að 20.887 evrur.

Það eru okkar alþjóðlegu skuldbindingar í þessu Icesave máli.

En það er ekki það sem verið er að krefja okkur um að gera. Það á að tryggj allar innistæður í Hollandi upp að 100.000 evrum og í Bretlandi nánast allar innistæður að fullu.

Bretar og Hollendingar fá um helming af öllum eignum Landsbankans til þess að tryggja innistæður langt umfram það sem lög og reglur kveða á um.

Af hverju menn tóku þetta í mál skil ég ekki.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.12.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Menn tóku það í mál liklegast vegna neyðarlaganna og ég held að við getum ekki vikið okkur undan því.  En það er kröfuröðin sem ég set spurningamerki við og borga eigi eitthvað eftir að eignir Landsbankans þrjóta. 

Marinó G. Njálsson, 8.12.2009 kl. 16:28

3 identicon

Dómstólar eiga að fjalla um þetta atriði (sjá Pressan.is):

"Komist íslenskur dómstóll að þeirri niðurstöðu, að fengnu ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins og sem er ekki í ósamræmi við niðurstöðu íslenskra dómstóla, falla sjálfkrafa niður þau ákvæði lánasamninganna að endurheimtur úr þrotabúinu skiptist á tryggingasjóðina í hlutfalli við kröfur þeirra. Skiptingin verður þá í samræmi við niðurstöðu dómstóla."

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:24

4 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Steingrímur J sagði í vor að fyrri ríkisstjórn hefði skrifað undir "minnisblað" sem skuldbatt stjórnina til að taka á sig ábyrgð í Icesave málinu. Nú er Jóhanna búin að viðurkenna að Bretar hafi hótað á þessum tíma að segja upp EES samningnum.

Sem sagt skrifað var undir þetta minnisblað undir hótunum og því getur það blað ekki verið forsenda fyrir samningum.

 Setjum málið bara í salt. Og ef það dugar ekki þá setjum við það í reyk.

Sigurjón Jónsson, 9.12.2009 kl. 11:21

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Hún ilmar alla vega vel þessi uppskrift hans Sigurjóns.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.12.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband