7.12.2009 | 22:53
Um hæfi eða vanhæfi þingmanna til að rannsaka stjórnmálamenn
Þór Saari hefur lagt til að þingmenn skoði ekki þátt annarra þingmanna og stjórnmálamanna, núverandi og fyrrverandi, í bankahruninu. Sem oft áður, þá talar Þór hér af skynsemi. Það er nefnilega þannig, að þetta mál snýst ekki bara um hæfi eða vanhæfi þingmannanna. Þetta snýst ekki síður um að þeir þurfi ekki að sitja um aldur og ævi undir ásökunum að hafa haft rangt við. Þetta snýst um það sem skilgreint er sem aðskilnað ábyrgðarhlutverka.
Starf þingmanns er að taka á fjölmörgum þáttum í þjóðlífinu í gegn um störf sín á löggjafarþinginu. Það er almennt ætlast til að þeir geti sinnt málefnum, sem tengjast kjördæmum þeirra. Vissulega hefur reynslan sýnt, að oft skiptir kjördæmið meira máli en hlutlaust mat á fjárþörf. Við kjósendur getum lifað við það. Eiginlega búumst við því, að "okkar" þingmenn tryggi okkar kjördæmi "eðlilega" fyrirgreiðslu.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er allt önnur Ella. Þar er spurningin hvort einhver núverandi eða fyrrverandi samherjar, sem viðkomandi hefur unnið mikið með eða litið upp til í fjölda mörg ár. Er öruggt að þingmaður, segjum Sjálfstæðisflokks, sé tilbúinn að senda fyrrverandi formann sinn fyrir landsdóm vegna alvarlegra brota? Hugsanlega er engin ástæða til að senda formanninn fyrrverandi fyrir landsdóm, en ákvörðun um að gera það ekki verður alltaf vefengd af "hinum" vegna tengsla viðkomandi. Sama verður um ákvörðun, segjum Vinstri grænna, að mæla með því segjum að senda fyrrverandi formaður Sjálfstæðiflokksins fyrir landsdóm. Sjálfstæðismenn munu alltaf líta á þá ákvörðun sem pólitískan leik en ekki hlutlaust mat. Það er því hinn eðlilegasti hlutur að þessi ákvörðun verði tekin frá þingmönnum og fengin í hendur hæfra, óháðra einstaklinga utan þingsins.
Reglur um hæfi og vanhæfi eru ekki bara til að verja þá sem þurfa að lúta ákvörðunum. Þær eiga ekki síður að verja þá sem taka ákvörðunina. Einstakling á ekki að setja í þá stöðu að hægt sé að efast um heiðarleika viðkomandi og drengskap í störfum sínum. Það er best gert með því að velja annan til starfsins. Þetta snýst sem sagt ekki eingöngu um hæfi eða vanhæfi. Þetta snýst ekki síður um að ekki sé hægt að saka viðkomandi um að hafa rangt við vegna pólitískra tengsla, burt séð frá hæfi eða vanhæfi. Af þessari ástæðu eiga þingmenn að fagna tillögu Þórs Saaris, en ekki moka út af borðinu sem fásinnu. Tillagan mun létta af núverandi þingmönnum þeim mikla krossi, að þurfa að sannfæra landsmenn um aldur og ævi, að ákvarðanir þeirra varðandi núverandi og fyrrverandi samflokksmenn sína eða andstæðinga í pólitík hafi verið teknar af fullkomnu hlutleysi og heiðarleika.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1680041
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er allt satt og rétt sem Marinó segir um hæfi og vanhæfi og til hvers þær reglur eru settar.
Það er sömuleiðis algerlega hárrétt að margir þingmenn verða settir í þá erfiðu stöðu að kveða upp úr um gerninga vinnufélaga sinna og samherja. Sumir munu vafalaust eiga þá erfitt með sig.
Vandinn er hins vegar sá að samkvæmt íslenskum stjórnarskránni er engum öðrum til að dreifa. Hér er hvorki um meira né minna að ræða en þingræðið sjálft. Eins og Truman forseti sagði um bandaríska forsetaembættið, þá gildir það sama um þingið í þingræðiskerfi: "The buck stops here".
Það er bara Alþingi sem getur ályktað um hvort draga eigi ráðherra fyrir Landsdóm. Það er bara Alþingi sem getur gert þær breytingar á lögum sem niðurstöður Rannsóknarnefndarinnar gefa tilefni til. Ef Alþingi getur ekki tekið þá ábyrgð sem því er ætlað samkvæmt stjórnarskrá og lögum, þá höfum við ekkert að gera með slíka stofnun. Þá getum við bara fengið okkur utanþingsnefnd (sem í sumum löndum er kölluð junta) til að sjá um málin.
Ég get svo alvegt tekið undir lokaorð Marinós, með smá breytingu þó, því ég vona að "ákvarðanir þeirra varðandi núverandi og fyrrverandi samflokksmenn sína eða andstæðinga í pólitík [verði] teknar af fullkomnu hlutleysi og heiðarleika."
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:29
Það er rétt, Ómar, að Alþingi tekur endanlegu ákvörðunina. En tillaga getur komið frá hlutlausri nefnd og síðan er það Alþingis að afgreiða tillöguna. Það verður mun erfiðara fyrir þingmenn að fella menn útaf listanum, en að líta framhjá þeim í skýrslunni. Þá verður það líka ákvörðun þingsins í heild, en ekki nokkurra þingmanna sem ræður úrslitum.
Marinó G. Njálsson, 7.12.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.