1.12.2009 | 15:45
Heimsókn sendinefndar AGS: Lækkun skulda og greiðslubyrði lántaka
Mig langar til að vekja athygli á frétt sem birtist í hádegisfréttum RÚV án þess að aðrir fjölmiðlar hafi tekið hana upp. Fréttin er um heimsókn sendinefndar AGS, en hún kemur til landsins í dag. Annars er fréttin sem hér segir:
Sendinefnd AGS til landsins
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kemur til Íslands í dag til viðræðna við stjórnvöld um aðra endurskoðun á lánveitingu sjóðsins til landsins. Áhersla verður á hvernig gera megi bankana arðvænlega á ný og hvernig lækka megi skuldir og greiðslubyrði lánþega.
Fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, undir forystu Marks Flanagans, yfirmanns sendinefndar sjóðsins á Íslandi, koma til landsins í dag til að ræða við fjölmarga fulltrúa stjórnvalda, opinberra stofnana og fjármálafyrirtækja. Fundað verður um aðra endurskoðun á lánveitingu sjóðsins til Íslands næsta hálfa mánuðinn. Í yfirlýsingu sjóðsins segir að helst verði rætt um hvernig endurreisn íslenska bankakerfisins hafi miðað og almennt um fjárhagslegan stöðugleika. Spurningum fjölmiðla verður síðan svarað í lok heimsóknarinnar.
Þegar efnahagsáætlun Íslendinga var samþykkt á fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í lok október sagði Mark Flanagan í viðtali að í næstu endurskoðun lánveitingarinnar yrði rætt um það verk sem enn væri óunnið í endurskipulagningu á rekstri bankanna þannig að þeir gætu skilað hagnaði á ný. Einnig yrði áhersla lögð á að nú þegar tekist hefði að lækka lánsfjárhæðir niður í hæfilegt hlutfall í bókhaldi bankanna yrði það að skila sér til lánþega með lækkun skulda og greiðslubyrði. Það yrði allt til umfjöllunar í endurskoðuninni.
Það sem mig langar sérstaklega til að vekja athygli á eru feitletruðu setningahlutarnir að ofan. Þetta er í mínum huga svo sem ekkert nýtt, þar sem Mark Flanagan sagði þetta í viðtali 27. október og bloggaði ég um það tvisvar, þ.e. Hvað þýðir "debt relief to viable borrowers"? og Fyrirspurn mín til fulltrúa AGS um "debt relief to viable borrowers". En nú á sem sagt að fara í verkið.
Eins og kom fram í skýrslu AGS í byrjun nóvember, þá er gert ráð fyrir því, að lánastofnanir þurfi að fara í varúðarfærslu upp á um 600 milljarða vegna hugsanlegra tapaðra útlána og framtíðartekna af þeim útlánum. Hagsmunasamtök heimilanna hafa sett fram kröfur um að gengistryggðum lánum verði breytt í verðtryggð lán frá lántökudegi og síðan verði verðbætur allra verðtryggðra lána (og þar með einnig lána sem áður voru gengistryggð) takmarkaðar við 4% á ári frá 1. janúar 2008. Samtökin telja þetta vera sanngjarna og réttláta lausn á skulda- og greiðsluvanda heimilanna, auk þess reynist kostnaðurinn við hana mjög viðráðanlegur miðað við þá 600 milljarða sem áður voru nefndir. Samkvæmt mati samtakanna er kostnaðurinn núna áætlaður um 260 milljarðar, en hækkar vissulega með hverjum deginum.
Það hefur lengi verið skoðun Hagsmunasamtaka heimilanna, að besta leiðin til að lækka greiðslubyrði heimilanna er að lækka höfuðstól lánanna. Á þessari síðu hefur margoft verið færð rök fyrir því. Á undanförnum vikum hef ég haft tækifæri til að ræða þessi mál við ýmsa málsmetandi einstaklinga, m.a. menn sem þekkja vel til innan bankakerfisins. Það er nokkuð samdóma álit allra þessara aðila, að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna er besta, sanngjarnasta og réttlátasta leiðin til að greiða úr þeim vanda sem lánveitendur og lántakar eru að kljást við vegna skulda heimilanna. Ég hef jafnan hvatt þessa aðila til að skjótast fram á ritvöllinn og koma þessari skoðun sinni opinberlega á framfæri, en því miður ekki haft erindi sem erfiði með það.
Það er staðreynd, að sífellt fleiri eru að lenda í alvarlegum vanda. Úrræði ríkisstjórnarinnar og fjármálafyrirtækja eru ekki að leysa vanda þessa hóps. Ef eitthvað er, eru úrræði að auka vandann og koma fólki á vonarvöl. Staðreyndir málsins eru að ákveðinn hluti fjármálafyrirtækja landsins og eigendur a.m.k. sumra þeirra hafa unnið markvisst á undanförnum árum gegn almennum lántökum. Það er því út í hött, að lántakar eigi að líða fyrir afglöp þessara aðila, eins og stjórnvöld hafa ákveðið að eigi að gera.
Það var brotist inn til okkar og við viljum að þýfinu sé skilað.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hér er góð lesning fyrir alla, efist þeir um að eitthvað þurfi að gera í málefnum almennings: Vildi deyja vegna bankans
Marinó G. Njálsson, 1.12.2009 kl. 16:32
Þetta er stórmerkilegt, ekki síst í ljósi þagnarinnar í kringum fréttina.
Verst er að það er verið að leika fleiri leiki og jafnvel talsvert stærri. Hægt en örugglega er megnið af fjármálakerfi landsins að færast í erlenda eign.
Erlend yfirráð yfirvofandi
Sjaldan hefur því verið ærnara tilefni til að efla Sparisjóðina en nú, eða viljum við að allt fjármálakerfi Íslands verði í erlendri eigu ? Teljum við lánveitingavaldinu farnist betur í Frankfurt en á Íslandi ? Fyrst Íslandsbanki, nú Arion (Kaupþing)...og hver veit svo sem hvað um Landsbankann verður...
Án sparisjóðanna erum við berskjölduð
Ef sparisjóðirnir verða ekki elfdir, má ætla að ekki verði viðsnúið með það að fjármálastjórn á Íslandi flytji endanlega úr landi. Við yrðum gríðarlega viðkvæm fyrir erlendri stjórn og sjálft sjálfstæði landsins væri í húfi. Þó ég sé mjög á móti inngöngu í ESB, þá er þetta jafnvel enn mikilvægara, því án yfirráða okkar yfir amk. hluta fjármálakerfisins, erum við erlendu valdi ofurseld.
Haraldur Baldursson, 1.12.2009 kl. 18:46
Þetta er stórfrétt ef maður er að skilja þetta rétt. Furðuleg er þögn fjölmiðlana. Samt í ljósi reynslunnar þá spyr maður sig: Heldur skjaldborgin um fjármálafyrirtækin eða heldur hún? Líklega eru það stjórnmálamenn íslenskir sem geta svarað því!
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 1.12.2009 kl. 20:37
Frábært að þú skulið standa vaktina með svo dyggum hætti Marinó. Hagsmunasamtök heimilanna standa svo sannarlega vel undir nafni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.12.2009 kl. 09:07
Er Ags okkur vinveitt?
Offari, 2.12.2009 kl. 13:08
Starri, ég hef haft á tilfinningunni að AGS sé oftar vinveitt okkur almenningi en ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.
Marinó G. Njálsson, 2.12.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.