Leita í fréttum mbl.is

Verðbólguhraðinn eykst í 14,5%

Þessar verðbólgutölur eru vægast sagt áfall.  Að hækkun vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 1,14% á milli mánaða samanborið við 0,78% hækkun milli ágúst og september eru hræðileg tíðindi.  Þetta mun stefna í voða möguleikum á að stýrivextir lækki, hvað þá niður fyrir 10%.

1,14% hækkun milli mánaða þýðir að verðbólguhraðinn, þ.e. eins mánaðar verðbólga yfirfærð á 12 mánuði, er kominn í 14,5%.  Þetta mældist 9,8% í september, 6,2% í ágúst og 2,4% í júlí.  Vissulega lækkar 12 mánaða verðbólga talsvert, en horfurnar næstu mánuði benda ekki til að verðbólga í lok árs verði komin niður fyrir 6%.

Áttu þessar tölur að koma á óvart?  Að sumu leiti, en öðru ekki.  T.d. er vitað að vísitala framleiðslukostnaðar hefur hækkað mikið undanfarna mánuði og stór stökk varð í október.  Slíkt fer út í verðlagið, eins og sést á því að innlendar vörur án búvara og grænmetis hafa hækkað sem nemur tæp 37% á ársvísu milli mánaða.  (Hækkun milli mánaða er 2,65% og það hafið í 12 veldi gefur 36,89%.) Líklegasta skýringin er að menn sem hafa reynt eftir bestu getu að halda aftur af hækkunum vegna, en nú er bara þrekið þorrið.

Eitt er það sem ég vil taka upp hér og fá umræðu um.  Það er hvernig hækkanir eiga það til að vega þyngra í vísitölumælingu en lækkanir.  Tökum sem dæmi liðinn húsnæði, hiti og reiknuð húsaleiga.  Hvernig stendur á því að áhrif þessa liðar á vísitöluna sýnir fylgni við hækkun liðarins, þ.e. þegar hækkun á íbúðaverði er mest, þá vegur þessi liður (án tillits til hækkunarinnar) mest, og þegar verð lækkar, þá minnkar vægi hans?  Þetta atriði þýðir að hækkun fermetraverðs úr 200 þús. kr. í 300 þús. kr. veldur meiri hækkun á vísitölunni, en lækkun sem síðar verður úr 300 þús. kr. á fermetrann niður í 200 þús. kr.  Hafi þetta átt sér stað, olli fyrr atriðið segjum sem dæmi 50 punkta hækkun á vísitölunni, en hið síðara veldur bara 30 punkta lækkun.  Þannig að þó svo að verðið sé orðið það sama, þá verða 20 punktar eftir í verðbólgumælingunni.  Meira um þetta síðar.


mbl.is Tólf mánaða verðbólga tæp 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Meðan mínir aurar eru verðtryggðir hef ég engar áhyggjur.  En ekki öfunda ég þá sem eru hinumegin verðtryggingarinar.

Offari, 28.10.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Get ekki verið meira sammála!  Einfaldasta dæmið: hækkun úr 100 í 110 er 10.0% en lækkun úr 110 í 100 er aðeins 9.1%.

Þetta er gamla góða markaðstrikkið að leggja á 50% og veita svo 50% afslátt af því verði. Hækkunin er 50.0% en lækkunin aðeins 33.3%.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 28.10.2009 kl. 16:01

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Skuldafenið heldur verðbólgunni við lífi

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.10.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ertu til í að setja þetta í eitthvað samhengi, Andri Geir.  Hvaða skuldafen ertu að tala um?  Einstaklinga, fyrirtækja eða þjóðarbúsins?

Marinó G. Njálsson, 28.10.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband