27.10.2009 | 12:38
Mörgum starfsmönnum fjármálafyrirtækja nóg boðið
Mér berast stundum nafnlausar ábendingar innan úr bankakerfinu. Þessa dagana rignir þeim yfir mig, vegna þess að fólki þar er nóg boðið. Starfsfólk bankanna skilur ekki margar af þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar. Það á jafnvel erfitt með að vinna eftir þeim. Því finnst helvíti hart (afsakið orðbragðið) að þurfa að ganga að eignum viðskiptavina sinna til margra ára vitandi að þessir viðskiptavinir gerðu stundum ekkert annað en að fylgja ráðgjöf bankans. Ef það neitar eða er með efasemdir, þá eru viðkomandi sakaðir um að vera ekki hluti af heildinni, sé að eyðileggja liðsandann eða að það sé efst á lista yfir þá sem er ekki þörf fyrir. Þetta eru allt raunveruleg dæmi! Það er allt gert til að koma í veg fyrir að fólk láti samviskuna ráða.
Um daginn var gengið um ganga tiltekins fjármálafyrirtækis og allir starfsmenn spurðir að því hvort þeir hefðu verið að blaðra í Hagsmunasamtök heimilanna. Ég spyr bara: Hvað er í gangi? Reynt er að þagga niður í fólki sem hefur efasemdir um afstöðu fyrirtækisins, sem það vinnur hjá, eða veit að innanhússkoðun er ekki sú sama og hin opinbera, og kemur slíku á framfæri. Ég hélt að sett hefðu verið lög til að vernda uppljóstrara í tengslum við bankahrunið. Hruninu er ekkert lokið og uppljóstrara njóta því verndar laganna. En líklegast er þörf á almennum lögum um vernd uppljóstrara. Á ensku heita þessir aðilar "whistle blowers". Svo merkilegt sem það er, þá er til staðall/leiðbeiningar um hvernig tryggja skal leynd uppljóstrara. Þetta vill svo til að er einn af þeim stöðlum sem ég veiti ráðgjöf um í mínu starfi.
Áður en fólk í yfirmannastöðum í fjármálafyrirtækjum fer að æsa sig of mikið yfir þessu, þá er rétt að hafa í huga að vinur er sá sem til vamms segir. Ég skora á öll fjármálafyrirtæki að koma sér upp reglum sem er ætlað að vernda uppljóstrara. Þetta eru ekki enn einar óþarfa reglurnar. Menn munu ekki sjá eftir því að koma þessum málum í réttan farveg.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1681248
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gallinn við allan óstaðfestan orðróm er að hann er óstaðfestur. En samkvæmt þessu ætla bankarnir að sækja á leigumarkaðinn. Ég þekki marga sem eyddu æfisparnað sínum til að byggja hús til að leigja út.
Flestir þeirra fara í þrot ef húsaleigan lækkar. Þetta er orðinn hræðilegur vítahringur.
Offari, 27.10.2009 kl. 13:05
Ég velti fyrir mér hefði þetta viðhorf innan bankageirans verið annað ef að "mokað" hefði verið vel út í þessum stofnunum á sínum tíma?
En hruninu er ekki lokið svo mikið er víst og manni heyrast vera ótrúelgir hlutir í gangi.
Gísli Foster Hjartarson, 27.10.2009 kl. 13:27
Fyrir hrunið (hið fyrra, hið síðara á eftir að koma), voru þeir sem í stjórnunarstöðum voru í bönkunum í sífelldri keppni um að sína sig og sanna innan þeirrar bankastofnunar sem þeir unnu hjá. Allt var gert til að gera sig ómissandi og var þá um að gera að láta hendur standa fram úr ermum, þá fyrst og fremst á kostnað viðskiptavinanna, en einnig fengu almennir starfsmenn að kenna á því ef þeir þóttu ekki standa sig í stykkinu.
Hugsunarhátturinn hefur ekkert breyst, því að flestir þeir sem voru í stjórnunarstöðum innan bankanna eru þar enn og eru enn að keppa að því sama og fyrir hrun. Bankarnir eru í sífeldu kapphlaupi við að hagnast sem mest og meira í dag en í gær, það er mottóið.
Því miður held ég að við munum ekki sjá neinar verulegar breytingar fyrr en alger uppstokkun verður í bankakerfinu. Það að gera fólk sem var í stjórnunarstöðum að bankastjórum voru fyrstu alvarlegu mistökin sem gerð voru við bankahrunið (hið fyrra).
Tómas Ibsen Halldórsson, 27.10.2009 kl. 14:08
Þarna er að verða til vísir að andófi innan fjármálafyrirtækja sem segir okkur að ekki er mjög langt í að blaðran springi. Að einhver hópur fólks þar innan veggja taki sig saman og segi, hingað og ekki lengra. Eignatilfærslan er geygvænleg og hana verður að stöðva með einhverjum ráðum. Hagsmunasamtök heimilanna er nú sá aðili sem fólk mun treysta á og vonandi leita til.
Er um það að ræða að þið hjá samtökunum veiti fólki aðstoð og ráð til að sporna við þessum ósköpum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.10.2009 kl. 17:04
Hólmfríður Fólk er hrætt. Það hefur enginn efni á að missa vinnuna í dag og því þora menn ekki að koma opinberlega fram.
Offari, 27.10.2009 kl. 17:17
Sögufölsun og klár lýgi að flestir séu í skilum er hverju orði sannara. Vanskil og greiðsluþrot einstaklinga hafa aldrei verið meiri hér á landi en í dag.
En það er allt gert til að telja fólki trú um annað og fela staðreyndirnar. Vanskilaskráningum til Creditinfo er slegið á frest eins lengi og kostur er og í flestum tilvikum mun lengur.
Síðan er sú staða einnig komin upp að stór hluti starfsfólks bankanna er sjálft komið í alvarleg vanskil og veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Toni (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 17:38
Bankastarfsmaður sagði mér í september að vænta þess ekki að greiðsluverkfall myndi birtast í tölum bankanna. Fyrir því væru tvær ástæður: 1. Mælingar á vanskilum fara fram með löngu millibili; 2. Viðkomandi banki væri hættur að tilkynna vanskil til CreditInfo. Menn sæu engan tilgang í því! Það væru svo margir komnir á vanskilaskrá.
Það er alveg rétt að mjög stór hópur fólks er kominn í þá stöðu, að eiga á hættu að missa starfsréttindi sín og þar með vinnuna. Þetta eru starfsmenn fjármálafyrirtækja og lögmenn. Hvorugur þessara hópa má fara á vanskilaskrá eða lenda í aðfarargerð. Þess vegna liggur bönkunum á að koma með úrræði sem fela í sér samninga utan dómstóla.
En af hverju dettur mönnum engin önnur lausn í hug? Af hverju fá lántakendur ekki sama afslátt af lánum sínum og fjármálafyrirtækin fá hjá kröfuhöfum sínum? Og af hverju svarar enginn þessari spurningu?
Marinó G. Njálsson, 27.10.2009 kl. 18:10
Auðvitað veit ég að fólk er hrætt við að miss vinnuna. Marinó, hafa einstaklingar reynt að sækja um sömu kjör og bankarnir fengu hjá sínum kröfuhöfum, er það kannski næsta leið heimilanna að setja fram kröfur um eitthvað þannig með skipulegum hætti. Telur þú að slíkt mundi hafa áhrif.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.10.2009 kl. 20:48
Brotavilji stjórnenda bankanna og fjármálastofnana er einbeittur og er um gríðarlega hagsmuni að ræða. Það er því ekkert óeðlilegt við að fólk sem lekur upplýsingum sé lagt í einelti, því hótað og rekið.
Það eru yfirgnæfandi líkur á þvi að allur hinn s.k. lausnarpakki kemur fullunninn frá fjármálakerfinu og er frumvarpið samið utanum verklagsreglurnar en ekki öfugt.
Því enn frekar til staðfestingar er að lögin voru samþykkt á föstudaginn kl. 14.45 það er tveimur klukkustundum og fjurtíuogfimm mínútum eftir að Íslandspóstur hættir að taka við fjöl- og bunkapósti til dreifingar í dag. Samt sem áður fór fólki að berast bréf frá bönkum og fjármálafyrirtækjum í gær vergna sértækrar greiðsluaðlögunar samkvæmt þessum lögum.
Það er hægt að komast að því hvenær Íslandspóstur tekur við þessum bréfum en svona bréf krefjast meiri undirbúnings en mínus 2.klst og 45 mínútur.
Varðandi fullyrðingu SFF um að innan bankanna hafi farið fram "MASSÍF" kynning á hinum svokölluðu lausnarpökkum með greiðsludreifingu, greiðslujöfnun o.s.frv. þá er það ósatt og hefur fengist staðfest af starfsfólki í öllum bönkunum.
Varðandi útreikninga og annað tilheyrandi þessum gjörningum þá hefur hver banki fyrir sig sín eigin verkfæri (reiknireglur) og hvað varðar Landsbankann fékk ég að sjá í dag það verkfæri sem á að nota við þessa svo kölluðu greiðsluaðlögun.
1. ákvðeðið er að nota töluna 17% til afturfæringar á afborgun ATH! þetta er bara gert við einn gjalddaga, þ.e.a.s. fyrsta gjalddagann eftir að greiðsluaðlögun tekur gildi. Upp frá því er sú tala sem þannig ef fengin reiknuð upp samkvæmt þessari "nýju" greiðslujöfnunarvísitölu
2. Höfuðstóll, afborgun, vextir, verðbætur á afborgun, verðbætur á vexti og verðbætur á höfuðstól standa eftir sem áður bundið við neysluvísitölu.
3. Það sem útaf stendur þ.e. mismundur á uppreiknaðri afborgun skv. skilmálum lánsins og afborgun skv. greiðslujöfnun er sett inná biðreikning sem lýtur sömu skilmálum og upphaflega lánið þ.e. verðtryggt með vöxtum en án afborgana. (í stuttu máli veitt er yfirdráttarheimild á lánið)
4. þeir einstaklingar sem gangast undir þessa gerð "SAMÞYKKJA" með undirskrift sinni stökkbreyttar eftirstöðvar lánanna hvort sem um er að ræða verðtryggð jafngreiðslulán eða með jöfnum afborgunum eða hin s.k. "GENGISTRYGGÐU" lán hvort sem þau eru lögleg eða ekki.
5. Svikamylla sú sem felst í reiknireglum bankanna varðandi verðtryggð íbúðarlán er varinn, viðhaldið og efld.
Fólk hefur verið féflett kerfisbundið í 30 ár og nú hefur verkið verið fullkomnað.
Ef eitthvað er þá munu bankarnir herða á innra eftirliti með starfsfólki.
Hólmsteinn (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.