27.10.2009 | 11:32
Nýtt "kostaboð" Íslandsbanka
Íslandsbanki spilar út nýju spili. Bankinn ætlar að lækka stökkbreyttan höfuðstól gengistryggðra lána, sem vafi leikur á að sé löglegur, um heil 23% en í staðinn ætla þeir að hækka vexti um 7% strax og svo sjáum við til. Til að láta þetta nú líta vel út, þá er bent á að mánaðarleg greiðsla lækki úr 86.000 kr. í 54.000 kr.
Skoðum þetta boð Íslandsbanka aðeins betur, eins og það er birt á vefsvæði bankans. Bankinn tekur dæmi um 2,5 m.kr. bílalán í ótilgreindri mynt sem var tekið í nóvember 2007 til 84 mánaða. Sagt er að lánið standi núna í 4,6 m.kr. og greiðslubyrði sé 86 þús. kr. Næst er fullyrt að eftir leiðréttingu lækki höfuðstóllinn í um það bil 3,5 m.kr. og greiðslubyrði lánsins verði 54 þús. kr. miðað við að lánið verði lengt um 3 ár.
Það er ekki nokkur leið að sannreyna þessa útreikninga Íslandsbanka, þar sem nokkrar grunnforsendur vantar. Ekki er nefnt hvaða mynt er notuð til viðmiðunar. Lántökudagur skiptir líka máli, þar sem gengisbreytingar í nóvember 2007 voru nokkrar. Japanska jenið flökti t.d. milli 0,5128 og 0,5814, en þetta nemur um 16,1% eða álíka mikið og í mars 2008. Hvað þýðir "miðað við ákveðið gengi í lok september 2008"? Af hverju er ekki hægt að nefna bara tiltekna dagsetningu eða hvert gengisviðmiðið er? Ef við skoðum 29. og 30. september, þá er talsverður munur á þessum dögum með krónuna mun sterkari þann 29. og 26. september, föstudaginn á undan, er munurinn aftur mjög mikill. Mér finnst líklegast að verið sé að miða við 29. september 2008 út frá breytingu á gengisvísitölunni, en af hverju er það ekki bara sagt. (Hafa skal í huga, að breytingin á jenum og frönkum er búin að vera meiri en breytingin á gengisvísitölunni á þessum tíma.) Svo má spyrja sig: Af hverju er sú dagsetning valin sem notuð er? Loks er ekki nefnt hvort óverðtryggða lánið er jafngreiðslulán eða með jöfnum afborgunum.
Áður en fólk hleypur til fer að breyta lánunum sínum, þá þarf það að fá nánari upplýsingar. Það þarf að sjá útreikninga frá bankanum á mismunandi leiðum. Það þarf að skýringar á mismuninum og hvaða áhrif hann hefur. Hver er heildargreiðslubyrðin eftir hverri leið fyrir sig og greiðsludreifing. Fá þarf upplýsingar um hvaða gengisbreytingar bankinn sér fyrir sér að verði á lánstímanum og hvernig það hefur áhrif á greiðslujafnað lán. Einnig hvernig bankinn sér fyrir sér þróun óverðtryggðra vaxta.
Það getur vel verið að tilboð Íslandsbanka sé kostaboð, en það vantar einfaldlega allt of mikið af upplýsingum til að hægt sé að skera úr um það. Mín tilfinning er að fólk eigi að ganga hægt um gleðinnar dyr.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þessu, finnst þetta allt frekar lítið heillandi og hef varað fólk eindregið við að taka þessu "kostaboði" nema í ýtrustu neyð!
Guðrún (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 12:00
Dæmið er ekki nógu skýrt hjá bankanum. Gefinn er afsláttur af vöxtum fyrstu 12 mánuðina og gefinn kostur á lengingu lánstímans. Í dæminu er miðaða við að lengt sé um 3 ár og þannig eigi eftir að borga í 8 ár af láninu.
Þetta er sett fram sem frétt/viðtal án þess að fram komi við hvern er rætt og veigamiklar forsendur vantar. Sé stoppað í götin sýnist mér að í þessu tiltekna dæmi sé hreint ekki víst að heildargreiðslan lækki um krónu. Leiðrétting á "stökkbreytingunni" verði því hugsanlega engin. Er þetta bara barbabrella? Vonandi að einhver geti varpað jákvæðu ljósi á kostaboðið.
Haraldur Hansson, 27.10.2009 kl. 12:17
Ja, hvað má vaxtamunurinn vera mikill til þess að bankinn vinni upp breytinguna á heildargreiðslunni. Snýst þetta ekki um það?
Marinó G. Njálsson, 27.10.2009 kl. 12:38
Ef höfuðstólinn lækkar tilhvers þarf þá að lengja lánstíman?
Offari, 27.10.2009 kl. 12:50
Fjármálastofnanir vita að botninn er að detta úr, erlendu lánin verða dæmd ólögleg og þá er betra að "tryggja sig" með íslenskum lánum til að minnka tapið (og ná því upp með óverðtr. vöxtum o.fl.). Við þurfum að standa saman, við almenningur, yfirvöld standa máttlaus gegn þessum skrímlsum Við verðum að vera samtaka í að ná fram réttlátri leiðréttingu, annars munum við fella kerfið, hætta að borga og klippa þannig á súrefnið til skrímslanna. Öll veldi falla að lokum, líka þetta loftbóluveldi hér heima sem byggt er á svindli og svínaríi.
Dísa (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:05
Við skulum hafa eitt á hreinu. Íslandsbanki hefur gefið það út, að viðskiptavinir munu ekki afsala sér betri rétti velji þeir að breyta til. Virða verður það sem vel er gert.
Marinó G. Njálsson, 27.10.2009 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.