26.10.2009 | 23:53
Stjórnvöld enn að bjarga bönkunum á kostnað heimilanna
Í mars kvartaði ég undan því í færslu hér, að áherslur stjórnvalda væru rangar. Allt snerist um að bjarga bönkunum á kostnað heimilanna. Nú er stóri dómur stjórnvalda kominn. "Björgunaraðgerðir" í þágu einstaklinga og heimila hafa verið samþykktar sem lög frá Alþingi. Mér sýnist fátt hafa breyst frá því í mars og sé aðgerðum best lýst eins og sýnt er hér fyrir neðan:
Það er sorglegt til þess að hugsa, að á þeim tæpum 13 mánuðum sem eru frá hruni bankanna og 20 frá falli krónunnar, þá hafa markmið stjórnvalda bara verið að tryggja að heimilin geti staðið í skilum. Það er engin viðurkenning á óréttlætinu. Það er engin viðurkenning á forsendubrestinum og þess síður er gerð krafa til bankanna að þeir bæti almenningi og ríkissjóði þann skaða sem hlaust af háttsemi þeirra. Gunguskapur stjórnvalda gagnvart bönkunum er ótrúlegur.
Ég veit að AGS setti það sem skilyrði, að ekki mætti grípa til almennra aðgerða til lækkunar lána almennings sem væru á kostnað kröfuhafa. Málið er að kröfuhafar hafa samþykkt gríðarlegar eftirgjafir skulda gömlu bankanna. Í febrúar var áætlað að slík eftirgjöf næmi um 2.800 milljörðum. Mér vitanlega hefur sú tala ekkert breyst. Nú síðast heyrði ég, að lánasöfn Landsbankans væru færð yfir í NBI (nýja afsprengi hans) með 50% afslætti hið minnsta. Vissulega eru þetta öll lán, en ég hef líka heyrt að gengistryggð lán heimilanna fari á milli með minnst 40% afslætti og verðtryggð með minnst 20% afslætti. Hvað varðar hina banka eru málin flóknari.
Flækjan varðandi húsnæðislán Glitnis og Kaupþings er vegna þess, að þessir aðilar veðsettu þau í endurhverfum viðskiptum við Seðlabanka Íslands, eins og ég skýrði út í færslu hér á föstudaginn. Mig langar að endurtaka hluta af því sem ég sagði þá:
Stór hluti fasteignalán Kaupþings (þ.e. bankans sem hrundi 9. október 2008) og Glitnis mun í raun vera í eigu Seðlabanka Íslands, en þar voru þau sett að veði í endurhverfum viðskiptum. Verðmæti lánanna hjá Seðlabankanum nemur 50% af bókfærðu verðmæti þeirra á þeim degi sem þau voru lögð að veði. Þar sem þetta var að mestu gert á vormánuðum og sumarið 2008, þá má reikna með að verðmæti gengistryggðu lánanna sé hjá Seðlabankanum á um 33% af því sem nýju bankarnir eru að krefja fólk um. Já, 33%. Ástæðan fyrir því er að frá 2. maí 2008 til 1. september 2008 sveiflaðist gengisvísitala milli 146 og 168 með meðalgildi 156. Það þýðir að verðmæti lánanna hjá Seðlabankanum miðar við gengisvísitölu 78 sem er 33% af gengisvísitölu dagsins í dag. Og verðtryggðu lánin voru sumarið 2008 um 14% verð minni en núna og síðan tökum við 50% af og endum með innan við 45% af núverandi upphæð lánsins.
Það er alveg ljóst að bankarnir þrír hafa mikið svigrúm til niðurfærslu höfuðstóls lánanna, án þess að breyta lánunum að öðru leiti. Byr, SPRON og Frjálsi fjárfestingabankinn eru líka komin í þá stöðu, að það er betra fyrir þessi fyrirtæki að koma til móts við lántakendur. Byr, Íslandsbanki, Nýja Kaupþing og NBI eru í þeirri merkilegu stöðu að vera í hálfgerðu stríði við viðskiptavini sína. Gleyma þessir aðilar því að þeir eru ekkert án viðskiptavinanna?
En málið núna er hvernig stjórnvöld eru að beita Alþingi fyrir sér til að valta yfir almenning. Kjósendur. Lögin sem samþykkt voru á föstudaginn eru svo vitlaus, að ég er gáttaður. Er öllu hleypt í gegnum þingið? Hvað lá svona mikið á? Félagsmálaráðherra sagði að ná yrði mánaðarmótunum svo þetta tæki gildi frá og með 1. nóvember. Svo kemur í ljós að þetta tekur ekki gildi fyrr en 1. desember. Hefði ekki mátt slaka aðeins á og taka meiri tíma í umræður í nefndinni og taka þetta fyrir á þingi, þegar allir þingmenn gátu verið á staðnum. Það var vitað af þeirri jarðarför, sem þingmenn voru viðstaddir, með nokkur daga fyrirvara. Nei, þessu var þröngvað í geng. Því miður, þá verð ég að segja að Alþingi setti niður í mínum huga. Það var sorglegt, að Alþingi skuli hafa kosið að taka málstað þeirra sem settu þjóðina á hausinn en ekki almennings. Gleymum því ekki, að allt sem Alþingi í raun gerði var að setja 3 ára þak á lengingu lána og að leiða í lög leyfi til fjármálafyrirtækja til að samræma upptöku á eignum almennings. Alþingi samþykkti þjóðnýtingu í þágu einkafyrirtækja!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þessi stjórn er dauðadæmd.
Hún er ekki samstíga í einu einasta máli.
Ég spáði því eftir kosningar að hún springi í sept-okt, en það dregst sjálfsagt nær áramótum.
En hún fellur, það er alveg á hreinu.
Og þegar það gerist, þá vil ég sjá þig í framboði, þá átt mitt atkvæði víst, og ábyggilega fleiri.
Kærar þakkir fyrir þitt framlag sl árið.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 00:03
Heill og sæll; Marinó - sem og, aðrir skrifarar, hér á síðu !
Um leið; og ég vil, sem fyrr, þakka þér óbilandi baráttu þrekið; Marinó, vil ég taka undir, með Sigurði #1, þó, ......... þingræðinu sé ég andvígur, af marggefnum tilefnum, sökum svika Alþingis, gegnum tíðina, gagnvart landi og fólki og fénaði.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 00:54
Þú færð mitt atkvæði Marinó og margra í nánd við mig gefir þú kost á þér til þings. Þú hefur leitt okkur áfram og auðveldað vel greiningu okkar á því sem þessi blessaða ríkisstjórn hefur verið að gera eða réttara sag ekki gera fyrir heimilin og skuldarana í þessu landi. Allar tillögur um flata niðurskurð lána er slegin af því það virðist skipa máli hver á upprunalegu hugmyndina og ekki getur x-S hugsað sér það sem x-B vildi og Jóka kallaði þetta barbabrelluaðferð Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni og ekki vantað hneykslistóninn í frúna og Reykásinn austan frá Gunnarsstöðum heldur. Nú stendur þetta fólk með örlög þjóðarinnar í kjöltu sinni og vita ekki sitt rjúkandi ráð en þau ráð sem rokið er í eru í besta falli 10 metrum framhjá markinu. Það er kominn tími til þess að efla fjöldann til átaka og ekki vil ég trúa öðru en því að framundan séu pottaslættir og hnefar á lofti hlélaust þar til þessi fj. ríkisstjórn hrökklast frá.
Enn og aftur kærar þakkir frábæra pistla og skipulega framsetningu þannig að ekki verður mislesið úr. Þessar ábendingar eru alltof góðar fyrir þetta lið niður í Stjórnarráði því fronturinn er elliær forsætisráðhera og staurblindur fjármálaráðherra sem kunna ekkert annað en að standa með sparifjáreigendum þrátt fyrir digrar yfirlýsingar um annað í gegnum árin ekki sýst hjá konunni í 5 sæti yfir kynþokkafyllstu konu í heimi ???????. Kannski þetta lð afi fjárfest fyrir 1976 og sloppið við verðtrygginguna og greitt restina af lífeyrissjóðsláninu sínu 1978 í 100% verbólgunni svona bara vegna þess að þurfa ekki að fara í bankann og borga síðustu 15 afborganirnar, það borgaði sig ekki. Svei attann þessu fólki, ég á þrjú börn og átta barnabörn og ég er að missa þau úr landi tvö barnanna og 5 barnabarnanna og þykir mér aðvitað hábölvað nú loksins þegar maður er að komast á efri ár og hefur tíma fyrir þessa gullmola. Alveg miður mín yfir þessu, ætli maður elti þau bara ekki og þá losnar maður við vitleysisrausið í þessu vinstra liði liði niður á Austurvelli og er þá til mikils unnið.
Ævar (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 02:00
Ég er svo miður mín vegna þessa máls að ég veit ekki hvað segja skal. Fjölmiðlar skilja ekki málið, geta ekki sagt frá því. Almenningur trúir því sem ráðherra segir auðvitað. Af hverju ætti hann að ljúga? En hann lýgur og lýgur. 1.nóv., 1. des. Þeir setja þetta í gegnum þingið á degi sem þeir vita að er lítil mæting. Þeir leyfa ekki lýðræðislega umfjöllun á þinginu. Fyrrverandi yfirmenn bankanna eru núna ráðgjafar ráðherranna. Við hverju var að búast? Hver gætir hagsmuna fjölskyldna á Íslandi?
Rósa (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 07:35
Afhverju verður fólk alltaf paranojað um það að ríkið ætli að afskrifa hjá auðmönnum og skeri allt mögulegt niður hjá öðrum? Mér sýnast þessi skömtunarlög vera sanngjörn. Þau miðast við að ná eins miklu af skuldurum og mögulegt er. Og minnka því tap bankana.
Auðmenn sem komnir eru í þrot eru ekki lengur auðmenn. Þeir fá samt að halda hæfilegri íbúð og einum bíl. En verða hinsvegar að láta frá sér hlutabréf fasteignir og einkaflugvélina. Fá svo að byrja upp á nýtt með skuldahala sem passa þeirra tekjum
Ég er nokkuð viss um að skjaldborgarleiðin geti bjargað mörgum heimilum frá gjaldþroti og geti resettað fjárhag þeirra heimila. Það finnst mér betra en að missa fólk í gjaldþrot því gjaldþrotafólk getur ekki endurreist landið.
Þarna finnst mér ríkisstjórnin vera að skipta skellinum á milli skuldara og kröfuhafa. Þessi leið er nokkuð flókin og því hægvirk en getur virkað. Gallarnir eru þeir að margir muni reyna að svindla á þessu. Ég er allavega ekki tilbúinn að útiloka að þessi leið sé fær bar sí svona.
Offari, 27.10.2009 kl. 11:20
Starri, það er ekki verið býsnast yfir því fólki sem lendir í úrræðinu sérstök skuldaaðlögun. Það er verið að tala um fólkið sem er með skuldir sínar í eignarhaldsfélögum sem það er búið að taka heilmiklar tekjur út úr á undanförnum árum. Persónulega er það skuldlítið eða skuldlaust, þar sem skuldirnar eru í ehf-inu. Núna er það, að fá skuldirnar felldar niður, en heldur eignunum sem það er búið að koma sér upp fyrir arðinn af ehf-inu.
Marinó G. Njálsson, 27.10.2009 kl. 12:02
Já Marino ég vildi líka að hægt væri að ná peningnum af kennitöluflökkurunum. Það er rétt hjá þér að það er gremjulegt að fólk skuli geta tekið lán út á Ehf kennitölur og láta svo aðra um að borga. Eignig gremjulegt að hægt hafi verið að færa einkaskuldir yfir á Ehf kennitölu? Er það kannski ennþá hægt?
Offari, 27.10.2009 kl. 12:10
Ævar, ég verð að hryggja þig með því að metnaður minn stefnir mér ekki inn á þing. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er.
Marinó G. Njálsson, 27.10.2009 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.