Leita í fréttum mbl.is

Merkileg tölfræði Seðlabankans - 10,4% í vanskilum, 6.5% í alvarlegum vanskilum

Hún er merkileg kerling, tölfræðin.  Það segir einhvers staðar að til sé lygi, hvít lygi og tölfræði.  Mér sýnast tölur Seðlabankans vera byggðar á tölfræðiólæsi.  Hvernig er hægt að fullyrða að greitt sé með eðlilegum hætti af 85-90% allra fasteignalána í krónum, þegar:

  • 5% eru í greiðslujöfnun
  • 7% eru í frystingu
  • 9% eru í vanskilum, þar af 6% í alvarlegum vanskilum

Mér sýnist þetta vera 21% lána sem ekki er greitt af með eðlilegum hætti.  Það þýðir að greitt sé með eðlilegum hætti af 79% fasteignalána í krónum.  En til að halda því til haga, þá er texti fréttar mbl.is bein tilvitnun í texta á bls 46 í riti Seðlabankans Fjármálastöðugleiki:

Seðlabankinn er að afla upplýsinga meðal viðskiptabanka og eignaleigufyrirtækja um vanskil og notkun greiðsluerfiðleikaúrræða. Upplýsingaöflunin stendur enn yfir en fyrirliggjandi gögn gefa til kynna að greitt sé með eðlilegum og óbreyttum hætti af u.þ.b. 85-90% af heildarfasteignaveðlánum í krónum, 5% þessara lána séu í greiðslujöfnun og um 7% í frystingu. Rétt er að minna á að u.þ.b. 87% fasteignaveðlána voru í krónum miðað við eftirstöðvar íbúðalána í lok síðasta árs. Því er ljóst að greitt er með eðlilegum og óbreyttum hætti af meginþorra allra íbúðalána. Vísbendingar eru um að u.þ.b. 9% heildaríbúðalána í krónum séu í vanskilum, þar af 6% í alvarlegum vanskilum.

Hugsanlega er það túlkun Seðlabankans að með því að nýta sér greiðslujöfnun, þá teljist lántakendur vera að greiða "með eðlilegum hætti" af lánunum, en mér finnst að eingöngu þeir sem greiða af óbreyttum lánum séu að greiða "með eðlilegum hætti".  Og þrátt fyrir að greiðslujöfnuð lán teljist vera í "eðlilegum" farvegi, þá er 9 + 7 = 16% og sú tala dregin frá 100 felur því augljóslega utan 85-90%.

Síðan eru það gengistryggðu lánin.  (Mikið er ég ánægður með að Seðlabankinn noti orðið "gengistryggð", því það ýtir undir þá túlkun að þau séu ekki í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur.)  Þar kemur fram:

  • 20% eru í greiðslujöfnun
  • 15% eru í frystingu
  • 20% eru í vanskilum, þar af 10% í alvarlegum vanskilum
Þetta segir okkur að af einungis 45% gengistryggðra lána heimilanna sé greitt "með eðlilegum hætti".  Þar sem þessi lán teljast um 13% af öllum lánum, þá fáum við að greitt sé "með eðlilegum hætti" af tæplega 75% lána heimilanna.  Reikna má út að 14,6% lána heimilanna hefur verið breytt til að bregðast við efnahagskreppunni og 10,4% í vanskilum, þar af 6,5% í alvarlegum vanskilum.  Vissulega gæti eitthvað af greiðslujöfnuðum lánum verið í vanskilum, sem gerði það þá að verkum að hlutfall þeirra lána sem greitt er af "með eðlilegum hætti" hækkaði eitthvað.

Af þeim lántakendum sem hafa náð að halda lánum sínum þannig að greitt sé af þeim "með eðlilegum hætti", þá má búast við að mjög margir hafi þurft að ganga á sparnað og/eða skera verulega niður önnur útgjöld heimilisins.  Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna á um 54% heimila í landinu í erfiðleikum með að ná endum sama, þ.e. gera það með naumindum eða gera það alls ekki.  Tölur Seðlabankans, þó svo að ályktanir skýrsluhöfundar dregnar af þeim séu rangar, gera ekkert annað en að styðja niðurstöður könnunarinnar.  En ég verð að viðurkenna, að ég geri meiri kröfu til starfsmanna Seðlabankans, en kemur fram í því, að þegar maður dregur 5 + 7 + 9 frá 100 þá verði útkoman á bilinu 85-90.  Eins og áður segir, geta greiðslujöfnuð lán verið í vanskilum, en fryst lán eru það augljóslega ekki.
mbl.is Greitt með eðlilegum hætti af meginþorra íbúðalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Frábært að þú nenir að standa vaktina félagi..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 26.10.2009 kl. 18:47

2 identicon

Svörtuloftastærðfræði.

GB (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband