Hún er merkileg kerling, tölfræðin. Það segir einhvers staðar að til sé lygi, hvít lygi og tölfræði. Mér sýnast tölur Seðlabankans vera byggðar á tölfræðiólæsi. Hvernig er hægt að fullyrða að greitt sé með eðlilegum hætti af 85-90% allra fasteignalána í krónum, þegar:
- 5% eru í greiðslujöfnun
- 7% eru í frystingu
- 9% eru í vanskilum, þar af 6% í alvarlegum vanskilum
Mér sýnist þetta vera 21% lána sem ekki er greitt af með eðlilegum hætti. Það þýðir að greitt sé með eðlilegum hætti af 79% fasteignalána í krónum. En til að halda því til haga, þá er texti fréttar mbl.is bein tilvitnun í texta á bls 46 í riti Seðlabankans Fjármálastöðugleiki:
Seðlabankinn er að afla upplýsinga meðal viðskiptabanka og eignaleigufyrirtækja um vanskil og notkun greiðsluerfiðleikaúrræða. Upplýsingaöflunin stendur enn yfir en fyrirliggjandi gögn gefa til kynna að greitt sé með eðlilegum og óbreyttum hætti af u.þ.b. 85-90% af heildarfasteignaveðlánum í krónum, 5% þessara lána séu í greiðslujöfnun og um 7% í frystingu. Rétt er að minna á að u.þ.b. 87% fasteignaveðlána voru í krónum miðað við eftirstöðvar íbúðalána í lok síðasta árs. Því er ljóst að greitt er með eðlilegum og óbreyttum hætti af meginþorra allra íbúðalána. Vísbendingar eru um að u.þ.b. 9% heildaríbúðalána í krónum séu í vanskilum, þar af 6% í alvarlegum vanskilum.
Hugsanlega er það túlkun Seðlabankans að með því að nýta sér greiðslujöfnun, þá teljist lántakendur vera að greiða "með eðlilegum hætti" af lánunum, en mér finnst að eingöngu þeir sem greiða af óbreyttum lánum séu að greiða "með eðlilegum hætti". Og þrátt fyrir að greiðslujöfnuð lán teljist vera í "eðlilegum" farvegi, þá er 9 + 7 = 16% og sú tala dregin frá 100 felur því augljóslega utan 85-90%.
Síðan eru það gengistryggðu lánin. (Mikið er ég ánægður með að Seðlabankinn noti orðið "gengistryggð", því það ýtir undir þá túlkun að þau séu ekki í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur.) Þar kemur fram:
- 20% eru í greiðslujöfnun
- 15% eru í frystingu
- 20% eru í vanskilum, þar af 10% í alvarlegum vanskilum
Af þeim lántakendum sem hafa náð að halda lánum sínum þannig að greitt sé af þeim "með eðlilegum hætti", þá má búast við að mjög margir hafi þurft að ganga á sparnað og/eða skera verulega niður önnur útgjöld heimilisins. Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna á um 54% heimila í landinu í erfiðleikum með að ná endum sama, þ.e. gera það með naumindum eða gera það alls ekki. Tölur Seðlabankans, þó svo að ályktanir skýrsluhöfundar dregnar af þeim séu rangar, gera ekkert annað en að styðja niðurstöður könnunarinnar. En ég verð að viðurkenna, að ég geri meiri kröfu til starfsmanna Seðlabankans, en kemur fram í því, að þegar maður dregur 5 + 7 + 9 frá 100 þá verði útkoman á bilinu 85-90. Eins og áður segir, geta greiðslujöfnuð lán verið í vanskilum, en fryst lán eru það augljóslega ekki.
Greitt með eðlilegum hætti af meginþorra íbúðalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Frábært að þú nenir að standa vaktina félagi..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 26.10.2009 kl. 18:47
Svörtuloftastærðfræði.
GB (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.