24.10.2009 | 12:43
Svona greiddu þingmenn atkvæði
Svo því sé haldið til haga, þá fannst 28 þingmönnum ekki ástæða til að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu um þetta "ómerkilega" mál sem varðar heimilin (og fyrirtækin). Eini þingmaðurinn sem sagði nei var ÞÓR SAARI.
Atkvæði féllu þannig:
Já 32,
nei 1,
greiddu ekki atkv. 0
leyfi 2,
fjarverandi 28
Já:
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Anna Pála Sverrisdóttir, Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Davíð Stefánsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Guðrún Erlingsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Ólína Þorvarðardóttir, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman
Nei:
Þór Saari
Leyfi:
Álfheiður Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson
Fjarverandi:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Eygló Harðardóttir, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
Það vekur sérstaka athygli að formaður félags- og tryggingamálanefndar var fjarverandi og verður að túlka það þannig, að hún hafi ekki treyst sér til að mæla fyrir áliti meirihlutans.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1679981
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þakka þér þessa góðu samantekt Marinó
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.10.2009 kl. 12:56
Er vitað hvað þessi elítuLúxuspakki kostar ríkissjóð ?
Axel Pétur Axelsson, 24.10.2009 kl. 14:28
Þér hefur alveg láðst að geta þess hvaða mál þetta er!
Bjarki M (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 15:03
Ég leyfi mér að halda því fram að stærðargráðan á gengislánavandamálum heimilana svari til Icesave vandans. Ef túlkun Guðmundar Andra eða Björns Þorra fá hljómgrunn fyrir dómsstólum þá mun það væntanlega þýða skuldaleiðréttingu fyrir þjóðarbúið upp á tugi ef ekki hundruðir milljarða króna. Ég geri ekki ráð fyrir að ríkið sitji uppi með þá leiðréttingu en samningana fáum við jú ekki að sjá þannig að það er ágiskun af minni hálfu.
En það hefur hins vegar enginn stjórnmálamaður raunverulegan áhuga á þessu skuldavandamáli. Helmingur þingmanna var fjarverandi þegar ofangreint þingmál var afgreitt í flýti, ca. 18 mánuðum eftir fyrstu gengisfellingu.
Baráttan í þessu máli er leidd áfram af örfáum einstaklingum sem í flestum tilvikum eru leikmenn.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 15:17
Þór Saari á að skammast sín.
Andspilling, 24.10.2009 kl. 19:10
Benedikt, umfang gengistryggðra lána heimilanna er á bilinu 400-450 milljarðar, þegar bæði húsnæðislán (185 milljarðar) og bílalán. Leiðréttingin, forsendubrestur eða hugsanlegt ólögmæti snýst því um 200-225 milljarða, þarf af um 90 milljarðar vegna húsnæðislána. Verði höfuðstóll þessara lána færður niður, þá lendir það á kröfuhöfum fjármálafyrirtækjanna. Ekkert fellur á ríkissjóð. Það lífseig mantra sem rekur uppruna til málflutnings Samfylkingarinnar. Séu staðreynidr aftur skoðaðar, þá kostar þetta nýju bankana ekki neitt, þar sem þegar er búið að gera ráð fyrir þessu við verðmat á lánasöfnum sem flutt er frá gömlu bönkunum til þeirra nýju.
Ég undra mig á þessum fjarvistum þingmannanna. Einn þeirra hringdi í mig í kvöld og sagði að það hefði komið sér á óvart að málið hefði verið tekið út úr nefnd í gær. Viðkomandi taldi að málið væri aþð stórt, að það fengi betri umræðu og færi jafnvel fyrir fleiri nefndir, enda ekki sérþekking hjá félags- og tryggingamálanefnd um margt það sem í frumvarpinu var.
Marinó G. Njálsson, 24.10.2009 kl. 19:14
Þetta mál virðist hafa læðst í gegnum þingið eins og þjófur að nóttu. Svo til engin umræða og það er að heyra á sumum þingmönnum að þeir hafi misskilið málið. Svona stórt mál þarf umræðu og ,,að þroskast" betur í þingnefndum og í umræðum á þingi. Í staðinn er talað um að stofna einhverja eftirlitsnefnd sem á að hafa eftirlit með framkvæmd laganna við hlið Fjármálaeftirlitsins að því er virðist vera. Eitthvað kostar að koma slíkri nefnd á laggirnar því væntanlega þarf hún á að halda einhverjum starfsmönnum.
Síðan er þetta með kúlulánaþegana í þotuliðinu sem virðast ,,hagnast" mest á þessum lögum ef ég skil þetta rétt með niðurfellinguna miðað við eignastöðu og greiðslugetu. Það væri áhugavert að fá álit þitt Marinó, sem ert sá aðili í þjóðfélaginu sem hefur sett sig hvað mest inn í þessi skuldamál heimilanna, hvort þarna sé verið að hræra saman hagsmunum heimilanna annars vegar og fyrirtækja og kúlulánaþega þotuliðsins hins vegar sbr. blogg mitt fyrr í dag.
Jón Baldur Lorange, 24.10.2009 kl. 21:06
Það sem ég held að hafi gerst Marínó, við uppgjörið á milli gömlu og nýju bankanna, er að kröfuhöfunum hefur verið hleypt inn í nýju bankana (Kaupthing og Íslandsbanka) og þannig veittur beinn aðgangur að skuldurum til þess að geta hámarkað útkomuna úr innheimtunni. Ég held að það sé þess vegna sem kostnaður við endurreisn bankakerfisins er minni en áætlaður var í upphafi.
Ég er ekki endilega viss um að skuldirnar hafi verið keyptar yfir á ákveðnu verði, heldur muni endanlegt verð sem nýju bankarnir þurfa að greiða ráðast af innheimtum (og úkomu úr málaferlum). Það má hins vegar vel vera að þú hafir annan skilning eða upplýsingar um þróun mála hér undanfarið.
Hafi ég rétt fyrir mér þá breytir það þó væntanlega engu um það hver ber "tjónið" af leiðréttingu skuldana ef almenningur vinnur sín dómsmál gegn bönkunum. Það hlýtur að falla á kröfuhafana ef að samingamenn ríkisins hafa verið edrú þó ekki væri nema hluta af þeim tíma sem þeir stóðu í stappi við sína viðsemjendur.
Að það skuli ekki vera hægt að fá ráðuneyti til þess að kaupa óháð álit um lögmæti gengistryggðu lánanna sem síðan yrði opinberað er auðvitað bara sorglegt, en gæti legið í því að stjórnvöld hafi lofað kröfuhöfum að beita sér ekki í þágu skuldara. Það breytir því ekki að ef að ég hef rétt fyrir mér með þróun mála þá hlýtur það að teljast afar ógeðfelld atlaga að hagsmunum almennings.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 21:16
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1093
Friðjón (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 21:58
Góð spurning frá Axeli Pétri.
Ein helstu rökin fyrir því hvers vegna ekki á að ráðast í almenna leiðréttingu á höfuðstóli er vegna meints kostnaðs ríkissjóðs við slíka aðgerð.
Þórður Björn Sigurðsson, 24.10.2009 kl. 22:27
Mig langar að upplýsa síðuhaldara - áður en of margir álykta í líka veru og hann - að meirihluti þeirra sem voru fjarverandi voru við jarðarför.
Anna Sigrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 20:54
Sæl Anna Sigrún, það hefur komið fram áður að menn voru fjarverandi vegna jarðarfarar, þó það hafi ekki átt við alla. Hefði þá bara ekki verið betra að finna annan fundartíma, þannig að mikilvægt fólk gæti greitt atkvæði um mikilvægt mál. Eða var það punkturinn, að málið þótti ekki nógu merkilegt til þess að það verðskuldaði meiri umræðu og skoðanaskipti en raunin varð meðal þingmanna? Og augljóslega þoldi málið ekki opinbera umræðu, slíkur var asinn.
Marinó G. Njálsson, 25.10.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.