Leita í fréttum mbl.is

Fordæmi sett fyrir heimilin í landinu?

Þetta eru áhugaverðar upplýsingar sem koma fram í frétt mbl.is:

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Kaupþing boðið nokkrum fjölda smábátaeigenda 35-45% niðurfærslu á höfuðstól gengistryggðra lána. 

 

EF þetta reynist rétt, þá hlítur hér að vera komið fordæmi um það hvernig meðhöndla á gengistryggðar skuldir heimilanna.  Varla getur það verið ætlun Kaupþings að mismuna fólki eftir því hvernig það aflar teknanna.


mbl.is Deilt um skuldir trillukarla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þetta verður forvitnilegt - svo heyrir maður sögur þarna úr borginni að það sé verið að afskrifa skuldir lykilmanna hjá Íslandsbanka - held að þetta sé að verða algjört rugl, endanlega - við hin eigum bara að naga á okkur handarbökin!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 17.10.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Miðað við það sem Landsbankinn heldur fram þá er megnið af þeim skuldum sjávarútvegsins sem geta engan veginn staðið undir framtíðarafborgunum lána í kringum smábátakerfið.

Stærri útgerðir eru vel flestar í góðum málum. Það má síðan aftur spyrja sig af hverju þetta sé svona, þegar hamrað er á því opinberlega að stærri útgerðir séu búnar að sóa öllu til lands, sjávar og pappírs. Tel að það væri holt fyrir okkur að vita hvernig landið liggur í þessum málum.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.10.2009 kl. 20:24

3 identicon

Mér sýnist vera ljóst að erlend húsnæðislán Kaupþings séu sama marki brennd og t.a.m. lánin frá Frjálsa, þ.e. að skilmálar lánsins fela það í sér að menn tóku erlenda mynt að láni sem gengistryggð var í íslenskum krónum.

Höfuðstóll skuldarinnar er því ávalt sá sami í íslenskum krónum en tekur breytingum í hinni erlendu mynt eftir gengi íslensku krónunnar gagnvart þeim.

Á bréfinu stendur:

...viðurkennir að skulda jafnvirði: ISK i eftirfarandi myntum og hlutföllum...

Það er með öðrum orðum hvergi vikið að því hver upphæð hinna erlendu mynta er utan þess að sagt er að hún skuli vera JAFNVIRÐI tilgetinnar upphæðar í íslenskum krónum.

Þetta er nánar útskýrt á bloggi mínu, gandri.wordpress.com

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 21:49

4 identicon

Ég vil reyndar meina að hér sé klárlega um að ræða fjárskuldbindingu í erlendri mynt tengda við dagsgengi íslenskrar krónu.

Þar með skulda ég bankanum ávalt jafnvirði ISK upphæðarinnar en mismunandi fjárhæð í erlendu myntsamsetningunni. Þ.e.a.s. í dag skulda ég bankanum ennþá upphaflega krónutölu í ISK að frádregnum afborgunum. En ég skulda þeim aftur á móti meira en helmingi færri jen en ég gerði í upphafi.

Lánið er því löglegt, vextirnir löglegir en bankinn kjáni.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég verð að segja að sá aðili sem tekur vexti hlýtur að miða þá vexti við þá áhættu sem tekin er. Í þessu tilfelli bankinn.

Mér finnst þetta vera algerlega "uppleyst" í umræðunni. Skiptir engu máli að lántakandi borgi fyrir lánið á bankakjörum?

Ef bakinn skítur á sig, á þá vðkomandi lántakandi að borga þau glöp? Voru ekki vextir settir á "planið".

Ég vil halda því fram að þeir sem taka vexti hljóti að bera ábyrgð á því  sem snýr að þeirri ákvörðun. Sérstaklega þerri sem snýr að því að samþykkja lánið. Að öðrum kosti hlýtur það að vera vaxalaust.

Það er búið að snúa ábyrgð bankanna við, þeir eiga að krefjast vaxta á þeim tíma sem lánveitingin er heimiluð. Ekki eftirá. 

Ef þeir gera mistök þá eiga þau ekki að lenda á mér og þér heldur á þeim sjálfum. Það hlýtur að vera inni í vaxtahlutfalli bankanna, að gera ráð fyrir "ákveðnu" útlána tapi, annars væru ekki vextir á útlánunum.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.10.2009 kl. 01:21

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Afsakið ritvillurnar sem dúkka upp inni á milli í pistlinum að ofan.

Læt þessar fjóta með (hálfkveðnar vísur, Ríkharðar Jónssonar og Sigurðar Þórðarsonar frá Laugabóli):

Gefið íslenskar gjafar,

 notið þær án tafar.

Erlendir hlutir hrapa

að hika er sama og tapa.

----

Íslensk skip koma af hafi,

notið íslenska stafi.

Saman við borgir byggjum

bræður en sundraðir liggjum.

---

Sætt kvaka svanir á vorin,

senn er askurinn skorinn,

heim skal ef vitrir vaka,

vagninum heilum aka.

---

Gaman er rúnir að rista,

eiguleg er útskorin kista.

Íslensku jörðina yrkið,

iðnaðinn hérlenda styrkið.

----

Kvakar um klettasyllur:

Kaupið íslenskar hillur.

Þarflaust þó komin sé kreppa,

köttinn í sekknum að hreppa.

----

Heimilin hljóta lukku

sem eiga íslenska klukku.

Getir þú boðið borgun,

þá bjóð hana fyrr en á morgun.

-----

Ég elska útskorna stokkinn

í honum geymi ég lokkinn.

Framleiði mest sem þið kunnið,

farsælt er heimaunnið.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.10.2009 kl. 02:21

7 identicon

Marinó og (Guðmundur sem leiðir hopinn fyrir frjálsa) ef þetta fæst í gegn svipað  þá eruð þið ornar þjóðhetjur. Eruð núna hetjur og það ekkert litlar ,,já mikið standið þið ykkur vel. En þegar ég skrifaði undir lánið mitt 2007 þá skrifaði undir réttindi og skildur. Það er skýrt brot á mínum rétti að slitanefnd frjálsa og spron skuli ekki birta nöfn þeirra manna  SEM ég er að senda bréf til. Nú eigum við sem skuldum í  frjálsa að heimta sömu niðurfellingu á rusllánunum og kaupþing  . Og ef einhver maður með 20000 krónur á tíman ætlar að neyta mér um það ÞÁ ER SPURNING HEF ÉG EKKI ÞÁ RÉTTARSTÖÐU TIL AÐ  FINNA NAFNIÐ Á  KAUÐA OG BRJÓTA ALLAR RÚÐUR HEIMA HJÁ HONUM-eF HANN VILL AÐ RÉTTARKERFIÐ Í BOSNÍU GILDIR  Í RUSLBANKANUM HANS  ÞÁ VERÐUR HANN AÐ FÁ ÞAÐ BEINT Í ANDLITIÐ SJÁLFUR EKKI RÉTT.  ÞVÍ LÍKLEGA ER SAMI MAÐUR Í SLITANEFNDINNI OG ER BÚINN AÐ STELA PENINGUM ÚR SJÓÐUNUM OKKAR. Hann skilur kannski ekkert nema hnefaréttinn.  VIÐ SKULUM ALLAVEGNA AUKA ÞRÍSTINGINN GÍFURLEGA NÚNA OG VERA ÁKVEÐINN SJÁUMST Á NÆSTA  HITA FUNDI.

DROPLAUGUR (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 02:36

8 identicon

Ég skil ekki að lán Guðmundar að ofan geti verið löglegt.  Hann vill meina að það sé fjárskuldbinding í erlendri mynt.  Hvernig getur það verið löglegt nema hann hafi fengið peningana í erlendri mynt, þarna japönskum jenum og svissneskum frönkum?

ElleE (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:21

9 identicon

Skv. kaupnótu þá fékk ég afhent jen og franka sem bankinn síðan keypti af mér.

Lánið er því klárlega erlent og þ.a.l. löglegt.

Ég skulda því bankanum þá íslensku fjárhæð sem bankinn greiddi mér fyrir hin japönsku jen og svissnesku franka.

Eða eins og bankinn segir:

Jafnvirði ISK 20.280.000,- í þessum myntum.

Í dag eru það auðvitað miklu færri jen og frankar en upphaflega voru tekin að láni.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 12:15

10 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Það er nokkuð augljóst, að það er löngu ákveðið að láta heimilin sitja á hakanum

Birgir Viðar Halldórsson, 18.10.2009 kl. 14:50

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hitti mann á förnum vegi í gær og greindi honum frá þessari klausu:

Jafnvirði ISK xxx í þessum myntum.

Hann hristi hausinn og sagði eitthvað á þá leið:  "Sneru þeir þessu á haus."

Þetta væri ekki frásögu færandi, ef ekki væri fyrir stöðu mannsins (sem ég mun ekki nefna) og þekkingar.

Marinó G. Njálsson, 19.10.2009 kl. 13:59

12 identicon

Icesave-stjórnin fór fram á það í dag í Alþingi, að ætluðum umræðum um skuldavanda fjölskyldna landsins yrði frestað fyrir Icesave.  Og Alþingi kol-felldi ósvífnina.  Einu sinni enn vildu þau að forgangurinn yrði Bretar og Hollendingar.     

ElleE (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 17:01

13 identicon

Sæll Marínó og aðrir góðir menn í þessari baráttu.

Ég fór að skoða skuldabréfið sem ég skrifaði uppá í Landsbankanum.  Þar segir að ég viðurkenni að skulda jafnvirði 4 millj. króna í eftirf. gjaldmiðlum...  

Svo stendur í skilmálum, 1.gr að höfuðstóllinn í erl myntum miðist við kaupgengi myntanna 2 dögum fyrir útgáfudag og í 2.gr er svo útlistað hvernig höfuðstóllinn í ISK er reiknaður útfrá gengi erl. myntanna.

Nú er ég búinn að lesa hér á síðunni hjá þér brot úr lögum og greinargerð með þeim sem ómögulegt er að skilja öðruvísi en að 2.gr skilmálanna sé ólögleg. 

Er þá nokkur leið til annars en að skilja þetta skuldabréf svo að ég skuldi þeim erlenda mynt og þetta orðalag þeirra "jafnvirði ISK xxx í erlendum myntum..." þýði að sú skuld sé bundin gengi ISK og þar með hafi upphæðin í erlendu myntunum lækkað um hátt í helming?

Hvernig sem mál þróast, kann ég þér og félögum þínum í HH bestu þakkir fyrir baráttuna.

Kv. Eggert Jóhannesson

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband