Leita í fréttum mbl.is

Fjárkröfu Lýsingar vísað frá dómi vegna vanreifunar

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi kröfu Lýsingar á hendur manni, sem hafði haft bíl hjá fyrirtækinu á leigusamningi.  Ástæða frávísunarinnar var vanreifun Lýsingar á fjárkröfum sínum í stefnunni.  Eða eins og segir í dómnum:

Eins og fram hefur komið er lýsingu málavaxta og málsástæðna í stefnu verulega ábótavant þegar horft er til lögskipta aðila samkvæmt gögnum málsins auk þess sem krafa stefnanda er ekki sundurliðuð. Í stefnunni er hvorki með viðhlítandi hætti greint frá þeim málsástæðum sem stefnandi byggir málsókn sína á, né öðrum atvikum sem þarf að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst, eins og krafa er gerð um í e-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður ekki fallist á það með stefnanda að framlagning yfirlits um uppgjör, sem á engan hátt er fjallað um í stefnu, leysi hann undan þeim kröfum ákvæðisins að búa stefnuna þannig úr garði að hún ein og sér gefi stefnda fullnægjandi mynd af sakarefninu og stefnda þar með til kynna að hvaða atriðum varnir hans geta beinst. Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi.

Ég fæ ekki betur séð, en að dómari sé að benda Lýsingu vinsamlega á, að vanda verður til gerðar fjárkrafna/stefnu, þannig að ljósar séu ástæður og forsendur kröfunnar/stefnunnar.

----

Ég fékk upplýsingar um þetta mál sendar í tölvupósti.  Sendandi segir tvennt í pósti sínum, sem vil minnast á án þess að ég aflétti nokkurri leynd.

1.  ..veit kannski ekki hvað þetta þýðir, amk. sýnist mér þetta þýða að fjármögnunarfyrirtækið getur ekki bara rukkað og rukkað hvað sem er þegar búið er að taka bílinn af viðkomandi og greiða lítið fyrir hann. Þeir þurfa amk. að gera grein fyrir því.

Ég held að þetta sé alveg rétt ályktun, þ.e. að ekki er verið að amast við því að fjármögnunarfyrirtækin rukki lántaka, en rukkunin þarf að byggja á föstum grunni.

2.  .. vinur minn lenti í því að missa bíl hjá ... þar sem þeir greiða 1,7 fyrir bílinn, svo er hann kominn á sölu og ásett 3,6 og þeir senda honum reikning upp á 6,5 millj.

Þeim fjölgar alltaf sögunum, þar sem greint er frá ósvífni fjármögnunarfyrirtækjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þakka þér að vekja athygli á þessu. Það væri verðugt verkefni Neytendasamtakanna eða sambærilegra að veita fólki í þessari stöðu lagalega ráðgjöf.

Páll Vilhjálmsson, 16.10.2009 kl. 17:49

2 identicon

Þessi saga segir mér bara eitt, það eru ótýndir glæpamenn sem stjórna þessum fjármálfyrirtækjum !

Auðvitað á að vera hér einhver aðili sem leiðbeinir fólki !

Annars er það furðulegt eftir allt þetta bankahrun, það er engin , segi það eftur engin, sem er að leiðbeina fólki vegna þessara svikahrappa !

Hér er fólki bara bennt á gjörspillta lögfræðistétt, sem sér ekkert nema að fá pening út úr fólki !

JR (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 20:14

3 identicon

Og svo væri nú gaman að vita hverjir eiga þessi fjármögnunarfyrirtæki. Eru það ekki Pálmi í Fons og hans líkar sem eru enn að ræna og rupla?

Rósa (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 21:57

4 identicon

JR, yfirvöld hafa ekki komið upp neinum leiðbeinendum og vörnum gegn þessum ræningjum þar sem ætlunin er ekki að stoppa ránin og hefur aldrei verið.   Kannski veistu ekki að prófmál gegn þessum gengis-lána ræningjum er í gangi núna: Lögmaður er Björn Þorri Viktorsson. 

ElleE (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:04

5 identicon

,,Kannski veistu ekki að prófmál gegn þessum gengis-lána ræningjum er í gangi núna: Lögmaður er Björn Þorri Viktorsson. "

Þessi Björn er ekkert betri en aðrir úr þeirri stétt !

Hann er með allt niður um sig , en reynir að fá pening út úr auðtrúa sálum í þessum málarekstri !

Hver borgar , ekki fjármálafyrirtækin ?

JR (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:16

6 identicon

Ok, JR, vildi bara að þú vissir að hann væri með prófmál í gangi.  Persónulega er ég nokkuð viss um að niðurstaðan verður neikvæð fyrir gengis-rána-fyrirtækin.  Og það mun setja þig, ef þú ert með gengislán, í sterka stöðu gegn lánsfyrirtækinu. 

ElleE (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 23:00

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hér er enn eitt máið sem er ekki nógu vel reifað.  Þetta er ekkert annað en sönnu þess hversu slakir margir íslenskir lögmenn eru. 

Vanhæfni íslenskra lögmanna er að verða vandamál hér á landi.  Það sem er verra er að þeir komast upp með þetta en kúnninn verður að borga og tapa.  

Það er ekki auðvelt að finna góða lögmenn á Íslandi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 12:58

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einn "góður" lögmaður sagði mér að þetta hefði allt versnað eftir að lagadeildin á Bifröst fór að útskrifa lögfræðinga?

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 13:00

9 Smámynd: Maelstrom

Menn eiga einfaldlega að athuga bakgrunn þeirra lögfræðinga sem menn ráða til starfa.  Það er auðvitað nokkuð mikið mál fyrir leikmenn að fara sjálfir í slíka athugun.  Ég mæli því með að útbúið verið nokkuð staðlað eyðublað sem spyr einfaldra spurninga, eins og:

Hefur máli sem þú rakst verið vísað frá dómi vegna vanreifunar?

Einhver lögfróður þyrfti að semja þessar spurningar þannig að spurningalistinn myndi sína viðkomandi hvort lögmaðurinn væri vanhæfur eða ekki.  Lögmaður sem ekki svarar spurningalistanum sannleikanum samkvæmt yrði sviptur lögmannsréttindum og yrði væntanlega skaðabótaskyldur ef hann klúðrar einhverju máli fyrir skjólstæðingi.  Þetta á við um margar aðrar starfsstéttir sem bera lögverndað starfsheiti eins og t.d. verkfræðinga og lækna.

Maelstrom, 18.10.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 195
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 176
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband