14.10.2009 | 11:43
En Vinnumálastofnun segir 7,63%
Samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar var atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi 8,0% í júlí, 7,7% í ágúst og 7,2% í september. Meðaltalið af þessu er 7,63% eða 27% meira atvinnuleysi en Hagstofan mælir. Munurinn á þessum tveimur tölum er allt of mikill til þess að mark sé á þeim takandi. Munurinn er ekki ásættanlegur.
Hagstofan segir að 10.900 manns hafi að meðaltali verið án vinnu og í atvinnuleit á þriðja ársfjórðungi, meðan Vinnumálastofnun segir tölunar vera 12.145 í september, 13.387 í ágúst og 13.756 í júlí. Þetta er dálítið langt yfir þeim 10.900 sem Hagstofan mælir.
Hvor stofnunin er að mæla "rétt"? Hvernig stendur á þessum mikla mun? Svara verður þeirri spurningu hvernig standi á því að stofnunin, sem hefur það hlutverk að fylgjast með vinnumarkaðinum, er að mæla 27% meira atvinnuleysi, en stofnunin sem sérhæfir sig í mælingum. Síðan verður að svara því hvort skekkjan, sem kemur þarna fram, hjá hvorum aðilanum sem hún er, komi á sama hátt fram í öðrum mælingum viðkomandi stofnunar.
6% atvinnuleysi á 3 fjórðungi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er líklegast ólík skilgreining á atvinnuleysi sem þessar stofnanir hafa. Þetta hugtak er náttúrulega frekar teygjanlegt.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:15
Ég held það gætu verið þessi orð "og í atvinnuleit" sem skipta máli, en þá eru þetta ekki tölur um atvinnulausa heldur atvinnulausa í atvinnuleit, hvernig sem það er nú mælt.
Marinó G. Njálsson, 14.10.2009 kl. 12:50
Ætli munurinn sé ekki sá að Vinnumálastofnun telur með þá sem eru í hlutastarfi og fá atvinnuleysisbætur fyrir hinn hlutann.
Vinnumálastofnun gæti líka talið með þá sem eru í vinnu sem er styrkt af atvinnuleysistryggingasjóði (s.k. vinnumarkaðsúrræði), en Hagstofan telur þá væntanlega ekki með þar sem þeir eru í vinnu.
l (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:35
Mér finnst það alvarlegt mál, ef tveir opinberir aðilar nota gjörólíkar aðferðir til að mæla stærðir á borð við atvinnuleysi. Eðlilegast er að aðeins annar aðilinn sjái um að birta mælingarnar eða að stofnanirnar samræmi aðferðir sínar.
Við skulum hafa í huga, að þessar tölur eru að hafa áhrif á hvað fólk greiðir af lánunum sínum, þ.e. þeir sem eru með lánin sín í greiðslujöfnun. Hvernig á nokkur maður að geta fundið út hvort greiðslan er rétt, ef stofnanirnar sem birta tölur um atvinnuleysi geta ekki komið sér saman um þá grunnforsendu sem segir til um atvinnustig í landinu.
Marinó G. Njálsson, 14.10.2009 kl. 16:46
Hagstofan mælir samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum. Hennar tölur eru því samkvæmt því sem mælt er í Evrópu. Vinnumálastofnun telur upp úr atvinnuleysisskrám. Auðvitað eru þær tölur ekki sambærilegar, enda gilda íslenskar reglur ekki annars staðar en á Íslandi.
Hins vegar má benda á að Hagstofan mælir þá sem eru virkir á vinnumarkaði og voru þær rúmlega 82% nú en tæplega 84% fyrir ári. Þeim hefur því fjölgað sem hvorki eru vinnandi né atvinnulausir. Til að vera atvinnulaus skv. Hagstofunni þurfa menn að vera alveg á vinnu, vera virkir í atvinnuleit og tilbúnir að stökkva í vinnu ef hún býðst. Margir af þeim sem ekki uppfylla þessi skilyrði geta vel verið á atvinnuleysisskrá og fengið bætur, því þar kemur þetta ekki í ljós nema vinna bjóðist raunverulega, en ekki hýpótetískt eins og hjá Hagstofunni.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 20:31
Ég skráði mig atvinnulausa í fyrsta skipti á ævinni 1. okt. 2009!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:51
...það er ekkert "teygjanlegt" við það! (Niððurlægjandi frekar!)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:52
Berðu þá þessar tölur saman við Eurostat og þá færðu þriðju töluna. IceStat notar Eurostat og Vinnumálastofnun þar sem Hagstofan uppfærist allt of seint.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 15.10.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.