Leita í fréttum mbl.is

En Vinnumálastofnun segir 7,63%

Samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar var atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi 8,0% í júlí, 7,7% í ágúst og 7,2% í september.  Meðaltalið af þessu er 7,63% eða 27% meira atvinnuleysi en Hagstofan mælir.  Munurinn á þessum tveimur tölum er allt of mikill til þess að mark sé á þeim takandi.  Munurinn er ekki ásættanlegur. 

Hagstofan segir að 10.900 manns hafi að meðaltali verið án vinnu og í atvinnuleit á þriðja ársfjórðungi, meðan Vinnumálastofnun segir tölunar vera 12.145 í september, 13.387 í ágúst og 13.756 í júlí.  Þetta er dálítið langt yfir þeim 10.900 sem Hagstofan mælir.

Hvor stofnunin er að mæla "rétt"?  Hvernig stendur á þessum mikla mun?  Svara verður þeirri spurningu hvernig standi á því að stofnunin, sem hefur það hlutverk að fylgjast með vinnumarkaðinum, er að mæla 27% meira atvinnuleysi, en stofnunin sem sérhæfir sig í mælingum.  Síðan verður að svara því hvort skekkjan, sem kemur þarna fram, hjá hvorum aðilanum sem hún er, komi á sama hátt fram í öðrum mælingum viðkomandi stofnunar.


mbl.is 6% atvinnuleysi á 3 fjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er líklegast ólík skilgreining á atvinnuleysi sem þessar stofnanir hafa. Þetta hugtak er náttúrulega frekar teygjanlegt.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held það gætu verið þessi orð "og í atvinnuleit" sem skipta máli, en þá eru þetta ekki tölur um atvinnulausa heldur atvinnulausa í atvinnuleit, hvernig sem það er nú mælt.

Marinó G. Njálsson, 14.10.2009 kl. 12:50

3 identicon

Ætli munurinn sé ekki sá að Vinnumálastofnun telur með þá sem eru í hlutastarfi og fá atvinnuleysisbætur fyrir hinn hlutann.

 Vinnumálastofnun gæti líka talið með þá sem eru í vinnu sem er styrkt af atvinnuleysistryggingasjóði (s.k. vinnumarkaðsúrræði), en Hagstofan telur þá væntanlega ekki með þar sem þeir eru í vinnu.

l (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:35

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst það alvarlegt mál, ef tveir opinberir aðilar nota gjörólíkar aðferðir til að mæla stærðir á borð við atvinnuleysi.  Eðlilegast er að aðeins annar aðilinn sjái um að birta mælingarnar eða að stofnanirnar samræmi aðferðir sínar. 

Við skulum hafa í huga, að þessar tölur eru að hafa áhrif á hvað fólk greiðir af lánunum sínum, þ.e. þeir sem eru með lánin sín í greiðslujöfnun.  Hvernig á nokkur maður að geta fundið út hvort greiðslan er rétt, ef stofnanirnar sem birta tölur um atvinnuleysi geta ekki komið sér saman um þá grunnforsendu sem segir til um atvinnustig í landinu.

Marinó G. Njálsson, 14.10.2009 kl. 16:46

5 identicon

Hagstofan mælir samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum. Hennar tölur eru því samkvæmt því sem mælt er í Evrópu. Vinnumálastofnun telur upp úr atvinnuleysisskrám. Auðvitað eru þær tölur ekki sambærilegar, enda gilda íslenskar reglur ekki annars staðar en á Íslandi.

Hins vegar má benda á að Hagstofan mælir þá sem eru virkir á vinnumarkaði og voru þær rúmlega 82% nú en tæplega 84% fyrir ári. Þeim hefur því fjölgað sem hvorki eru vinnandi né atvinnulausir. Til að vera atvinnulaus skv. Hagstofunni þurfa menn að vera alveg á vinnu, vera virkir í atvinnuleit og tilbúnir að stökkva í vinnu ef hún býðst. Margir af þeim sem ekki uppfylla þessi skilyrði geta vel verið á atvinnuleysisskrá og fengið bætur, því þar kemur þetta ekki í ljós nema vinna bjóðist raunverulega, en ekki hýpótetískt eins og hjá Hagstofunni.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 20:31

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég skráði mig atvinnulausa í fyrsta skipti á ævinni 1. okt. 2009!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:51

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...það er ekkert "teygjanlegt" við það! (Niððurlægjandi frekar!)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:52

8 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Berðu þá þessar tölur saman við Eurostat og þá færðu þriðju töluna. IceStat notar Eurostat og Vinnumálastofnun þar sem Hagstofan uppfærist allt of seint.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 15.10.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband