Það var í marsmánuði 2001 að krónan var sett á flot. Sett höfðu verið ný lög um Seðlabanka Íslands og samkvæmt þeim var hlutverk bankans að nokkru endurskilgreint. Meginmarkmið bankans varð nú að stuðla að stöðugu verðlagi. Það var sem sagt þessi lagasetning frá Alþingi, sem hratt af stað atburðarrás sem við erum í dag að súpa seyðið af.
Krónan, sem var þá og er enn (að því ég best veit) minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi, átti að standa á eigin fótum innan um risagjaldmiðla landanna í kringum okkur. Meðan flestar þjóðir voru að flýja með gjaldmiðla sína í skjól eða hreinlega gefa þá upp á bátinn, var traust ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar svo mikil á flothæfi krónunnar, að sett var í lög að henni ætti kastað út í djúpu laugina án tillits til aðstæðna. Samhliða þessu voru tekin upp verðbólgumarkmið sem höfðu það að markmiði að tryggja stöðugleika í hagkerfinu. Vissulega hafði Seðlabankinn einhver tæki til að hjálpa krónunni og tryggja stöðugleikann, en gallinn var, að þau voru þegar í notkun.
Ég veit ekki hvers vegna ákveðið var að fara þá leið sem var farin. Hafa skal í huga, að þegar verðbólgumarkmið voru tekin upp og krónan sett á flot, þá hafði verið talsverð verðbólga samanborið við árin á undan. Til að vinna gegn verðbólgunni hafði Seðlabankinn hækkað stýrivexti talsvert. Ef við skoðum verðbólgu áranna 1995 - 1999, þá var verðbólgan nær allan tímann undir 2,5% og stóran hluta tímans undir 2%. Stýrivextir höfðu því einnig verið hóflegir í sögulegu samhengi, þó raunstýrivexti væru almennt á bilinu 4,5 - 5,0%. Þetta tímabil er líklegast lengsta tímabil minnar ævi sem við Íslendingar höfum búið við jafn lága verðbólgu. Líklegast var það í því ljósi sem ráðamenn töldu tækifæri að setja krónuna á flot. En þetta reyndist bara lognið á undan storminum.
Haustið 1999 fór að gefa á bátinn. Verðbólga fór að aukast og var stýrivöxtum að hluta beitt til að sporna við því. Það gekk eftir, þ.e. verðbólgan lækkaði, en stýrivöxtunum var haldið áfram háum. Raunstýrivextir sem höfðu verið í kringum 5% fóru upp í allt að 7,9% í janúar 2001. En það sem meira var, að í rúmt ár áður en krónan var sett á flot og verðbólgumarkmiðin tekin upp voru stýrivextir yfir 10%. Fóru þeir hæst í 11,4%. Með því fór það borð fyrir báru, sem þörf var á við fleytingu krónunnar. Krónan hefði hugsanlega átt einhvern möguleika, ef stýrivextirnir hefðu hækkað úr 5% í 10% um leið og krónunni var fleytt. En því miður var búið að nota þau hjálpartæki og því fór sem fór.
Ég er ekki hagfræðingur, en mér finnst vera nokkuð öfugsnúið að setja krónuna á flot í þessu ástandi. Fyrst á annað borð menn voru einbeittir í að fleyta krónunni, þá hefði átt að bíða með það og að taka upp verðbólgumarkmið þar til hægt hafði um. Menn setja ekki ósynt barnið út í öldulaug og segja því að synda. Nei, menn finna grunna laug, barnalaug, og búa barnið með kút og kork. Rétti tíminn til að setja krónuna á flot hefði verið í undir 2% verðbólgu og með stýrivexti undir 6%. Ég skil vel áhuga manna á að gera Ísland að frjálsu og opnu hagkerfi, en þessi tilraun var dæmd til að mistakast, sem hún og gerði. En það er mín skoðun, að aldrei átti að setja krónuna á flot án tengingar við aðra mynt.
Höfum í huga að helsta verkefni Seðlabankans var að sinna viðfangsefnum á sviði fjármálastöðugleika auk þess að halda verðlagi hér stöðugu. En svo vitnað sé í orð þáverandi Seðlabankastjóra, Birgis Ísleifs Gunnarssonar, á ráðstefnu evrópskra samtaka hagfræðinga 3. júní 2004:
Þegar verðbólgumarkmið var gert að kjölfestu peningastefnunnar gætti mikils ójafnvægis í hagkerfinu. Mikið þensluskeið hófst á seinni hluta síðasta áratugar. Í upphafi einkenndist það af beinni erlendri fjárfestingu og útflutningi, og þá var þjóðarbúið í tiltölulega góðu jafnvægi. Síðar breyttist þenslan í ofþenslu og mikinn vöxt einkaneyslu sem var drifinn áfram m.a. af hröðum vexti útlána á fjármálamarkaði þar sem frelsi til athafna hafði verið aukið til muna. Ójafnvægi myndaðist í þjóðarbúskapnum.
Með tímanum leiddi vaxandi ójafnvægi til þess að væntingar breyttust til hins verra, a.m.k. að hluta til vegna ört vaxandi viðskiptahalla við útlönd. Gengi krónunnar tók að lækka og lækkaði um þriðjung á einu og hálfu ári þar til síðla árs 2001. Þessi framvinda hafði áhrif á verðbólgu þar sem hækkandi innflutningsverð kom fram í innlendu verðlagi. Þegar verðbólgumarkmið var tekið upp var hækkun vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði 4%. Gengi krónunnar hélt áfram að lækka um sinn, og verðbólga fór töluvert upp fyrir efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Seðlabankinn fylgdi aðhaldssamri peningastefnu og hækkaði stýrivexti sína jafnt og þétt í sögulegt hámark.
Vissulega rétti hagkerfið úr kútnum, en það var bara logið á undan öðrum stormi.
Í september 2004 hækkaði Seðlabankinn stýrivexti úr 6,25% í 6,75%. Ef horft er á verðbólgutölur á þeim tíma er fátt sem réttlætir þessa hækkun. Verðbólga hafði vissulega hækkað lítillega í maí, en hún var ennþá vel innan efri vikmarka sem voru 4%. Seðlabankinn lét ekki þar við sitja og hækkaði stýrivexti aftur í nóvember 2004 og þá í 7,25%. Á rúmlega hálfu ári höfðu stýrivextir hækkað um all 1,75% (úr 5,5% í maí) og meira átti eftir að fylgja. Afleiðing af þessu var styrking krónunnar, líklegast vegna spákaupmennsku. Frá september 2004 til janúar 2006 lækkaði gengisvísitalan um ríflega 20 punkta. Á þeim tíma fór 1 evra úr kr. 87,62 (meðalgengi mánaðarins) í kr. 74,56 (fór reyndar lægst í kr. 72,96). Þetta er um 15% styrking gengis án þess að nokkuð í hagkerfinu gæfi tilefni til þessarar styrkingar fyrir utan aðgerða Seðlabankans. Bankinn lét nefnilega ekki staðar numið við 7,25% stýrivexti. Nei, aldeilis ekki. Stýrivextir voru hækkaðir skref fyrir skref upp í 10,50% og stóðu þar í janúar 2006.
Styrking krónunnar og hækkun stýrivaxta virkuðu eins og segulstál á erlent fjármagn og innflutning. Gengið toppaði með gengisvísitölu í rétt rúmum 100 stigum. Þar sem þetta gerðist samhliða innleiðingu Basel II regluverksins, hafði aðgangur að ódýru fjármagni aukist mjög hratt á sama tíma og fjármálafyrirtæki höfðu aukið svigrúm til bæði lánveitinga og lántöku. En það sem var líklega verst við þetta allt, var að efnahagsreikningar íslensku bankanna þriggja höfðu styrkst í erlendri mynt út á það eitt að krónan hafði styrkst. Það var ekkert í innviðum bankanna hélt uppi þessari styrkingu, eins og ýmsir erlendir aðilar bentu á. Styrking efnahagsreikningsins gerði það að verkum að geta þeirra til að fá lán og veita lán jókst mjög mikið. En þessu fylgdi hætta. Þar sem efnahagsreikningur bankanna var í íslenskum krónum, þá voru þeir mjög viðkvæmir fyrir sveiflum á gengi krónunnar.
Seðlabankinn átti aldrei að leyfa genginu að styrkjast jafn mikið og raun bar vitni á þessum tíma. Í því fólust stóru mistökin. Það er vel þekkt lögmál í hagfræði, að auka eigi framboð, ef aukning eftirspurnar er að leiða til ójafnvægis, og draga eigi úr framboði, ef samdráttur í eftirspurn leiðir til ójafnvægis. Seðlabankinn hefði því átt að auka framboð á krónum um leið og gengið fór að styrkjast umfram jafnvægisgengi eða raungengi síðustu ára á undan. Með því hefði bankinn bæði spornað við of mikilli styrkingu krónunnar og aukið gjaldeyrisforðann sinn. Nú, hvaðan áttu krónurnar að koma? Ekki gekk að prenta peninga, því það hefði valdið verðbólgu. Nei, þetta varð að gera með útgáfu skuldabréfa sem seld voru á innlendum markaði, hækkun bindiskyldu bankanna og öðrum peningalegum aðgerðum sem bundið hefði innlent fjármagn í Seðlabankanum. Með því hefði unnist tvennt: Í fyrsta lagi hefði Seðlabankinn fengið krónur til að bjóða á gjaldeyrismarkaði og í öðru lagi hefði bankinn minnkað peningamagn í umferð. Ok, eitthvað af þessum krónum hefðu bara farið hringferð, þ.e. bankarnir keypt skuldabréf af Seðlabankanum og síðan selt gjaldeyri, en með hverjum hringnum þá hefði lausafé bankanna minnkað, en eignir þeirra aukist. En þetta var ekki það sem Seðlabankinn gerði og því fór sem fór.
Nú segir einhver að þetta sé eftiráspeki. En svo er ekki. Þetta eru allt algildar og viðurkenndar hagfræðikenningar. Greiningardeild KB banka (eða hét það Kaupþing þá) varaði meira að segja við þróuninni vorið 2003. (Já, ég veit að greiningardeildin þykir ekki merkilegur pappír í dag, en hún var það þá.) Í skýrslu deildarinnar er lýst nákvæmlega hvað gæti gerst, ef þáverandi peningamálastjórn yrði haldið áfram. Það er sláandi að sjá hvað þeim rataðist rétt á.
Það er sama hvernig ég lít á peningamálastjórn Seðlabankans frá 2001 fram á haust 2008, hún fær falleinkunn. Ég er ekki að segja að hún ein eigi sök á hruninu, en hún er mikilvægt stykki í heildarmyndinni. Höfum í huga að á þeim 104 mánuðum síðan verðbólgumarkmið voru tekin upp, hefur verðbólga aðeins 16 sinnum verið innan við 2,5% og önnur 20 skipti milli 2,5 og 4,0%. Í 36 skipti af 104. Það getur varla talist góður árangur. Á þessu tímabili hefur verðbólgan verið alls 70,0% í staðinn fyrir 22,6%, ef 2,5% markinu hefði verið náð. Munurinn er 47,4%! Það samsvarar því að þriðjungur af verðbótum verðtryggðra fjárskuldbindinga á þessu tímabili væru þurrkaðar út.
Stærstu mistökin þessu tengt eru þó ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Að halda virkilega að íslenska örmyntin gæti flotið stöðug innan um stóru myntirnar. Hverjum datt þetta eiginlega í hug? Í því drambi felst fall okkar og allt annað er meira og minna afleiðing þess. Danir sem eru með 20-30 falt stærri hagkerfi og öflugra myntkerfi treysta sér ekki til að vera í frjálsu floti. Flestar þjóðir innan ESB tóku upp evru við fyrsta tækifæri (þó sumar sjái eftir því núna). Staðreyndin er að íslenska krónan er of lítil og veikburða til að fljóta af eigin rammleika. Seðlabanki Íslands var og er of fátækur til að styðja við krónuna. Og ríkissjóður Íslands of fjárvana á alþjóðlegan mælikvarða til að styðja við Seðlabankann. Flotgengisstefnan fær því falleinkunn.
En það eru mörg önnur stór mistök sem voru gerð. Meira um það síðar.
(Það skal tekið fram, að í þessum pistli og öðrum sem munu fylgja á næstu vikum, er ég að lýsa minni sýn á atburðina. Ég er ekki að reyna að koma með neina fræðilega skýringu eða vangaveltur sem opinbera eiga eitthvað sem ekki hefur komið fram.)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marinó !
Ekki skrifa þig í tóma ,,einskrif" "
Þú veist það eins og allir aðrir að Davíð er höfundur að mestu vitleysu sem þú getur skoðað í enda tímans !
JR (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 00:53
Enn og aftur vil ég benda á þátt Seðlabankans í falli Glitnis sl. haust Marinó. Seðlabankinn reyndi að yfirtaka lánalínu frá þjóðverjum sem ætluð var Glitni. Stóra plottið hjá DO og félögum var að nota lánalínuna til að "kaupa" 75% í Glitni á gjafverði til að tryggja yfirtöku á skuldum útgerðarinnar. Þjóðverjar lokuðu snarlega á línuna þannig að "kaupin" á Glitni gengu til baka. Hver var arkitektinn að Hruninu sl. haust?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 01:42
Hilmar, takk fyrir ábendinguna. Hún verður geymd fyrir þann hluta, þar sem ég tala um vanhæfi embættismanna.
Marinó G. Njálsson, 26.9.2009 kl. 01:46
Kæri Marinó.
Danir hafa enga hefð fyrir því að vera með frjálst fljótandi mynt. Þetta er ekki stefna sem seðlabanki Danmerkur hefur ákveðið. Þetta hefur alltaf verið ákveðið af stjórnmálamönnum. En staðreyndin er hinsvegar sú að þetta veðmál stjórnmálamanna Danmerkur hefur alltaf beiðið skipbrot með reglulegu millibili. Allt það sem Danir hafa bundið mynt sína við hefur hrunið:
Það eina sem á eftir að hrynja núna er EMU
Danmörk hefur aðeins gert tilraunir með fljótandi krónu á stuttu tímabili undir og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þetta er alls ekki hagfræðilegt mat hjá Dönum. Þetta hefur alltaf verið pólitískt ákveðið og alltaf var tekið var sérstakt tillit til mikils útflutnings landbúnaðar sem þá var erfið fersk vara sem þoldi ekki flutninga yfir miklar fjarlægðir og því varð að hanga fast á vissum landsvæðum innan tollasvæða.
Þetta hefur ekki fært Danmörku neina kosti eða neitt ríkidæmi því Danmörk er að hrapa neðar og neðar á lista ríkustu landa OECD. Veran í EMU hefur ekki fært Danmörku neitt annað er massíft atvinnuleysi áratugum saman og 5. lélegasta samanlagða hagvöxt í OECD síðustu 15 árin.
Nýlega lagði yfirhagfræðingur Danske Bank til að bindingin við evru yðri rofin, að þetta gengi ekki lengur þessi fastgengisstefna. Það lá við að maðurinn yrði hengdur opinberlega fyrir Guðlast. Þetta eru trúarbrögð í Danmörku. Hrein trúarbrögð.
Rödd út úr myrkinu
Nýlega birti hugveitan Ny Agenda rannsókn á peningastefnu Danmerkur. Þar segir meðal annars:
[ "Mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar eru þær að séu efnahagsmál myntbandalags Evrópusambandsins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára þá hafa þau lönd sambandsins sem hafa tekið í notkun sameiginlega mynt Evrópusambandsins, notið minni hagvaxtar og efnahagslegra framfara en þau lönd sem hafa haldið sinni eigin mynt. Hér er átt við Stóra Bretland, Svíþjóð og Danmörku.
Þar að auki bendir skýrslan á að þróun efnahagsmála evrulanda hafi verið mjög misjöfn og það bendir til innri spennu á milli svæða og landa innan myntbandalagsins.
Skýrslan bendir sérstaklega á þann möguleika að Danmörk taki upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Stóra Bretland þ.e.a.s. að Danmörk rjúfi bindingu dönsku krónunnar við evru og láti mynt sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum. Höfundurinn kemur inná ýmsar tegundir peningamálastefnu og nefnir m.a. að frjálst fljótandi myntir geti stundum verið gerðar að skotmarki spákaupmennsku ef það séu færslur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi sem séu ráðandi á markaði myntarinnar.
En höfundir nefnir þó að þetta eigi nær eingöngu við um stórar myntir sem séu m.a. notaðar í gjaldeyrisforða á alþjóðamarkaði. Þetta eigi því fyrst og fremst við um myntir eins og dollar, evru og yen. Þessar stærri myntir geti því sveiflast mjög kröftuglega, sem á tíðum hefur neikvæðar afleiðingar fyrir skipulagningu innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu.
Litlar myntir minni landa eiga ekki við þetta vandamál að stríða nema að alveg sérstakar aðstæður séu ríkjandi eins til dæmis við þær aðstæður sem sáust á Íslandi haustið 2008." ]
Sjá (Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU)
Á Íslandi hefur eftirfarandi verið reynt:
1873-1914 Nordic currency union, gold standard. (myntbandalagið hrundi)
1914-1922 Gold standard abolished in August 1914, but parity with Danish krone maintained.
1922-1925 After a 23% devaluation against the Danish krone in June 1922, a floating exchange rate regime is established. The British pound replaces the Danish krone as a reference currency. The króna depreciates against the pound until 1924, after which the króna appreciates under a policy of revaluation.
1925-1939 Iceland’s longest period of exchange rate stability. After the pound was taken off the gold standard in 1931 the króna and other Nordic currencies continued to be linked to the pound. Icelandic authorities responded to a deteriorating competitive position by foreign exchange restrictions and protectionism.
1939-1945 After 14 years of exchange rate stability the króna was devalued by 18% in the spring of 1939. As terms of trades improved and the pound depreciated, the króna was linked to the US dollar. Over the period the króna depreciated against the dollar but appreciated against the pound. An overheated economy led to a surge in inflation, leading to doubling of domestic relative to foreign prices over the period.
1946-1949 Growing external imbalances in the first years after the war were initially cushioned by very large foreign exchange reserves and favourable external conditions, but were at a later stage met by extensive capital controls and protectionism. In 1949, when the pound (and soon after most other European currencies) was devaluated by 30!% against the dollar, it was decided to let the króna follow the pound. Due to the large share of European countries in Icelandic trade, however, the country’s competitive position did not change much as a result of it.
1950 After Iceland became a founding member of the IMF in 1947, an attempt was made to bring the external accounts closer towards a sustainable equilibrium under liberalised trade. This included a 42,6% devaluation of the króna. This experiment failed i.a. due to unfavourable external conditions. Moreover the devaluations did not seem to be sufficient to bring about sustainable external balance.
1951-1959 After the devaluation of 1950 failed to achieve external balance, a regime of multiple exchange rates and extensive export subsidies was established. The arrangement implied a substantial effective devaluation, but did not suffice to balance the external account.
1960-1970 A more fundamental and far reaching effort to restore sustainable external balance was made in 1960, when the króna was devalued by 1/3 to 57%, depending on the relevant exchange rate premium on foreign exchange transactions. In effective terms, this brought the real exchange rate back to the level of 1914 and 1939 and much lower than in 1950. The devaluation was followed up by extensive trade liberalisation. Moreover, the flexibility of the exchange rate regime was enhanced, as the Central Bank assumed the power to change the exchange rate, no longer requiring a change in law. During the period the króna was devalued on several occasions in response to external as well as internal macroeconomic disturbances.
1970-1973 After the Bretton-Woods system of pegged but adjustable exchange rates fell apart and the dollar was devalued, the Icelandic króna broadly followed the dollar. During this period, however, the króna was devalued once (1972) and revalued twice (1973) against the dollar, until the króna was effectively floated in December 1973.
1974-1989 During the period to 1983 the Icelandic exchange rate regime became increasingly flexible and could be characterised as managed floating. However, in the mid-1980s the monetary and exchange rate policy stance became more restrictive. Over the period 1974 to 1989 the króna was devalued 25 times. Moreover, the króna was allowed to depreciate gradually (without formal announcements) during the period Mars 1975 to January 1978. An effective devaluation was also achieved in 1986 and 1987 by changing the currency basket. Over brief intervals the value of the króna was kept stable, first against the dollar and then against various baskets of trading partner currencies.
1990- During the 1990s the role of the exchange rate as a nominal anchor received stronger emphasis. A path-breaking moderate wage settlement in early 1990 was supported by a public commitment to a stable exchange rate, which became the cornerstone of a disinflation strategy that proved successful. However, there have been two devaluations during the 1990s, in 1992 and 1993, in both cases in response to external shocks.
(Optimal Exchange Rate Policy: The Case of Iceland)
svo . . . Kæri Marinó aftur
Eins og þú sérð þá er Ísland eyland og ekki eitt í heiminum og ekki alltaf í cyclus með viðskiptalöndum sökum þess að Ísland er EKKI iðnaðarríki og ekki eins og hin gömlu ríki stórfurstadæmis Evrópu sem eru að missa móðinn og trúa ekki á framtíðina - því demógrafískur imbalance er þar orðinn svo hrikalegur.
Allar pælingar um að festa gengi á milli ríkja eru dauðadæmdar. Og ekki halda að Danir hafi ekki þurft að semja um eilífar gengisfellingar innan EMS fyrirkomulagsins áður en allt fraus fast með tilkomu EMU. Seðlabankastjórinn í Danmörku var fastur farþegi frá Kastrup til Brussel til að semja um "gengisaðlögun" innan EMS. En núna er ekkert hægt, annað en að verða fátækari og auka atvinnuleysið og eyðileggja samfélagið smá saman innanfrá.
Muna þetta
Öll myntbandalög á milli ríkja hrynja og enda og allar bindingar mynta eins lands við annað hrynja og enda. Þessi hugsanatregða um fast gengi er dragbítur á raunverulegum framgangi efnahagsmála, þ.e. dragbítur á raunverulegum hagvexti sem skapar velmegun. Myntbandalög eru óskabörn þeirra sem hafa ekki áhuga á raunveruleikanum, heldur á formsatriðum, því myntbandalög eru koddar öndunarvéla aðgerðarleysis og ósjálfstæðis - verkfæri uppgjafarhugsunar.
Muna þetta einnig - ÁRÍÐANDI
Það var of vaxið, illa rekið og illa stefnumótað bankakerfi glæframanna sem felldi gengi krónunnar síðasta haust - og ekkert annað. Ef það hefði ekki fallið væri ljósið slökkt hjá þér núna, landið rústað og þú hefðir enga vinnu. Þakkaðu sveigjanleika gengis krónunnar fyrir að allt skyldi ekki fara til helvítis.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.9.2009 kl. 02:26
Sæll aftur Marinó
Gleymdi að nefna að hagkerfi Danmerkur er aðeins 17-19 sinnum stærra en hagkerfi Íslands og ekki 20-30 sinnum stærra.
Stærð myntar segir ekkert til um hvort hún sé hæf til framboðs á frjálsum markaði eða ekki. Því stærri mynt því stærri eru bara upphæðirnar. Eins og þú kannski manst eftir þá reyndu seðlabankar BNA og ESB í sameiningu að rétta við 30% gengishrun evru árið 2001. En það var eins og að pissa í sjóinn. Ekkert gerðist. Þeir áttu ekki til nógu stórar upphæðir.
Það eru gæðin sem gllda svo og gæði hagstjórnar. Sveiflur allra mynta ráðast í aðalatriðum af því magni myntarinnar sem notað er til fjárstrauma alþjóðlegrar fjármálastarfsemi í viðkomandi mynt. Á Íslandi var þetta hlutfall orðið allt of stórt og þessu varaði Davíð Oddsson marg marg oft við. En enginn hlustaði.
Að ætla að kenna honum um þetta allt saman er langt fyrir neðan það sem ég hélt að þú værir fær um að skjóta Marinó. Það er eins og að kenna vegagerðinni um öll umferðaóhöpp stolinna bifreiða í vegakerfinu. Þeim er mest ekið af drukknum mönnum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.9.2009 kl. 12:25
Gunnar, ég hef ekki kennt Davíð Oddssyni um eitt eða neitt. Mín ábending snýr að þeirri ríkisstjórn sem hann (fyrir algjöra tilviljun ) fór fyrir. Ég er að benda á stefnumótandi ákvörðun þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á vormánuðum 2001, en ekki verk einstakra manna. Hér á Íslandi er til siðs að kenna ríkisstjórnir við forsætisráðherrann hverju sinni. Ég reikna með því að viðskiptaráðherra þeirrar ríkisstjórnar hafi haft mest um þetta að segja sem og bankastjórn Seðlabankans, en allt hlaut þetta blessun ríkisstjórnarinnar og þar sem DO og Halldórs Ásgrímssonar. Ég mótmæli því að ég sé að persónugera þetta í DO. Ég er heldur ekki að skjóta eitt eða neitt, heldur greina frá þeirri staðreynd að þetta var gert í tíð umræddrar ríkisstjórnar. Það er bara ekki hægt að tala um þetta tímabil án þess að nafn Davíðs komið upp, en það á bæði við um það sem vel var gert og það sem fór úrskeiðis.
Það er rétt að hlutfall fjárstreymis, eins og þú tekur til orða, var orðið of hátt. En formaður bankastjórnar Seðlabankans átti að gera meira en að vara við því. Það var hlutverk Seðlabankans að stuðla að stöðugleika. Seðlabankinn (sem vill svo til að var undir stjórn Davíðs Oddssonar) átti að grípa inn í með hækkun bindiskyldu, breytinga á reglum um gjaldeyrisjöfnuð, kaup og sölu á krónum/gjaldeyri á víxl eftir aðstæðum.
Svo vil ég benda á, að ég legg það ekki í vana minn að persónugera vandann. Aftur á móti hef ég gagnrýnt fyrirverandi formann bankastjórnar Seðlabankans fyrir ýmis ummæli og þrjósku við að víkja eftir að Seðlabankinn fór á hausinn á hans vakt. Ég hef aldrei sagt hann vera valdan af því, en hann bar ábyrgð sem formaður bankastjórnar.
En að fyrri athugasemdinni. Það getur verið að Danir hafi ítrekað þurft að semja um gengi dönsku krónunnar, en lykilatriðið breytist þó ekki. Þeir treystu sér ekki til að vera einir á báti. Það var betra að vera með vikmarkatengingu við EUR en að vera með enga tengingu eins og Bretar. Örmynt eins og sú íslenska getur vissulega alveg bjargað sér, en þá verða innviðirnir að vera í lagi. Þeir hafa aldrei verið það í þessu þjóðfélagi fyrir kannski utan tímabilið 1995 til 1999 og síðan má spyrja sig hvort það hafi verið eitthvað að marka. Það var röng ákvörðun að setja krónuna á flot á þeim tíma þegar það var gert. Um það snýst gagnrýni mín. Ég tel líka að krónan hafi ekki það bakland til að vera á frjálsu floti, en hefði hugsanlega plummað sig í samfloti. Það er bara skoðun mín.
Marinó G. Njálsson, 26.9.2009 kl. 13:51
Þakka Marínó
Fremsta og frómasta hlutverk seðlabanka í frjálsum hagkerfum er að vera banki bankanna, eins framarlega og það er unnt. En það er þó erfitt ef eftirlit með bankakerfinu hefur verið tekið frá þeim og það sett undir stjórnmálamenn sem eru vanhæfir og sem samþykkja að bankakerfið sé á hormónatrippi.
En eftirlit með viðskiptabökunum var flutt frá Seðlabankanum og yfir til Fjármálaeftirlitsins árið 2001 eða jafnvel fyrr. Þetta fjármálaeftirlit var svo í höndum bankamálaráðherrans. Hann átti að hafa eftirlit með viðskiptabönkunum. En hann gerði það bara alls ekki og fékk verðlaun fyrir afrekið.
Þetta með bindiskylduna er moldrok og þú veist það vel sjálfur Marinó. Það er marg oft búið að gera öllum grein fyrir að sú leið var ekki fær enda hefði hver sá sem hefði lagt það til þegar það hefði verið hægt, verið lagður inn eða settur á Klepp, þ.e. á þeim tímum sem svoleiðis heftandi atriði hefðu haft raunverulegt áhrif (áður en útrás og kaup ísl. banka á dótturfélögum og útibúum fór fram)
Danir treysta sér alveg til að standa með fljótandi mynt. Þetta er eingöngu pólitísk ákvörðun sem var tekin árið 1982. Það er erfitt að vinda ofan af svona ákvörðunum eftir að þær eru teknar.
Bæði Norðmenn, Finnar og Svíar eru með fljótandi mynt og það gengur mjög vel, nema hjá Finnum því þeir eru með fljótandi mynt Þýskalands og Frakklands núna og ráða engu um hana. Þessi mynt heitir evra. Þess vegna fer Finnland svona miklu ver út úr kreppunni en Svíþjóð núna. En þessi lönd reyndu einusinni öll að bindast EMS/ERM. Það fór svona:
Sænska tilfellið
Tilraun Svía til bindingar við EMS var áhugaverð því hún var hlaðin svo einstaklega mikilli heimsku:
ERM reyndist þarna einungis vera slæm tilraunastarfsemi ESB með líf þegnana í þeim löndum sem áttu aðild að samstarfinu. Þetta fyrirkomulag kemst einna næst því að geta kallast útópía Evrópusambandsmanna. Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess núna að þetta fyrirbæri skyldi ná að komast í tísku hjá mönnum með fyrsta flokks hagfræðimenntun þarna á þessum tímum. En það eru þó einungis 17 ár síðan hagfræðingar margra landa trúðu á þetta ERM/EMS fyrirkomulag.
Evra er fljótandi mynt , muna það
Menn veðra að muna að evran ER fljótandi mynt og hún sveiflast mjög mjög mikið gagnvart gjaldmiðlum heimsins. Fáir gjaldmiðlar Evrópu hafa sveiflast eins mikið á jafn stuttum tíma og valdið eins miklum skaða á efnahag þjóða eins og myntin evra svo sannarlega hefur gert.
Ekkert jafnast á við góa hagstjórn með sjálfstæðri mynt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.9.2009 kl. 14:47
Ekkert jafnast á við góa [sic] hagstjórn með sjálfstæðri mynt. (Gunnar R.)
Ég mæli með að við byrjum á henni sem fyrst.
Theódór Norðkvist, 26.9.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.