25.9.2009 | 14:29
Dagurinn sem öllu breytti
Í dag er eitt ár frá því formaður bankaráðs Glitnis fór á fund formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Þessi skref, sem þá voru stigin, verða að teljast einhver örlagaríkustu skref Íslandssögunnar. Ekki það, að það sem á eftir fylgdi hefði mátt forðast. Að því munum við aldrei komast. En þarna hófst atburðarrás sem engan óraði fyrir.
Ég hef nokkrum sinnum gert tilraun til að greina hvað varð til þess, að íslenskt fjármálakerfi lagðist á hliðina dagana 6. - 8. október 2008. Langar mig að gera það enn og aftur í nokkrum færslum á næstu dögum. Ég tel mig hafa að nokkru leiti aðra sýn á málin vegna starfa minna sem ráðgjafa á sviði áhættu- og öryggisstjórnunar og mun það marka greiningu mína. Þetta er til gamans gert og ég er viss um að einhverjir verða ekki sammála mér. Ef einhverjir hafa ábendingar eða upplýsingar sem þeir telja að gott væri að koma fyrir sjónir almennings, en vilja ekki gera það í eigin nafni, þá er viðkomandi velkomið að senda mér tölvupóst á mgn@islandia.is og ég mun sjá hvort ég geti fellt það inn í greiningu mína.
Þau atriði sem ég tel skipta máli og hafa orðið til þess að allt hrundi hér í október 2008 má skipta upp í eftirfarandi:
- Mistök í peningamálastjórnun Seðlabanka Íslands allt frá því áður en krónan var sett á flot í mars 2001.
- Mistök við einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands.
- Meingallað regluverk fjármálakerfisins, þ.m.t. fyrirkomulag eftirlits með fjármálafyrirtækjum
- Basel II regluverkið um eiginfjárhlutfall og áhættustjórnun fjármálafyrirtækja, röng innleiðing þess og framkvæmd bæði hér á landi og erlendis
- Alvarlegar brotalamir í starfsemi matsfyrirtækjanna
- Mistök í áhættustjórnun erlendra fjármálafyrirtækja sem veittu íslensku bönkunum aðgang að lánsfé
- Mistök eða vanmat í áhættustjórnun íslensku fjármálafyrirtækjanna
- Vöntun á verklagi við stjórnun rekstrarsamfellu hjá fjármálafyrirtækjum, fyrir utan kannski hjá upplýsingatæknisviðum fyrirtækjanna.
- Djörfung og fífldirfska stjórnenda og eigenda (tengist 7 og 8)
- Hrein og klár fjársvik eigenda bankanna vegna þess að þeir voru jafnframt stærstu lántakendur
- Vanhæfni íslenskra stjórnmálamanna (og embættismanna, þ.m.t. SÍ og FME) til að takast á við og halda utan um sístækkandi bankakerfi
- Afneitun allra sem nefndir eru að ofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég hef enga trú á að tilboð ríkisins í Glitnir hafi ollið hruninu. Heldur eingöngu flýtt fyrir óumflýjanlegum afleiðingum hrunsins. Afneitunin stafaði líka af því að um leið og vandinn var viðurkendur kom hrunið. Því reyndu menn að forðast þann vanda fram í það síðasta.
Ég er enn á þeirri trú að hrunið stafaði af of háu neysluverði. Þar vegur fastignaverð og leigan þyngst því um leið og sá neysluliður hækkaði drógst saman í öðrum neysluliðum.
Þar tel ég að eigi að byrja því tilgangslaust er að bjarga framleiðslufyrirtækjum ef engir neytendur eru til. Eina leiðin er að afskrifa skuldir heimilina til að lækka fasteignakostnaðinn.
Offari, 25.9.2009 kl. 14:45
Þetta er nokkuð góður listi en ég er sammála Offari að það vanti fasteignabóluna inná listann.
Sigurður Ingi Kjartansson, 25.9.2009 kl. 16:22
Það sem þú gerir þér til gamans er okkur hinum til upprifjunar og upplýsingar
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.9.2009 kl. 16:26
Mun lesa mér til um þessa hlut einu sinni enn og ekki veitir af. Fellur ekki fasteignabólan undir lið 9 Djörfung og fífldirfska stjórnenda og eigenda (tengist 7 og 8). Eða hvað??
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.9.2009 kl. 16:58
Oftrú á að markaðslausnir eigi alltaf við og að markaðurinn leiðrétti síg sjálfur. Þessi TRÚ leiddi til afskiptaleysisstefnu stjórnvalda gagnvart ofvexti banka, bólumyndun á fasteignamarkaði og í verði hlutabréfa, krosseignatengslum, einkavinavæðingu........
Magnús Waage (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 17:12
Þetta er risaverkefni sem þú ert að fara í Marínó er það ekki?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.9.2009 kl. 17:25
Fasteignabólan fellur undir lið 4 um Basel II regluverkið. Fasteignabólan út um allan heim varð nefnilega vegna þeirra reglna, þar sem Basel II opnaði fyrir leið að ódýru fjármagni og því að veðlán umfram fyrsta veðrétt voru talin örugg upp að 80% veðhlutfalli. En meira um það síðar.
Marinó G. Njálsson, 25.9.2009 kl. 17:44
Dagurinn sem öllu breytti Marinó? Var það 25. sept. '08 eða '09? Var ekki fyrrverandi seðlabankastjóri að taka við ritstjórastöðu hjá Morgunblaðinu í dag?
Ætlar þú að greina frá aðkomu hans að hruni Glitnis í fyrra? Ég hef upplýsingar um að þjóðverjar hafi opnað á bankalínu til Glitnis vikuna fyrir "yfirtöku" DO. Lögum samkvæmt bar Glitnismönnum að tilkynna Seðlabankanum um þetta og Seðlabankinn gerði sér þá lítið fyrir og yfirtók bankalínuna! Hefur þú rætt við þýska bankamenn um álit þeirra á fyrrverandi Seðlabankastjóra?
Þakka svo að sjálfsögðu öguð og greinagóð skrif Marinó.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 18:34
Þetta er það sem gerðist, en afhverju gerðist það? Ég held að svörin við þeirri spurningu séu mikilvægari því að það er það sem að við verðum að laga. Skortur á þrígreininingu valdsins eða fjórgreiningu,fimmgreiningu? augljóslega eru íslenskir ráðamenn lélegir en afhverju? Eru það prófkjörin og klíkurnar í flokkunum?
Pétur Henry Petersen, 25.9.2009 kl. 18:34
Það er mikilvægt að greina í sundur grunn-orsakir hrunsins, og síðan því sem við lærðum eftir á t.d. um bankana. Hrunið sjálft, hvort sem það var óumflýjanlegt eða ekki, gat aðeins orðið vegna mistaka og atburða sem voru þekktir fyrir hrun eða urðu í hruninu sjálfu, ekki eftir á.
Til dæmis, atriði 10. um fjársvikin kom ekki upp á yfirborðið fyrr en nokkru eftir hrunið, þó líklega megi finna aðila sem höfðu grun um það. Aftur á móti munu fjársvik mögulega hafa afleiðingar hvað varðar tjónið sem varð af hruninu.
Stór ástæða fyrir hruninu var að erlendir aðilar (bankar, ríkisstjórnir, fjárfestar), misstu endanlega trú á að Íslendingar gætu bjargað málum sínum sjálfir af heiðarleika og lokuðu einfaldlega á okkur. Mörg af mistökunum og vanhæfnis-atriðin sem Marinó nefnir hér að ofan áttu tvímælalaust hlut í máli að erlendu aðilarnir komust á þessa skoðun.
Ef aðdragandi hrunsins hefði verið höndlaður af meiri færni, þekkingu og skilningi stjórnmála og banka-manna á þeirri raunverulegu stöðu sem Ísland var komið í, þá er allavega möguleiki að stórum hluta af tjóninu hefði kannski verið hægt að afstýra í samvinnu við aðrar þjóðir.
Bjarni Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 18:54
Basel II regluverkið er örugglega gallað en það tekur á þessu með fallandi húsnæðismarkað. Endurverðmeta á allar fasteignir ef að markaður fellur um 5 og 10%. Einnig eru öll hlutabréf sem ekki eru skráð á markaði verðmetin sem verðlaus (sambr. eignarhaldsfélög). Málið er að ég efast um að íslensku bankarnir og fjármálaeftirlitið hafi fylgt reglugerðinni. Ef íslensku bankarnir hefðu fylgt reglugerðinni þá hefði berlega komið í ljós hversu léleg veðin voru á bak við lánin. En voru íslensku bankarnir nokkurn tímann Basel II compliant? Ég held að það sé almenn ánægja með Basel II regluverkið til að mynda í Noregi, núna er hægt að meta áhættustýringu bankanna á samræmdan hátt.
Áhugasamur (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 19:15
Ég hef nokkrum sinnum fjallað um áhrif Basel II regluverksins á hrun fjármálakerfisins. Eins og ég nefni undir lið 4, þá tala ég um ranga innleiðingu þess og framkvæmd bæði hér á landi og erlendis. Regluverkið sjálft er gott, en eins og ég hef bent á og mun fjalla um síðar, þá voru nokkru atriði sem klikkuðu við innleiðingu og framkvæmd regluverksins.
Marinó G. Njálsson, 25.9.2009 kl. 19:32
Og rauði þráðurinn er mistök og vanhæfi sem kristallast í lokaniðurstöðunni AFNEITUN . Maybe I should have" og "eftir á að hyggja" eru frasar sem starfandi stjórnmálamenn ættu aldrei að þurfa að nota. Að endingu vil ég benda á eitt sem vantar og það er hvernig fjárhagsleg tengsl einstakra þingmanna, fjölmiðlamanna og embættismanna við fjármálamafíuna voru notuð til að kæfa alla gagnrýni. Upplýsingar um skuldir manna eru miklu mikilvægari heldur en setur í stjórnum félaga og "eignir" á skattaskýrslu. Að þessu þarf að hyggja í opnu lýðræðislegu þjóðfélagi sem Ísland er ekki
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.9.2009 kl. 20:07
1. Of lágir stýrivextir í Bandaríkjunum á árunum eftir árásirnar 11. sept 2001.
2. Afglöp við stjórn íbúðalánasjóða ríkisins, Fannie May og Freddie Mac.
3. Að halda í íslensku krónuna eftir að bankarnir voru einkavæddir.
Ástæðurnar fyrir hruninu tengjast margar stjórnmálamönnum á einhvern hátt. Þeir sem halda því fram að of mikið frelsi hafi valdið hruninu hafa í því ljósi rangt fyrir sér. Það þarf að endurskoða hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnmálamanna sem og embættismanna. Það er ótækt að stjórnmálamenn geti yppt öxlum yfir afglöpunum og boðið sig fram á ný eins og ekkert hafi í skorist. Bankamálaráðherrann fyrrverandi er ágætt dæmi um það.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.9.2009 kl. 20:08
Hvað með endurskoðendur þeir hljóta að hafa blessað allt saman.
Furðulega lítið talað um þá......
Jón Pálmar Þorsteinsson, 25.9.2009 kl. 20:27
Af hverju er kauphöllin aldrei nefnd, ég hef nú ekki mikið vit á verðbréfaviðskiptum, en krosseigna tengsl, viðskipti á milli tengdra aðila og fölsk aukning hlutafjárs við að lána meira að segja innherjum til kaupa á hlutafé með veði í eigin bréfum hljóma eins og eitthvað sem kauphöllin ætti að hafa afskipti af.
Kjartan Björgvinsson, 25.9.2009 kl. 20:45
Sæll Marinó,
Góður listi og það er þarft fyrir íslendinga að skoða þessi mál, upphafið að þessum ósköpum í rólegheitum og reyna að komast að því hvað fór úrskeiðis og hvers vegna.
Ég vil t.d. sérstaklega minna á punkta 5 og 6, sem lúta að erlendu matsfyrirtækjunum og sérstaklega erlendum bönkun sem hreinlega sendu heilu skipsfarmana af lánsfé til Íslands, að því er virðist án þess að hafa nokkurt eftirlit með áhættunni sem þau voru að taka. Ef skýrsla Moody´s frá 28. Ágúst 2008 fyrir Kaupþing er skoðuð (http://www.kaupthing.com/Investors/Ratings/Moody's) þá kemur í ljós að "Bank Deposits" er metið A1/P-1 en "Bank Financial Strength" fær einkunnina C-! Í útlitinu kemur fram: "Downward pressure could be exerted on the BFSR if the bank were to further increase related-party lending or to make sizeable acquisitions that placed pressure on its management, systems or controls" Augljóst er því að Moody´s var vitandi um krosseignatengsl og lán til tengdra aðila. Spurningin er hvort þeir gerðu sér grein fyrir því hversu mikil þau voru.
"Kaupthing Bank has instituted good corporate governance practices."
"Despite the good governance practices, we view the bank's significant exposure to insider and related-party risks as higher than that with which we are generally comfortable and this exposure raises concerns about the extent to which the risk management function is independent. However, we take some comfort in the new regulations introduced by the supervisory authority, FME, in which a bank's external and internal auditors must verify that related-party loans are made on a similar basis as for unrelated clients"
Það er athyglisvert að bera saman "Rating factors" töfluna aftast í PDF skjalinu og "Ratings" töfluna frems í sama skjali. "Ratings" virðist nokkuð góð, en "Ratings factors" virðist hinsvegar mun verri. Ég er langt frá því að vera sérfræðingur í þessu, en einkunnirnar fremst og aftast stinga töluvert í stúf.
Ég vil taka undir með Jóni Pálmari hér að ofan hvað varðar endurskoðendur og lögmenn sem komu að sumum þessum gjörningum. Þegar Enron leið undir lok 2001 og upp komst um spilamennskuna þar á bæ, þá tók það eitt virtasta endurskoðunarfyrirtækið hér, Arthur Andersen, með sér. Ég vil líka taka undir með Kjartanni að þessi krosseignatengsl eru eitthvað sem var allt of mikið um og allt of stór hluti í sumum félögum var í eign sömu aðila, beint eða óbeint.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 26.9.2009 kl. 01:28
Góður listi Marinó. Ég held að þú sért að neggla þetta niður nokkurnvegin, þ.e. þetta eru þau atriði sem þarf að endurskoða og laga. 6. liðurinn reyndist okkur einna skaðlegastur að mínu mati. Menn eins og John Perkins vilja meina að þetta sé beinlínis með ráðum gert til að koma ríkjum í slíkt skuldafen að það þurfi að selja helstu mjólkurkýrnar. En auðvitað dugi það svo ekki til og vandamálin eru viðvarandi og löndin þræli út í eitt fyrir fjölþjóðafyrirtækin. Get ekki fullyrt að svo sé en mikið er þetta farið að líkjast planinu sem hann lagði upp. Nú eru menn að tala um í alvöru að leyfa erlendum aðilum að virkja hér.
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.