Leita í fréttum mbl.is

Greiðsluverkfall boðað frá 1. október

Hagsmunasamtök heimilanna boðuðu á blaðamannafundi í morgun tveggja vikna greiðsluverkfall frá og með 1. október næst komandi.  Samtökin telja þetta einu leiðina til að knýja stjórnvöld og fjármálafyrirtæki að viðræðuborðinu til að ræða úrræði fyrir heimilin í landinu vegna hækkunar höfuðstóls húsnæðislána og aukinnar greiðslubyrði í kjölfar hruns krónunnar og verðbólgunnar sem því fylgdi. Lögð er áhersla á að ferli greiðsluverkfallsins fylgi í einu og öllu ferli hefðbundinna verkfalla launafólks.

Þrátt fyrir fögur orð um samráð hafa stjórnvöld ekki boðið Hagsmunasamtökum heimilanna til viðræðna um stöðu heimilanna.  Á fyrsta blaðamannafundi fyrri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur nefndi hún og Steingrímur J. Sigfússon að leitað yrði til Hagsmunasamtaka heimilanna eftir viðræðum.  Núna tæpum sjö mánuðum síðar hefur hvorugt þeirra snúið sér til samtakanna og þeir einu fundir sem samtökin hafa fengið við ráðherra hafa verið tilviljunarkenndir og hafa ekki snúist um þau mál sem samtökin telja brýnust.  Á þessum sama blaðamannafundi lýstu Jóhanna og Steingrímur því yfir að slegin yrði skjaldborg um heimilin.  Það er ýmislegt hægt að segja um fjölmargar ráðstafanir tveggja ríkisstjórna Jóhönnu Sigurðardóttur, en að kalla þær skjaldborg væri mikið öfugmæli.  Með örfáum undantekningum, þá hafa álögur verið auknar og skattar hækkaðir.  Staða heimilanna eftir tæplega 7 mánaða setu Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra er mun veikari en hún var áður.  Aðeins er hægt að tala um eina aðgerð sem reynst hefur vörn fyrir heimilin, en það bann við nauðungarsölum til 1. nóvember næst komandi.  Þessu til viðbótar voru vaxtabætur hækkaðar um 25% eða svo. 

Á móti kemur að álögur á heimilin í landinu hafa hækkað gríðarlega.  Verðlag hefur hækkað vegna veikingar krónunnar, verðbólgu og hækkunar þjónustugjalda, skatta og vörugjalda.  Ráðstafanir í ríkisfjármálum eru þannig taldar hafa hækkað álögur á heimilin um kr. 90.000 á mánuði.

Mörg heimili eru komin í þrot og önnur að fótum fram.  Sífellt stækkar í hópi þeirra sem eru komnir í veruleg fjárhagsvandræði.  Talið er að fimmtungur heimila séu komin í vanskil við bankann sinn eða eru með stóran hluta lána sinna í frystingu þar sem greiðslugetan ræður ekki við afborganir.  Meira að segja félagsmálaráðherra, sem hefur verið mann þverastur í afneitun sinni, viðurkennir að milli 20 og 30 þúsund manns séu í alvarlegum vanda nú þegar.  Sinnuleysi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í málefnum heimilanna er ótrúlegt og það hefur staðið of lengi.  Þess vegna er það nauðvörn heimilanna í landinu að boða til tímabundins greiðsluverkfalls.  Dugi það ekki til að fá viðræður um nothæf úrræði fyrir heimilin í landinu, þá verður örugglega gripið til frekari aðgerða síðar.

(Sjá líka síðustu færslu mína:  Greiðsluverkfall er til að knýja fram réttlæti)


mbl.is Fara í greiðsluverkfall 1. okt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Marinó, eftir að hafa hlustað á félagsmálaráðherra i Kastljósi í gær er varla von á miklum úrbótum, nema þá í anda icesave fyrirvara.  Nú þegar komið er í ljós að "greiðsluaðlögun" er svo miklu meira en gagnlaust fyrirbæri þverskallast ráðherran við almenna skuldaleiðréttingu. 

Greiðsluverkfall er töff aðgerð, en 1-15 október krefst nánari skýringa.  Ég hélt að gjalddagar flestra húsnæðislána væru 1. eða 15. hvers mánaðar og eindagi 15. eða 29.??

Magnús Sigurðsson, 28.8.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, þetta er bara fyrsta skref.  Einnig fellst margt annað í greiðsluverkfalli en að hætta að greiða greiðsluseðla, þ. á m. úttekt af reikningum, samdráttur í neyslu, sniðganga o.s.frv.

Marinó G. Njálsson, 28.8.2009 kl. 13:52

3 identicon

Tek undir spurningu MS kl. 12:54 og spyr svo líka: Hvert á maður að færa launareikninginn sinn? Hvaða banki er ekki ríkisbanki í dag?

sr (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:00

4 Smámynd: Offari

Ég var alltaf að vonast til þess að það nægði að hóta greiðsluverkfalli til að fá stjórnvöld til að forgangsraða málum rétt. Nú er ég hinsvegar orðinn hræddur um að það þurfi að beita greiðsluverkfallinu til að fá stjórnvöld til að skilja.

Offari, 28.8.2009 kl. 15:06

5 identicon

Sæll Marinó.

Greiðsluverkfall getur verið þrýstingur, satt er það. Best þrýstingurinn væri auðvitað að stofna Sparisjóð og flytja allar bankainnistæður þangað. Raunhæft? Það má kanna málið.

Stjórnvöld eru undir hælnum á stærstu fjárfestunum og lánadrottnum skilanefndanna.

Stjórnvöld í dag eru bara strengjabrúður sem þessir aðilar ráðskast með.

Væri hægt að safna nógu mörgum minni fjárfestum og einstaklingum til þess að stofna sparisjóð væri það kjaftshögg framan í þetta lið sem er að éta af okkur ráðstöfunarfé og ákvarða hag okkar en ekki hvað síst æruna.

Greiðsluverkfall er viðsjárvert en skoðunarvert.

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 15:26

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

sr, þú þarft ekki endilega í fyrsta umgang að fara neitt, bara taka peningana út (ef eitthvað er þá eftir).  Það má svo nota þjónustu einhvers sparisjóðs eða MP banka.

Hafþór, ég held ég treysti erlendu kröfuhöfunum bara betur en íslenskum bankamönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum.  Málið er bara að komast í samband við þá.

Við hjá HH könnuðum stofnun sparisjóðs, verkalýðsfélags og lífeyrissjóðs, en niðurstaðan var frekar að snúa sér að aðila sem hefði óflekkað mannorð.  Varðandi sparisjóðina, þá fer þeim fækkandi sem eru í þeim flokki.

Marinó G. Njálsson, 28.8.2009 kl. 16:08

7 identicon

Það er ekki á góðu von frá ríkisstjórn sem valtar yfir vilja og hagsmuni almennings með samþykkt skuldaklafa í formi Icesave ábyrgðar. 

Mótmæli eru af hinu góða enda veitir ekki af enda nokkrir ráðherrar ítrekað ómerkingar orða sinna.

Ég vona að verkfallið ýti við þessu fólki en óttast að það þurfi meira til. 

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 16:40

8 identicon

Það er engin von með þessa ríkisstjórn.  Engin.  Við sjálf þurfum að taka valdið í okkar hendur.  Og ég hef sagt það fyrr að ég held dómstólar séu kannski svarið.   Þar ráða ekki AGS, ekki bankarnir, ekki ríkisstjórnin. 

ElleE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband