24.7.2009 | 15:26
Enn er lopinn teygður
Fyrir 16 mánuðum gekk yfir það versta Páskahret sem þjóðin hefur lent í. Þetta hret var ekki mælt hjá Veðurstofunni, heldur af Seðlabankanum. Það hófst með miklum látum 7. mars og gekk á með slæmum hryðjum næstu 3 vikur. Þegar hretinu slotaði loks 28. mars hafði gengisvísitalan fallið um 25 stig heil 18,7%. En þetta hret var bara upphafið að öðru verra sem skall á upp úr miðjum september og orsakaði frekara hrun krónunnar. Þessu öllu fylgi kröpp verðbólguhæð með fjármálastormum sem lögðu Glitnir, Landsbankann og Kaupþing að velli og ollum miklum skaða á heimilum og í fyrirtækjum landsmanna.
Já, það eru 16 mánuðir og tæpar 3 vikur síðan að stormurinn skall á og stjórnvöld vita ekki enn hvað þarf að gera til að rétta af efnahag landsins. Það eru engir aðgerðahópar að störfum, það eru engar lausnir í loftinu. Í 16 mánuði (og 3 vikum betur) hefur nánast ekkert verið gert til að hjálpa atvinnulífinu við að vernda störfin eða heimilunum til að gera þeim kleift að takast á við auknar byrðar. Og núna 16 mánuðum og tæpum þremur vikum eftir að hretið skall á kemur fram sú brilliant hugmynd að stofna nefnd.
Hagsmunasamtök heimilanna eru búin að vera til í rúma 6 mánuði. Allan þennan tíma erum við búin að vera að kalla eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. Heilar þrjár ríkisstjórnir hafa setið og ekki ein einasta þeirra hefur séð ástæðu til að kalla saman vinnuhóp hagsmunaaðila til að ræða vandann sem atvinnulífið og heimilin standa frammi fyrir. Stjórnvöld halda nefnilega að það sé einkamál þeirra að finna lausnina. Þau vilja nefnilega ekki til þess hugsa að einhver utan klíkunnar gæti átti góða hugmynd að lausn.
Nú á sem sagt að teygja lopann ennþá frekar og það á að sniðganga heimilin. Það eru aðilar vinnumarkaðarins sem hafa á samvinnu við. Síðan hvenær voru þessir aðilar sérlegir talsmenn heimilanna í landinu? Ég man ekki eftir því að sú ákvörðun hafi nokkru sinni verið tekin. Er það ekki bara vegna þess að "aðilar vinnumarkaðarins" eru jábræður stjórnvalda? Það er engin hætta á að þessir aðilar komi með "óþægilegar" tillögur.
Fyrir Alþingi liggja nokkrar tillögur um hagsmuni heimilanna. Þær fást ekki ræddar vegna þess að þær eru frá "hinum". Þær eru frá Framsókn og uppreisnargemsum innan VG. Jóhanna og Árni Páll eiga ekki hugmyndirnar og þess vegna fást þær ekki ræddar. Hvenær ætlar þetta fólk að ná þeim þroska að hlusta á aðra? Í okkar elstu heilræðum, Hávamálum, þá bendir höfundurinn á þau augljósu sannindi, að það eru merki um visku að hlusta og geta lært af öðrum, jafnvel þeim sem ekki teljast eins vitrir. Nú er kominn tími til að ríkisstjórnin sanni fyrir landsmönnum að hana skipar fólk sem er í hópi "hinna vitru". Í hópi þeirra sem kunna að hlusta. Nú séu gömul íslensk heilræði mönnum ekki þóknanleg, enda virðist mér sem margir innan stjórnarinnar haldi að upphefðin komi að utan, þá eru til gömul kóresk heilræði um að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld, ætli þau að verða vinsæl og ná árangri, að hluta á það sem ekki er sagt. Að hlusta á undirölduna í þjóðfélaginu. Að heyra það sem eyrað ekki nemur. Hvet ég ráðherra ríkisstjórnarinnar að hlusta á fólkið í landinu og verja hagsmuni þess. Verði það ekki gert, þá mun róðurinn bara þyngjast og draumur Samfylkingarinnar um inngöngu í ESB að engu verða.
Endurmeta úrræði fyrir skuldsett heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1681248
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góður pistill, Marínó!
Geta stjórnvöld eitthvað aðhafst eftir að bankarnir voru seldir úr landi? Ég sé ekki betur en stjórnvöld hafi þvegið hendur sínar og varpað allri ábyrgð yfir á bankana. Eins og það sé líklegt að þeir geri eitthvað í málinu. Er ég kannski að misskilja eitthvað?
Annars langar mig ofboðslega til að vita á hvað skuldir fyrirtækjanna og heimilanna voru metnar í uppgjöri bankanna. Er ekki einhver talnaglöggur sem getur slegið á það?
Arnmundur Kristinn Jónasson, 24.7.2009 kl. 17:31
Arnmundur, upphafið að því að finna lausn er að ræða málið á breiðum grunni. Það hefur ekki verið gert að því ég best veit.
Samkvæmt bráðabirgða efnahagsreikningi bankanna, þá eru við að tala um afskriftir upp á 2/3. Þessar tölur eru ekki á hreinu, en tala í kringum 2.700 milljarða var á sveimi í febrúar og mars og varla hefur ástandið skánað eftir það.
Marinó G. Njálsson, 24.7.2009 kl. 18:42
Sæll Marinó,
Ég er innilega sammála! Mér finnst eins og allir séu í skotgröfum og vilji ekki eða geti ekki komist upp úr til að sjá hvað er að gerast. Mér sýnist vera pukrast með allt, helst að láta sem minnst heyrast hvað er raunverulega að gerast og allt ýtir þetta undir sögusagnir um raunveruleikann og ég helt það sé yfirleitt ekki af hinu góða. Það eru um 10 mánuðir síðan bankarnir hrundu og einhvernveginn finnst mér lítið hafa komið fram hvernig á að taka á vandamálunum í nútíð og ekki síst í framtíð. Þá á ég við frá sjórnvöldum. Eins og þú segir, þá virðist enginn hlusta. Það er grátlegt að horfa upp á hvernig er komið fyrir Íslandi þessa dagana.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 00:50
Orð eru til alls fyrst. Síðan hrunið skall á okkur hefur komið fram herskari einstaklinga, innlendra sem erlendra með mikið af góðum ráðum og komið fram af fyllstu einlægni og hjálpsýsi. Á þessa einstaklinga hefur ekki verið hlustað, hvorki af fyrri ríkisstjórnum né núverandi og það særir. Troðið er á réttlætinu og fjármagseigendum, hverjir sem þeir eru er hampað og skjaldborg slegin um þá. Það er stutt í að þjóðin springi og öskri - þá verður kannski hlustað, kannski.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.7.2009 kl. 01:57
Evrópu-fylkingin hefur engan tíma til að hugsa um hag heimilanna, þeir eru uppteknir mánuð eftir mánuð við að troða okkur inn í Evrópubandalagið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Árni Páll ætlar líka að hefja sig upp og herða reglur um bætur öryrkja í haust þannig að ekki verður hann að vinna fyrir heimilin. Jóhanna er orðin einræðisherra og hætti að hlusta þegar hún fór úr í þá stöðu.
Almennur borgari (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.