Leita í fréttum mbl.is

Tölur Seðlabankans gefa ranga mynd - staðan er verri

Sé Jóhanna óánægð með stöðu heimilanna samkvæmt tölum Seðlabankans, þá verður hún ennþá óánægðari, þegar hún sér réttar tölur.  Ég hef legið yfir þessum tölum undanfarnar 2 vikur og meðal annars komst af eftirfarandi:

1.  Tölur Seðlabankans ofmeta stórlega greiðslugetur heimila með lágar og meðalháar ráðstöfunartekjur.

2.  Seðlabankinn ofmetur greiðslugetu heimila vegna húsnæðislána, þ.e. algengt er að áætla að allur húsnæðiskostnaður þurfi að vera undir 30% af ráðstöfunartekjum, en Seðlabankinn miðar við að greiðslubyrði lána þurfi að vera undir 30% af ráðstöfunartekjum.

3.  Tölur Seðlabankans vanmeta þann fjölda sem eru í slæmum málum vegna gengisbundinna lána, þar sem ekki er gerð tilraun til að greina hver greiðslubyrði lánanna er þegar frystingu lýkur.  Hafa skal í huga að milli 1.000 - 1.200 af 2.300 aðilum með gengisbundin lán hjá Kaupþingi eru með lánin sín í frystingu.

4.  Tölur Seðlabankans sundurliða ekki greiðslubyrði þeirra heimila með lægstu ráðstöfunartekjurnar og sýna því ekki hvernig dreifingin er hjá þeim hópi sem stendur verst.

Ég hef skrifað grein um þetta sem ég hef óskað eftir birtingu á í Morgunblaðinu.  Vonandi birtist hún á allra næstu dögum.  Annars mun ég birta hana hér á blogginu mínu.   Niðurstöður mínar eru í grófum dráttum að 36% heimila séu með MJÖG ÞUNGA greiðslubyrði, 18% með ÞUNGA greiðslubyrði og 46% séu í hvorugum af þessum hópum.  Það þýðir ekki sjálfkrafa að greiðslubyrðin sé viðráðanleg.

(Breytti "sýna" í "sundurliða" í tölulið 4 kl. 11:15 27.6.2009 og lagaði textann fyrir aftan "og" einnig til.)


mbl.is Frekari aðgerðir vegna skuldsettra heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

En hækkum skattana á millistéttina...svona til öryggis.

Haraldur Baldursson, 26.6.2009 kl. 23:04

2 identicon

Ekki létta skattahækkanir greiðslubyrðina.... Hvað ætli þær ýti mörgum til viðbótar yfir brúnina?

Brjánn (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 00:19

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég vona bara að stjórnvöld átti sig á því, að aðeins er hægt að ganga visst langt í því að íþyngja heimilunum og atvinnulífinu með meiri útgjöldum.  Einhvers staðar verður að gefa eftir svo allt brotni ekki undan þunganum.

Marinó G. Njálsson, 27.6.2009 kl. 00:33

4 identicon

Ég kalla þetta hryðjuverkaárás á heimilin. sérstaklega heimili sem ein fyrirvinna er eða er atvinnulaus núna, og svo á þá sem enga samninga aðstöðu hafa, flesta eldri borgara,  nær alla öryrkja, sem eru einhleypir.

Hvernig þessir þegnar munu komast af á næstu 3-7 árum veit ég ekki. Og ef fer sem horfir, þá verð ég ekki ofna moldu til að vita neitt af því.

Þessi árás ríkisstjórnarinnar, er verri en sett hryðjuverkalög Breta.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 01:16

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Marinó,

hefurðu upplýsingar um það með hvaða hætti greiðslubyrði skulda er reiknuð út?

Veistu af hverju það vantar þær tölur sem þú nefnir í tölulið 4?

Elfur Logadóttir, 27.6.2009 kl. 01:51

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Elfur, varðandi tölulið 4), þá hefði kannski verið nákvæmara að segja að tölur Seðlabankans sundurliða ekki greiðslubyrði þessa hóps öfugt við það sem gert er fyrir hina hópana.  Tölurnar eru inni í heildartölum, en til þess að átta sig á stöðu þessa hóps, þá þurfti ég að reikna þær út frá öðrum upplýsingum.

Ég er búinn að óska eftir því frá sérfræðingum Seðlabankans hvaða tölur standa að baki prósentutölum í glærum þeirra, en ekki fengið svör, þannig að ég er að vinna mína greiningu út frá prósentum á súluritum.  Greiðslubyrðin er mæld þannig að bankinn er með upplýsingar um afborganir fastra lána utan námslána og síðan er hann með upplýsingar um skattskyldar tekjur og reiknar ráðstöfunartekjur út frá því.  Í þessu er hugsanlega einhver ónákvæmni, en hún getur virkað í báðar áttir.  Stærsta skekkjan er þó aðskattfrjálsar bætur almannatrygginga- og skattkerfisins vantar, sem virkar að sjálfsögðu til hækkunar á ráðstöfunartekjum.  Ég hefði haldið að auðvelt væri fyrir Seðlabankann að nálgast þessar upplýsingar, þar sem þær eru allar á rafrænu formi hjá opinberum aðilum.

Marinó G. Njálsson, 27.6.2009 kl. 10:55

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Marinó í greiningu Seðlabankans, er tekið tillit til fjölskyldurstærðar í mati á útgjöldum heimilana ? Eru námslán tekin inn í þetta mat þeirra ? Bílalánin...komu þau inn í þessa greiningu ?
Það er fróðlegt að vita hver dýptin á þessari greiningu var.

Haraldur Baldursson, 27.6.2009 kl. 11:21

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er ekkert sagt um fjölskyldustærð (sendi þeim fyrirspurn um það en ekki fengið svar) og ekki tekið tillit til námslána.  Önnur föst lán eru með eftir því sem ég best veit.  Spurning er um greiðslukortalán.

Marinó G. Njálsson, 27.6.2009 kl. 11:36

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir þetta. Vildi gjarnan að þú hnipptir í mig þegar greinin birtist, hvort sem það verður hér eða í Morgunblaðinu.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.6.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1680023

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband